Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 / l o k a ð l a u g . 2 9 . j ú n í
Sierra borðstofustólar
KR. 19.900
um sínum. Eins og kunnugt er hefur
breski iðjuhöldurinn og fjárfestirinn,
sem mun vera auðugasti maður Bret-
landseyja, eignast allmargar jarðir í
Vopnafirði og víðar á norðaustur-
horni landsins. Er hann þar með orð-
inn áhrifamikill hluthafi í laxveiði-
ánum þremur í Vopnafirði, Selá,
Hofsá og Vesturdalsá. Við ræðum
saman á bakkanum meðan synir hans
veiða og það fer ekki á mili mála hvað
Ratcliffe nýtur þess að vera kominn
að ánni sem hann heldur svo mikið
upp á. „Ég hef hlakkað allt árið til að
koma hingað,“ segir hann og brosir
og bætir við að það sé gaman að vera
við veiðar með börnunum. „Og byrj-
unin gæti vart hafa verið betri,“ bætir
hann við.
Ratcliffe segir að það sé aldrei
hægt að vita fyrr en komið er að ánni
hverjar aðstæðurnar verði, svo margt
hafi áhrif, veður og staðan á vatninu
til að mynda. „En mér finnst áhuga-
vert að sjá hvað vatnsstaðan er góð
hér í Selá á meðan Vesturdalsá hér í
næsta dal rennur varla, þar er ekkert
vatn í farveginum. Ég hef aldrei séð
hana svona rýra þau ár sem ég hef
komið til veiða. Og þar getur enginn
lax gengið í ána meðan okkur sýnist
fullt af fiski vera gengið hér í Selá.“
Ratcliffe hefur síðustu ár verið
fyrstur til að veiða í Selá og hann við-
urkennir fúslega að það sé afar
ánægjulegt og vitaskuld forréttindi
að fá að gera það.
Hugmyndir um fiskveg í Hofsá
Ratcliffe kveðst sannfærður um að
Selá sé aftur á uppleið eftir að laxa-
gengd í ána fór í nokkra lægð síðustu
ár. Mjög vel sé gengið um ána og
laxastofninn, laxinum sé sleppt aftur
og veiðiálagið hóflegt. „Það hefur tek-
ist vel með fiskvegina sem hafa verið
gerðir í ána, búsvæði laxins hefur
stækkað en það má alltaf halda áfram
að bæta ána og við erum með sitthvað
í huga hvað það varðar,“ segir hann.
Þegar spurt er um Hofsá, þar sem
Ratcliffe á einnig jarðir og hann hefur
veitt, þá segir hann að það sé einnig
frábær veiðiá. Hann minnist á hug-
mynd sem lengi hefur verið á kreiki,
að það mætti gera fiskveg við fossinn
efst á svæði 1 í ánni. „Það myndi
lengja fiskgengan hluta árinnar úr
þrjátíu kílómetrum í um eitt hundrað
kílómetra, og hrygningarsvæðum
myndi fjölga mikið. Áin gæti þannig
borið þrefaldan fjölda fiska miðað við
það sem nú er,“ segir hann.
Er slík framkvæmd til skoðunar?
„Okkur finnst þetta áhugaverð
hugmynd en meirihluti landeigenda
þyrfti að vera því samþykkur og það
yrði býsna dýr framkvæmd.“
Náttúran hér einstök
Talið berst aftur að veiðiáhuga
Ratcliffe sjálfs og hann segist ekki
geta lýst því með nógu sterkum orð-
um hvað hann nýtur þess vel að vera
við ána. „Ég dvel lengstum í borgum,
aðallega í London, og er á fundum frá
klukkan átta á morgnana og fram á
kvöld, er mjög upptekinn allan
daginn og svo taka við kvöldverðir
sem eru iðulega líka fundir. Það er
töluvert álag – en svo kem ég hing-
að!“ segir hann og lítur ánægjulega
kringum sig í gilinu við ána.
Hefur hann látið sig dreyma
undanfarnar vikur um þessa veiði?
„Ekki bara undanfarið – mig
dreymir um það allt árið að vera hér!“
segir hann og hlær. „Þetta er dásam-
legt. Síminn hringir ekki einu sinni.
Náttúran hér er einstök. Það eru svo
fáir staðir eftir á jörðinni sem mað-
urinn hefur ekki breytt á neikvæðan
hátt. Hvar sem ég kem annars staðar
er verið að reisa byggingar, vegi,
verksmiðjur, farsímamöstur … en
hér hefur maðurinn ekki bylt nátt-
úrunni með slíkum hætti, hér er ekki
dælt út skordýraeitri eða áburði sem
eitrar vötnin, og hér sést ekki ein ein-
asta bygging. Vitaskuld eru það
gæði.“
Ratcliffe og börn hans héldu áfram
að kasta flugum sínum og laxinn að
taka – þegar fyrstu vaktinni lauk
höfðu þau landað níu löxum, 70 til 78
cm löngum, í Fosshyl, á Fossbreiðu
og í Efri-Sundlaugarhyl, og allir
reyndust lúsugir.
Veiðin í nágrannaánni Hofsá fór
heldur hægar af stað en fjórum var
landað í fyrsta hollinu.
Skríða inn í hundraðatali
Loksins tók að rigna á Vesturlandi
fyrir helgi en sumar kunustu ár
landsins hafa verið óveiðandi í júní
vegna vatnsleysis. Í Sporðaköstum á
mbl.is er haft eftir Einari Sigfússyni,
staðarhaldara við Norðurá, að þegar
hækkaði aðeins í ánni hafi lax ruðst
upp hana.
Einar sagði frá manni sem fór
ásamt syni sínum með spúnastöng að
Haugahyl á Flóðatangasvæðinu, fyrir
neðan Baulu-sjoppuna.
„Þeir sáu þá að hylurinn var pakk-
aður af laxi og var fullt af fiski að
skríða inn og var hann í hund-
raðatali,“ sagði Einar. Það svæði gaf
þá sex laxa.
„Nú er fiskur stökkvandi um allt og
leiðsögumenn sem eru að veiða í
gilinu hafa séð grúppu eftir grúppu
mæta og synda fram hjá þeim.“
Dreymir allt árið um að vera hér
Morgunblaðið/Einar Falur
Einbeitt Julia Ratcliffe glímir við fyrsta laxinn sem sett var í í Selá en hann
tók í fyrsta kasti. Faðir hennar fylgist með en laxinn losnaði skömmu síðar.
Hástökkvari Jim Ratcliffe hefur sett í fyrsta laxinn sem var landað úr Selá í
ár, 76 cm hrygnu sem tók flugu í Fosshyl. Gísli Ásgeirsson er til aðstoðar.
Laxveiðin fór vel af stað í Selá í Vopnafirði „Byrjunin gæti vart hafa verið betri,“ segir landeigand-
inn Jim Ratcliffe sem hóf veiðarnar ásamt börnum sínum Fiskvegur í Hofsá áhugaverð framkvæmd
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Julia dóttir Jims Ratcliffes tók fyrstu
köstin í Fosshyl í Selá í Vopnafirði
þegar laxveiðin hófst þar á laugar-
dagsmorguninn var. Og hún þurfti
reyndar ekki nema eitt stutt kast til
að ná laxi sem hún hafði séð þegar hún
gekk niður að hylnum því hann tók
strax, vænn og silfraður fiskur. Julia
togaðist langa hríð á við fiskinn, yf-
irveguð og einbeitt, og naut við það
leiðsagnar Gísla Ásgeirssonar, staðar-
haldara við Selá, og föður síns sem
fylgdist spenntur með. Eftir rúmlega
fimmtán mínútur, þegar laxinn var
kominn á grynningar og veiðikonan
unga var að renna honum að bakk-
anum, skaust flugan úr fiskinum og
hann þaut út í hylinn að nýju. Julia var
skiljanlega svekkt en bræður hennar
og faðir sögðu að það myndi ganga
betur næst. Ratcliffe bætti við og það
réttilega að það að missa fiska væri
hluti af veiðiskapnum.
Julia óð aftur út með klettaveggn-
um norðan við hylinn og tók að kasta
en laxarnir höfðu greinilega fært sig
dýpra út í hylinn, þangað sem hún
náði ekki til, svo faðir hennar og Gísli
tóku við og óðu þangað út. Og strax í
öðru góða kastinu sem Ratcliffe náði
tók lax. Sá var einnig kröftugur, stökk
og streðaði, en ekki löngu síðar var
hann kominn á land, fysti lax sumars-
ins úr Selá, 76 cm hrygna.
Selá tók því vel á móti veiðimönnum
þetta sumarið, hún er vatnsmikil og
það var greinilega mikið af laxi í Foss-
hylnum. Fjörið var ekki búið því þá
var komið að sonum Ratcliffes, þeim
Sam og George, að spreyta sig. Þeir
óðu út eins langt og vöðlurnar leyfðu
og settu báðir strax í fiska sem voru
háfaðir þar úti í hylnum, annar 76 cm
hrygna og hinn 70 cm hængur. Allir
þrír lúsugir og það veit á gott hvað
göngur varðar.
Árnar ólíkar í Vopnafirði
Eins og undanfarin ár hóf Jim
Ratcliffe veiðarnar í Selá ásamt börn-
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Samþykkt var á fundi skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkur í síðustu
viku að nemendur í grunnskólum
borgarinnar, sem búa í meira en 1,5
kílómetra fjarlægð frá hverfisskóla
sínum, fái ókeypis strætókort. Regl-
urnar ná ekki til nemenda sem
sækja skóla utan síns hverfis.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkurborg-
ar, segir að gert sé ráð fyrir að
reglubreytingarnar skili sparnaði
um „allt að 16 milljónum“, þar sem
skólaakstur verður aflagður í
nokkrum hverfum. Hann segir einn-
ig að dreifing strætómiða, sem hef-
ur verið við lýði, hafi falið í sér til-
tekna mismunun og sömuleiðis
akstur rúta í tilteknum hverfum.
„Þar sem sérstækar aðstæður
eru að skapast munum við ennþá
hafa skólaakstur,“ segir hann og
nefnir nýja Vogabyggð sem dæmi.
Þar verði skólaakstur vegna þess
hve erfið gönguleiðin í skólann sé.
Reglurnar eiga að taka gildi í
byrjun næsta skólaárs, hinn 22.
ágúst, en þær taka gildi 1. janúar á
næsta ári fyrir nemendur í 1.-4.
bekk Hlíðaskóla með lögheimili í
Suðurhlíðum og nemendum á sama
aldri í Melaskóla með lögheimili í
Skerjafirði.
„Það eru að koma ný hverfi og við
sjáum ekki allt út vegna byggingar-
hraða. Við erum líka að skoða
strætósamgöngur, eins og í Skerja-
firði þar sem verið er að setja
yngstu börnin í akstur áfram fram
að áramótum. Við þurfum að skoða
bæði strætóleiðina og fara í gegnum
öryggisþáttinn í samráði við sam-
göngustjóra borgarinnar,“ segir
Helgi og bætir við að enn sé verið
að skerpa á reglunum með tilliti til
samgönguaðstæðna í borginni.
Grunnskólanem-
ar fá strætókort
Skólaakstur verður aflagður víða
Morgunblaðið/Hari
Strætó Fjöldi grunnskólanema gæti
átt rétt á strætókortum.