Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
✝ GuðbjörnKristmanns-
son var fæddur á
Ísafirði 19. októ-
ber 1935. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Ísafjarð-
ar 25. júní 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
mann Gunnar
Jónsson, f. 1. jan-
úar 1906, d. 28.
apríl 1961, og Björg Sigríður
Jónsdóttir, f. 13. júlí 1911, d.
26. september 1995. Bræður
Guðbjörns eru: Jón, f. 12. maí
1933, d. 22. desember 2013,
Saman eignuðust Guðbjörn og
Ingibjörg fjögur börn: Þor-
steinn Hörður, f. 2. desember
1957, Guðbjörg, f. 8. nóv-
ember 1959, maki Sigurður
Þórisson, Kristbjörg María, f.
12. október 1964, maki Stein-
grímur Árni Guðmundsson, og
Lilja Guðmunda, f. 9. júní
1974. Hann lætur eftir sig
fimm börn, 13 barnabörn og
15 barnabarnabörn.
Ungur byrjaði Guðbjörn að
stunda sjó, hann vann við
beitningar, var verkstjóri í
Fiskiðjunni Freyju og vann
við smíðar þar til hann fór
aftur á sjó. Í framhaldi af því
stofnaði hann ásamt syni sín-
um útgerðina Berta G. Hann
sinnti útgerðinni þar til hann
lést.
Útför Guðbjörns fer fram
frá Suðureyrarkirkju í dag, 6.
júlí 2019, kl. 14.
Kristmann, f. 24.
desember 1939, og
Jens Sigurður, f.
14. febrúar 1941.
Haustið 1956
hóf Guðbjörn sam-
búð með Ingi-
björgu Friðberts-
dóttur, f. 22.
október 1937, d.
14. apríl 2012.
Þau gengu í
hjónaband 22.
október árið 1960 í Suðureyr-
arkirkju. Guðbjörn gekk dótt-
ur Ingibjargar í föður stað:
Hjördís, f. 22. febrúar 1955,
maki Ragnar Guðleifsson.
Afi minn var hörkutól, en það
er orðið sem kemur fyrst upp í
huga þegar ég hugsa til afa.
Hörkutól með gel í hárinu, six-
pensara á höfði, axlabönd og
tóbak í hendi. Afi var ofsalega
iðinn og duglegur og ég man
ekki eftir mér nema afi hafi ver-
ið að bardúsa við eitthvað. Jafn-
vel orðinn rúmlega áttræður var
hann alltaf eitthvað að grúska
enda nóg að gera, flaka, laga
bátinn eða hvað það var sem
þurfti að gera. Í námi mínu í
Kennaraháskólanum vann ég
eitt skipti verkefni um vinnu
barna og var afi viðmælandi
minn.
Þarna kynntist ég afa frá
öðru sjónarhorni þar sem hann
sagði mér sögur úr æsku sinni
en hann fór snemma að vinna og
elskaði það. Hann var alla tíð
duglegur og eljusamur.
Það var líka þess vegna sem
maður bjóst alveg við því að
hann myndi harka þessi veikindi
af sér. Tölurnar og staðreynd-
irnar unnu kannski ekki með
honum en sagan gerði það. Afi,
þetta hörkutól sem hann var,
myndi harka þetta af sér, sem
hann svo gerði ekki.
Söknuðurinn er sár og það
verður erfitt að koma heim á
Súganda og fara ekki í heim-
sókn til afa í ömmu og afa hús,
sitja úti á svölum og horfa upp í
fjallshlíðina. Ég var svo heppin
að þekkja ömmu mína og afa
mjög vel og var náin þeim báð-
um.
Ég var mikið hjá þeim bæði
sem barn og unglingur en eftir
að við fluttum suður fór ég vest-
ur á sumrin og vann í fiski, var
þá alltaf hjá ömmu og afa. Með
aldrinum fækkaði vesturferðun-
um og þær urðu styttri, síðustu
ár höfum við Ægir þó reynt að
fara reglulega og gistum oft hjá
afa.
Það eru góðar minningar sem
við og börnin okkar eigum um
Bjössa afa. Afa sem kenndi mér
svo margt en það mikilvægasta
held ég af öllu sem hann kenndi
mér er að við „siglum í gegnum
þetta“.
Leiðin er kannski ekki auð-
veld eða bein en við finnum okk-
ar leið. Stundum er bræla og
allt stopp en stundum viðrar vel
og þá gengur betur.
Nú er afi kominn yfir í Sum-
arlandið og amma eflaust fegin
að fá hann. Sjáumst síðar, afi
minn, ég bið að heilsa.
Ingibjörg.
Ljúfar minningar um góðan
dreng hrannast upp í huga okk-
ar við fráfall Bjössa Kristmanns,
allt frá æskuárunum á Túngötu
6 á Suðureyri til síðasta hausts.
Bjössi og Imba, móðursystir
mín, bjuggu í því sama húsi og
við fjölskyldan í mörg ár. Sam-
gangurinn var mikill, sambúðin
ljúf og náin, og fjörið takmarka-
laust. Þau hjónin umvöfðu mig
kærleik og mér var alltaf tekið
sem einu af þeirra börnum, lík-
lega af því að ég var yngst af
mínum systkinum og þau eldri
farin að heiman. Varla var far-
inn sá sunnudagsbíltúr til Ísa-
fjarðar til að heimsækja Bubbu
ömmu nema ég, heimasætan á
loftinu, væri með í þéttum
barnahóp aftursætisins á Mosk-
vítsnum. Alltaf skyldi vera pláss
fyrir mig bæði þá og síðar á lífs-
leiðinni fyrir mig og mína.
Bjössi bjó alltaf að hinni
fyrstu gerð alþýðumannsins,
þær rætur og heimabyggðarinn-
ar slitnuðu aldrei og í allri hans
breytni endurspegluðust rótgró-
in réttlætiskennd og umhyggja
fyrir umhverfi sínu. Þetta um-
hverfi var fyrst og fremst bund-
ið við fjölskylduna hans, fólkið
og náttúruna við þann fallega
vestfirska fjörð, en einnig við
hið víða samhengi hlutanna.
Hann stundaði sjómennsku
lengst af, í skipsrúmi annarra og
síðar í sínu eigin.
Hann var talinn hinn mesti
dugnaðarforkur, einnig þegar í
land kom þar sem hann sá um
útgerð báts síns og beitningu og
var miðdepill hafnarlífsins á
Suðureyri. Starfsfólk hans naut
hans sem hins trausta vakandi
hirðis sem ávallt gaf án skilyrða.
Þótt fullorðinsárunum hafi
mestan hluta verið varið erlend-
is skyldi alltaf haldið vestur til
Súgandafjarðar hvert síðsumar
til berja og Imba og Bjössi
heimsótt.
Gestrisni þeirra var annáluð
og eftir fráfall Imbu tók Bjössi
einn gestgjafahlutverkið að sér
en þrátt fyrir mikinn missi var
eins og hann hefði hana við hlið
sér. Þau hjónin gáfu óspart úr
gnægtabrunni mannkosta sinna
og hvert samneyti við þau dýr-
mætur lærdómur og veganesti.
Bjössi hafði lag og lausnir á
öllu og smitaði með glettni sinni
og blíðu og alltaf reiðubúinn að
skjóta báti undir sjómennsku-
þörf eiginmannsins. Í lok heim-
sóknanna voru einatt lögð drög
að því að tryggja okkur harðfisk
og Þorláksmessuskötu til að
hafa á borðum okkar í útlönd-
um.
Nú hefur lífsblómið hans
Bjössa misst blómann og líkt og
gróður að hausti lagst í dvala og
kvatt þessa jarðvist. Þar með
hefst nýtt upphaf fyrir honum,
blómið hans vaknar til annars
lífs, nýrrar vitundar sem bíður
okkar allra, og endurfunda við
hana Imbu sína sem hann hefur
beðið eftir í 7 ár. Þegar við
kvöddum hann síðastliðið haust
fannst okkur í fallegu bliki
augnanna tilhlökkun til þeirra
endurfunda.
Um leið og við yljum okkur
við hlýjar minningar kveðjum
Bjössa með dýpsta þakklæti og
virðingu, biðjum góðan Guð um
blessun við minningu hans og
styrk til allra barnanna hans í
sorg þeirra.
Aðalheiður Óskarsdóttir
og Benedikt Jónsson.
Guðbjörn
Kristmannsson
✝ Hildur ÁsaBenedikts-
dóttir, Dadda,
fæddist 6. júlí 1948
á Birningsstöðum í
Laxárdal. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
1. janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Jónsson frá Auðn-
um í Laxárdal og
Sigríður Torfadóttir frá Birn-
ingsstöðum í sömu sveit. Hildur
var yngst sinna systkina, elst
var Guðrún, f. 3.
júní 1940, d 2016,
og Jón, f. 17. mars
1946.
Hildur giftist
Emil Birgissyni, f.
2. maí 1953. Eign-
uðust þau tvö börn:
Sigurbjörn Þór, f.
1975, d. 1996, og
Valdísi, f. 1978, gift
Sigurði Breiðfjörð
búsett í Danmörku
og eiga þau soninn Jörund.
Útför fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Elsku Dadda, minningarnar
eru ótal margar, heimsóknir í
Lyng- og Birkihraunið, garða-
bandsspjall á sauðburði, hitting-
ur hér og þar og rætt um landsins
gagn og nauðsynjar. Dadda var
fróðleiksfús manneskja sama á
hvaða stigi það var og fylgdist vel
með og ófeimin að spyrja frétta.
Það er ekki meiningin að vera
með langa ræðu, þú vildir frekar
hugsa um hag annarra og það
máttir þú svo sannarlega eiga
hvað þú varst dugleg að hringja í
mömmu og Fríðu og heimsækja
þær kellur í kringum þig og nut-
um við þeirra heimsókna líka.
Dadda starfaði lengi í þvotta-
húsinu í Hótel Reynihlíð og þar
eignaðist hún marga góða vini,
einnig vann hún við ræstingar hjá
K-Þ á þeim tíma og leikskólanum
Yl, og minnast þær leikskólakon-
ur þess þegar Dadda var að þrífa
eitt sinn að kraftarnir voru held-
ur miklir og hún kippti skipti-
borðinu af veggnum og þegar
nýtt var sett upp var haft á orði
að það væri Dödduhelt. Það eru
margar góðar minningar sem við
eigum um hana en viljum hafa
fyrir okkur.
Haustnótt í hjarta mér skyggir,
huggun það alls enga sér.
Sumarið fagra er flúið,
flúið um eilífð frá mér.
(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Nú hvílir þú við hlið sonar þíns
og vitum við að vel hefur verið
tekið á móti þér.
Elsku Dadda, hafðu þökk fyrir
allt.
Fjölskyldu og vinum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þar vil ég gista geislum hjá,
gef mig himni og sól,
gleyma, hve þessi góða jörð
margt grimmt og flárátt ól.
(Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Herdís og Elín Steingríms-
dætur (Dísa og Ella).
Hildur Ása
Benediktsdóttir
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
SIGRÚNAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
Fjarðarstræti 35, Ísafirði,
áður til heimilis á
Skólastíg 14a, Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir fær það fólk sem stóð þétt við bakið á henni,
sýndi henni vinarþel og studdi hana eftir að ástkær eiginmaður
hennar og stjúpi okkar Gunnlaugur Valdimarsson lést 27. mars.
Sveinsína Björg Jónsdóttir
Sigurgeir Hrólfur Jónsson Þórdís Mikaelsdóttir
Bjarnþór H. Sverrisson
Sigríður Inga Sverrisdóttir Árni Sigurðsson
Kolbrún Sverrisdóttir
Guðmundur B. Sverrisson Sakuntara Chantavong
Halldór B. Sverrisson
Hafsteinn Sverrisson Margrét Björgvinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hinnar látnu
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur og afi,
EINAR BOGI SIGURÐSSON,
Suður-Reykjum 3,
Mosfellsbæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
hinn 30. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristján Ingi Jónsson
Ágúst Rafn Einarsson Rakel Guðmundsdóttir
Matthías Einarsson Clare Patricia Dilworth
Erna Einarsdóttir
Sigurður Ágúst Finnbogason Guðríður Einarsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍN HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð í
faðmi fjölskyldu þriðjudaginn 2. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristjana Rúnar
Halldór Lovísa
Hólmkell Kristín Sóley
Þórir Alyona
Hólmfríður Berglind Guðmundur Már
ömmu-, langömmu-, langalangömmubörn
og aðrir aðstandendur
Okkar ástkæra móðir, systir og frænka,
YNGVILD SVENDSEN,
Osló, Noregi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. júní.
Útför hennar fer fram frá Nordstrand-kirkju
fimmtudaginn 11. júlí klukkan 12.
Sindre Einarsson
Freyr Einarsson
Siri Randers-Pehrson Jetmund Maurstad
Ragnhild Hofgaard Per-Henning Wold
Nils Randers-Pehrson, Øyvind Randers-Pehrson, Sigrid
Randers-Pehrson
Une Hofgaard, Anders Hofgaard
Turid Eriksen
Móðir okkar, amma og langamma,
BERGNÝ JÓHANNSDÓTTIR
frá Skriðufelli,
lést 13. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðstandendur
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI ÞÓRARINSSON
húsasmíðameistari,
til heimilis á Kópavogsbraut 1a,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. júní.
Útförin fer fram í Seljakirkju mánudaginn 8. júlí. klukkan 13.
Sigríður Þorláksdóttir
Ólafur Helgason Linda Sunnanvader
Salína Helgadóttir Einar Long
Guðmundur Helgason Hildur Jósefsdóttir
Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir
Hermann Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir
barnabörn og langafabörn
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar