Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 25

Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum HM kvenna í Frakklandi 8-liða úrslit: Ítalía – Holland ........................................ 0:2 Vivianne Miedema 70., Stefanie van der Gragt 80. Þýskaland – Svíþjóð ................................ 1:2 Lina Magull 16. – Sofia Jakobsson 22., Stina Blackstenius 48.  Holland og Svíþjóð mætast í undanúrslit- um á miðvikudagskvöld. EM U21 karla Úrslitaleikur í Udine á Ítalíu: Þýskaland – Spánn................................... 1:2 3. deild karla Álftanes – Einherji................................... 1:3 KF – Vængir Júpíters.............................. 2:3 Staðan: KV 9 8 0 1 21:8 24 Kórdrengir 9 6 2 1 23:9 20 KF 9 6 1 2 20:10 19 Vængir Júpiters 9 6 0 3 16:11 18 Reynir S. 9 4 3 2 15:11 15 Einherji 9 4 1 4 13:11 13 Sindri 9 4 1 4 18:18 13 Höttur/Huginn 9 2 3 4 14:17 9 Álftanes 9 2 3 4 13:16 9 Augnablik 9 1 3 5 13:21 6 Skallagrímur 9 2 0 7 12:27 6 KH 9 0 1 8 11:30 1 Mjólkurbikar kvenna 8-liða úrslit: Þór/KA – Valur ....................................... 3:2 Stephany Mayor 11., 64., Lára Kristín Ped- ersen 83. – Margrét Lára Viðarsdóttir 21. (víti), Elín Metta Jensen 80. Selfoss – HK/Víkingur ........................... 2:0 Barbára Sól Gísladóttir 71., 75. 2. deild kvenna Grótta – Fjarð/Höttur/Leiknir ............... 2:1 Sindri – Hamrarnir .................................. 1:0 Leiknir R. – Fjarð/Höttur/Leiknir......... 0:8 Staðan: Völsungur 5 5 0 0 12:6 15 Grótta 6 4 1 1 13:4 13 Fjarð/Hött/Leikn. 6 3 0 3 21:6 9 Álftanes 4 2 0 2 11:5 6 Hamrarnir 5 2 0 3 6:8 6 Sindri 5 2 0 3 5:12 6 Leiknir R. 7 0 1 6 2:29 1 Bandaríkin Utah Royals – Seattle Reign .................. 0:2  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah. Houston Dash – Portland Thorns.......... 1:2  Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Portland. Kasakstan Astana – Kairat Almaty.......................... 0:2  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Astana. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Vitebsk......................... 3:0  Willum Þór Willumsson kom inn á hjá BATE á 81. mínútu. KNATTSPYRNA HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var erfiður vetur fyrir mig og þetta mark hefur afar mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hin 23 ára gamla Stina Blackstenius eftir að hafa kveð- ið „þýsku grýluna“ í kútinn á laugar- daginn. Blackstenius skoraði sigur- markið gegn Þýskalandi í 2:1-sigri á HM í Frakklandi, og tryggði Svíum leik við Holland í undanúrslitum mótsins á miðvikudaginn. Holland vann 2:0-sigur á Ítalíu. Svíþjóð hafði ekki unnið Þýskaland í 24 ár, eða í 11 leikjum, þar til á laug- ardaginn. Og Blackstenius hafði ekki skorað mark fyrir Svíþjóð í yfir eitt ár þegar hún gerði sigurmarkið gegn Kanada í 16-liða úrslitum. Aftur skoraði hún svo sigurmarkið gegn Þýskalandi. Þar með er líka ljóst að Svíþjóð, Holland og England fá sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári, sem þær þrjár Evrópuþjóðir sem bestum árangri náðu á HM. Blackstenius var orðin þreytt á at- vinnumannslífinu í Frakklandi síð- asta haust. Henni gekk ekki sem skyldi með liði Montpellier, hafði misst sæti sitt í byrjunarliðinu og var staðráðin í að láta hið sama ekki ger- ast í sænska landsliðinu. Í byrjun árs fékk hún sig því lausa undan samn- ingi við franska félagið og sneri aftur í raðir Linköping þar sem hún hefur notið sín vel, en þess má geta að þar er hún liðsfélagi Önnu Rakelar Pét- ursdóttur. Blackstenius viðurkennir að í haust hafi henni ekki þótt sérlega raunhæft að standa í þeim sporum sem hún núna stendur í á HM: Mæta Íslandi á næsta ári „Að maður myndi vera hérna á leið í undanúrslit, með möguleika á verð- launum, er kannski ekki eitthvað sem ég hafði þorað að vonast eftir. Að sama skapi er þetta það sem mann dreymdi um. Mér hefur fundist eins og það sé eitthvað alveg sérstakt við þetta lið,“ sagði Blackstenius við Af- tonbladet. Svíþjóð verður andstæðingur Ís- lands í undankeppni næsta stórmóts, Evrópumótsins sem fram fer á Eng- landi 2021. Undankeppnin hefst í lok ágúst en Ísland og Svíþjóð mætast þó ekki fyrr en undir lok keppninnar, sumarið og haustið 2020. Efsta lið hvers riðils kemst á EM og liðið í 2. sæti mögulega einnig. Miðað við frammistöðu Svía í Frakklandi verð- ur enn erfiðara að eiga við þá en lið Þjóðverja sem Ísland mætti í undan- keppni HM. Holland á ókunnugum slóðum Uppgangur hollenska landsliðsins heldur áfram en Evrópumeistararnir eru nú komnir í undanúrslit HM í fyrsta sinn eftir öruggan sigur á Ítal- íu, 2:0. Raunar er þetta aðeins í ann- að sinn sem Holland leikur í loka- keppni HM, og nú er ljóst að liðið liðið fer á Ólympíuleika í fyrsta sinn: „Það er mjög sérstök tilfinning. Mig hefur dreymt um að keppa á Ólymp- íuleikum síðan ég var lítil stelpa,“ sagði Vivianne Miedema. Þær Stef- anie van der Gragt tryggðu Hollandi sigur í seinni hálfleik með sköllum eftir aukaspyrnur Sheridu Spitse, en Ítalía skapaði varla færi í leiknum. Blackstenius kvað gömlu þýsku grýluna í kútinn  Tók góða ákvörðun í ársbyrjun  Svíþjóð og Holland mætast í undanúrslitum AFP Grýla felld Stina Blackstenius fagnar marki sínu gegn Þýskalandi sem reyndist sigurmark Svía á laugardaginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hlupu hvor um sig tvö 100 metra hlaup undir 11,63 sek- úndna Íslandsmeti Sunnu Gestsdóttur á Junioren Gala, sterku unglingamóti í Þýskalandi, um helgina. Tiana sló metið í undanrásum með 11,57 sekúndna hlaupi, 5/100 úr sekúndu á undan Guðbjörgu. Í úrslitunum, innan við tveimur klukkustundum síðar, vann Guðbjörg á 11,56 sekúndum. Tiana fékk silfur en hún hljóp á nákvæmlega sama tíma og í undanrásum, eða aðeins 1/100 úr sek- úndu hægar en Guðbjörg, æfingafélagi hennar í ÍR. Guðbjörg Jóna fékk silfurverðlaun í 200 metra hlaupi, sinni aðalgrein, sem hún hljóp á 23,51 sekúndu, aðeins 6/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Rætt er við hana á mbl.is/sport. Tiana og Guðbjörg voru í 4x100 metra boðhlaupssveit sem hljóp á 45,75 sekúndum, sem er nýtt aldursflokkamet 18-19 ára sem og 20-22 ára. Þórdís Eva Steinsdóttir og Birna Kristín Kristjánsdóttir voru einnig í sveitinni. Birna Kristín bætti svo met sitt í flokki 17 ára og yngri í langstökki þegar hún stökk 6,12 metra og endaði í 10. sæti. Metið féll eftir tvo klukkutíma Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Íslenskir kastarar unnu til þrennra gullverðlauna á móti í Bottnaryd í Svíþjóð um helgina. Það voru spjótkast- ararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Dagbjartur Daði Jónsson, og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson. Dagbjartur Daði hélt áfram að bæta sig en hann kast- aði lengst 78,30 metra og bætti Íslandsmet sitt í flokki 20-22 ára, sem hann setti á Smáþjóðaleikunum fyrir mánuði síðan, um 72 sentímetra. Hilmar Örn vann sleggjukastið með 73,96 metra kasti en hann bætti ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar í vor með 75,26 metra kasti. Ásdís náði sínu lengsta kasti í ár þegar hún vann spjót- kastið með 58,53 metra kasti. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar. Þess má svo geta að sænski kringlukastarinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, fagnaði sigri með 71,86 m kasti. Það er lengsta kastið í 11 ár. Heimsmet Jürgen Schults frá árinu 1986 er 74,08 metrar. Þrenn gullverðlaun Íslands Dagbjartur Daði Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.