Morgunblaðið - 06.07.2019, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að vita að hún er
nammi-grís.
HVER DAGUR AFHJÚPAR
EITTHVAÐ NÝTT
ÉG HELD AÐ GAURINN Á
MÓTI SÉ UPPVAKNINGUR
OG ÉG VILDI ÓSKA ÞESS
AÐ HANN HÆTTI ÞVÍ
HELGA FÉKK HUGMYND UM
ÚRBÆTUR Á HEIMILINU!
ÆTTIR ÞÚ ÞÁ
EKKI AÐ VERA
AÐ KAUPA
MÁLNINGU
EÐA
EITTHVAÐ
ÁLÍKA?
ÞAÐ AÐ SENDA MIG ÚT VAR HUGMYND
HENNAR AÐ ÚRBÓTUM!
„HÚN VANN MEÐ PABBA ÞÍNUM – EN
STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR
HVORT ÞAÐ VAR EITTHVAÐ MEIRA.”
„EIGUM VIÐ FLEIRI KASSA AF
HRAUNBITUM?”
annars stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga, lánasjóðs sveitar-
félaga, ofanflóðasjóðs og Spalar
ehf. svo eitthvað sé nefnt.
Við hjónin höfum mjög gaman
af því að ferðast bæði innanlands
og erlendis. Einnig hef ég mikinn
áhuga á skák og varð Borgarnes-
meistari nokkrum sinnum og ekki
má gleyma íþróttaáhuganum.“
Fjölskylda
Eiginkona Óla Jóns er Ósk G.
Bergþórsdóttir, f. 1.9. 1948, skrif-
stofumaður og húsfreyja. For-
eldrar Óskar voru hjónin Bergþór
Guðjónsson skipstjóri, f. 18.3.
1913, d. 26.2. 2000, og Guðrún
Brynjólfsdóttir húsmóðir f. 1.4.
1918 d. 16.1. 2005 á Akranesi.
Synir Óla Jóns og Óskar eru: 1)
Bergþór, alþingismaður og við-
skiptafræðingur, f. 26.9. 1975,
hann á dótturina Lottu Ósk, f.
24.4. 2016; 2) Jóhann Gunnar,
flugstjóri hjá Icelandair, f. 3.1.
1980, í sambúð með Kolbrúnu Þor-
oddsdóttur, f. 5.12. 1982 og eiga
þau soninn Erik Óla, f. 25.11.
2013; 3) Rúnar, framkvæmdastjóri
Búlandshöfða ehf., f. 26.6. 1986, í
sambúð með Maríu Rohko, f. 27.8.
1992. Allir búa þeir á Akranesi.
Bræður Óla Jóns eru Arnar
Eiríkur Gunnarsson, verktaki og
bifreiðastjóri, f. 14.4. 1956 á
Bálkastöðum og býr í Reykjavík;
Eyjólfur Valur Gunnarsson, bif-
reiðastjóri og fv. bóndi, f. 14.4.
1956 á Bálkastöðum og býr þar.
Foreldrar Óla Jóns voru hjónin
Gunnar Haraldsson, bóndi og bif-
reiðastjóri á Bálkastöðum, f. 26.8.
1914, d. 19.8. 1997, og Jóhanna S.
Jónsdóttir húsfreyja, f. 28.4. 1922,
d. 28.12. 2001.
Óli Jón Gunnarsson
Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja á Fögrubrekku
Finnbogi Jakobsson
bóndi á Fögrubrekku í Hrútafi rði
Ólafía Finnbogadóttir
húsfreyja á Bálkastöðum
Jón Valgeir Jóhannsson
bóndi og landpóstur á Bálkastöðum
Jóhanna Sigurlaug Jónsdóttir
húsfreyja á Bálkastöðum
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Bálkastöðum
Jóhann Jónsson
bóndi á Bálkastöðum
Óskar Haraldsson bifreiðastjóri á Hellu
Eiríkur Jónsson bóndi á Bálkastöðum
Guðrún Markúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jósep Jónsson
járnsmiður í Reykjavík
Guðfi nna Jósefsdóttir
húsfreyja í Haga í Gnúpverjahr.
Haraldur Tryggvi Þorfi nnsson
sjómaður í Vestmannaeyjum
Steinunn Magnúsdóttir
húsfreyja í Drangshlíð
undir Eyjafjöllum
Þorfi nnur Jónsson
veitingamaður í Tryggvaskála á Selfossi
Úr frændgarði Óla Jóns Gunnarssonar
Gunnar Ágúst Haraldsson
bóndi og bifreiðastjóri á
Bálkastöðum í Hrútafi rði
Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson:
Geymsluhólf á hæðinni.
Hét það galdrapilturinn.
Með því kasta mæðinni.
Mun það vera geimurinn.
Enn verð ég að biðjast afsökunar
þar sem fyrsta vísuorð gátunnar
misritaðist í Vísnahorni, stóð
„geymsluloft“ í staðinn fyrir
„geymsluhólf“, en hér er hún rétt.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
„Sumt get ég geymt uppá lofti“,
Galdra-Loftur sagði
og blés lúnu lofti úr hvofti.
Á loft tókst á augabragði.
Helgi Seljan leysir gátuna þannig:
Uppi á lofti ýmislegt var geymt,
ekki Lofti hefi ég nú gleymt.
Treystir mæði á loftsins töframátt,
tíðum horfi í loftið fagurblátt.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Við glugga á geymslulofti
um Galdra-Loft hugsaði.
Að mér ég andaði lofti
og út í loft þusaði.
Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna
þannig:
Loft er hólf á hæðinni.
Heitið Galdra-Loftur bar.
Lofti með blæs mæðinni.
Mun á lofti skýjafar.
Þá er limra:
Það var óttalegt ástand á Lofti,
uppi á geymslulofti
hjó af sér fingur
sá Hnífsdælingur
með hnífinn stöðugt á lofti.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Björt og fögur sumarsól
signir bæði dal og hól.
Fuglinn syngur glatt á grein
og gáta bætist hér við ein:
Eiginkvinnu kalla má.
Koti sínu býr hún á.
Háöldruð er hún með sann.
Heybrók margir nefna þann.
Enn verð ég að biðjast afsökunar
þar sem fyrsta vísuorð gátunnar mis-
ritaðist og varð vísan vitlaust kveðin
fyrir vikið. Og ég sem hélt að ég hefði
óskeikult brageyra! En eins og Indr-
iði á Fjalli orðaði það:
Allir hafa einhvern brest,
öllu fylgir galli.
Öllum getur yfirsést
og einnig þeim á Fjalli.
Þormóður í Gvendareyjum Eiríks-
son orti:
Mótgangsóra mergðin stinn
mér vill klóra um bakið.
Illa fór hann Móri minn
mikið stóri sauðurinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hent á lofti