Morgunblaðið - 06.07.2019, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
✝ Guðrún ValdísGuðjónsdóttir
Ármann fæddist á
Skorrastað í Norð-
firði 11. júní 1926
en bjó lengst af í
Hátúni 17, Eski-
firði. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 23. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón Ár-
mann bóndi á Skorrastað og
Sólveig Lovísa Benediktsdóttir,
kona hans. Valdís var fjórða í
röð sex systkina. Árið 1947
kynntist Valdís Jóni Ólafssyni
frá Hamri í Hamarsfirði, f. 28.
febrúar 1923, d. 5. nóvember
2002. Þau gengu í hjónaband
25. apríl 1957. Foreldrar Jóns
voru Ólafur Þórlindsson, bóndi
á Hamri, og Þóra Stefánsdóttir,
kona hans.
Börn Valdísar og Jóns eru:
1) Guðjón Ármann, f. 6.12.
1948, kvæntur Guðnýju Harð-
ardóttur. Fyrri kona hans var
Herborg Jónasdóttir, sem lést
17.2. 2004. Synir þeirra eru
Jónas Eysteinn, f. 31.1. 1967,
og Jón Ármann, f. 6.4. 1968.
Jónas er kvæntur Leianne Cle-
ments og eiga þau tvíburana
2015 og Sylvía Þóra, f. 27.2.
2018. 4) Þóra Sólveig, f. 22.8.
1961. Sonur hennar og Bergs
Jónssonar er Jón Matthías, f.
18.6. 1980, og ólst hann upp á
heimili afa síns og ömmu. Börn
Jóns með Jóhönnu Lúvísu
Reynisdóttir eru Katrín Þóra, f.
1.4. 2006, Markús Thor, f. 7.9.
2010, og Valdís Lilja, f. 28.4.
2012. Dóttir Jóhönnu og fóst-
urdóttir Jóns er María Mist Jó-
hannsdóttir, f. 10.3. 1999.
Valdís sleit barnsskónum á
Skorrastað við öll hefðbundin
sveitastörf. Að loknu barna- og
unglinganámi stundaði hún
m.a. nám í Húsmæðraskólanum
á Laugalandi í Eyjafirði 1945-
46 og starfaði sem ráðskona
næstu árin, m.a. hjá byggingar-
og verktakafyrirtækinu Snæ-
felli og var fjölskyldan þá oft á
faraldsfæti. Árin 1958-61
bjuggu Valdís og Jón í sambýli
við foreldra hans á Hamri, eða
þar til fjölskyldan flutti til
Eskifjarðar. Þar starfaði Valdís
m.a. við síldarsöltun og fisk-
vinnslu og kenndi til fjölda ára
matreiðslu við grunnskólann.
Hún söng í mörg ár í Kirkjukór
Eskifjarðar og Snælandskórn-
um.Útför Valdísar fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 6. júlí
2019, klukkan 14.
Jarðsett verður í kirkjugarð-
inum í Hermannastekkum í
Hamarsfirði 7. júlí klukkan 14.
Noa Leonard og
Chloe Herborgu, f.
14.10. 2006. Frá
fyrra hjónabandi
með Berglindi
Gestsdóttur á Jón-
as soninn Arnór
Ármann, f. 25.4.
1987. Jón Ármann
er kvæntur Eddu
Björk Sigurð-
ardóttur og eiga
þau þrjú börn,
Guðjón Andra, f. 5.2. 1996,
Hildi Sigrúnu, f. 31.8. 1999, og
Sigurð Bjarka, f. 15.8. 2004. 2)
Ólafur, f. 7.2. 1952, kvæntur
Jónínu Ragnarsdóttur. Þeirra
börn eru Jónína Herdís, f. 20.5.
1986, og Stefán Steinar, f.
21.10. 1987. Sonur Ólafs með
Önnu B. Jóhannesdóttur er
Kristján Már, f. 15.6. 1973.
Hann er kvæntur Önu Carolinu
Braz og eiga þau dótturina
Sunnu, f. 15.7. 2014. 3) Árni
Þórður, f. 19.4. 1956. Kona
hans er Hallfríður María Páls-
dóttir. Dætur þeirra eru Urður
Dís, f. 12.2. 1991 og Ylfa Dögg,
f. 17.5. 1994. Stjúpdóttir Árna
er Elísabet Dröfn Kristjáns-
dóttir, f. 3.9. 1982. Börn hennar
og Guðjóns Karls Arnarsonar
eru Benjamín Karl, f. 26.3.
Þá er mamma dáin södd lífdaga
eftir margra ára ásókn hins
óvægna Alzheimers sem leiðir eig-
inlega til þess að viðkomandi lifir
sjálfan sig.
Móðir mín var fáum lík að orku
og atgervi. Átti það skammt að
sækja til foreldra sinna á Skorra-
stað. Alin þar upp í stórum systra-
hópi þar sem margir áttu athvarf
til lengri eða skemmri tíma og
glaðlyndi og söngur ríkti á sama
tíma og vinnusemi var mikil og
dæturnar gengu til flestra starfa
frá unga aldri.
Augljóst er að hollur var þeim
systrum öllum heimafenginn
baggi. Þó eiginleg skólaseta þessa
tíma væri ekki löng voru kennarar
fróðir og námið þroskandi. Fram-
haldsskólinn svo einn vetur í hús-
mæðraskóla á Laugalandi í Eyja-
firði líkt og flestar systur hennar.
Grautarskóla eins og afi kallaði.
Afar gagnlegt nám í hússtjórnar-
fræðum, matargerð, hannyrðum
og vefnaði sem hún bjó ætíð að.
Minnisstætt var henni Snæ-
fellsævintýrið á sjötta áratugnum
við gerð spennustöðva og línu-
lagna vítt um Austurland. Krefj-
andi verkefni við aðstæður þess
tíma. Hún matráðskona stórra
vinnuflokka við frumstæðan að-
búnað með okkur tvo elstu bræð-
urna unga í farteskinu. Snæfells-
árunum luku foreldrar mínir á
Seyðisfirði m.a. með uppbyggingu
nýs frystihúss. Þarna bjuggum við
í nokkur ár á fjórum stöðum, m.a. í
Wathne-húsinu. Á Seyðisfirði
fæddist þriðji bróðirinn. Þarna
var hagur þeirra góður og þau
undu sé þar vel.
Sagt er að römm sé sú taug sem
rekka dregur föðurtúna til. Föð-
urforeldararnir á Hamri voru
teknir að reskjast og þangað
fluttu þau og byggðu þar reisulegt
hús með meiru. Þetta reyndist
vanhugsuð ráðstöfun og árin
þarna sinnti faðir minn flestu öðru
en búskap, lagði vegi og byggði
brýr og bryggjur en móðir mín og
ég, varla unglingur, aðstoðuðum
við bústörfin, einkum heyöflun á
sumrin, ég vélamaðurinn á Fergu-
son og hún sú sem lét hlutina ger-
ast. Þarna sá ég atorku móður
minnar og endalausan dugnað.
Á Hamri fæddist systirin sum-
arið 1961 en um haustið þá um fer-
tugt tóku þau sig upp og fluttu á
Eskifjörð með tvær hendur tómar
og búslóðina aftan á gömlum
Chevrolet 47-vörubíl.
Þarna var síldarævintýrið að
hefjast fyrir austan og á Eskifirði
hóf pabbi störf sem fyrsti fast-
ráðni lögreglumaður í Suður-
Múlasýslu en mamma vinnu í fiski
í frystihúsinu næstu tvo áratugina
og síldarsöltun þegar gafst. Síð-
ustu starfsárin kenndi hún mat-
reiðslu við Eskifjarðarskóla og
gat sé gott orð fyrir eins og í öðru.
Með allri þessari vinnu fylgdi
svo heimilishaldið oft með kost-
göngurum að auki. Á þessum
tíma töldust heimilisstörf verk-
efni konunnar þó að hún sinnti
fullu starfi að auki. Oft held ég að
svefntími hafi goldið fyrir tíma-
skort.
Þrátt fyrir allt var tími til ann-
arra hluta. Söng- og kórstarf
veitti henni mikla gleði enda
söngelsk með eindæmum.
Umönnun sinna var henni í blóð
borin, stundum svo að manni
fannst nóg um. Barnabörnin nutu
þessarar umhyggju ótæpilega. Þó
að ólík væru voru foreldrar mínir
samhentir um flest sem máli
skipti. Hún þó oft íhaldssamari og
líklega gætnari en hann um það
sem í var ráðist.
Krabbinn læddist að föður
mínum þessum stóra og sterka
manni og lagði að velli fyrir hart-
nær 20 árum. Krabbinn sem gerði
harða atlögu að móður minn fyrir
nær 40 árum hafði ekki erindi
sem erfiði. Alzheimerinn, sá
ómanneskjulegi vágestur, gerði
hins vegar líf hennar vart þess
vert að lifa nú síðustu árin. Óneit-
anlega hvarflar að manni að öll
þessi mikla vinna kunni að hafi
örvað áhrif vágestsins.
Allir sem réttu móður minni
hjálparhönd á þessum tíma, þar
sem hún dvaldi langt frá okkur
bræðrunum, eiga þakkir skildar
þó að öðrum ólöstuðum mest syst-
ir okkar Þóra, sem nær hefur bú-
ið.
Vistaskipti hennar standa nú
yfir með flutningi að nýju í Ham-
arsfjörðinn, nú í Hermannastekk-
ana, þar sem fyrir er Jón Ólafs-
son. Fer þá væntanlega vel á að
flytja þangað, úr Hátúni 17, stein-
inn sem þar er á tröppunum og á
stendur: Hér búa Valdís og Jón.
Vonandi er að þeim farnist þar nú
vel.
Guðjón Ármann.
Mamma lést aðfaranótt 23.
júní, var flutt á sjúkrahúsið á
Norðfirði nokkrum dögum áður
og fljótlega ljóst að nú væri komið
að kveðjustund, spurning um
tíma. Mamma sem alla tíð gekk
rösk og kjarkmikil til verka, ferða-
veðrið fallegt og ekki eftir neinu
að bíða. Norðfjörðurinn skartaði
sínu fegursta, sólin skein á fjalla-
toppa og koppagrundir, lognið réð
ríkjum.
Mamma var fædd á Skorrastað
í Norðfjarðarsveit, á mannmörgu
heimili þar sem alltaf var nóg
pláss fyrir þá sem þurftu. Systk-
inin voru sex, fimm systur og einn
bróðir sem lést sex ára. Systurnar
gengu í flest störf utanbæjar og
innan og urðu snemma jafnvígar á
störfin. Afi hafði nú samt áhyggj-
ur af inniverkum, taldi nauðsyn-
legt að senda stelpurnar á graut-
arskóla, allur væri varinn góður.
Mikil glaðværð ríkti á Skorrastað-
arheimilinu og engum þurfti að
leiðast. Verkefnin næg, gripið í
spil, spaugað og svo þessi enda-
lausi söngur, iðulega raddaður.
Systurnar unnu verkin saman, svo
sem í sláturgerð, mættu í höfuð-
stöðvarnar og þá var ekki leiðin-
legt að vera til. Systurnar breytt-
ust í flissandi smástelpur, rifjaðar
upp misgáfulegar vísur sem þær
höfðu ort, sungnar Gunnuvísur og
hin og þessi dægurlög. Skemmti-
legum tilsvörum hent fram, sagð-
ar sögur, hlegið og sungið þess á
milli út í eitt, verkaskiptingin
skýr. Verkunum miðaði vel áfram
og oft voru gerðir fleiri hundruð
sláturkeppir en í stóra sláturpott-
inum hennar ömmu voru um 180
keppir í hverri soðningu.
Mamma vann alla tíð mikið og
byrjaði snemma að vinna frá
æskuheimilinu sem ráðskona hér
og þar. Eftir að hún útskrifaðist
úr grautarskólanum varð hún
ráðskona á Alþýðuskólanum á
Eiðum, kornung. Einnig flæktist
hún um með pabba í hans störfum
fyrir Verktakafyrirtækið Snæfell
og var þá oft unnið og búið við
frumstæðar aðstæður. Þannig
voru þau m.a. um tíma við störf við
Ódáðavötn og guttarnir með.
Mamma var óhrædd að takast
á við hlutina og gekk beint til
verks, hvort sem það var í síldinni,
frystihúsinu eða kennslunni. Af
sama æðruleysi tókst hún á við
veikindi og hafði ekki hátt um bar-
áttu sína við krabbameinið og þá
erfiðu meðferð sem hún gekkst
undir. Þegar hún greindist með
Alzheimerinn tókst hún á við veik-
indin af þeim kjarki og þori sem
einkenndi hana í svo mörgu.
Mamma valdi ekki alltaf auðveld-
ustu leiðina og til marks um það er
að þegar hún gekk á Hólmatind í
kringum fimmtugsaldurinn var
ekki farin léttasta leiðin.
Mamma var mikil matargerð-
arkona og mikið var eldað og bak-
að á heimilinu þrátt fyrir mikla
vinnu utan heimilis, mannmargt
oft á tíðum og hinir og þessir kost-
gangarar í styttri og lengri tíma.
Saumað var upp úr gömlu og
prjónarnir alltaf við höndina. For-
eldrar mínir samhentir, hvort sem
það var með aðdrætti til heimilis-
ins eða vinnu þeirra í garðinum –
sem var reyndar bara grýttur
drullupollur í upphafi. Hún var
alltaf boðin og búin að hjálpa okk-
ur afkomendunum á allan hátt.
Eftir að ég gerðist skógarbóndi
mætti hún til að bera áburð á
plönturnar þó að farið væri að
halla undan fæti. Þannig var hún
mamma bara, alltaf að hlúa að, og
hún gaf meira að segja alltaf katt-
arhelvítinu mínu og klappaði hon-
um þegar hún hélt að enginn sæi
til.
Nú er komið að leiðarlokum,
árin orðin mörg, heilsan léleg en
samt svo erfitt að kveðja. Mamma
var einn mesti nagli sem ég
þekkti. Far þú í Guðs friði,
mamma.
Þóra Sólveig.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Valdís Ármann, lagðist til hvílu að
kveldi 22. júní sl., er svefninn bar
hana að ljósaskiptum lífs og dauða
þangað sem dagur mætir sólu og
tilveran er að eilífu björt. Hún
hvílir sjálfsagt í fangi síns bónda,
þakklát bæði að sameinast aftur.
Valdís tók vel á móti mér við
okkar fyrstu kynni, kallaði mig
alltaf gæskan og brosti við. Hún
var með betri heilsu í þá daga og
er ég þakklát því. Minningarnar
eru margar og allar góðar, hún
kom með okkur í hestaferðir, fór
reyndar ekki sjálf á bak, en mat-
reiddi margs konar rétti og bar á
borð fyrir hóp svangra hesta-
manna. Hún var þó vanur hesta-
maður hér áður fyrr. Valdís hafði
góða söngrödd, söng svo undur
fallega og kunni óteljandi kvæði
og ljóð, reyndar var hún líka í
Kirkjukór kirkjunnar á Eskifirði
um árabil.
Valdís hélt fallegt heimili, hún
hafði gaman af ýmiskonar föndri,
safnaði fingurbjörgum og dundaði
sér við rósarækt í gróðurhúsinu í
garðinum sínum í Hátúni. Valdís
var brosmild, glaðlynd og góð
manneskja sem vildi öllum vel.
Hún var afar stolt af afkomendum
sínum, hlúði vel að sínum og faðm-
aði og söng fyrir börnin barnagæl-
ur. Valdís hélt að auki góðu sam-
bandi við aðra ættingja, þær
systur hittust gjarnan og sungu
saman við ótal tækifæri og syst-
ursonurinn spilaði þá undir. Í fjöl-
skyldu Valdísar voru og eru af-
burðar söng- og tónlistarfólk.
Ég kveð þig, elsku besta Valdís,
og óska þér góðrar ferðar í eilífð-
ardraumalandið. Þú átt alltaf sér-
stakan stað í hjarta mínu, hvíldu í
friði.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Guðný Harðardóttir.
Þá hefur fengið friðinn hún Val-
dís amma mín á Eskifirði og minn-
ingar hrannast upp. Alveg frá
unga aldri þegar farið var austur
er voraði og komið aftur suður um
haust og svo síðar þegar það var
farið í heimsóknir á sumri og jól-
um. Alltaf var jafngaman að koma
yfir Hólmahálsinn og svipast um
eftir Hátúni 17 yfir fjörðinn. Alveg
sama var á hvaða tíma sólarhrings
komið var í hús, alltaf var amma
tilbúin með mat eða kaffi og kök-
ur, rúm voru búin upp og tekið á
móti manni með kostum og kynj-
um. Í minningunni var amma allt-
af að og féll sjaldnast verk úr
hendi. Eitt sumarið var ég svo
heppinn að fá að fara með henni í
síldarsöltun. Þar gekk mikið á og
sá ég nýja keppnishlið á ömmu
þar sem saltað var í tunnur af
miklum móð. Þá var farið yfir
Oddsskarðið til Norðfjarðar í
heimsóknir og í leiðinni sótt egg
og kjöt og dregin björg í bú. Búrið
í Hátúni var eftirsótt að komast í
því þar var alltaf góðgæti, kökur,
sultur og saft. Þá saumaði amma
og prjónaði af miklum móð og nut-
um við Jónas bróðir góðs af því,
meðal annars í hlýjum ullarbolum
sem stungu reyndar nokkuð.
Á Eskifirði var gott að vera og
stjanað við mann. Í minningunni
vaknaði maður við ilminn úr eld-
húsinu, sama var hvenær morg-
uns, alltaf var morgunkaffi og þá
var amma búin að vera á fótum frá
því eldsnemma og búin að baka og
elda. Morgunkaffið átti það til að
dragast fram í hádegi, en þá var
ósjaldan lagt á borð fyrir hádeg-
ismat. Ef hann dróst á langinn,
var komið miðdegiskaffi, sem gat
svo nánast runnið saman við
kvöldmatinn. Alltaf var svo kvöld-
kaffi fyrir svefninn sem gat náð
eitthvað fram eftir kvöldi eða inn á
nóttina. Engu breytti það um að
amma var komin fyrst á stjá að
sýsla í eldhúsi og þvottum.
Síðar komu svo ferðir austur
með eigin fjölskyldu og fengu
börnin að kynnast Hátúni á Eski-
firði af eigin raun og náðu öll að
kynnast langömmu sinni meðan
hún var við þokkalega heilsu. Þau
eiga því öll sínar góðu minningar
um Hátún á Eskifirði og um lang-
ömmu sína sem allt vildi fyrir þau
gera. Hún hafði gaman af söng og
var dugleg að syngja fyrir krakk-
ana. Margar minningar eigum við
fjölskyldan líka af heimsóknum
með ömmu yfir á Skorrastað til
Jónu systur hennar þar sem geng-
ið var til stofu og gripið í píanó og
þær systur sungu af miklum móð.
Því miður var það um það leyti
sem afi greindist með krabbamein
að amma greindist með alzheimer.
Hún missti mikið þegar afi féll frá
2002 en tókst á við þau spil sem
henni voru gefin með ákveðnu
hugrekki og krafti. Hún bjó í Há-
túni 17 eins lengi og hún gat en
þurfti að láta undan þegar sjúk-
dómurinn ágerðist. Það hefur ekki
verið auðvelt fyrir ömmu, sem
alltaf hafði yfirdrifið nóg fyrir
stafni og aldrei var verklaus, að
þurfa að láta dagana líða. Sem
betur fer virtist henni líða vel og
þegar við heimsóttum hana var
hún innileg og hlý. Hún virtist þá
oft vera föst í hugsunum um þann
tíma sem hún var ung stúlka á
Skorrastað að alast upp, varð tíð-
rætt um foreldra sína og systur
sem alla tíð voru nánar.
Hvíl í friði.
Jón Ármann Guðjónsson.
Nú þegar Valdís systir okkar er
nýlega látin leitar hugurinn gjarn-
an til barnsáranna. Við vorum
fimm systurnar og ein fóstursyst-
ir, Guðveig, sem ólust upp saman
á Skorrastað. Auk þess eignuðust
foreldrar okkar dreng sem dó
þegar hann var sex ára. Að alast
upp á stóru sveitaheimili á þeim
tíma er ekki líkt því sem þekkist í
dag. Heimilið var okkar heimur,
sem allir unnu heilshugar að. Hún
Valdís tók sannarlega þátt í þeirri
vinnu. Snemma kom í ljós kapp-
semi hennar og dugnaður, sem
einkenndi hana alla ævi. Hún var
ung mikil hjálparhella móður okk-
ar við eldhúsverkin og var hún af-
burða myndvirk og fljót að til-
einka sér alls konar matreiðslu,
bakstur og hvað eina sem tilheyrir
því að vera góð húsmóðir. Á þess-
um tíma var mikið um gesti, sem
dvöldu hjá okkur um lengri og
skemmri tíma. Við systur spaug-
uðum með það stundum að við
hefðum alist upp í lítilli félagsmið-
stöð. Systur eru sérstakar og
gaman að alast upp í hópi sex
systra. Við yngri systurnar dáðum
auðvitað þær eldri og vel munum
við þegar þær Mæja, Jóna og
Valla voru að koma heim á vorin
frá Akureyri, Reykjavík eða Ísa-
firði. Þær komu með ferskan blæ,
í nýjum kápum með hatta og fleira
sem okkur þótti svo fallegt.
Fimmtán eða sextán ára gömul
réði Valdís sig sem hjálparstúlku
á rakarastofu á Akureyri. Næsta
vetur vann hún við ýmis störf.
Einn vetur var hún í Vestmanna-
eyjum. Hún var ráðskona bæði í
brúargerð og við bát í Hafnarfirði.
Síðan var hún einn vetur í hús-
mæðraskólanum á Laugalandi í
Eyjarfirði og haustið eftir réðist
hún svo ráðskona við mötuneyti
Eiðaskóla. En á sumrin var alltaf
komið heim og unnið við heyskap-
inn. Þær systur Jóna og Valdís
stóðu við slátt með orfi og ljá, við
yngri gerðum það líka, en minna.
Það kom sér líka vel að kunna til
verka þegar faðir okkar slasaðist
illa vorið 1947 og lá þá á Landspít-
alanum í marga mánuði. Það vildi
okkur til happs að heyskapartíð
það ár var afar hagstæð. Lengi vel
var hlegið að því að um haustið
þegar við systur höfðum fyllt allar
hlöður þá gekk hálftunnu poki af
sem ekki komst í hlöðurnar. Syst-
ur eru sérstakar. Þótt við systurn-
ar værum jafn ólíkar og við vorum
margar þá vissum við alltaf að við
gátum treyst hver annarri alveg
hundrað prósent. Það er góð til-
finning. Síðustu æviárin voru Val-
dísi systur okkar þung í skauti.
Þau veikindi sem heltóku hana
reynast þeim erfið sem þurfa að
glíma við þau. Nú vonum við að
Valdís Ármann
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017