Morgunblaðið - 01.07.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Veldu öryggi
SACHS – demparar
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Mengun andrúms-
lofts, lands og sjávar
fer hraðvaxandi. Nú
þegar búa hundruð
milljóna manna við
banvæna loftmengun,
mengað vatn og vatns-
skort. Milljónir stríðs-
hrjáðra og sveltandi á
vergangi vítt og breitt
um heiminn.
Hlýnun lofthjúpsins
af völdum útblásturs gróðurhúsa-
lofttegunda ógnar öllu lífríki jarðar.
Tegundum plantna og dýra fækkar
æ hraðar og fólksflutningar vegna
veðurfarsbreytinga og upp-
skerubrests aukast.
Starf Sameinuðu þjóðanna sl.
áratugi hefur ekki borið tilætlaðan
árangur þrátt fyrir fyrirheit leið-
toga aðildarríkjanna. Á sama tíma
vex neysluþjóðfélagið með slíkum
skriðþunga að vart verður við ráðið.
Vísindamenn benda á að tjónið
sem þegar er orðið á lífríki jarðar
vaxi með auknum hraða og að við-
snúningur sé ekki fyrirsjáanlegur
að óbreyttri stefnu í meng-
unarmálum (loftslagsmálum, meng-
un lands og sjávar).
Við almennir borgarar erum því í
fjötrum skammsýni og aðgerðaleys-
is stjórnmálaforystu þjóðanna.
Fjölmargir leikir og lærðir hafa
varað við andvaraleysi og skilnings-
leysi á afdrifum jarðar, en þrátt fyr-
ir mikinn þrýsting á ríkisstjórnir
heims er árangurinn alltof lítill.
Við Íslendingar verðum að átta
okkur á því að við björgum litlu í
mengunarmálum heims ef við ein-
ungis hugsum um aðgerðir tengdar
okkar þjóð, því með réttum
áherslum og réttum ákvörðunum
yrði það tiltölulega einfalt mál.
Það sem nú skiptir mestu máli er
að allir borgarar, fyrirtæki og stofn-
anir hinna ríku þjóða heims, en þar
eru Íslendingar einna fremstir í
flokki, taki höndum saman og leggi
fram þann viðbótarkraft sem gæti
ráðið úrslitum um hvort við stöðv-
um nægilega hratt hina skaðlegu
þætti mengunarinnar,
en það verður ekki
gert nema með beinu
og reglulegu fjár-
framlagi allra borgara
þessara þjóða, auðvit-
að allt eftir getu hvers
og eins, en jafnframt
að borgararnir hefji
sem allra fyrst aðgerð-
ir í vistvænum lifn-
aðarháttum í enn rík-
ari mæli en fram að
þessu.
Ofangreindar að-
gerðir borgaranna munu einnig
stórauka vonir þeirra sem nú horfa
á aðgerðaleysi sundurleitra stjórn-
valda, en einnig setja pressu á
stjórnmálakerfið.
Að þessu sögðu er hér með skor-
að á alla íslenska þjóð að hefja fulla
þátttöku í þessu mikilvæga verkefni
sem frumkvöðlar í þeirri von að
aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið því ef
við borararnir bregðumst ekki við
nú þegar og bætum stórlega við það
afl sem þegar er fyrir hendi af hálfu
ríkisstjórna og alþjóðastofnana
verður lítið úr framtíðaráformum
mannkyns.
Við Íslendingar erum örsmátt
samfélag í mannhafi þjóðanna en
getum haft frumkvæði að samstilltu
átaki í fjáröflun sem byggist á stöð-
ugu framlagi allra, einnig fyr-
irtækja og stofnana, en allt óháð
ríkisafskiptum enda er hugmyndin
að bæta við afli.
Fjárframlag frá borgurunum
verður væntanlega mishátt eftir að-
stæðum hjá hverjum og einum, en
ef meðaltalsframlag yrði í fyrstu
250 krónur á dag hjá 350 þús. Ís-
lendingum mundi árssöfnun nema
um 32 milljörðum króna. Í fyrstu er
líklegt að þeir sem lakast standa
muni ekki ná þessu marki.
Markmiðin eru að nýta það fjár-
magn sem kann að safnast til stuðn-
ings þeim verkefnum sem talin eru
mikilvægust í baráttunni við meng-
unina, m.a.: Fjarlægja plastflekana
úr höfunum, breyta eða bæta starf-
semi orkuvera sem knúin eru af
óvistvænum orkugjöfum, stöðva
ágang á viðkvæm vistkerfi jarðar,
styrkja fátæka þjóðfélagshópa víðs-
vegar um heim sem berjast við
hungur, sjúkdóma, heilsuspillandi
umhverfi, skort á heilbrigðisþjón-
ustu, menntun og húsnæði til að
fjölskyldur nái tökum á fjöl-
skylduuppbyggingu og fjöl-
skyldustærð. Styðja við ein-
staklinga og hópa sem lagt hafa
mikið af mörkum í baráttunni við
mengunaröflin. Auka samvinnu
milli þjóða sem gæfi ný tækifæri til
betri skilnings á samstarfi til sam-
nýtingar auðæfa jarðar og sann-
gjarnari og nytsamari skiptingu
þeirra gæða.
Með þessu frumkvæði getum við
sýnt öðrum þjóðum að með því að
við öll, jafnt einstaklingar, samtök
og fyrirtæki, leggjum eins mikið af
mörkum og hvert okkar megnar og
með bjartsýnina að leiðarljósi get-
um við náð miklum árangri í barátt-
unni við mengunina. En til þess að
koma þessu verkefni af stað og
skapa sem mest traust þarf hóp vís-
indamanna á ýmsum sviðum. Fjár-
málasérfræðinga sem byggja upp
það fyrirkomulag sem hentar best
við söfnun á fjárframlögum frá
landsmönnum og vísindamenn á
ýmsum þekkingarsviðum.
Um vörslu fjár, sem safnast
kann, til stuðnings ofangreindri
áskorun, yrði það virðulegt hlutverk
háskólasafélagsins og nátt-
úruverndarsamtaka á Íslandi að
fremstu vísindamenn á sviði meng-
unarmála og fjármála sæju um að
útdeila söfnunarfé til verkefna sem
koma að sem mestu gagni fyrir
heimsbyggðina hverju sinni.
Íslendingar, sýnum
frumkvæði
Eftir Jón Hannes
Sigurðsson. »Með frumkvæði
að samstilltu átaki
í fjáröflun getum við
orðið öðrum þjóðum
góð fyrirmynd til
bjargar lífkerfi jarðar
án ríkisafskipta.
Jón Hannes Sigurðsson
Höfundur er verkfræðingur.
jhsigurdsson@gmail.com
Í gegnum EES-
samninginn komumst
við með allar okkar
framleiðsluvörur og af-
urðir frjálslega og að
mestu leyti tollalaust
inn á stærsta markað
heims; ESB/EES, 30
ríki, með vel yfir 500
milljónir íbúa.
Á sama hátt opnaðist
okkur að mestu vega-
bréfalaust frelsi til heimsókna, dval-
ar og búsetu í öllum þessum löndum,
með fullum réttindum til starfa, at-
vinnu og eigin reksturs. Okkar heim-
ur fimmtánhundruðfaldaðist.
Þökk sé EES-samningnum getum
við líka sótt erlenda starfskrafta frá
ESB-löndunum til okkar, til að
manna og styrkja okkar eigin at-
vinnuvegi, einkum ferðaþjónustu og
byggingariðnað.
Lengi virtist það þó hafa verið
lenzka hér að hallmæla Evrópu og
evru, þó að einmitt aðild okkar að
EES og Schengen-samkomulaginu
hefði tryggt okkur efnahagslegar
framfarir og margvíslegt frelsi langt
umfram það, sem áður hafði þekkzt
eða ella hefði getað orðið.
Sem betur fer hefur orðið mikil
breyting á afstöðu flestra til EES/
ESB og Evrópu síðustu misserin.
Upplýst umræða hefur leitt til þess
að fleiri og fleiri skilja nú hversu
mikilvægur og dýrmætur EES-
samningurinn er.
Ef miðað er við afstöðu þing-
manna til þriðja orkupakkans, sem í
umræðu og afstöðu er orðinn nokk-
urs konar „persónugervingur“ EES-
samningsins, þá virðist yfirgnæfandi
meirihluti þeirra vera hlynntur
þriðja orkupakkanum – enda sjálf-
sagður hluti af EES-samningnum,
eins og frjálsar flugsamgöngur,
frjálsir skipaflutningur, frjáls fjar-
skipti og önnur frjáls og gagnkvæm
viðskipti – en ætla má, að flestir
þessara þingmanna meti EES-
samninginn í heild sinni að verð-
leikum.
Hvað varðar almenning og afstöðu
hans þá sýnir nýleg skoðanakönnun
Maskínu að 57% landsmanna eru
hlynnt eða í meðallagi hlynnt fullri
aðild Íslands að ESB.
Meta má umfang EES-samnings-
ins – með Schengen – í núverandi
formi sem 80-90% af fullri ESB-
aðild. Það, sem upp á vantar fulla
ESB-aðild, er einkum tvennt:
Samkomulag um fiskveiðar við
Ísland og stjórn þeirra.
Endanlegt samkomulag um
landbúnaðarmál.
Maltverjar voru um margt í svip-
aðri stöðu og við gagnvart ESB. Lítil
eyþjóð, háð fiskveiðum og ferðaþjón-
ustu. Þegar landið gekk 2003 í ESB,
fékk það full yfirráð yfir sínum fiski-
miðum og fulla stjórnun fiskveiði-
lögsögu sinnar á grundvelli sög-
unnar en þeir höfðu sjálfir og einir
farið með þessi yfirráð í gegnum tíð-
ina.
Það sama gildir um fiskveiði-
lögsögu okkar og fiskimið og virðist
það fyrirsjáanlegt og öruggt að við
myndum fá sömu góðu úrlausnina
fyrir þessi mál og Malta.
Við inngöngu Svía og Finna í ESB
1995 fengu þeir líka sérákvæði inn í
samninginn fyrir landbúnað sinn,
honum til verndar og styrktar,
vegna þess, sem nefnt var „norræn
lega“. Ljóst virðist vera að við
myndum fá sömu sérkjör fyrir ís-
lenzkan landbúnað við fulla inn-
göngu.
En hví er full ESB-aðild, í stað 80-
90% aðildar með EES og Schengen
nú, svo mikilvæg!?
EES-samningurinn var alltaf
hugsaður sem fyrsta skref inn í
ESB; til bráðabirgða. Samningurinn
veitir því ekki aðgang
að nefndum, ráðum og
framkvæmdastjórn
ESB; m.ö.o. við und-
irgengumst það – sem
átti að vera í bili – að
taka upp lög, tilskip-
anir og reglugerðir
ESB – sem reyndar
eru nær allar af hinu
góða – án þess að hafa
nokkuð um þær að
segja; án nokkurrar
umsagnar eða áhrifa,
nánast án nokkurrar fyrirfram hug-
myndar um, hvað koma skyldi. Þetta
var og er auðvitað ófært til lang-
frama.
EES-samningurinn veitir heldur
ekki aðgang að öflugasta og stöð-
ugasta myntkerfi heims, evrunni,
sem bæði tryggir lægstu vexti sem
völ er á fyrir almenning og atvinnu-
vegina og stórfellt aukalegt öryggi í
formi launa, tekna og eigna, jafnt
sem kostnaðar, gjalda og skulda í
einni og sömu traustu myntinni.
Íhalds- og afdalamenn landsins
fullyrða að stóru þjóðirnar ráði öllu í
ESB; þó við værum inni myndum við
engu ráða. Þetta er enn ein rang-
færslan og ósannindaklisjan.
Minnstu þjóðirnar hafa hlutfalls-
lega langmest að segja í ESB. Við
fengjum sex þingmenn á Evrópu-
þingið. Það þýðir 57.000 Íslendinga á
bak við hvern þingmann. Þjóðverjar,
með sínar 82,4 milljónir íbúa, hafa 96
þingmenn; hjá þeim standa 858 þús-
und landsmanna á bak við hvern
þingmann. Danir, sem eru 5,8 millj-
ónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund
Danir standa á bak við hvern þing-
mann þeirra á Evrópuþinginu.
Svona er það í öllu; þess er gætt,
að líka þeir „minnstu“ hafi fullan að-
gang að áhrifum og völdum. Hver
aðildarþjóð, stór eða smá, fær þann-
ig einn ráðherra eða kommissar.
Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir fá líka
bara einn hver.
Oft veljast fulltrúar smærri aðild-
arþjóða til forustu; Jean-Claude
Juncker, frá Lúxemborg, næstfá-
mennasta ríki ESB, hefur t.a.m. ver-
ið annar valdamesti maður sam-
bandsins síðustu 5 ár.
Margrethe Vestager, frá Dan-
mörku, kynni að taka við af honum.
Skandinavar hafa alltaf haft mikið
að segja í ESB, enda menn valdir
eftir persónuleika og hæfileikum, en
ekki eftir stærð þjóða.
Hver aðildarþjóð hefur auk þess í
raun neitunarvald, þar sem þjóðþing
allra – nú 28 – aðildarríkjanna verða
að samþykkja alla meiriháttar samn-
inga, sem ESB gerir, og alla meiri-
háttar löggjöf eða breytingar á fyrri
löggjöf.
Loks skal bent á, að ESB er nú
með fríverzlunarsamninga við þrjú
mikilvæg lönd – öfluga markaði með
samtals 216 milljónir íbúa; Japan,
Suður Kóreu og Kanada – en þessir
fríverzlunarsamnngar eru ekki með
í EES-samkomulaginu.
Full ESB-aðild tryggir þannig í
dag frjálsan og tollalausan aðgang
að markaði með nær 730 milljónum
manna með verulega kaupgetu.
Hvernig getum við enn verið að
væflast með þetta!?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
»EES-samningurinn
var alltaf hugsaður
sem fyrsta skref inn í
ESB; til bráðabirgða.
Og veitir því ekki að-
gang að nefndum, ráð-
um og framkvæmda-
stjórn ESB
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaup-
sýslumaður og stjórnmálarýnir.
Sé EES gott,
hvernig getur ESB
þá verið slæmt?