Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 6

Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 sp ör eh f. Sumar 23 Þessi glæsilega ferð byrjar í frönsku Ölpunum í fjallabænum fræga Chamonix.Við förum til bíllausa bæjarins Zermatt og bæjarins Stresa við vatnið Lago Maggiore en staðsetning vatnsins hefur allt frá 18. öld laðað að ferðamenn. Þaðan verður m.a. farið í siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella og þar skoðuð dásamleg höll í miðjum, stórglæsilegum lystigarði. 19. - 28. ágúst Fararstjórn: Inga Ragnarsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 274.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Chamonix, Zermatt&Stresa Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, var jarðsunginn í Langholtskirkju í gær. Ásgeir var fædd- ur 21. mars 1922 í Reykjavík en lést 24. júní sl. Kistu- berar voru frá vinstri: Andrés Pétur Rúnarsson, Auður Árný Ólafsdóttir, Ásgeir Pétursson, Ásgeir Þórðarson, Pétur Ásgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Magnús Pét- ursson og Þórður Kristinsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ásgeir Pétursson jarðsettur Útför Ásgeirs Péturssonar í Langholtskirkju Kristján H. Johannessen Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Þór Steinarsson „Mörkin voru skýr þegar borgin sjálf gerði skýrslu árið 2016, en þá var þetta svæði innan Elliðaárdals. Það getur varla margt hafa breyst frá þeim tíma sem þessi skýrsla var unnin,“ segir Ey- þór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til nýsam- þykkts deiliskipulags Stekkjarbakka Þ73, sem tilheyrir Elliðaárdal. Í því felst uppbygging á lóð sem spannar um 43 þúsund fermetra og er þar gert ráð fyrir bílastæðum, gróðurhvelfingu og verslunarrými. Í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, oddviti Viðreisnar, skipulagið „alls ekki“ ná inn í skilgreint svæði El- liðaárdals. Eyþór segir þá fullyrðingu borgarfulltrúans einfaldlega vera ranga. „Við höfum lagt áherslu á að nauð- synlegt sé að friðlýsa dalinn og að mörkin séu öllum skýr. Það er ekki nóg að friða árfarveginn því hann hefur í sjálfu sér ríka vernd og óþarfi að friða hann frekar. Það er aftur á móti græna svæðið sem þarfnast greinilegrar verndar – enda er hér um að ræða 43 þúsund fermetra rask sem er mun meira en það sem fylgdi Kringlunni þegar hún var byggð á sínum tíma,“ segir Eyþór. Sumarfrí nýtt til að klára málið Þá segir Eyþór mál þetta allt unnið með öfugum hætti. „Fyrst á að klára deiliskipulagið, sem aldrei hefur verið klárað, svo á að tryggja vernd, sem enn hefur ekki verið tryggð, og því næst þarf að svara þeim álitamálum sem upp hafa komið. Að endingu er svo hægt að velta því upp hvort úthluta eigi einhverju svæði til atvinnustarfsemi eða ekki. Hér er aftur á móti byrjað á öfugum enda, úthlutað fyrst og ákveðið að byggja en á sama tíma er allt annað skilið eftir óklárað,“ segir hann. Fjölmargar neikvæðar umsóknir hafa borist vegna deiliskipulagsins. Eyþór segir þennan mikla fjölda nei- kvæðra umsagna hafa leitt til þess að málið var afgreitt á þeim tíma sem það var gert, þ.e. á meðan borgarstjórn er í sumarfríi. „Það er nú eitt af því sem við höfum gagnrýnt, en með því að af- greiða þetta í borgarráði er komið í veg fyrir umræðu og þar hefur enginn í minnihlutanum rétt til atkvæðis nema Sjálfstæðisflokkurinn. Það má því segja að viðbrögðin við þessum at- hugasemdum séu þau að fara inn í her- bergi borgarráðs og læsa þar hurð- um.“ „Þetta er þeirra taktur“ Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir mál sem þetta eiga að fara í borgarstjórn þar sem hægt er að ræða það fyrir opnum tjöld- um. „En þetta er þeirra taktur, að læð- ast með hlutina og keyra þá í gegn,“ segir hún og heldur áfram: „Mér snöggbrá þegar skyndilega átti að greiða um þetta atkvæði á fundi borgarráðs. Svo var bara atkvæða- greiðsla og þau eru með meirihlutann svo þarna er bara allt klárt. Maður verður alveg máttlaus.“ Þá segist Kolbrún vera algjörlega á móti þessari hugmynd og að málið sé of stórt til að fara ekki í íbúakosningu. „Um þetta verður aldrei friður nema að haft verði fullt samráð við áhuga- hópa, hagsmunahópa og aðra sem óska eftir að hafa skoðun á málinu,“ segir hún enn fremur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, odd- viti Sósíalistaflokks Íslands, undrast mjög afgreiðslu þessa máls. „Þetta er samþykkt í borgarráði og þó borgar- ráð fari með heimildir borgarstjórnar þegar sumarleyfi eru í gildi þá eru ekki allir fulltrúar borgarráðs með sömu heimildir og þeir hafa í borgarstjórn. Þar geta allir kosið um málin, en við sósíalistar erum bara með áheyrn í borgarráði auk þess sem þeir fundir eru haldnir fyrir luktum dyrum. Að mínu mati hefði verið betra að fá þessa umræðu inn í borgarstjórn,“ segir Sanna og heldur áfram: „Það þarf að afgreiða þetta mál með miklu betri hætti og meiri umræðu, þetta er gert í mikilli andstöðu við mjög marga. El- liðaárdalur er svo falleg náttúruperla og maður veltir því fyrir sér hvernig þetta muni eiginlega líta út. Svona lífg- ar varla upp á náttúruna.“ Úr takti við allan raunveruleika Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir exótískar hug- myndir meirihlutans í Reykjavíkur- borg vera úr takti við allan raunveru- leika og svo virðist sem fulltrúa meirihlutans langi að búa annars stað- ar en á Íslandi. „Ég fordæmi þetta náttúrlega. Það er alltaf verið að tala um að við þurfum að gera betur í umhverfismálum og hlífa náttúrunni en svo er farið að stað með þetta verkefni. Maður áttar sig ekki á því hvert meirihlutinn er að fara,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is og bætir við: „Þetta virkar eins og tví- höfða þurs. Það er talað um að friða náttúruna og gera betur í umhverfis- málum en svo er þetta samþykkt. Þetta er í anda þessarar þrengingar- stefnu sem meirihlutinn stendur fyrir, að útrýma grænum svæðum í borg- inni.“ Hún segir aðgerðir meirihlutans al- gjörlega stangast á við loforð hans. Kýlt í gegn á lokuðum fundi fárra  Meiri röskun en fylgdi framkvæmdum við Kringluna á sínum tíma, segir borgarfulltrúi  Maður verður alveg máttlaus, segir annar borgarfulltrúi  Umræðan sögð eiga heima inni í borgarstjórn Morgunblaðið/Árni Sæberg Deiliskipulag Uppbygging mun eiga sér stað innan ljósbláu línanna Elliðaárdalur Hér má sjá svæðið þar sem fyrir- hugaðar breytingar muni eiga sér stað. Hægra megin á myndinni má sjá Árbæjarsafn í fjarska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.