Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 1
Hjartaðslær í Afríku
TeknórappElla Grills
Vegferð El
7. JÚLÍ 2019SUNNUDAGUR
Brýnir
stúlkurtil dáða
Rapparinn ElliGrill líkir sérvið einhverfanmúmínálfog boðarnýja
tónlistar-tegund áplötunniRassa bassa. 2
Öld vitvélannaGervigreind og sjálfvirkni munu valda gagngerum
breytingum á vinnumarkaði framtíðarinnar. 14
Marta hefur áttglæstan knatt-spyrnuferil. 6
L A U G A R D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 157. tölublað 107. árgangur
ÞRÆÐIR
TÓNLISTINA Í
MYNDMÁLIÐ
SKEMMTI-
LEGT AÐ
HNOÐA
STEINUNN GEFUR ÚT 42HILDUR GUÐNADÓTTIR 44
Stórt grassvæði nálægt Miklu-
braut, sem knattspyrnumenn Fram
hafa notað til æfinga undanfarna
áratugi, verður tekið til annarra
nota.
Í nýlegri samþykkt borgarráðs
var sagt að þetta svæði yrði tekið til
„annarrar þróunar,“ eins og það var
kallað. Um er að ræða afar verð-
mætt svæði gegnt verslunarmið-
stöðinni Kringlunni.
Þær upplýsingar fengust hjá
Reykjavíkurborg að engar ákvarð-
anir hefðu verið verið teknar um
nýtingu svæðisins. Þá hafa ekki ver-
ið gerðar nýlegar rýmisathuganir á
byggingarmagni sem gæti rúmast á
svæðinu. Hins vegar má reikna með
að þarna verði skipulögð íbúðabyggð
eða verslunarstarfsemi, í anda þeirr-
ar þéttingarstefnu sem borgin hefur
markað.
Fyrir lok síðustu aldar kynntu
Framarar metnaðarfullar hug-
myndir um að selja hluta svæðisins
undir verslunarmiðstöð með knatt-
spyrnuleikvangi á þakinu. Borgaryf-
irvöld féllust ekki á þessi áform. » 10
Gras víkur fyrir byggð
Grasvellir Framara verða teknir til „annarrar þróunar“
Breyting Vellir Fram við Safamýri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjö kálfar af Aberdeen Angus-holdanautakyninu
eru fæddir á einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti
og fjórir til viðbótar eru væntanlegir í mánuðinum.
Þeir eru allir kolbikasvartir eins og norsku blóðfor-
eldrarnir en ganga nú með íslensku mæðrunum í
Flóanum. Er þetta annar kálfahópurinn sem þar
fæðist í kynbótastarfi nautgripabænda. Þeir verða
settir í einangrun á stöðinni í haust.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjö kolbikasvartir kálfar fæddir
Nýr holdanautahópur að myndast á einangrunarstöðinni Stóra-Ármóti
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Póstmarkaðurinn hefur kært úrskurð
Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi bæt-
ur til handa Íslandspósti. Stofnunin tók til
greina kröfu Íslandspósts og var fjárhæðin
ákvörðuð 1.463
milljónir króna.
Vísað var til taps
Íslandspósts af er-
lendum pakka-
sendingum frá 30.
október 2014 til
loka ársins 2018.
Krafa Póst-
markaðarins er
m.a. reist á því að
engin heimild sé í
lögum fyrir aftur-
virku fjárframlagi
úr jöfnunarsjóði
alþjónustu. Þá hafi
ekkert jöfnunar-
gjald verið lagt á
fyrirtæki á póstmarkaði til að fjármagna
jöfnunarsjóðinn. Hann á að standa undir
bótakröfum en er nú tómur.
Ranglega vísað í fjarskiptalög
Jafnframt telur Póstmarkaðurinn það
fordæmi á fjarskiptamarkaði sem legið
hafi til grundvallar ákvörðun Póst- og fjar-
skiptastofnunar ekki eiga við. Tilgreint sé í
póstlögum að fjárframlög úr jöfnunarsjóði
séu veitt til eins árs í senn og að endur-
nýja skuli umsóknir fyrir settan tíma.
Tap Íslandspósts af erlendum pakka-
sendingum jókst í hlutfalli við mikla fjölg-
un sendinga frá og með árinu 2013. Fyrir-
tækið sótti hins vegar ekki um bæturnar
fyrr en í lok október 2018. Við það safn-
aðist saman mikið tap sem gæti lent á
skattgreiðendum.
Bætur
án laga-
stoðar
Deilt um 1,5 millj-
arða bætur til Póstsins
Til úrskurðar-
nefndar
» Ákvörðun PFS
var kærð til úr-
skurðarnefndar
fjarskipta- og
póstmála.
» Samkvæmt
ákvörðuninni á
ÍSP rétt á 1,5
milljörðum í
bætur.
MBiðin Íslandspósti dýrkeypt … »14
Svo virðist sem enginn áhugi sé á
íslensku ríkisbönkunum, Íslands-
banka og Landsbanka. Þetta stað-
festir Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra í samtali við
Morgunblaðið.
Til hefur staðið að selja bankana
í nokkur ár, en lítil hreyfing hefur
verið á málinu undanfarin misseri.
Að sögn Bjarna er þess beðið að
tillaga um sölu bankanna berist
frá Bankasýslu ríkisins. Enn bólar
ekkert á slíkri tillögu, en stofnunin
var upphaflega sett á laggirnar til
fimm ára fyrir um tíu árum. „Við
bíðum þess að það komi tillaga frá
Bankasýslu ríkisins um að hefja
söluferli bankanna, en slík tillaga
hefur enn ekki borist. Ferlið fer
ekki af stað fyrr en tillagan hefur
verið lögð fram. Það er erfitt að
segja til um hvenær það verður,“
segir Bjarni.
Spurður hvort hann telji að
verðmæti bankanna geti rýrnað á
næstu árum, sé litið til þróunar
fjártækni, segir Bjarni að ekki sé
hægt að útiloka það. »20
Verðmæti ríkis-
banka gæti rýrnað
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti
Flokks fólksins, segir að deiliskipu-
lag Stekkjarbakka Þ73, sem sam-
þykkt var í borgarráði, hefði átt að
fara í borgarstjórn þar sem hægt
væri að ræða það fyrir opnum tjöld-
um. „En þetta er þeirra taktur, að
læðast með hlutina og keyra þá í
gegn,“ segir Kolbrún og á þar við
meirihlutann í borginni. Eyþór Arn-
alds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, segir allt málið hafa ver-
ið unnið með öfugum hætti.
Þá undrast Sanna Magdalena
Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks
Íslands, mjög afgreiðslu málsins.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, tekur í sama streng og
segir hugmyndir meirihlutans í
Reykjavíkurborg vera úr takti við
allan raunveruleika. »6
Hefði átt að vera
rætt í borgarstjórn
Elliðaárdalur Deiliskipulag var samþykkt.
Að sögn Sveins
Rúnars Hauks-
sonar, eins helsta
berjasérfræðings
landsins, má
gera ráð fyrir
góðri berja-
sprettu í haust en
hann segir að lík-
lega verði hægt
að líta í berjamó í byrjun ágúst.
Sveinn segir að mikil bjartsýni ríki
meðal berjaáhugafólks á sunnan-
og vestanverðu landinu en sætu-
koppar á þessum hluta landsins
virðast lofa góðu. Er sólríkum og
hlýjum maí og júní helst að þakka
fyrir góðar berjahorfur. »4
Hægt að líta í berja-
mó í byrjun ágúst
Gómsæt Það fer að
styttast í berjamó.