Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Dýralíf Í Mosfellsdal geta íbúar höfuðborgarsvæðisins notið grænnar náttúru í nálægð við heimkynnin. Ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þar fyrir hestastóð sem lét læti hóps máva ekki á sig fá.
Hari
„Náttúra Íslands er
einstök á jörðinni eins
og tungumálið sem ís-
lensk þjóð talar. Nátt-
úran og tungumálið
haldast hönd í hönd og
samtvinnuð gefa þau
okkur Íslendingum
þjóðareinkenni sem við
þekkjum hvert í öðru.
Landið og tungan hafa í
ellefu hundruð ár veitt
okkur af auðlegð minn-
inga í orðum sem lýsa
mannlífi kynslóð eftir
kynslóð.“
Þannig mælti Vigdís
Finnbogadóttir forseti
Íslands. Oft bað hún
okkur að vanda og
varðveita málið und-
urfríða. Þó var hún
kona tungumálanna og
virt sem slík með heilu
tungumála-Hofi hér.
En hvernig förum við
að? Alltaf er verið að hneykslast á
börnum, að þau kunni málið verr en
við sem eldri erum. En hvað gera svo
þeir eldri sem halda utan um fjör-
eggið þegar þeir gefa fyrirtækinu
nafn, ekki síst eftir að við urðum
ferðamannaland? Atvinnulífið, ekki
síst hótel og ferðamannaþjónustan,
nefna fyrirtækin í stórum stíl upp á
ensku og stundum veit maður ekki í
hvaða borg maður er staddur hér í
Reykjavík, ekkert nema útlensk nöfn
á fyrirtækjum, sama á við á lands-
byggðinni.
Sá sem víða ratar sér þessa þróun
hvergi. Jú, á Kanarí heita tveir staðir
upp á íslensku Klöru- og Mannabar,
því Íslendingar sitja þar að sumbli.
Verðum við ekki að nefna fjöllin dal-
ina og fossana upp á ensku? Ég held
að þetta sé útlendingum ekki þókn-
anlegt, þeir undrast þetta að þjóð
sem varðveitt hefur elsta tungumál
Norðurlanda og skrifað sögu Norð-
urlanda og talar enn mál Snorra
Sturlusonar skuli hegða
sér með þessum hætti.
Eyjafjallajökull
er „glatað nafn“ –
eða hvað?
Hvað með Eyjafjalla-
jökul, en gosið þar og
nafnið gerðu mikið í að
auglýsa Ísland af því að
fréttamenn kunnu illa
að bera þetta nafn fram.
„Nýtt nafn á Eyjafjalla-
jökul og enginn tekur
eftir fréttinni,“ sagði
kerlingin. Þessi þróun
er til skammar og skað-
ar íslenskuna til lang-
frama og gerir Ísland
um margt aumkunar-
vert. Það eru fullorðnir
karlar og konur sem
ráða þessari för, ekki
börnin, en þau læra það
sem fyrir þeim er haft.
Menntamálaráðherra,
Lilja Dögg Alfreðs-
dóttir, fylgir nú í fótspor
Vigdísar Finnboga-
dóttur og vill efla íslenskuna á öllum
sviðum. Ég skora á menntamála-
ráðherra að byrja að taka til í mál-
garði þeirra fullorðnu og þá þeirra
sem stýra atvinnulífinu. Öll fyrirtæki
á Íslandi eiga að bera íslenskt nafn,
það gera Össur, Marel og Íslensk
erfðagreining, það gerir Ísey-skyr.
Og eru þessi fyrirtæki víðförul um
veröld alla. Það gera enn Hekla,
Katla, Gullfoss og Geysir, Dettifoss,
Akureyri og enn ber Ölgerðin Egill
Skallagrímsson sitt nafn með sóma.
Ferðamenn eru hingað komnir til að
njóta, þar er sagan í öndvegi, náttúr-
an og allt sem við eigum best. Vigdís
og Lilja tala mörg tungumál en unna
sínu máli og vita hvað það gerir fyrir
okkur. Ég bið íslenskunni griða, þetta
nafnarugl er það vitlausasta og mesta
aðför að íslenskri tungu í ellefu
hundruð ár.
Eftir Guðna
Ágústsson
ȃg skora
á mennta-
málaráðherra
að byrja að taka
til í málgarði
þeirra fullorðnu
og þeirra sem
stýra atvinnu-
lífinu.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Hvað er að Íslend-
ingum – er það
minnimáttarkenndin?
Parísarsáttmálinn
um loftslagsmál sem
samþykktur var síðla
árs 2015 er sem kunn-
ugt er almenn stefnu-
yfirlýsing um að stöðva
hækkun meðalhita á
jörðinni sem næst
1,5°C. Undir hana tóku
195 þjóðríki, þar á
meðal Bandaríkin sem
nú hóta að draga sig út
úr samkomulaginu. Þrjú og hálft ár
eru liðin frá þessum tímamótafundi
og síðan hafa mælingar og framtíð-
arspár bent til að horfurnar um
hlýnun séu mun dekkri en áður var
talið. Því er eðlilega spurt um efndir
á hátíðlegum yfirlýsingum Parísar-
fundarins. Nú ber ekkert málefni
hærra en loftslagsmálin í stjórn-
málaumræðu í okkar heimshluta og
veruleikinn með sívaxandi áhrifum
loftslagsbreytinga mun aðeins herða
á kröfum almennings um að staðið
verði við stóru orðin.
Uppskeran úr dönsku
þingkosningunum
Niðurstaða þingkosninganna í
Danmörku 5. júní sl. þar sem flokk-
ar með áherslu á umhverfismál
bættu verulega við sig fylgi hefur nú
leitt til myndunar minnihluta-
stjórnar sósíaldemókrata í skjóli
þingmanna þriggja annarra flokka:
Radikale venstre, sem er gam-
algróinn miðjuflokkur, Sosialistisk
folkeparti og Enhedslisten. Í Norð-
urlandaráði eru tveir þeir síðast-
nefndu starfandi í flokkahópi með
Vinstri grænum. Í málefna-
samkomulagi flokkanna fjögurra
ber langhæst loforðið um að lögfesta
niðurskurð í losun gróðurhúsa-
lofttegunda um meira en helming
frá núverandi stöðu eða um 70%
miðað við árið 1990. Þetta yrði
vendipunktur í dönskum efnahags-
og stjórnmálum næsta áratuginn og
til að ná þessu metnaðarfulla marki
er þegar á vetri komandi stefnt að
lögfestingu þessa í bindandi áföng-
um. Síðan skuldbindur ríkisstjórnin
sig til að gera grein
fyrir stöðunni ár hvert
samhliða fjárlagaund-
irbúningi. Jafnframt
verður gerð fram-
kvæmdaáætlun sem
dregur upp leiðir að
settu marki. Þetta mun
óhjákvæmilega reyna á
tekjuhliðina hjá ríkis-
sjóði Danmerkur, sem
missir af gjöldum, m.a.
á orku, bíla og bensín.
Viðurkennt er af tals-
mönnum flokkanna að
róðurinn komi eflaust til með að
verða þungur síðasta spölinn að
70%-markinu,
Orkuskipti, landbúnaður
og umferð
Þau svið sem einkum er vísað til
með almennum orðum í sam-
komulagi flokkanna eru orkuskipti á
bílaflotanum, græn umskipti í land-
búnaði, orkusparnaður í bygging-
ariðnaði og umskipti yfir á raforku í
flutningum, almennum iðnaði og víð-
ar í samfélaginu. Stefna á að aukinni
vistvænni raforkuframleiðslu, ekki
síst með fleiri vindmyllugörðum á
hafi úti, en Danir hafa undanfarið
verið í forystu um hagnýtingu á
vindorku. Leita á eftir samkomulagi
við önnur Norðursjávarríki um sam-
eiginlega vindmyllugarða og tengi-
stöðvar. Þá er áformað að nýta nú-
verandi fjárhagsstuðning við
landbúnaðinn til að ná fram æskileg-
um breytingum, en tæpur fjórð-
ungur allrar CO2-losunar í Dan-
mörku, um 13 milljónir tonna, er
rakinn til þessarar mikilvægu at-
vinnugreinar.
Loftslagsráð sem
hugmyndabanki
Í Danmörku hefur starfað Lofts-
lagsráð (Klimarådet) frá árinu 2014,
skipað sjö viðurkenndum sérfræð-
ingum sem veita skulu stjórnvöldum
hlutlæga ráðgjöf um aðgerðir í lofts-
lagsmálum, horft allt til ársins 2050.
Í samkomulagi flokkanna sem hér
um ræðir er vísað á Klimarådet um
tillögur til að ná fram með sem hag-
kvæmustu móti settum markmiðum
til skemmri og lengri tíma. Hér á
landi hafa frá árinu 2012 verið í gildi
lög um loftslagsmál, sem tillaga
liggur nú fyrir um að breyta, m.a.
varðandi Loftslagsráð sem sett var
á fót á árinu 2018. Eflaust gætum
við sitthvað lært af starfi Dana á
þessu sviði, ekki síst nú eftir að fram
eru komin mjög metnaðarfull mark-
mið í loftslagsmálum, þar sem
Klimarådet fær aukið og veigamikið
hlutverk.
Hægriflokkar og loftslagsmálin
Það hefur lengi blasað við, hér á
landi sem annars staðar, að flokkar
sem teljast til hægri á stjórnmála-
sviðinu hafa reynst svifaseinir að
bregðast við augljósum loftslags-
breytingum af mannavöldum. Það á
raunar einnig við um marga flokka
sósíaldemókrata með rætur í verka-
lýðshreyfingu. Þessu valda eflaust
margbrotin hagsmunatengsl og ótti
við miklar samfélagsbreytingar. Nú
er skammsýni í umhverfismálum
víða farin að bitna á kjörfylgi þess-
ara flokka eins og ljóslega kom fram
í Þýskalandi í kosningum til Evr-
ópuþingsins í vor og nú aftur í þing-
kosningunum í Danmörku. Sjálft
Evrópusambandið hefur einnig átt
erfitt með að fóta sig gagnvart lofts-
lagsbreytingunum og nýlega brá
ríkisstjórn Póllands fæti fyrir
áformuð og þó hógvær markmið
ESB um að draga úr losun næsta
áratuginn. Það leynir sér ekki að
Danir telja sig nú vera að senda
skilaboð til Brussel með sínum nýju
og róttæku tillögum. Vonandi verð-
ur sem víðast eftir þeim tekið til
eftirbreytni, einnig við nyrstu höf.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Langhæst ber lof-
orðið um að lögfesta
niðurskurð í losun gróð-
urhúsalofttegunda um
meira en helming frá
núverandi stöðu eða um
70% miðað við árið 1990.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Dönsk stjórnvöld ætla að
skora stórt í loftslagsmálum