Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 18

Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 ✝ Skúli ÓlafurÞorbergsson fæddist í Reykja- vík 3. apríl 1930. Hann lést á LSH Fossvogi 23. júní 2019. Foreldrar hans voru Krist- jana Sigurbergs- dóttir húsmóðir og Þorbergur Skúlason skó- smíðameistari í Reykjavík. Systir Skúla var Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og textahöfundur, f. 25. október 1927. Hún lést 6. maí sl. Skúli giftist eftirlifandi eiginkonu sinni 4. ágúst 1955, Guðrúnu S. Björnsdóttur verslunarmanni, f. 20. október 1934. Börn þeirra eru Skúli Þorbergur Skúlason, f. 30. inum og síðan á Óðinsgötunni. Hann vann ýmis störf á ung- lingsárunum, m.a. á Ríkis- útvarpinu ásamt systur sinni. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1954 og hóf þá störf á hótelinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði í níu ár. Eftir það vann hann hjá Skeljungi sem fulltrúi í um 30 ár. Skúli og Guðrún bjuggu alla sína tíð í Keflavík, fyrst á Sólvallagötu 2 en lengst af á Melteig 12 og Aðalgötu 6. Skúli var víðles- inn, góður teiknari, orti ljóð, var ágætis skákmaður, söng í Þjóðleikshúskórnum og óp- erum Þjóðleikhússins. Þau hjónin voru áhugasöm um garðrækt og sjást þess merki enn í dag á Melteignum sem þau fengu viðurkenningu fyrir árið 1971. Á Þingvöllum byggðu þau sumarbústað þar sem börn og barnabörn þeirra nutu samvista með þeim. Út- för Skúla Ólafs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. júlí 2019, klukkan 13. apríl 1956, eig- inkona hans er Inga Lóa Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru María Rós, Berg- lind og Guð- mundur Ingi. Björn Víkingur Skúlason, f. 8. nóvember 1957, giftur Elínu Gunnarsdóttur. Dætur þeirra eru Vala Rún og Jana Birta. Erla Guðjónsdóttir, f. 11. sept- ember 1959, sambýlismaður hennar er Valur Björnsson. Synir Erlu eru Gunnar Þór Reynisson og Skúli Rúnar Reynisson. Skúli Ólafur ólst upp í Reykjavík, fyrst í Skerjafirð- Fyrir rétt rúmri viku kvaddi ég mann sem hefur verið mér af- skaplega kær alla mína ævi. Hann afi minn, Skúli Ólafur Þorbergsson, fór frá okkur og yf- ir í Sumarlandið þann 23. júní. Sáttur með sitt líf, með fjöl- skylduna sína hjá sér. Ég gæti skrifað heila ritgerð um hann afa minn, en hann kenndi mér heilmikið á mínum 38 árum sem komin eru. Heiðursmaður mikill. Allaf svo kátur heim að sækja. Ég er skírður í höfuðið á hon- um og ömmu minni, skírður heima hjá þeim þar sem þau áttu heima áður, á Melteig 12 í Kefla- vík. Hann var góður við okkur krakkana og svo síðar mína krakka. Ég er heppinn að hafa fengið að hafa hann í mínu og barnanna minna lífi. Öll nutum við góðs af okkar kynnum við afa Skúla. Eina systkini afa, Imma, Ingi- björg Þorbergs, fór einnig frá okkur nýlega. Fyrir rétt rúmum tveimur vik- um fór einmitt afi á fund Guðna forseta, til að skila til hans fálka- orðunni, sem Imma systir hans hafði fengið. Stundum gerast hlutirnir hratt. Of hratt. Þau tvö farin á svona skömm- um tíma. Sorgin er því margföld þessar vikurnar. Það má samt ekki bara horfa á það slæma. Það verður að horfa á það góða sem lifir í minningunni um ókomna tíð. Afi minn kenndi mér fyrstur manna á tölvur. Fyrst var það Sinclair Spectr- um þegar ég var krakki. Að spila tölvuleiki í Sinclair- tölvunni uppi á háalofti á Melteig 12 með afa, bróður mínum og frændsystkinum mínum. Það voru dásemdartímar sem lifa í minningunni. Þegar ég var að nálgast ferm- ingu gaf afi okkur Gunna fyrstu eiginlegu PC-tölvuna sem við komumst í tæri við (að undanskil- inni Amstrad-tölvu sem við feng- um frá pabba okkar á árum áður). Um var að ræða (0)86 IMB PC-tölvu sem var tekin úr notkun hjá Skeljungi, þar sem hann hafði verið þar að vinna í hartnær 45 ár. Stórir floppy diskar, 5.2 tommu harður diskur sem spann 21mb. Svartur skjár með grænu letri. Dos-kerfi með svarthvítu Win 2.0 ef ég man rétt. Allt þetta var kveikjan að mín- um áhuga á tölvum. Allt þetta ásamt svo mörgu mörgu öðru á ég afa mínum að þakka. Nesti fyrir lífsins veg gaf hann mér margt. Fyrstu eiginlegu vinnuna mína útvegaði hann mér. Fann ekki sumarvinnu árið 1998, var í eldhúsinu hjá ömmu og afa að ræða þau mál, vorið 1998. Afi Skúli fann lausn á því. Tók upp símann, hringdi í hann Birgi Guðna, BG, vin sinn. Þar með einu stuttu símtali hafði hann útvegað mér vinnu í varahlutaverslun BG Bílakringl- unnar í Grófinni, Kef. Já hann afi minn. Vertu bless, afi minn. Ég skal hugsa um hana ömmu eins mikið og ég get. Þú skilar kveðju til hennar Immu. Þinn afastrákur og nafni, Skúli Rúnar. Elsku afi okkar. Rúmum einum og hálfum mán- uði frá því að Imma frænka deyr eruð þið systkinin sameinuð á ný. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú alltaf verið til staðar. Það var ávallt notalegt að koma til ykkar ömmu þar sem oft var eitthvað um að vera í eldhúsinu, garðinum, á háaloftinu eða í skúrnum. Þú fræddir okkur um heima og geima, sagðir okkur sögur, kenndir okkur ýmislegt og veittir okkur stuðning og athygli þegar á þurfti að halda. Stuttu eftir að þú kvaddir kom prestur til okkar á spítalann, hann minnti okkur á að þakka fyrir allt það sem þú lagðir á þig svo að við gætum átt það líf sem við eigum í dag. Það er því með þakklæti og sorg sem við kveðjum þig, því eins og sagt er, þá er ekki hægt að syrgja án þess að elska. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Jana Birta Björnsdóttir, Vala Rún Björnsdóttir. Skúli Ólafur Þorbergsson Elsku hjartans Ægir-Ib, Ellen og Jon Emil. Orð fá því ekki lýst hvernig mér líður núna. Það er svo óraunverulegt og óréttlátt að þið séuð farin frá okkur. Þið gerð- uð lífið svo sannarlega skemmti- legra fyrir okkur hin. Ægir-Ib sem var eins og gleðisegull sem dró alla til sín með sinni skemmti- legu nærveru, dásamlega, hæg- láta Ellen, með fallega brosið sitt og hláturinn og yndislegi Jon Ægir-Ib Wessman, Ellen Dahl Wessman, Jon Emil Wessman ✝ Ægir-IbWessman fæddist 12. sept- ember 1963, Ell- en Dahl Wessm- an fæddist 26. júní 1964 og Jon Emil Wessman fæddist 10. ágúst 1998. Þau létust 9. júní 2019. Út- för þeirra fór fram frá Hall- grímskirkju 21. júní 2019. Emil, sem lífið blasti við. Í einu vetfangi er allt breytt og verður aldrei samt aftur. Ég kveð ykkur að sinni og þakka margar góðar stundir. Ykkar verður sárt sakn- að en góðar minningar lifa áfram í hjörtum okkar hinna. Elsku Ida Björg, Thor Ib, Inga og Ib, Laila, Flemming og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Tárið Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson) Anna Björg Ingadóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÖNUNDARDÓTTIR frá Neskaupstað, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. júlí klukkan 13. Bjarni Gunnarsson Gerður Gunnarsdóttir Salóme Rannveig Gunnarsd. Þorkell Guðmundsson Kristján Gunnarsson Hrafnhildur H. Rafnsdóttir Haraldur Gunnarsson Kolbrún Jónsdóttir Kristjana Una Gunnarsdóttir Kristján Hjálmar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Útför móður okkar og tengdamóður, EVU HARNE RAGNARSDÓTTUR, verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 2. júlí klukkan 15. Greta Önundardóttir Páll Halldórsson Ásgeir Önundarson Riszikiyah Hasansdóttir Ragnar Önundarson Áslaug Þorgeirsdóttir Páll Torfi Önundarson Kristín Hanna Hannesdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KARLSSON bifreiðastjóri, Barðastöðum 45, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 25. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. júlí klukkan 13. Svanhvít Magnúsdóttir Garðar Gunnarsson Bertha Eronsdóttir Sævar Guðmundsson Sigríður I. Guðmundsdóttir Magnús Ingi Guðmundsson Ólöf Jóhannsdóttir Auður Ósk Guðmundsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÁSGEIRSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 25. júní. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Steinunn Ósk Magnúsdóttir Jón Ingólfur Björnsson Ásgeir Björnsson Alma E. Kobbelt Fanney Magga Jónsdóttir Jóhanna Björnsdóttir Halldór Magnússon Guðbjörg Björnsdóttir Gunnar B. Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ELÍSABET ÁRNADÓTTIR FREDERIKSEN, áður til heimils að Karfavogi 18, Reykjavík, lést á Hrafnistu við Brúnaveg, Reykjavík, þann 21. júní síðastliðinn. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórunn Elísabet Green Árni Gunnar Frederiksen Baldvin Már Frederiksen Sigríður Jóhannsdóttir Kristján Örn Frederiksen Aðalheiður Gunnarsdóttir Ellen María Frederiksen Ólafur Alexander Ólafsson barnabörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN KRISTMANNSSON trillukarl, Eyrargötu 2, Suðureyri, lést þriðjudaginn 25. júní á sjúkrahúsi Ísafjarðar. Hjördís Harðardóttir Ragnar Guðleifsson Þorsteinn Höröur Guðbjörnsson Guðbjörg Guðbjörnsdóttir Sigurður Þórisson Kristbjörg María Guðbjörnsdóttir Steingrímur Árni Guðmundsson Lilja Guðbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.