Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 41
Í GARÐABÆ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan og Grindavík gerðu
markalaust jafntefli í 12. umferð
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta
í gærkvöldi. Grindavík hefur að-
eins skorað sjö mörk og fengið níu
mörk á sig í sumar. Ekkert lið
hefur skorað minna og ekkert lið
hefur fengið færri mörk á sig.
Grindvíkingar gerðu markalaust
jafntefli gegn FH í síðasta leik og
voru heppnir að fá stig úr þeim
leik. Annað var upp á teningnum í
leiknum í gær. Grindavík fékk
fleiri og hættulegri færi og að
margra mati skoraði Sigurður
Bjartur Hallsson mark í seinni
hálfleik. Þorvaldur Árnason, dóm-
ari leiksins, virtist hafa metið það
sem svo að boltinn hafi farið yfir
línuna eftir að Sigurður skallaði
að marki og Haraldur Björnsson í
marki Stjörnunnar missti boltann
frá sér í áttina að markinu. Dóm-
arinn benti á miðpunktinn og
Grindvíkingar fögnuðu. Eftir sam-
tal við aðstoðarmann sinn, Jóhann
Gunnar Guðmundsson, ákvað Þor-
valdur hins vegar að dæma ekki
mark.
Hvort boltinn fór allur inn fyrir
línuna eða ekki var mjög erfitt að
sjá. Um millimetraspursmál var
að ræða. Markið hefði verið það
fyrsta hjá Grindavík í deildinni
síðan 15. júní.
Kraftur en skorti gæði
Það var kraftur í sóknarleik
Grindavíkur, sérstaklega í seinni
hálfleik. Gestirnir voru líklegri til
að skora sigurmark. Eins og oft
áður í sumar vantaði hins vegar
gæði til að klára færin. Hinum
megin gekk Stjörnunni bölvanlega
að opna skipulagða vörn Grinda-
víkur. Liðið saknaði Guðjóns Bald-
vinssonar, sem hefði verið góður
kostur í framlínunni í svona leik.
Josip Zeba og Marc McAusland
áttu ekki í miklum erfiðleikum
með að stoppa sóknir Stjörnunnar
og áttu fremstu menn heima-
manna erfitt uppdráttar. Guðjón
hefði reynt meira á miðvarðaparið.
Það hefur gengið illa hjá Stjörn-
unni að púsla saman sigrum í
sumar. Garðbæingar eru í þriðja
sæti sem stendur, en stutt er í lið-
in fyrir neðan. Haldi Valur og
Fylkir áfram að ná í stig verður
Stjarnan fyrr en varir um miðja
deild, haldi liðið áfram að tapa
stigum.
Spænski framherjinn Óscar
Conde spilaði sínar fyrstu 20 mín-
útur á Íslandi í leiknum og var
fljótur að koma sér í færi. Hann
leit nokkuð vel út og áttu varn-
armenn Stjörnunnar fullt í fangi
með hann. Komist Conde á skot-
skóna gæti Grindavík breytt
markalausum jafnteflum í nauma
sigra og fjarlægst neðstu liðin.
Grindavík millimetrum frá
langþráðu marki og sigri
Þorvaldur dæmdi mark en hætti við Grindavík ekki skorað síðan 15. júní
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Stans Josip Zeba í liði Grindavíkur stöðvar Þorstein Má Ragnarsson á Samsung-vellinum í gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019
• Gamli lykillinn
virkar áfram
• Vatns- og
vindvarinn
Verð: 39.990 kr.
LYKILLINN ER Í SÍMANUM
Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli
til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum
þegar þér hentar og hvaðan sem er.
Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með
umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir
börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að
fara heim eða lána lykil.
Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum.
Sölumenn okkar taka vel á móti þér.
Inkasso-deild kvenna
Afturelding – Tindastóll......................... 2:1
Hafrún Rakel Halldórsdóttir 8., Samira
Suleman 68. – Jacqueline Altschuld 90.
(víti).
FH – Þróttur R......................................... 2:1
Margrét Sif Magnúsdóttir 11., Nótt Jóns-
dóttir 60. – Olivia Bergau 90. (víti).
Fjölnir – Haukar...................................... 3:2
Mist Þormóðsdóttir Grönvold 33., 90., Eva
María Jónsdóttir 37. – Elín Björg Símonar-
dóttir 18., Sierra Lelii 21.
Staðan:
FH 7 5 1 1 20:9 16
Þróttur R. 7 5 0 2 23:6 15
Grindavík 6 3 2 1 8:5 11
ÍA 6 3 2 1 8:5 11
Afturelding 7 3 1 3 9:9 10
Tindastóll 6 3 0 3 15:14 9
Augnablik 6 3 0 3 6:6 9
Fjölnir 7 2 2 3 10:13 8
Haukar 7 2 0 5 8:9 6
ÍR 7 0 0 7 2:33 0
Noregur
Kristiansund – Lilleström ...................... 5:2
Arnór Smárason fór af velli á 64. mínútu
hjá Lilleström.
Brann – Mjöndalen .................................. 0:0
Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður
varamaður hjá Mjöndalen.
Vålerenga – Bodö/Glimt ........................ 6:0
Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt mark
og lagði upp annað áður en hann fór af velli
á 68. mínútu hjá Vålerenga.
Oliver Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi Bodö/Glimt.
Viking – Haugesund................................ 0:0
Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan
leikinn með Viking. Axel Óskar Andrésson
er frá keppni vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Molde 15 9 3 3 35:15 30
Bodø/Glimt 13 8 2 3 28:22 26
Odd 13 8 2 3 20:14 26
Vålerenga 14 7 3 4 28:18 24
Hvíta-Rússland
Dinamo Minsk – BATE Borisov............. 1:2
Willum Þór Willumsson sat allan tímann
á varamannabekk BATE.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Fylkir................. L14
Hásteinsvöllur: ÍBV – KR ..................... L16
Kópavogsvöllur: Breiðablik – HK .... S19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Eimskipsv.: Þróttur R. – Magni............ L16
2. deild karla:
Húsavíkurv.: Völsungur – Selfoss......... L14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – KFG......... L14
Olísvöllur: Vestri – Leiknir F................ L15
3. deild karla:
Framvöllur: Kórdrengir – Sindri.......... L14
Vopnafjörður: Einherji – Augnablik .... L14
Vilhjálmsvöllur: Huginn/Höttur – KV.. L14
Europcar-völlur: Reynir S. – KF.......... L16
2. deild kvenna:
Fjarðab.höll: FHL – Álftanes................ S14
UM HELGINA!
I Gul spjöldAlex Þór Hauksson (Stjörn-
unni), Gunnar Þorsteinsson (Grinda-
vík).
I Rauð spjöldEngin
Dómari: Þorvaldur Árnason, 6.
Áhorfendur: Á að giska 700.
STJARNAN – GRINDAVÍK 0:0
M
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Alex Þór Hauksson (Stjörnunni)
Rodrigo Gómez (Grindavík)
Marc McAusland (Grindavík)
Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Josip Zeba (Grindavík)
Sigurður Bjartur Halls. (Grindavík)
Þórsarar gátu ekki fagnað því lengi
að komast upp í annað sætið í 1.
deild karla í knattspyrnu, Inkasso-
deildinni, eftir 3:0-sigur á Fram í
toppbaráttuslag á Akureyri í gær.
Síðar um kvöldið endurheimti
Grótta annað sætið eftir 3:1-sigur á
Njarðvík, en þetta var fjórði sigur
liðsins í röð og er það aðeins tveim-
ur stigum frá toppliði Fjölnis.
Pétur Theódór Árnason skoraði
tvö mörk og Axel Freyr Harðarson
eitt fyrir Gróttu. Ivan Prskalo klór-
aði í bakkann fyrir Njarðvík.
Á Þórsvellinum voru það Aron
Elí Sævarsson, Jónas Björgvin Sig-
urbergsson og Jakob Snær Árnason
sem skoruðu eftir að Jökull Steinn
Ólafsson var rekinn af velli hjá
Fram. Þór er með 19 stig, stigi fyrir
aftan Gróttu og þremur frá Fjölni á
toppnum.
Tveimur stigum á eftir Þór er svo
Víkingur Ólafsvík í fjórða sætinu
eftir 2:0-sigur á Aftureldingu þar
sem Harley Willard og Sallieu
Tarawallie voru á skotskónum fyrir
Ólafsvíkinga. yrkill@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gróttusigur Bjarki Leósson og Andri Fannar Freysson í leiknum í gær.
Þórsarar vermdu
sætið fyrir Gróttu