Morgunblaðið - 06.07.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Kannast þú við þetta vandamál?
• Lítil eða slöpp þvagbuna
• Tíð þvaglát
• Næturþvaglát
• Erfitt að hefja þvaglát
• Þvaglegi eða erfitt að stöðva þvaglát
• Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta
• Sviði eða sársauki við þvaglát
Getur veitt lausn gegn tíðum þvaglátum
sem verða vegna góðkynja stækkunar frá
blöðruhálskirtli.
™
Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta var mikil upplifun bæðifyrir mig og nemendur,okkur leið eins og við vær-um stödd í teiknimyndinni
Konungi ljónanna, landslagið ein-
kenndist af háum akasíutrjám í bland
við lágvaxinn gróður og villt dýr á
hverju strái, antilópur, gíraffar, ljón,
sebrahestar, fílar og fleira fram-
andi,“ segir Hólmfríður Sigþórs-
dóttir, líffræðingur og líffræðikenn-
ari við Flensborgarskóla, en hún fór
með átta manna hóp nemenda til
Suður-Afríku í júní. Ferðin var hluti
af áfanga sem hún bauð upp á undir
heitinu Líffræðilegur fjölbreytileiki
og vernduð svæði.
„Þetta var samvinnuverkefni
skólans og kennslufyrirtækis sem
heitir Operation Wallacea. Nem-
endur tóku þátt í vistfræðirann-
sóknum undir leiðsögn vísindafólks á
vettvangi. Fyrri vikuna vorum við í
Dinkeng sem er afgirt verndað svæði
og þar er mikil tegundafjölbreytni.
Þarna starfar fjöldi líffræðinga og
nemendur lögðu þeim lið við gagna-
söfnun. Þau tóku meðal annars þátt í
fuglatalningum, gróðurmælingum og
mati á áhrifum fíla á gróður. Seinni
vikuna vorum við í Sodwana Bay þar
sem þau lærðu að kafa í kóralrifum
Indlandshafs og fengu fræðslu um
sjávardýr,“ segir Hólmfríður og bæt-
ir við að í nemendahópi hennar hafi
verið fimm strákar og þrjár stelpur,
öll 18 ára á árinu, utan eins sem var
ári yngri.
„Þau voru rosalega spennt að
sjá villtu dýrin í nálægð í sínu nátt-
úrulega umhverfi. Við sáum m.a.
blettatígra sem eru orðnir fáir í
heiminum, og einnig sáum við nas-
hyrninga, en ekki eru allir svo
heppnir.“
Snákar og sporðdrekar
Hópurinn fór daglega allra
sinna ferða í gagnasöfnun á jeppa og
sátu þá á opnum pallinum. „Við vor-
um með bílstjóra og vopnaðan vörð
sem fór ævinlega fyrstur út úr bíln-
um og kannaði hvort okkur væri
óhætt. Okkur voru kenndar nokkrar
grunnreglur, til dæmis er bannað að
hlaupa, því rándýr líta á þann sem
hleypur sem bráð. Í nálægð við fíla á
ekki að standa upp heldur sitja kyrr
á bílpallinum, þá líta þeir ekki á okk-
ur sem ógn og fyrir vikið komumst
við mjög nálægt villtum fílum. Sama
gildir um ljónin. Við þurftum að
þekkja hvaða dýr við áttum að varast
ef við fórum í göngutúra og stundum
var eina ráðið að klifra upp í tré,“
segir Hólmfríður og bætir við að þau
hafi fengið fræðslu um snáka, köngu-
lær og sporðdreka, til að vita hvað
þurfti að varast í samskiptum við
slíkar skepnur. „Við fengum að sjá
myndir af áverkum eftir bit, svo við
gætum þekkt þau og látið vita.
Svefnstaðurinn okkar var afgirtur og
við máttum ekki fara út fyrir það
svæði nema með fólkinu sem vann
þarna. Járnrimlar voru fyrir glugg-
um því fílarnir fara létt með að brjóta
niður girðingar. En allt gekk vel og
við lentum ekki í neinum hremm-
ingum.“
Hólmfríður segir nóg hafa verið
að gera hjá nemendum, ræs klukkan
fimm á morgnana og oftast allir sofn-
aðir fyrir klukkan ellefu á kvöldin.
„Verkefnin voru mörg og
skemmtileg, strax á fyrsta degi fóru
þau í tíma þar sem þau lærðu að
þekkja fugla út frá hljóðum þeirra. Í
framhaldinu voru þau sett í fugla-
talningu. Þau tóku líka þátt í að telja
spendýr í impalahjörð, hversu mikið
var af fullorðnum dýrum og hversu
mikið af ungviði. Það var tiltölulega
fátt um ungviði sem er vísbending
um að ekki hafi verið nægileg fæða
fyrir hjörðina eða óvenjumikið verið
étið af dýrum úr hjörðinni af öðrum
dýrum. Þannig er lesið í ástandið.
Ein rannsókn hét „fake snake“ en þá
var gúmmísnák hent út á akbraut og
nemendur fylgdust með og skráðu
hvort ökumenn bifreiða hægðu á sér,
keyrðu yfir snákinn eða beygðu
framhjá honum, en „road kill“ er
mjög algengt, þegar dýr drepast af
því að keyrt er á þau.“
Veiða sér til matar
Hólmfríður segir gróðurþekju-
mælinguna hafa verið mjög krefjandi
verkefni, en þá voru nemendur þjálf-
aðir í að telja jurtir á ákveðnum reit.
„Þau voru ótrúlega nösk að til-
einka sér þetta. Þeim var skipt í
grasahóp og tréhóp, skráðu hvaða
tegundir væru og hvort skordýr eða
grasbítur hefði étið þær, hvort eldur
hefði farið um svæðið og fleira. Sum
þeirra voru mjög pirruð í plöntu-
greiningunni, en í lokin kom í ljós að
mörgum fannst hún eftirminni-
legust.“
Nemendur sóttu líka kennslu-
stundir og fengu m.a. fræðslu um
mikilvægi verndaðra svæða og
vandamál sem tengjast veiðiþjófnaði.
„Þetta er gjöfult land en sagan
einkennist af átökum og lands-
gæðum er ekki jafnt skipt. Algengt
er að fólk setji upp gildrur á verndar-
svæðinu til að veiða sér til matar, en
þeir sem verða uppvísir að veiði-
þjófnaði borga sektina með því að
stunda samfélagsvinnu á verndar-
svæðinu. Mörgum finnst það ágætt
því þá fær fólk allavegana mat.
Þarna skortir alla innviði og margt
má betur fara. Í Suður-Afríku er
ferðamönnum seldur aðgangur að
dýrum til að drepa þau sér til
ánægju. Þetta er mjög vinsælt en
umdeilt og kallast „Trophy hunting“.
Einnig er leyft að veiða ákveðinn
fjölda af blettatígrum á hverju ári,
jafnvel þótt þeir séu í mikilli útrým-
ingarhættu í heiminum og erfðafjöl-
breytileiki þeirra sem eftir eru mjög
lítill. Allt til að geta selt vestrænum
skemmtiskyttum veiðileyfi.“
Kafað með skjaldbökum
Seinni vikuna við ströndina á
Sodwana Bay sváfu nemendur í
tjöldum á svæði sem Súlufólkið á.
„Heil fjölskylda sá um þetta
svæði og þarna fóru nemendur á
námskeið í köfun og fengu kafara-
réttindi. Þau lærðu að þekkja fiska
og fleira tengt hafinu. Þau köfuðu við
vernduð kóralrif með skjaldbökum,
höfrungum og öðrum dýrum hafsins.
Þau köfuðu niður á átján metra og
frábært fyrir þau að fara með kafara-
réttindi út í lífið. Þau fengu fræðslu-
fyrirlestra, m.a. um leirviðarskóga,
mikilvægi kóralrifa í alþjóðlegu sam-
hengi og heimsóttu hákarlasafn. Þau
fengu líka fræðslu um ýmislegt sem
tengist samfélaginu í Suður-Afríku,
dýralífinu og mannlífinu. Til dæmis
um þá staðreynd að nashyrningar
eru drepnir til að selja nashyrninga-
horn á Asíumarkað, og uggar skornir
af hákörlum í sama tilgangi.“
Þau höfðu gott af þessu
Hólmfríður segir nemendur
hafa verið mjög ánægða með ferðina
og þakkláta fyrir reynsluna og sam-
skiptin við aðra úr ólíkum menning-
arheimum.
„Til dæmis eru íslenskir krakk-
ar miklu minna spéhræddir en
bandarískir, en með okkur var hópur
bandarískra nemenda. Nemendur
mínir sungu í sturtu, sem alltaf var
köld, og þau sungu Nínu á lokakvöld-
inu. Þau voru oft svöng og syfjuð,
þau voru eins og úlfar á matmáls-
tímum þar sem þau fengu fábreyttan
mötuneytismat. Þau höfðu gott af
þessu og urðu mjög þakklát fyrir
góða matinn heima og töluðu oft um
hvað þau hlökkuðu til að koma heim
og borða íslenskan mat. Þau voru lát-
in gera allskonar hluti sem ég hefði
aldrei fengið þau til að samþykkja í
tímum hjá mér í Flensborg, til dæmis
að leika mismunandi veiðiatferli
spendýra, sem og að leika fulltrúa
mismunandi hagsmunaaðila, bónda,
fíl, líffræðing og stjórnmálamann,“
segir Hólmfríður og hlær.
„Ég vil meina að nemendur
komi gjörbreyttir heim, þessi reynsla
mun móta þau og þeirra viðhorf og
nýtast þeim bæði í frekara námi og í
umsóknum um nám í erlendum há-
skólum. Þau mynduðu tengsl til
frambúðar, en langflestir sem vinna
þarna eru ungt fólk milli tvítugs og
þrítugs, fólk alls staðar að úr heim-
inum, til dæmis portúgölsk stúlka
sem er sjávarlíffræðingur og hafði
unnið á Íslandi við hvalaskoðun á
Húsavík.“
Að greina grös Arna Rún einbeitt við gróðurmælingu. Gaman Þau fóru allra sinna ferða á opnum palli jeppa.
Sungu í sturtu sem alltaf var köld
Þó þau væru oft svöng og
syfjuð, enda ræs klukkan
fimm á morgnana, þá
eru þau alsæl með ferð-
ina til Suður-Afríku þar
sem þau tóku þátt í vist-
fræðirannsóknum og öðl-
uðust kafararéttindi.
Læra að bjarga sér Nati, vopnaði leiðsögumaðurinn, þjálfar íslenska hópinn í að bjarga sér úti í náttúrunni. Aftari
röð f.v. Bjartur, Valur, Nikulás, Nati og Sigurður. Fyrir framan f.v. Þorbjörg, Arna Rún, Þorkell og Birta Guðný.