Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 29

Morgunblaðið - 01.07.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited 3,6 L Hybrid. Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi ofl. ofl. VERÐ 7.990.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Litur: Hvítur og brúnn / brúnn að innan. Einnig til í Ruby red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Limited 35” breyttur Litur: Svartur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. 35” breyttur, 35” dekk, 20” felgur, brettakantar. LED ljós í grilli. Með FX4 off-road pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.590.000 m.vsk Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem 38 ljóðabókadómar birtast á einu bretti, en það gerðist í maí síðast- liðnum með útkomu 16. tölublaðs Sónar, tímarits um óðfræði. Óðfræðifélagið Boðn, sem stendur fyrir útgáfunni, segir Haukur Þor- geirsson, einn þriggja ritstjóra, vera félag um ljóðlistina, s.s. bragfræði og hvað sem er annað er varðar ljóðlist. „Són er öðrum þræði aka- demískt tímarit, með greinum eftir fólk í fræðasamfélaginu, en er líka ætlað að hafa skírskotun til almenn- ings, til fólks sem hefur áhuga á ljóðlist.“ Tímaritið hefur komið út árlega frá árinu 2003. Í Són má finna fræðilegar greinar um ljóðlist auk ljóða eftir starfandi ljóðskáld sem yrkja á íslensku eða þýða úr erlendum tungumálum, bæði laust og bundið. Að þessu sinni var að finna í tímaritinu umfjöllun um 38 ljóðabækur sem komu út á síðasta ári. „Þetta er tilraun til að skapa menningarumræðu. Ég held að marga fýsi að lesa fleiri ljóða- bókadóma og við reynum að koma til móts við það,“ segir Haukur. Allar frumútgefnar ljóðabækur „Það er merkilega mikið gefið út af ljóðabókum þegar maður fer að skoða það. Það er greinilegt að margir vilja skrifa ljóðabækur þótt það sé umdeilt hve margir vilja lesa þær,“ segir Haukur um þennan fjölda ljóðabóka. „Það virtist ekki vera praktískt að taka fyrir algjör- lega allt sem var gefið út en við tók- um fyrir allar frumútgefnar ljóða- bækur sem voru auglýstar í Bóka- tíðindum. Það gerir ákveðið tilkall til umfjöllunar að bók sé auglýst í Bókatíðindum og fáanleg í bókabúð- um. Sumar ljóðabækur eru hins vegar bara gefnar út í pínulitlu upp- lagi fyrir vini og kunningja og þá er kannski ekki tilefni til þess að birta einhvern aftökudóm í svona tíma- riti.“ Eitt af markmiðum Boðnar er að tengja saman fræðimenn, skáld og aðra unnendur ljóðlistar. „Við vilj- um ná til ljóðaunnenda hvar sem er, gjarnan til almennings og skálda- samfélagsins,“ segir Haukur og nefnir að bókadómarnir hafi aukið áhuga skálda á tímaritinu. „Allir eru forvitnir að lesa dóma um eigin verk og við höfum orðið vör við að nokkur skáld sem við skrifuðum um hafa gerst áskrifendur. Það er mjög jákvæð þróun.“ Mætti vera meiri umræða Um ljóðaumræðu á Íslandi segir Haukur: „Nú þyrfti ég að vera Ei- ríkur Örn Norðdahl og geta sagt eitthvað krassandi en ég er bara kurteis fræðimaður og get lítið sagt,“ en bætir svo við: „Það er heil- margt sem fer fram í skáldskapn- um, það er ákveðið samtal þar, og það er vert að gefa því gaum. Okkur í ritstjórninni fannst að það mætti vera meiri umræða um ljóð og sáum þarna gat sem við reyndum að fylla aðeins upp í.“ Haukur segir umfjöllun um ljóða- bækur hafa áður verið að finna í tölublöðum tímaritsins en það hefur yfirleitt verið ein yfirlitsgrein. „Við reyndum að hafa þetta aðeins öðru- vísi núna.“ Boðn stefnir að því að endurtaka leikinn í næstu útgáfu. „Við erum byrjuð að sanka að okkur bókum sem koma út 2019. Vonandi verða fleiri sem skrifa dómana næst, ég skrifaði svolítið mikið af þeim sjálf- ur en það voru líka dómar eftir reynda ritdómara, Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Hjalta Snæ Ægisson.“ Guðrún Laufey Guð- mundsdóttir og Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík skrifuðu einn- ig dóma. Kemur til móts við hverja bók Ljóðabókadómarnir 38 eru flestir stuttir. „Það var hugmyndin að ná breitt yfir sviðið frekar en að hafa fáa mjög langa dóma. Svo er oft ekkert auðvelt að skrifa langan dóm um ljóðabækur sem eru sjaldan mikill texti. Ef maður ætlar að tyggja upp efni bókarinnar þá getur maður ekki gert það í mjög löngu máli án þess að birta alla bókina eða endursegja hana.“ Það er ákveðin kúnst að skrifa rit- dóma. „Maður reynir að koma til móts við hverja bók á hennar eigin forsendum. Það finnst mér sann- gjarnt og eðlilegt. Maður athugar hvort henni tekst það sem hún ætlar sér að gera. Þótt það sé kannski ekki það sem maður sjálfur hefði gert eða einhver annar. Stundum skilst manni að maður er ekki sjálf- ur kjörlesandi bókarinnar en reynir engu að síður að fjalla um hana af sanngirni. Það verður líka að vera eitthvað greinandi í þessu og eitt- hvert mat. Maður reynir að hafa þetta eitthvað meira en bara rit- fregn.“ Sjón er Sónarskáldið í ár Ritstjórn Sónar velur á hverju ári eitt ljóðskáld sem titlað er Sónar- skáld og birtir eftir það frumsamið ljóð sem er haft í heiðurssessi fremst í ritinu. Haukur segir að Sónarskáld hafi verið valin allt frá fyrsta heftinu. „Við erum mjög stolt af þessum lista skálda. Öll hafa þau tekið okkur vel og sýnt okkur þann heiður að frumbirta hjá okkur nýtt ljóð. Val á Sónarskáldi er okkar leið til þess að heiðra samtímaskáld sem hafa markað djúp spor í íslenska skáldskaparhefð, og jafnframt er þetta val hluti af þeirri viðleitni tímaritsins frá upphafi að vera í góðum tengslum við starfandi skáld.“ Að þessu sinni varð Sjón fyrir valinu, árið áður var það Stein- unn Sigurðardóttir og þar áður Sig- urður Pálsson heitinn. Goðsaga prýðir kápuna Kápumynd Sónar vísar yfirleitt á einhvern hátt til goðsögunnar um skáldskaparmjöðinn. „Við höfum á hverju ári beðið nýjan listamann að túlka eitthvað úr goðsögunni um skáldamjöðinn,“ segir Haukur. Stundum hefur það verið Gunnlöð með kerin þrjú, tvö þeirra heita ein- mitt Són og Boðn og gera má ráð fyrir að þaðan séu nafn félagsins og titill ritsins dregin. Einnig hafa dvergarnir Fjalar og Galar og Óðinn í arnarham prýtt forsíðuna. Haukur segir örninn hafa verið fastagest á forsíðunni en í ár er hræ af erni þar í fyrsta sinn. Listamaðurinn sem á heiðurinn af kápunni að þessu sinni heitir Paul Kalemba og er frá Ástr- alíu. Óðfélagið Boðn stendur fyrir mál- þingi einu sinni á ári. Síðasta mál- þing var haldið 11. maí. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fé- lagið og tímaritið Són á vefnum bodn.is. Þar má meðal annars finna upplýsingar um hvernig panta má eintak af tímaritinu hjá Hauki sjálf- um. Það er einnig fáanlegt í Bóksölu stúdenta. Um þessar mundir lýsir Són eftir efni til birtingar í næsta tölublaði. Skilafrestur er til 1. ágúst fyrir ritrýndar greinar en 15. sept- ember fyrir annað efni. Morgunblaðið/RAX Akademískt „Són er öðrum þræði akademískt tímarit, með greinum eftir fólk í fræðasamfélaginu, en er líka ætlað að hafa skírskotun til almennings, til fólks sem hefur áhuga á ljóðlist,“ segir Haukur Þorgeirsson. Tilraun til að skapa menningarumræðu  Óðfélagið Boðn gefur út tímaritið Són í 16. sinn  Birta dóma um 38 ljóðabækur  Vilja ná til ljóðaunnenda Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanóleikari halda þrenna tónleika í röð í Frí- kirkjunni í Reykjavík dagana 2., 3. og 4. júlí. Höfuðskáld Tékka, klassík og perlur fyrir fiðlu og píanó verða á boðstólum og hefjast tónleikarnir öll kvöld kl. 20. Hjörleifur og Ourania hafa tvisv- ar áður haldið tónleika hér á landi og á morgun, þriðjudag, leika þau verk eftir nokkur höfuðtónskáld Tékka; þá Petr Eben, Antonin Dvor- ák, Leoš Janácèk og Bedrich Smet- ana. Á miðvikudaginn halda þau tónleika þar sem „hin mikla klassík“ er tekin fyrir, eins og stendur í til- kynningu en þá verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozarts, Lud- wig van Beethoven, Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj og Alfred Schnittkes. Á þriðju og síðustu tónleikunum, fimmtudaginn 4. júlí, verða svo flutt- ar perlur fyrir fiðlu og píanó. Hjörleifur hefur verið búsettur og starfandi í Noregi í ein tíu ár en hann lauk einleikaraprófi frá Tón- listarháskólanum í Ósló árið 1993 og hlaut styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Konservatoríið í Prag. Þar nam hann fiðluleik og kammertón- list í þrjú ár og lék með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum. Hann lauk dipl. mus.-gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sum- arið 2000 og að námi loknu flutti hann til Íslands þar sem hann starf- aði til ársins 2010. Ourania Menelaou er fædd á Kýp- ur en býr og starfar í Prag. Hún út- skrifaðist frá Konservatoríinu í Prag árið 1996 sem píanóleikari og þar hófst samstarf þeirra Hjörleifs. Ourania hélt svo til náms við Charles University í Prag og lauk þaðan meistaraprófi í tónvísindum. Miðasala á tónleika í Fríkirkjunni fer fram við innganginn. Samspil Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanóleikari. Tónleikatrílógía í Fríkirkjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.