Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Skrúfbitasett
• Skrúfbitasett með 12 bitum, bitahaldara,
bitaskralli og beltisklemmu
• Fyrir heimilið og vinnustaðinn
Vnr: 0614 250 013
Verð: 3.708 kr.
Magasín skrúfjárn
• Glæsilegt magasín skrúfjárn
fyrir hvert heimili
• 13 tví-enda bitar
Vnr: 0613 600 10
Verð: 9.500 kr.
Orkupakki þrjú og
umræður um hann
hafa slegið öll þing-
met hvað umræðu-
lengd varðar. Aðeins
Icesave-samningarnir
eru sambærilegir. En
sammerkt þessum
gjörningum er að í
báðum tilfellum átti
að leyna þingi og þjóð
um innihaldið. Fara
þvert gegn íslenskum
þjóðarhagsmunum! Já, fara þvert
gegn meirihlutavilja þjóðarinnar!
Nú á tíu ára afmæli Icesave-
samningsins hefði íslenska þjóðin
verið sett á ómældan skuldaklafa
fram eftir allri 21 öldinni með
skelfilegum afleiðingu. En þjóðin
og þáverandi forseti komu í veg
fyrir það. Ekki Alþingi! – Allir
orkupakkar ESB skylda Ísland
undir orkumálastjórn ESB, og
orkumarkað ESB, með öllu því yf-
irþjóðlega valdi og reglugerðafarg-
ani sem því fylgir, og sem hentar
alls ekki íslenskum hagsmunum og
aðstæðum. Jafnvel dómsvalds-
lögsaga Íslands færist til dóms-
valds ESB, komi til ágreinings í
orkumálum, en þá verður einungis
dæmt eftir ESB-lögum og reglum
en ekki íslenskum. Slíkt er 100%
brot á íslensku stjórnarskránni!
Svokallaðir fyrirvarar utanrík-
isráðherra halda því ekki vatni,
enda notaðir til heimabrúks og
meiriháttar blekkinga! Að þessu
leyti virðast orkupakkarnir hálfu
verri en Icesave. Því þeir verða
ævarandi ánauð fyrir þjóðina.
EES samningurinn úreltur
Fyrir frjálsa og fullvalda þjóð er
EES-samningurinn löngu orðinn
úreltur og jafnvel þjóðhættulegur.
Hann er í dag í raun orðinn aðlög-
unarferli Íslands að fullri aðild
þess að ESB! Án þess að þjóðin sé
að því spurð! Hver tilskipunin á
fætur annarri færir Ísland nær að-
ild að ESB, því ESB færir sig
stöðugt upp á skaftið og seilist í
grundvallar-mála-
flokka sem áttu að
vera utan EES-
samningsins í upphafi.
Þar má td nefna ný-
verið persónuvernd-
arlög, landbúnaðarmál
og nú orkumálin. Og
þar sem stjórnvöld og
stjórnmálamenn
standa aldrei í lapp-
irnar við að verja ís-
lenska hagsmuni hvað
EES-samninginn varð-
ar, þótt í honum sé
skýrt ákvæði um að slíkt sé leyfi-
legt, er ekki að furða að Bruss-
elvaldið gangi á lagið. Stöðugt! Og
til að bæta svo gráu ofan á svart
hafa stjórnmálamenn sem segjast í
orði ekki vera aðildarsinnar að
ESB ekki haft enn kjark og dug til
að draga ESB-aðildarumsóknina til
baka á Alþingi Íslendinga. Til mik-
illar gleði ESB-sinnum. Dapurlegt!
EES-samningurinn hefur verið
lofaður „sem besti viðskiptasamn-
ingur“ sem Ísland hefur gert.
Þetta er alrangt og ekki síst nú í
dag þegar mun fleiri gallar en
kostir blasa við á 25 ára afmæli
hans. Nægir þar að nefna t.d.
skýrslu Hagfræðistofnunar í jan-
úar 2018 sem m.a utanríkisráðu-
neyti hefur stungið undir stól og
algjör þöggun hefur verið um. Þá
setti Viðskiptaráð fram tölur 2015
um kostnað við eftirlit með at-
vinnulífinu vegna EES. Þar er
beinn kostnaður metinn um 20
milljarðar en óbeinn kostnaður
hvorki meira né minna en 143
milljarðar. Þessi tala hefur hækkað
verulega síðan, og segir „að af
þessu samanlögðu sé beinn kostn-
aður langt umfram beinan við-
skiptalegan ábata af samningnum.
Óbeinn kostnaður af afleiðingum
regluverks á atvinnulíf er ógn-
armikill og má ætla að jafnvel
óbeinn ábati samningsins, styrkir
til rannsókna og annarra sam-
félagsþátta, sé aðeins brot af
óbeinum kostnaði við saminginn“.
Það er því augljóst að tvíhliða við-
skiptasamningur við ESB á jafn-
réttisgrundvelli yrði mun hagstæð-
ari sbr. Sviss.
Orkupakkar ESB
eru okurpakkar
EES-samningurinn er sniðinn
fyrir milljónaþjóðir en ekki fyrir
örþjóð og Íslendinga. Hann er að
kaffæra íslenskt stjórnkerfi í alls-
kyns óþarfa reglugerðafargani sem
þenur út hið opinbera bákn á öll-
um sviðum með hrikalegum til-
kostnaði. Er þar ekki komin að-
alskýringin á dýrtíðinni á Íslandi?
Þá hefði bankahrunið aldrei komið
til nema fyrir fjórfrelsi EES! Stór-
kostlegt ómælt fjárhagslegt tjón
þar fyrir íslenskt samfélag! Sem
enn blæðir úr! Og nú á enn að
höggva í sama knérunn. Afhenda
Brussel-valdinu orkuauðlindir
/orkumál Íslendinga, í svokölluðum
orkupökkum sem eru í eðli sínu
hreinir okurpakkar! Orkan sem
færist þá á evrópskan markað mun
margfaldast í verði á Íslandi, í
höndum einkagróðapunga inn-
lendra sem erlendra. 90% orkufyr-
irtækja sem nú eru í almennings-
eign verða splittað upp (sbr.
Landsvirkjun) í þágu útvalinna
séruppalinna gullkálfa. Flokks-
samþykktir ríkisstjórnarflokkanna
gegn öllu slíku virðist engu skipta.
Ungæðislegum hroka forystu þess-
ara flokka gagnvart flokksmönnum
sínum og kjósendum virðist engin
takmörk sett, sbr. t.d. Reykjavík-
urbréf Morgunblaðinu 8. júní sl.!
En mun sannarlega koma þeim í
koll fyrr en seinna! Það eitt er
víst!
Orkupakkar =
Okurpakkar ESB
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
» Alllir orkupakkar
ESB skylda Ísland
undir orkumálastjórn
ESB, og orkumarkað
ESB, með öllu því yfir-
þjóðlega valdi og reglu-
gerðafargani.
Höfundur er bókhaldari og situr í
flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Borgarumferð snýst
um miklu meira en
flutning fólks til og frá
vinnu eða skóla. Borg-
arumferð snýst líka um
ferðir fólks við innkaup
til heimilis, ferðir for-
eldra með börn til og
frá leikskóla, heim-
sóknir til vina og ætt-
ingja, heimsóknir til
heilbrigðisþjónustuað-
ila, ferðir í kvikmyndahús, leikhús og
á aðrar skemmtanir o.fl. Þá snýst hún
líka að stórum hluta um flutninga á
vörum af ýmsum gerðum og í ýmsum
farmstærðum. Almenningsvagnar
geta því aðeins sinnt broti af þessari
þörf fyrir flutninga og hið sama á við
um göngu- og hjólaferðir. Þess vegna
skiptir svo miklu máli að almennt um-
ferðarflæði sé greitt innan borgar.
Víðast í borgum erlendis er nú
mikil áhersla lögð á að bæta aðstöðu
fyrir gangandi og hjólandi vegfar-
endur, en samhliða er líka gætt að því
að tryggja að slíkt skerði ekki eða
tefji aðra umferð. Þannig eru útskot
sett fyrir strætisvagna, svo að þeir
stöðvi ekki alla umferð fyrir aftan sig
þegar þeir þurfa að hleypa farþegum
til og frá borði, beygjuakreinar eru
settar þar sem því verður viðkomið til
að létta á umferð um gatnamót, brýr
eða undirgöng gera gangandi og hjól-
andi vegfarendum auðveldara að
þvera stofnbrautir, umferðarljós eru
samstillt eða stýrt með skynjurum,
o.s.frv.
Þessu er öfugt farið í Reykjavík.
Þar hafa útskot strætisvagna jafnvel
verið fjarlægð, eyjar settar á miðja
götu nálægt strætisvagnastoppistöð
til þess að bílar geti ekki ekið fram
hjá vagni sem hefur stöðvað, beygju-
akreinar fjarlægðar með tilheyrandi
kostnaði og þannig dregið á ýmsa
vegu úr umferðarflæði.
Þá er stýring með um-
ferðarljósum með ólík-
indum. Þannig má finna
umferðarljós á einum af
fjölfarnari gatnamótum
borgarinnar, þar sem
gatnamótin eru oft tóm,
meðan raðir ökutækja
bíða eftir grænu ljósi,
sem varir síðan svo stutt
að aðeins 3 bílar komast
yfir gatnamótin hverju
sinni.
Það verður vart öðruvísi skilið en
að það sé stefna núverandi borgaryf-
irvalda að tefja umferð í borginni.
Kostnaðurinn af þessari stefnu er
gríðarlegur:
Frítími fólks til hvíldar og tóm-
stunda er skertur sem nemur um-
ferðartöfum.
Skilvirkni vöruflutninga er ófull-
nægjandi, sem dregur úr hagkvæmni
atvinnulífsins og skerðir þannig öll
lífskjör landsmanna.
Loftmengun er langt umfram
það sem annars væri.
Sé borgaryfirvöldum einhver al-
vara í því að vilja bæta lífskjör fólks,
bæði fjárhagslega og í formi aukinna
frístunda, svo og draga úr óþarfa loft-
mengun, þá ættu þau að skipta um
stefnu. Sé þeim sama um þessi atriði,
nú þá halda þau líklega óbreyttri
stefnu.
Eftir Erlend
Magnússon
Erlendur Magnússon
»Kostnaðurinn af
stefnu borgaryf-
irvalda er skertur frí-
tími, óhagkvæmni at-
vinnulífsins og meiri
loftmengun. Er áhugi á
að breyta?
Höfundur er fjárfestir.
Samgöngur í borg
Það er með ódæmum hvað margir lögfræðingar okkar
elskulegir eru duglegir að skara eld að eigin köku. Þó
þeir séu alls góðs maklegir, virðast þeir ekki snúa sér
við fyrir minna en milljón. Hvað þá heldur þegar þeir
taka að sér einhver mál sem bragð er að. Til dæmis
þegar þeir eru settir í það djobb að vera skiptastjórar.
Þá er róinn lífróður dag og nótt. Stundum í ein tíu ár.
Tugir milljóna eða kannski hundruð í skut. Sjálftaka í
góðum búum.
Svona hefur dælan gengið í áratugi án þess stjórnmálaelítan hreyfi litla fing-
ur. Þeir eru nefnilega að tæja hrosshárið sitt. Meðferðin á dánarbúi konu nokk-
urrar var í fréttum um daginn. Hún sýnir svart á hvítu að frjáls veiðileyfi eru
mikils virði þegar eftir einhverju er að slægjast. En það eru ekki bara lögfræð-
ingar sem hér eiga hlut að máli, þó þeir séu mest áberandi. Aðrir sérfræðingar
komast líka stundum í feitt, einkum „hjá því opinbera“. Þá veltur á miklu að
kunna að skrifa reikninga. Það er eiginlega aðal kúnstin virðist oft vera.
Auðunn vestfirski.
„Viskum vera að tæja
hrosshárið okkar“
Fé „Sumir virðast
ekki snúa sér við fyrir
minna en milljón.“
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ég er fyllilega sammála og tek heils hugar undir hvert orð
sem sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson skrifaði hér í blaðið á
þjóðhátíðardaginn, og finnst hann hafa lög að mæla. Hvað
er meira viðeigandi en að kalla þau göng, sem nú er verið
að gera milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, eftir einum
helsta sögustað Vestfjarða þar í nágrenninu, fæðingarstað
Jóns Sigurðssonar forseta, sem gerður hefur verið að
safni um hann? Þeir eru ekki svo margir merkir sögustað-
irnir á Vestfjörðum, sem vert er að vekja athygli á með
slíkum hætti, svo að það er rík ástæða til þess að styðja
enn betur við minningu Jóns Sigurðssonar en verið hefur
með því að láta göngin, sem eru svo skammt frá bæjarhlöðum Hrafnseyrar,
heita eftir staðnum. Ég skora því hér með eindregið á forsætisráðherra, sam-
gönguráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hæstvirta, að beita
sér fyrir því, að göngin fái framvegis að heita Hrafnseyrargöng.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Hrafnseyrargöng – áskorun
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
Allt um sjávarútveg