Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Það virtist enginn ætla að akafram úr neinum við upphafmóts nr. 2 í mótaröð þeirrisem fengið hefur nafnið
Grand chess tour og stendur yfir
þessa dagana í Zagreb í Króatíu þar
sem flestir stigahæstu skákmenn
heims eru samankomnir og tefla með
venjulegum umhugsunartíma.
Heimsmeistarinn Magnús Carlsen
vann að vísu auðveldan sigur í 1. um-
ferð en svo virtist hann fastur í jafn-
teflisgír og gerði fjögur slík í röð.
Ungur maður sem Rússar binda von-
ir við, Jan Nepomniachtchi, vann
þrjár fyrstu skákir sínar og virtist til
alls vís. Hann hefur ekki unnið fleiri
skákir en heldur sig þó í námunda
við toppsætin þrátt fyrir að hafa tap-
að fyrir Magnúsi sjöundu umferð.
Staðan eftir áttundu umferð á
fimmtudaginn var þá þessi. 1. Magn-
ús Carlsen 6 v. (af 8) 2. Wesley So
5½ v. 3.-5. Caruana, Nepomniachtchi
og Aronjan 4½ v. 6. Liren Ding 4 v.
7.-10. Anand, Giri, Vachier Lagrave
og Karjakin 3½ v. 11.-12. Nakamura
og Mamedyarov 2½ v.
Magnúsi Carlsen tókst að vinna
bæði bæði Nepo og Liren Ding í síð-
ustu umferðum þökk sé torræðum
peðsleikjum í miðtafli gegn Nepo og í
byrjun tafls gegn Liren Ding. Þegar
menn eru í svona feikna stuði er eins
og allt vinni með þeim:
Zagreb 2019; 7. umferð:
Jan Nepomniachtchi – Magnús
Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3
Hann vill ekki tefla Svesnikov-
afbrigðið sem hefst með 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6
o.s.frv. og hann þekkir betur en flest-
ir.
3. … e5 4. Bc4 g6 5. d3 h6
Hann hafði áður leikið 5. … Be7 en
vissi að Nepo var undir það búinn.
5. … Be7 6. h4 d6 7. h5 g5 8. Rh2
Bg7 9. Rg4 Rge7 10. Re3 0-0 11. Bd2
Kh8 12. g4
Girðir fyrir framrás f-peðsins og
lokar stöðunni. Svartur leitar fanga á
drottningarvængnum.
12. … Hb8 13. a4 Rd4 14. Rcd5
Rxd5 15. Rxd5 Re6 16. f3 Rf4 17.
Db1 Be6 18. Da2 Dd7 19. Hg1 b6 20.
Bc3 Bxd5 21. Bxd5 a6 22. Bd2 De7
23. Hf1 b5 24. axb5 axb5 25. Kf2
Það virðist ekki mikið vera á seyði
í þessari stöðu. Samt hrynur hvíta
staðan í sex leikjum!
25. ... c4!?
Stundum er hægt að leika svona
leikjum án þess að taka mikla
áhættu. Nepo virðist hafa óttast
framhaldið 26. dxc4 bxc4 27. Bxc4
d5!? 28. Bxd5 f5 með hugmyndinni
29. gxf5? g4! o.s.frv. Hann hefði átt
að velja þessa leið og leika 29. Kg3!
og stendur þá heldur betur að vígi.
26. Bxf4?
Losar sig við riddarann en opnar
línu fyrir biskupinn á g7.
26. … exf4 27. Had1 f5!?
Aftur og nýbúinn en þetta er til-
raunarinnar virði þó ekki að sjá að
svartur hafi mikla sókn eftir 28. exf5
De3+ 29. Kg2 De2+ 30. Kh3 en get-
ur þó leikið 30. … cxd3 31. cxd3 Dxb2
með jafnteflislegri stöðu. En Nepo
greip í hitt peðið.
28. gxf5? g4! 29. d4
Það er engin betri vörn. Nú vinnur
svartur með nokkrum hnitmiðuðum
leikjum.
29. … Dh4+ 30. Ke2 Dh2+ 31.
Hf2 gxf3+
– og hvítur gafst upp. 32. Kxf3 er
svarað með 32. …. Dxh5+ og hrók-
urinn á d1 fellur.
Hannes efstur í Tékklandi
Nýbakaður Íslandsmeistari,
Hannes Hlífar Stefánsson, hóf lok-
aða mótið í Budejovice í Tékklandi
með því að tapa fyrstu tveim skákum
sínum. Hann sneri blaðinu við og
vann fjórar skákir í röð! Eftir sex
umferðir af níu er hann í efsta sæti
ásamt Tékkanum Jan Vykouk en
þeir eru báðir með 4 vinninga.
Mótinu lýkur um helgina.
Torræðir peðsleikir
reynast andstæðing-
um Magnúsar erfiðir
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chessbase
Ný hárgreiðsla dugði skammt Nepo gefst upp gegn Magnúsi Carlsen.
Bogi Jóhann Bjarnason
fæddist 2. júlí 1919 á Neðra-
Hóli í Staðarsveit . Foreldrar
hans voru hjónin Bjarni Jóhann
Bogason, bóndi á Neðra-Hóli,
og Þórunn Jóhannesdóttir.
Eftir að hafa útskrifast frá
Lögregluskólanum 1946 hóf
Bogi hóf störf hjá lögreglunni
sama ár. Hann var skipaður
varðstjóri 1963 og síðan aðal-
varðstjóri 1976 og lauk störfum
vegna aldurs 1.1. 1990. Einnig
stundaði Bogi ökukennslu í frí-
tímum frá 1950 til 1980. Hann
hafði yfirumsjón með vörslu
borgarlandsins 1976-1990. Bogi
sá svo um rekstur bifreiðaverk-
stæðis lögreglunnar 1976-1990.
Bogi var virkur í félags-
málum, gekk í Oddfellowregl-
una, var í stjórn lögreglufélags-
ins, formaður Lögreglukórs
Reykjavíkur, varaformaður
landssambands lögreglumanna,
í stjórn BSRB, varaformaður
Sjálfstæðisfélags Hlíða- og
Holtahverfis, varamaður í sátta-
nefnd Reykjavíkurborgar, for-
maður Félags Snæfellinga og
Hnappdæla og fleira.
Bogi hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín, bæði innan-
lands og erlendis.
Eiginkona Boga var Erla
Sveina Jórmundsdóttir, f. 19.12.
1924, d. 3.9. 2009. Þau eignuðust
þrjú börn.
Bogi lést 18.9. 2013.
Merkir Íslendingar
Bogi J.
Bjarnason
Þegar fréttist af utanvegaakstri,
hella-vandalisma og útspörkuðum
náttúruperlum kemur berlega í ljós
að við erum varnarlaus. Skaðinn er
skeður, einhverjar sektir greiddar
með glott á vör og þjóðin situr uppi
með skemmdirnar og skömmina að
hafa látið þetta viðgangast.
Þarf ekki að fara að fylgjast betur
með hvernig landið er markaðssett í
útlöndum? Er kannski látið að því
liggja, t.d. í duldum auglýsingum, að
hér sé allt leyfilegt og sjálfsagt að
haga sér eins og villimenn og sleppa
virkilega beislinu fram af sér?
Sum auglýsingamyndbönd síðustu
ára sitja enn í hugskotinu, þar sem
ekki aðeins var djöflast á landinu
sjálfu heldur virtist þar líka ríkja
einhver galgopaglannaskapur sem
sannarlega sýndist bjóða hættunni
heim fyrir tilvonandi ferðalanga og
vera síst til eftirbreytni.
Vonandi erum við að komast af
gelgjuskeiðinu í ferðabransanum og
getum farið að skipuleggja hlutina af
skynsemi. En þangað til erum við
vörnum svipt þjóð í stóru landi. Og
það er sótt að úr öllum áttum.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Varnarlaus þjóð
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Lakagígar Íslendingar og gestir þeirra eiga að umgangast landið af virðingu.