Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði
hefur verið opnuð sýning á völdum
verkum úr hinni merku stofngjöf
Ragnars Jónssonar í Smára til
Listasafns ASÍ árið 1961 og eru á
henni lykilverk eftir margra af
þekktustu myndlistarmönnum þjóð-
arinnar á síðustu öld. Sýningin ber
heitið Gjöfin til íslenzkrar alþýðu og
það er einnig heiti afar veglegrar
bókar sem komin er út þar sem
fjallað er um öll verkin 147 sem til-
heyrðu gjöf Ragnars í Smára og þau
sýnd í fallegri hönnun og prentun.
Kristín G. Guðnadóttir listfræð-
ingur er sýningarstjóri og einnig
höfundur megintexta bókarinnar en
þetta er í fyrsta skipti sem myndir
af hinni kunnu stofngjöf koma út í
heild. Listasafn ASÍ gefur bókina út
og ritstýrði Elísabet Gunnarsdóttir
safnstjóri útgáfunni. Fyrsta sending
frá prentsmiðjunni seldist strax upp
og er sú næsta á leið til landsins.
Fyrir almenning að njóta
„Safnið rekur ekki eigin sýning-
arsal um þessar mundir og við það
myndast svigrúm til að gefa út bæk-
ur að nýju,“ segir Elísabet. Rætt
hafði verið um að gefa út bók um
sögu safnsins á sextíu ára afmæli
þess að tveimur árum liðnum, en svo
var ákveðið að ráðast strax í þessa
útgáfu þegar samvinna hófst við
Listasafn Árnesinga um sumarsýn-
ingu safnsins þar sem sýndur er stór
hluti stofngjafarinnar.
„Það stóð alltaf til að gefa út veg-
lega sýningarskrá en hún óx að vöxt-
um og varð að þessari fallegu bók
með öllum 147 verkunum sem Ragn-
ar gaf,“ segir hún og bætir við að
verkin hafi nær öll verið mynduð að
nýju fyrir útgáfuna, ártöl einstakra
verka endurskoðuð og umtalsverð
vinna lögð í að þýða heiti myndanna
og allan texta bókarinnar á ensku.
„Ragnar gaf fyrst 120 verk en
bætti svo talsvert fleirum við því
hann lagði metnað í að safnið gæfi
góða mynd af íslenskri myndlistar-
sögu. Og hann vildi að
almenningur fengi að
njóta þessara verka. Út-
gáfa bókarinnar er ein
leið til að koma verk-
unum á framfæri við
fólkið í landinu.“
Hún segir ekki nógu
mikið um útgáfu á vönd-
uðum og sögulegum
listaverkabókum hér á
landi. „En Kristín hefur
komið að ritun margra, eins og bók-
anna um Kjarval og Svavar Guðna-
son, hún er afar vandaður fagmaður
og þekkir stofngjöfina manna best.“
Kristín ritar vandaðan og upplýs-
andi inngang um Ragnar og stofn-
gjöfina og þá bendir Elísabet á að
stutt umfjöllun sé um valin verk í
bókinni, texti sem er lýsandi fyrir
tíðarandann, hvað lista-
mennirnir voru að hugsa
og hvernig þeir tjáðu sig
um verk sín og annarra.
Við þekktasta verkið í
safngjöfinni, Fjallamjólk
Jóhannesar Kjarvals,
segir til að mynda: „Þeg-
ar Ragnar Jónsson var
spurður um það hvaða
mynd honum þætti mest
gersemi í stofngjöf Lista-
safns ASÍ svaraði hann: „Ég er ekki
í neinum vafa um það, að þar er
mesta snilldarverkið Þingvalla-
myndin hans Kjarvals, sem hann
kallar Fjallamjólk. Þar er saman-
þjöppuð í einum punkti hin mikla
snilld málarans og allt það dásam-
lega rómantíska ofstæki, sem eng-
inn á til nema Kjarval.“
Bókin er fallega hönnuð af Arnari
Fells Gunnarssyni og Arnari Inga
Viðarssyni, sem sækja meðal annars
innblástur í hönnun listaverkabók-
anna sem Listasafn ASÍ gaf út á ár-
um áður en fella verkið jafnframt að
samtímalegum straumum.
Stofnun safnsins stórtíðindi
Í grein Kristínar G. Guðnadóttur
„Til að mennta almenning í málara-
list“ segir að listaverkagjöf Ragnars
til Alþýðusambands Íslands hafi
verið stórfengleg. Í bréfi hans til
sambandsins segir: „Myndir þessar
hef ég ákveðið að gefa samtökum ís-
lenskra erfiðismanna – fyrir þeirra
hönd Alþýðusambandi Íslands – í
minningu Erlends Guðmundssonar,
Unuhúsi. … Ég hef í meira en þrjá
áratugi safnað listaverkum eftir ís-
lenzka málara og ég ákvað fyrir
tveimur áratugum, að Helgafell
skyldi koma á fót vísi að alþýðu-
listasafni […] til að mennta almenn-
ing í málaralist […] Myndirnar
munu vera um 120, rúm 100 mál-
verk, sum mjög stór, eftir flesta
helztu málara okkar. Mun ég síðar
bæta við myndum eftir nokkra mál-
ara, þannig að safnið megi vera yf-
irlit um ísl. nútímalist.“
Kristín segir að í ljósi þess að á
þessum tíma voru einungis starf-
rækt tvö listasöfn á Íslandi hafi
stofnun nýs listasafns verið stórtíð-
indi í íslensku menningarlífi.
Ragnar Jónsson ólst upp á Eyrar-
bakka en flutti sextán ára til
Reykjavíkur, lauk verslunarprófi og
hóf störf hjá smjörlíkisgerðinni
Smára sem hann varð fljótlega hlut-
hafi í. Honum vegnaði vel í við-
skiptum en varð einnig upptendr-
aður af menningaráhuga; hann
kynntist mörgum merkum lista-
mönnum og listunnendum á borð við
Erlend Guðmundsson í Unuhúsi.
Kristín skrifar: „Ragnar varð fljótt
mikill menningarpostuli í orðsins
fyllstu merkingu og brann fyrir þá
hugsjón að veita sem flestum að-
gang að fögrum listum. Upptendr-
aður af jafnt myndlist, tónlist og
bókmenntum vildi hann deila með
sem flestum þeirri stórkostlegu
gleði sem hann fann á vettvangi list-
arinnar; jafnt sem stórvirkur bóka-
útgefandi og eigandi bókaútgáfu
Helgafells, listaverkasafnari, útgef-
andi eftirprentana af listaverkum,
útgefandi listaverkabóka, og frum-
kvöðull að ritun íslenskrar lista-
sögu.“ Kristín segir að listin hafi
verið Ragnari lífsnauðsyn og vitnar í
orð hans: „Dýrið, sem fæðist, leitar
uppi samkvæmt eðlislögmáli spena
eða brjóst, þar sem næringu er að
finna. Listin er mér sams konar
veruleiki – andlegur næringar-
kraftur, sem viðheldur heilsu minni
og lífi.“
Ragnar byrjaði að safna mál-
verkum um 1930 og, að sögn Krist-
ínar, sagði hann „að kjarni safnsins
væru verk „eftir fimm þekktustu
listmálarana“, sem að hans mati
voru þeir Ásgrímur Jónsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Jón Stefánsson,
Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur
Skúlason.“
Skerpa á sérstöðunni
Þegar spurt er hvort unnið sé að
því að koma aftur upp sýningarsal í
nafni Listasafns ASÍ segir Elísabet
svo vera. Nú sé aðeins millibils-
ástand eftir að húsnæðið við Freyju-
götu var selt. „Þegar ég tók við
starfi safnstjóra lagði ég fram til-
lögu um að við gæfum okkur fimm
ár til að móta sýningarstefnuna og
finna nýtt húsnæði við hæfi. Tillagan
var samþykkt. Þar horfum við meðal
annars til hugmynda Ragnars í
Smára um safnhús sem setur mann-
lífið í fyrsta sæti og þangað til það er
orðið að veruleika höldum við áfram
að kalla eftir tillögum frá listamönn-
um og setja upp sýningar á völdum
stöðum víðsvegar um landið.
Við viljum skerpa á sérstöðu
þessa safns meðal íslenskra safna.
Færa það nær fólkinu. Það er ólík-
legt að við finnum húsnæði á viðráð-
anlegu verði í Reykjavík, og þar eru
líka mörg söfn fyrir, en hugmyndin
er að koma safninu upp húsnæði í
fallegu náttúrulegu umhverfi og
vera þar með sýningarsal en líka
opnar geymslur þar sem öll verkin
eru ávallt sýnileg.“
Listaverkaeign Listasafns ASÍ er
nú yfir fjögur þúsund verk og eru
um tvö hundruð og fimmtíu þeirra í
útláni á hverjum tíma, meðal annars
í sölum Alþingis og í ráðuneytum.
„Nú má sjá úrval margra bestu
verkanna í stofngjöf Ragnars í
Listasafni Árnesinga og ég vil
hvetja fólk til að koma við og skoða,“
segir Elísabet.
Á stöðli Eitt þekktasta verk Gunnlaugs Scheving, málað 1958-59, er einn hornsteina
stofngjafar Ragnars í Smára. Ragnar sagði verk Gunnlaugs hluta af kjarna safnsins.
Blóm á rauðum grunni Málverk eftir Jón Stefánsson frá árinu
1942. Ein níu verk eftir Jón voru í stofngjöf Ragnars í Smára.
Mennti almenning í málaralist
Öll 147 listaverkin í einstakri stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ komin út í veglegri bók
Stór hluti verkanna sýndur í sumar í Listasafni Árnesinga Listin „andlegur næringarkraftur“
Elísabet
Gunnarsdóttir
Kristín G.
Guðnadóttir