Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fundur helstuleiðtogaheims, G-20, sem haldinn var í Osaka í Japan skil- aði engum stórtíð- indum og við því var svo sem ekki búist. Það þarf ekki að þýða að hann hafi verið gagnslaus, góð tengsl á milli ríkja, samtöl og aukinn skiln- ingur skipta máli. Að þessu sinni var það einn hádegisverður sem skilaði þýð- ingarmeiri tíðindum en stóru fundahöldin og svo óvænt heim- sókn sem vakti heimsathygli. Það var auðvitað Donald Trump sem stal senunni, enda Bandaríkjaforseti óhjákvæmi- lega áberandi en enginn þó eins og sá sem nú situr. Hádegisverð- urinn með Xi forseta Kína var já- kvætt skref í samskiptum ríkjanna. Þar urðu forsetarnir meðal annars ásáttir um að létta á verndartollum á vörur frá Kína gegn umtalsverðum kaupum Kínverja á bandarískum land- búnaðarafurðum. En það sem meira máli skiptir er að þessi 80 mínútna og árangursríki hádeg- isverður er sagður upphafið að frekari viðræðum. Skyndiheimsókn Trumps til Norður-Kóreu eftir G-20 fund- inn var þó það sem enn meiri at- hygli vakti. Fyrirvaralítið lenti hann í Suður-Kóreu, rölti yfir á hlutlausa svæðið, hitti þar Kim „vin“ sinn og rölti með honum til Norður-Kóreu. Þar var að vísu aðeins dvalið í nokkrar sekúndur, en heimsóknin var táknræn og ekki síður boðið í Hvíta húsið sem Kim þáði. Trump getur nú sagt að hann hafi, ólíkt öðrum sitjandi forsetum Bandaríkj- anna, komið til Norður-Kóreu. En spurningin er hvort hann komist eitthvað með harðstjór- ann Kim. Augljóst er að Trump og Pom- peo utanríkisráðherra voru ánægðir eftir fundinn með Kim í Frelsishúsinu sunnanvert við landamærin. Pompeo tók fram að þó að niðurstaða hafi ekki orðið í Hanoi í febrúar hafi fund- urinn þar ekki orðið til einskis og að nú verði hægt að byggja á honum og hefja viðræður á ný og finna út hvort að forsendur eru fyrir samkomulagi. Enn er þó langt í land, eins og sést á því að ríkin hafa ekki einu sinni sam- eiginlegan skilning á því hvað „kjarnorkuafvopnun“ þýðir, líkt og Pompeo benti á í gær. En orð eru til alls fyrst. Þá er augljóst að bæði Trump og Kim eiga mikið undir því að árangur verði af viðræðunum. Kim þarf að vísu ekki að mæta kjósendum á næsta ári, en hann býr stöðugt við þá hættu að þeir sem næst honum standa og yf- irmenn hersins telji ekki hægt að búa við þær aðstæður sem stjórn hans og efnahags- þvinganirnar búa landsmönnum. Trump hitti Xi og svo Kim óvænt og vekja þeir fundir að minnsta kosti vonir} Aukanúmer og óvænt urðu aðalatriðin Ýmsir hafa orðiðtil að benda á hve undarlega hafi verið staðið að mál- um við að velja nýj- an seðlabanka- stjóra, og er þó enn nokkuð í land að því vali ljúki. Í einni af ritstjórnargreinum Við- skiptablaðsins er fjallað um þetta og þar segir: „Staða seðla- bankastjóra er án efa veiga- mesta ókjörna embætti landsins. Í ljósi sérstakra aðstæðna – bæði í fortíð, nútíð og framtíð – er einstaklega mikilvægt að vanda valið á þeim sem þar stendur við stjórnvölinn. Af þeim ástæðum fékk for- sætisráðherra, sem skipar í embættið, til liðs við sig nefnd til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfi lysthafanna, aðeins þó til ráðgjafar. Nú hefur raunar verið fundið að hæfi hæfisnefnd- arinnar, bæði í fjölmiðlum og af tveimur umsækjendum, því einn nefndarmanna var ljóslega ótækur í nefndina sakir stjórn- arstarfa hjá stærsta viðskipta- vini bankans. Samt var ekkert gert með þær aðfinnslur. Kannski Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráð- herra hafi ekki þótt það ómaksins virði, þar sem hún væri í engu bundin af áliti nefndarinnar. Sem er líka eins gott, svona þegar horft er til álits nefndar- innar um hverjir af umsækjend- unum væru „mjög hæfir“. Sú niðurstaða var svo einkennileg, að engu tali tekur, og raunar engu líkara en að nefndin hafi ekki í neinu leitt hugann að verk- efnum seðlabankastjóra, hvorki almennt né þeirra sérstöku verkefna, sem bíða hins nýja bankastjóra.“ Valnefndir hins opinbera áttu að verða til að hjálpa við að finna hæfustu umsækjendur og tryggja það sem kallað var fag- leg vinnubrögð. Síðan hefur ítrekað komið í ljós að þessar nefndir standa ekki undir vænt- ingum og ráðherrar sitja uppi með afarkosti, eða telja sig að minnsta kosti gera það. Við val á seðlabankastjóra ganga vita- skuld ekki vinnubrögð eins og stunduð hafa verið að þessu sinni og nauðsynlegt að ráðherra leggi sjálfstætt mat á umsækjendur. Fram hefur komið mikil og réttmæt gagnrýni á ferlið við val á nýjum seðlabankastjóra} Vanhæf valnefnd M ennta- og vísindamálaráð- herra Færeyja, Hanna Jen- sen, heimsótti Ísland í ný- liðinni viku. Það var sérlega ánægjulegt að hitta sam- starfsráðherrann frá Færeyjum og við átt- um uppbyggilegan fund þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um frekara sam- starf á milli landanna. Okkur er báðum um- hugað um stöðu og þróun okkar móður- mála, íslenskunnar og færeyskunnar. Bæði tungumál standa frammi fyrir sömu áskor- unum vegna örrar tækniþróunar. Markvissar aðgerðir Íslensk stjórnvöld geta miðlað miklu til annarra þjóða þegar kemur að því að snúa vörn í sókn fyrir tungumálið. Í þessu sam- hengi höfum við kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu íslenskunnar og vitund- arvakningu um hana undir yfirskriftinni Áfram ís- lenska! Nýverið náðist sá ánægjulegi áfangi að Al- þingi samþykkti samhljóða þingsályktunartillögu mína um eflingu íslensku sem opinbers máls á Ís- landi. Megininntak hennar verða aðgerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórnsýslu. Íslenskan gjaldgeng í stafrænum heimi Hanna Jensen var mjög áhugasöm um máltækni- áætlun íslenskra stjórnvalda. Með þeirri áætlun vilja íslensk stjórnvöld tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýs- ingavinnslu sem byggist á tölvu- og fjar- skiptatækni. Ákveðið hefur verið að efna til formlegs samstarfs ríkjanna, þar sem ríkin deila sinni reynslu og þekkingu á sviði máltækni. Aukinheldur samþykkti Al- þingi einnig á dögunum þingsályktunar- tillögu um samstarf vestnorrænu landanna, Íslands, Færeyja og Grænlands, á sviði tungumála og þróunar þeirra í stafrænum heimi. Þar er lagt til að fulltrúar landanna taki saman skýrslu um stöðu og framtíð- arhorfur tungumálanna þriggja ásamt yfir- liti um máltæknibúnað sem til staðar er fyrir hvert málanna. Stöndum með móðurmálunum Það ríkir mikil pólitísk samstaða um að vekja sem flesta til vitundar um mikilvægi þess að efla móður- málið. Við getum, hvert og eitt okkar, tekið þátt í að þróa tungumálið okkar, móta það og nýta á skapandi hátt. Það er ánægjulegt að við getum lagt okkar af mörkum á þeirri vegferð til frændþjóða okkar – því öll eigum við það sammerkt að vilja að móðurmálin okkar dafni og þróist til framtíðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Vestnorrænt tungumálasamstarf Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Apus apus LOFTVOG METHAFI 0 3.000 m MEISTARI FARFLUGSINS líffræðilegs fjölbreytileika loftslagsbreytinga Fleiri lífverur, svo sem spörvar og leðurblökur, nýta sér op í byggingum þar sem svölungar byggja sér hreiður Fjöldi skipta sem svölungur sest um ævina á öðrum stöðum en á hreiðrinu en hann sefur á flugi Hæð þar sem svölungur blundar 170 km/h Hámarkskraði á flugi 20.000 Fjöldi skordýra semsvölungur étur á dag sinnum umhverfis jörðina Vegalengdin sem svölungur flýgur um ævina (3,8 millj. km) 22.000 km 97 Vegalengdin sem svölungur flýgur í farflugi Múr- svölungur Múrsvölungur hringferð Pekingsvölungur ekki upplýsingar um heimferðina Árstíðabreytingar og öfgar í veðurfari hafa áhrif á einu fæðu svölunganna: örsmáar flugur Svölungur Heimild: worldswiftday.org, RSPB, BTO, swift- conservation.org, commonswift.org, PLOS SVIÐSLJÓS Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Svölungar eru merkilegirfuglar, raunar svo merki-legir að einn dagur hversárs, 7. júní, hefur nú verið helgaður þeim. Svölungar eru með hraðfleygustu fuglum í heimi, þeir sofa og éta á flugi og áætlað er að um ævina fljúgi þeir samtals um 3,8 milljónir kílómetra eða 97 sinnum umhverfis jörðina. Svölungar eru af svölungaætt og alls eru til 96 svölungategundir í þeirri ætt. Margar tegundirnar eru farfuglar og þeir algengustu, múr- svölungar, sjást oft hér á landi, eink- um á landinu sunnanverðu á vorin og haustin á leið til eða frá vetrarstöðv- unum sunnan Saharaeyðimerkur í Afríku. Svölungar hafa einnig sést á höfuðborgarsvæðinu, Jóhann Óli Guðmundsson, fuglafræðingur seg- ist til dæmis fyrst hafa séð múrsvöl- ung við Reykjavíkurtjörn fyrir nokkrum áratugum. Þá hafa fleiri svölungategundir, svo sem alpasvöl- ungar, einnig sést hér, en þó mun sjaldnar. Lifnaðarhættir múrsvölunga eru afar sérstakir. Vitað var að múr- svölungar dvelja í um tvo mánuði á sumrin í norðanverðri Evópu þar sem þeir byggja hreiður, liggja á og ala upp unga sína, en síðan halda þeir á vetrarstöðvarnar í frum- skógum Afríku og dvelja þar í um 10 mánuði. Þar sem múrsvölungar sáust aldei setjast á vetrarstöðvunum grunaði fuglafræðinga að fuglinn væri allan þennan tíma á flugi. Og þetta tókst að sanna þegar sænskir vísinda- menn í háskólanum í Lundi komu ör- smáum mælitækjum fyrir á nokkr- um múrsvölungum og gátu fylgst með þeim þar til þeir komu aftur á varpstöðvarnar. Í ljós kom, að fugl- arnir settust afar sjaldan og þrír settust raunar aldrei þessa 10 mán- uði. Er fullyrt, að engir fuglar geti verið jafnlengi á flugi í einu. Vísindamenn hafa ekki enn skilið til fulls hvernig fuglarnir sofa en ein kenning er sú, að þeir fljúgi upp í þrjú þúsund metra hæð daglega – láti sig síðan svífa hægt niður og fái sér blund á meðan. Vísindamenn frá sama skóla hafa mælt flughraða múrsvölunga sem reyndist vera 110 km á klukkustund. Samkvæmt þessu er múrsvölungur hraðfleygasti fugl í heimi; raunar geta fálkar náð meiri hraða þegar þeir steypa sér. Múrsvölungastofninn er ekki tal- inn í hættu en blikur eru á loft. Þannig hefur þeim skordýrateg- undum, sem svölungar nærast á, fækkað vegna loftslagsbreytinga, betri hús hafa það í för með sér að fuglarnir eiga erfitt með að finna sprungur og glufur til að verpa í og þeir eiga einnig í samkeppni við aðr- ar fuglategundir um hreiðurstæðin. Methafar háloftanna matast og sofa á flugi Múrsvölungur var áður nefndur múrsvala á íslensku, væntan- lega vegna þess að fuglinn heit- ir mursejler á dönsku. En svöl- ungar og svölur eru hvor af sinni fuglaættinni, raunar eru svölungar skyldastir kólibrí- fuglum. Fram kemur í desem- berhefti Blika, tímariti um fugla, árið 1985, að Finnur Guð- mundsson, fuglafræðingur, hafi reynt að eyða þeim misskilningi sem nöfnin olllu með því að taka upp viðskeytið „svöl- ungur“ í Fuglabók AB árið 1962 og láta hinum eiginlegu svölum eftir viðskeytið „svala“. Fékk íslenska nafnið 1962 MÚRSVÖLUNGUR Methafar Múrsvölungar á flugi. Ljósmynd/Wikipedia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.