Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 23

Morgunblaðið - 06.07.2019, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Í Mosfellsdalnum Þegar andstæðingarnir eru óárennilegir er ráð að setja upp sinn grimmasta svip. Eggert Náttúra Íslands er mögn- uð. Hér koma saman kraftar elds og íss. Fjölbreytni í landslagi lætur engan ósnortinn og mikill munur getur verið á upplifun frá degi til dags einungis vegna veðurs. Náttúran okkar hlaut mikilvæga alþjóðalega við- urkenningu í gær þegar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti að taka Vatnajök- ulsþjóðgarð inn á skrá yfir svæði sem hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Þetta er gríðarstór viðburður í íslenskri nátt- úruvernd, þar sem 12% landsins fara nú inn á heimsminjaskrá UNESCO sem ein- stakar náttúruminjar. Vil ég færa öllum þeim sem að tilnefn- ingu þjóðgarðsins komu mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegt framlag þeirra. Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heimsminjaskrána er stórbrotin. Ævin- týralegar hraunmyndanir, svartir sandar, fágætar gróðurvinjar og víðerni öðlast nýjan sess, að ógleymdu samspili elds og íss sem minjar um stórkostleg hamfara- hlaup úr jöklum bera glöggt vitni. Jökull- inn sjálfur geymir síðan ótrúlega sögu, bæði úr fortíð og nútíð þar sem ummerki um hopun hans vegna loftslagsbreytinga minna okkur á verkefnið framundan. Stjórnfyrirkomulag sem markaði tímamót í náttúrvernd Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Með stofnun þjóðgarðsins var komið á nýju og einstöku stjórnfyr- irkomulagi sem markaði tímamót í ís- lenskri náttúruvernd. Fyrirkomulagið tryggir virka aðkomu heimafólks, nátt- úruverndar- og útivistarsamtaka og hag- aðila að stefnumótun og stjórnun þjóð- garðsins í samvinnu við fulltrúa ríkis og starfsfólk þjóðgarðsins. Í Vatnajökulsþjóðgarði eru fjölmargir starfsmenn sem samtals mynda um 53 árs- verk. Ríflega 90% þeirra eru á landsbyggðinni. Rann- sóknir hérlendis sýna að fyrir hverja krónu sem hið op- inbera leggur til friðlýstra svæða skila sér að meðaltali 23 krónur til baka í þjóð- arbúið. Hluti þess verður eft- ir heima í héraði og því er náttúruvernd einnig stórt byggðamál. Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið efld í tíð núverandi ríkisstjórnar, með auknum fjárframlögum, fjármagni til uppbyggingar innviða og aukinnar land- vörslu. Allt skilar sér þetta í bættri þjón- ustu við bæði náttúru og menn. Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að undirrita reglugerð sem stækkaði þjóðgarðurinn um sem nemur 0,5% af Íslandi. Drottning íslenskra fjalla, Herðubreið, bættist við þjóðgarðinn, auk Herðubreiðarlinda og víðerna í Ódáðahrauni. Sú viðurkenning sem náttúra Vatna- jökulsþjóðgarðs fékk í gær með því að vera bætt inn á heimsminjaskrána er mik- ilvæg hvatning til okkar allra að standa að myndugleik að starfsemi þjóðgarðsins og vernd þessarar einstöku náttúruperlu. Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson »Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heims- minjaskrána er stórbrotin. Ævintýralegar hraunmynd- anir, svartir sandar, fágætar gróðurvinjar og víðerni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Vatnajökulsþjóðgarð- ur á heimsmælikvarða Árangursríkt vor- þing er að baki með samþykkt margra framfaramála sem munu hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Þar af voru sjö frumvörp samþykkt, ásamt einni þings- ályktunartillögu, sem snerta mennta-, menn- ingar- og vísindamál á Íslandi. Kennarastarfið það mikilvægasta Kennarafrumvarpið um mennt- un, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla, varð að lögum. Það er fagnaðarefni en með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórn- enda sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Meginmarkmið nýrra laga er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi, sem verður nemendum og kennurum til hagsbóta. Við vilj- um að allir sem leggja stund á kennslu- og uppeldisstörf í leik-, grunn-, og framhaldsskólum hafi menntun í samræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru fram- faraskref í þá átt og munu þau skapa fleiri tækifæri fyrir kennara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri samfellu og sam- starfi skólastiga. Íslenskan efld Stjórnvöld hafa sett íslenskuna í öndvegi. Sá ánægjulegi áfangi náð- ist á liðnu vorþingi að þingsálykt- unartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi var samþykkt samhljóða. Í tillögunni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengjast en meg- inmarkmið þeirra eru að íslenska verði notuð á öllum sviðum sam- félagsins, að íslensku- kennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Það er mikilvægt að styrkja stöðu þjóð- tungunnar á tímum örrar alþjóða- væðingar og tæknibyltinga. Í þessu mikilvæga máli þurfa allir að leggja sitt af mörkum: stofnanir, atvinnu- líf og félagasamtök – og við öll. Við getum, hvert og eitt okkar, tekið þátt í að þróa tungumálið, móta það og nýta á skapandi hátt. Íþróttaumhverfið öruggara Í kjölfar #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna árið 2018 skipaði ég starfshóp sem fékk það hlutverk að koma með tillögur til að auka ör- yggi iðkenda í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Afrakstur þeirrar vinnu má meðal annars finna í frumvarpi um samskiptafulltrúa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem var samþykkt sem lög frá Alþingi nú á vordögum. Markmið nýju laganna er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér að- stoðar eða réttar síns vegna kyn- ferðislegrar áreitni og ofbeldis sem þar kann að koma upp án ótta við afleiðingarnar. Það er kappsmál okkar að tryggja öryggi iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi og sjá til þess að umgjörð og aðstæður á þeim vettvangi séu sem bestar fyrir þátttakendur og starfsfólk. Lýðskólar Ný lög um lýðskóla voru sam- þykkt en hingað til hefur ekki verið löggjöf í gildi um starfsemi þeirra hér á landi. Lýðskólar vinna með lykilhæfni skólastarfs, líkt og kveð- ið er á um í aðalnámskrá fram- haldsskóla, svo sem námshæfni, skapandi hugsun, sjálfbærni og lýð- ræðisleg vinnubrögð en meðal markmiða þeirra samkvæmt frum- varpinu verður að mæta áhuga og hæfileikum nemenda sem vilja átta sig betur á möguleikum sínum og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skólinn og Lýðháskólinn á Flateyri eftir hugmyndafræði lýð- skóla og á forsvarsfólk þeirra lof skilið fyrir frjótt og gott starf. Við samþykkt frumvarpsins varð mér hugsað hlýlega til Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, fyrrverandi menntamálaráðherra. Hann var talsmaður þess að hér á landi væri öflugt og fjölbreytt menntakerfi, þar sem meðal annars væri lögð áhersla á ræktun mannsandans og að nemendur gætu öðlast aukið sjálfstraust. Nýtt frumvarp um lýð- skóla skapar svo sannarlega um- gjörð utan um fjölbreyttari valkosti í íslensku menntakerfi og eykur lík- urnar á að nemendur finni nám við hæfi. Vísindaumgjörð efld Tvö frumvörp urðu að lögum sem bæta stoðkerfi rannsókna og vísinda á Íslandi og auka möguleika íslenskra vísindamanna í alþjóðlegu samstarfi. Ný lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir auð- velda meðal annars þátttöku Rann- sóknasjóðs í samfjármögnun al- þjóðlegra rannsóknaáætlana og heimila að sérstök stjórn verði sett yfir Innviðasjóð. Sameiginleg stjórn hefur verið yfir Rannsóknasjóði og Innviðasjóði þrátt fyrir að eðli sjóð- anna sé talsvert ólíkt. Rannsókna- sjóður veitir styrki til einstakra rannsóknaverkefna á meðan hlut- verk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi en þeir eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að stunda vísindarann- sóknir. Rannsóknainnviðir eru að- staða, aðföng og þjónusta sem vís- indamenn nýta við rannsóknir og til að stuðla að nýsköpun á fagsv- iðum sínum. Ný lög um samtök um evrópska rannsóknainnviði voru einnig samþykkt en þau munu meðal annars auðvelda íslenskum aðilum að samnýta rannsóknainn- viði með öðrum þjóðum, innviði sem ólíklegt væri að íslenskt vís- indasamfélag gæti fjármagnað eitt og sér. Neytendur fá aukinn rétt Frumvarp um breytingu á höf- undalögum náði fram ganga en markmið þess er að tryggja að ein- staklingar sem ferðast milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og dvelja þar tímabundið geti þar nýtt sér áskrift að stafrænu efni sem þeir hafa keypt í sínu heima- landi. Þar er réttarbót og mikið framfaraskref fyrir neytendur. Höfundarréttur styrktur Þá voru lög um sameiginlega umsýslu höfundarréttar einnig samþykkt en þau fela meðal annars í sér bætt starfsumhverfi rétthafa- samtaka á sviði höfundarréttar, sem teljast sameiginlegar umsýslu- stofnanir. Sameiginleg umsýsla höf- undarréttinda er mikilvægt úrræði til efnahagslegrar hagnýtingar fyrir fjölda rétthafa, innlendra sem er- lendra. Slíkar stofnanir fara með verulegar fjárhæðir fyrir hönd rétt- hafa. Því er mikilvægt að reglur um slíka umsýslu séu skýrar og gagnsæjar og að þátttaka rétthafa sé tryggð í öllu ákvarðanaferli. Fleiri framfaramál í farvatninu Framfylgd ríkisstjórnarsáttmál- ans gengur vel. Líkt og yfirferðin hér að framan sannar hafa mörg þjóðþrifamál orðið að lögum og fleiri slík eru á leiðinni í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég hef nú þegar lagt fram frumvarp um stuðning við einkarekna fjöl- miðla og frumvarp um sviðlistir sem verða kláruð á næsta þingi. Þá verður frumvarp um nýtt styrkja- og námslánakerfi lagt fram á haustdögum ásamt nýrri mennta- stefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Ég þakka þeim fjölmörgum aðilum sem komu að undirbúningi þessara mikilvægu mála fyrir góða sam- vinnu og farsælt samstarf. Afrakst- ur þessarar góðu vinnu mun skila sér í betra samfélagi fyrir okkur öll. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Líkt og yfirferðin hér að framan sann- ar hafa mörg þjóðþrifa- mál orðið að lögum og fleiri slík eru á leiðinni í samræmi við stefnu rík- isstjórnarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Afkastamikið vorþing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.