Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
71.500.000,-
Borgartún 30a, 105 Reykjavík
& 585 8800
Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum
Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800
Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515
Grettisgata 31, 101 Reykjavík
Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð
Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð í reisulegu steinhúsi við Grettis-
götu. Íbúðin skiptist í forstofu, setustofu og borðstofu (væri unnt er að
nýta sem svefnherbergi), rúmgott hjónaherbergi og baðherbergi. Sameign
er snyrtileg. Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum, m.a.
múrviðgert og málað 2011, járn á þaki endurnýjað 2006, frárennslislagnir
fóðraðar 2012.
46.900.000,-
118.000.000,-
Einbýlishús með aukaíbúð
Fallegt og reisulegt einbýlishús með aukaíbúð neðst í Grundunum í Kópavogi.
Húsið, sem hefur verið mikið endurnýjað, er einstaklega vel staðsett niður
við Fossvogsdalinn. Í hluta neðri hæðarinnar er búið að gera 3ja herbergja
íbúð með sérinngangi aftan við hús. Eignin er samtals 268,2 fm - þar af er
aukaíbúðin ca 60 fm og bílskúr 36 fm.
Birkigrund, 200 Kópavogur
47.000.000,-
2ja herb. útsýnisíbúð á 7. hæð
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús-borðstofu, setustofu með útgengi á
útsýnissvalir, baðherbergi. Frábær staðsetning, stutt í alla helstu verslun og
þjónustu. Kringlan verslunarmiðstöð hinum megin við götuna. Í húsinu er
rekin þjónstumiðstöð fyrir eldri borgara á vegum Reykjavíkurborgar. Heitur
matur í hádeginu, ýmis dægradvöl. Hárgreiðslustofa og snyrtistofa eru
einnig starfræktar í húsinu.
Hvassaleiti 58, 105 Reykjavík
163,9 fm - bílastæði
Glæsileg 150,4 fm íbúð í ásamt stæði í bílageymslu í góðu lyftuhúsi við
Borgartún 30a. Lyftan opnast beint inní íbúðina. Þvottahús er innan íbúðar.
Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott eldhús, flísalögð sólstofa með útgengi á
svalir, mjög stórar samliggjandi borðstofu/setustofur, gestasalerni, hjóna-
svíta með baðherbergi, fataherbergi og þvottahúsi innaf. Afar glæsileg íbúð
á eftirsóttum stað.
Fasteignasköttum hefur veriðleyft að þróast með óviðun-
andi hætti hér á landi á undan-
förnum árum. Eins og Jón Ólafur
Halldórsson, formaður Samtaka
verslunar og þjón-
ustu, benti á í at-
hyglisverðri grein
hér í blaðinu í vik-
unni eru þessir
skattar mun hærri
hér á landi en í ná-
grannlöndunum.
Hér á landi eru þeir
1,5% af landsframleiðslu, sem er
nær tvöfalt hærra hlutfall en ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Ýmsar ástæður eru fyrir þessummun, meðal annars sú að hér á
landi getur skatthlutfallið af at-
vinnuhúsnæði farið í 1,65%, en ann-
ars staðar á Norðurlöndum er þetta
hlutfall á bilinu 0,5-1,0%.
Þetta er sláandi og ekki síður þaðsem Jón Ólafur bendir á, að á
sama tíma og árleg hækkun verð-
lags hefur verið 2-3% hér á landi
hefur skattheimta í formi fast-
eignaskatts aukist um 14-18% á ári.
Ástæðuna segir Jón Ólafur verabreytta aðferð við útreikninga
skattsins hjá Þjóðskrá árið 2015 og
hann lýkur grein sinni á þessum
orðum: „Stjórnvöld verða að grípa
hér inn í. Það er ekki með nokkru
móti hægt að una við að breytt að-
ferð Þjóðskrár við útreikning fast-
eignaskatts hafi leitt af sér þá gíf-
urlegu skattahækkun sem hér er
lýst. Fasteignaeigendur, bæði að
íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði,
hljóta að gera þessa kröfu og
stjórnvöld hafa í hendi sér aðferð-
ina við að tryggja að skipan þessara
mála komist í ásættanlegt horf.“
Augljóst er að stjórnvöld hljótaað hlusta á slíkar ábendingar.
Jón Ólafur
Halldórsson
Óhófleg
skattahækkun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á einni klukkustund eftir hádegi á
mánudaginn myndaði lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu brot 100 öku-
manna sem óku Hringbraut í austur-
átt við Furumel. Á miðvikudaginn var
sami hátturinn hafður á og voru þá
mynduð brot 76 ökumanna sem óku í
vesturátt. Í gær var lögreglan aftur
með eftirlit á sama stað í eina klukku-
stund og voru þá mynduð brot 122
ökumanna. Samtals er því um að
ræða brot 298 ökumanna á tveimur
klukkustundum í þessari viku. Há-
markshraði á Hringbraut var nýlega
lækkaður í 40.
21% brotahlutfall ökumanna
Í tilkynningu frá lögreglunni kem-
ur fram að á mánudaginn hafi 479 far-
ið um Hringbraut á þessari aksturs-
leið. Því var brotahlutfallið 21%, en
meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/
klst. og sá sem hraðast ók mældist á
67 km/klst. hraða.
Í gær fóru 475 ökutæki þessa akst-
ursleið og því var brotahlutfallið 26%,
en meðalhraði hinna brotlegu var 54
km/klst. Nítján óku á 60 km hraða eða
meira, fjórir á 70 km hraða eða meira
en sá sem hraðast ók mældist á 80.
Þess má geta að við þrjár hraðamæl-
ingar á sama stað í ársbyrjun, þegar
leyfður hámarkshraði var 50, var
brotahlutfallið 2-4%.
Mikið um hraðakstur á Hringbraut
298 ökumenn brutu umferðarlög á
tveimur klukkustundum á Hringbraut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferðarlög Fjölmargir ökumenn
óku of hratt á Hringbraut í vikunni.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri á umhverfis- og skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar, segir
enga einfalda lausn vera á þeim
mikla umferðarvanda sem daglega
skapast við Vatnsmýri í Reykjavík.
Í Morgunblaðinu í gær kallaði
framkvæmdastjóri Strætó eftir
lausn vandans og vill fá borgina,
fulltrúa Háskólans í Reykjavík og
aðra hagsmunaaðila að borðinu sem
fyrst, en þegar verst er sitja fjórir
vagnar Strætó fastir þarna í um-
ferð.
„Það er engin töfralausn til. En
það er þó tvennt í pípunum og ger-
ist vonandi á þessu ári. Í fyrsta lagi
er um að ræða breytingar á gatna-
mótum Flugvallarvegar og Naut-
hólsvegar. Þar verða gerðar stuttar
forgangsreinar fyrir strætó og
ljósastýring bætt. Það hjálpar eitt-
hvað þótt við vitum að það leysi ekki
allt málið. Í öðru lagi er svo unnið
að því að hanna breytingar á gatna-
mótum Bústaðavegar og Kringlu-
mýrarbrautar. Þar á að breikka
rampa til að bæta flæði umferðar og
það mun samkvæmt hermilíkönum
hafa áhrif langt aftur að Flugvall-
arvegi,“ segir Þorsteinn.
„Það er ekki á dagskrá að fara að
breikka neinar götur á þessu svæði
að öðru leyti. En með því að stór-
bæta almenningssamgöngur von-
umst við til þess að fleiri nýti sér
þær og með því að byggja upp borg-
arlínu og forgangsreinar í gegnum
svæðið verða almenningssamgöngur
miklu betri kostur en þær eru í dag.
Ég geri mér grein fyrir því að það
er ekki góður kostur að sitja fastur í
strætó,“ segir hann.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, segir þrengsli í
borginni of mikil. „Stofnanir hafa
ekki fengið að byggjast upp í aust-
urhlutanum, sem myndi létta mjög
á allri umferð. Það er því undirliggj-
andi skipulagsklúður og svo vantar
allan undirbúning til að bregðast við
á uppbygginartímanum.“
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið-
flokksins, segir umferðarvandann
afleiðingu af „þrengingarstefnu
Dags [B. Eggertssonar borgar-
stjóra]“. „Aldrei, þeir vilja ekki
hlusta á rök,“ svarar Vigdís spurð
hvort hún telji líklegt að borgin
muni leysa vandann líkt og Strætó
hefur kallað eftir.
Engin einföld
lausn á vandanum
„Þrengingarstefna“ er ástæða tafa