Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Rivers“, „Sex money feelings die“, „Nor rest for the wicked“, „Deep End“ og þann nýjasta, „Late Night Feelings“ sem Lykke Li vann með upptökustjóranum fræga Mark Ronson. Hún flutti líka nýtt og óút- gefið lag á tónleikunum og annað til sem hún gerði líka með Ronson og nefnist „2 am“. Gestirnir í kringum mig voru mun betur með á nótunum, virtust þekkja hvert lag af þeim útgefnu og sungu með háfstöfum og dilluðu sér við taktfast gæðapoppið og dúndr- andi bassann sem hefur líklega los- að nokkra nýrnasteina þetta kvöld. Lykke var öryggið uppmálað, hreyfingarnar einkar þokkafullar og söngurinn fallegur og hnökra- laus. Hún var greinilega í góðu stuði og brá skemmtilega á leik með bakraddarsöngkonu og tambúrínu. Sjónræna hliðin var að sama skapi glæsileg og laus við alla stæla, einlit lýsing látin duga og dálítill reykur. Tónlistarmennirnir voru ýmist bað- aðir í rauðu, grænu eða bláu ljósi. Lykke er mikill töffari og var þetta kvöld klædd í plastjakka, plastkjól og í há, hvít stígvél. Hún náði gestum vel á sitt band, spurði hvort ekki væri kominn tími til að dansa. Jú, gestir voru heldur betur á því en tónlistin kannski meira til að dilla sér við en að missa stjórn á útlimunum. Allur flutningur ein- kenndist af hreinni fagmennsku og í uppklappi leyfði Lykke gestum að velja milli tveggja laga. Fyrir val- inu varð lagið „Utopia“ sem hljóm- sveitin reyndist ekki hafa flutt eða æft lengi vel. Lykke henti gaman að því og benti gítarleikaranum á að hann þyrfti að spila í því. „Viljið þið fleiri þunglyndisleg lög?“ spurði hún gesti kímin og þeir voru nú ald- eilis á því. Sagðist sú sænska ein- faldlega vera komin í þannig stuð, helst vilja syngja eitthvað tregafullt við einfalt kassagítarspil. Skandin- avíski sársaukinn klikkar aldrei. Skandinavískur sársauki Morgunblaði/Arnþór Birkisson Töffari Lykke Li er einn þekktasti tónlistarmaður Svía. Tónleikar hennar í Silfurbergi voru afar vel heppnaðir. Innlifun Lykke Li sagðist himinlifandi yfir því að vera komin til Íslands til tónleikahalds og gaf sig alla í flutninginn. Gestir tóku vel undir. » Lykke var öryggiðuppmálað, hreyfing- arnar einkar þokka- fullar og söngurinn hnökralaus. Litadýrð Einföld og litrík lýsing einkenndi tónleikana og eilítill reykur. Morgunblaði/Helgi Snær AF TÓNLEIKUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sænska tónlistarkonan Lykke Li hélt sína fyrstu sólótónleika hér á landi í Silfurbergi Hörpu í fyrra- kvöld en hún kom síðast fram hér á landi í Eldborg á náttúruverndar- tónleikunum Gætum garðsins fyrir fimm árum. Tónlistarkonan GDRN sá um upphitun í Silfurbergi og gerði vel, studd af hljómborðs- og trommuleikara. Tónlist GDRN er sálarskotið popp og hún söng að vanda eins og engill en virkaði ör- lítið hlédræg á sviðinu og spurði gesti þrisvar hvort þeir væru ekki spenntir fyrir Lykke Li. Ofanrit- aður var alveg jafnspenntur fyrir GDRN og hefði gjarnan viljað fleiri lög. Valið á upphitunarlistamanni hefði ekki getað verið betra. Lykke Li og hljómsveit komu á svið um 20 mínútum seinna en dag- skrá sagði til um því tæknin var eitthvað að stríða þeim. Silfur- bergssalurinn virtist nokkurn veg- inn fullmannaður án nokkurs troðn- ings þó og voru gestir konur að miklum meirihluta, á að giska þrjár á móti hverjum karli. Virðist sænska gæðapoppið því öðru frem- ur höfða til kvenna og ekki þekkti ég mörg lög með Lykke Li áður en ég fór á tónleikana. Reyndi þó að undirbúa mig eftir bestu getu með Spotify-hlustun en þó sátu fá lög eftir í minninu. Nokkur þekkti ég að vísu, smelli á borð við „I Follow Stórfyrirtækið Disney heldur áfram að dæla út leiknum endur- gerðum á þekktum og vinsælum teiknimyndum sínum og næst á dagskrá er sú um litlu hafmeyjuna. Nú hefur verið greint frá því hvaða leikkona muni fara með hlutverk hafmeyjunnar og er það söngkonan Halle Bailey. Bailey er 19 ára og segir leikstjóri myndarinnar, Rob Marshall, að hún búi yfir sjaldgæfri blöndu eldmóðs, æsku, sakleysis og stórkostlegrar söngraddar. Bailey syngur með systur sinni í R&B-dúettinum Chloe x Halle og er haft eftir henni á vef BBC að draumur hennar hafi ræst, þ.e. að vera ráðin í þetta hlutverk. Tökur á kvikmyndinni hefjast á næsta ári og verða ný lög samin fyrir hana af höfundi söngleiksins Hamilton, Lin Manuel Miranda. Ekki liggur fyrir hvenær á að frum- sýna myndina en af fleiri leiknum endurgerðum Disney á eigin teikni- myndum má nefna Dumbo, Aladd- in, The Jungle Book og Lion Kin. Hafmeyja Halle Bailey mun fara með hlutverk hafmeyjunnar Ariel. Bailey leikur litlu hafmeyjuna AFP Þriðja þáttaröðin af Stranger Things varð að- gengileg á Net- flix í fyrradag og virðast gagnrýn- endur almennt vera mjög sáttir við hana. Á vefn- um Rotten Tom- atoes eru þætt- irnir með meðaltalseinkunnina 90 af 100 og þykja því ferskir. Aðdáendur þátt- anna þurftu að bíða lengi eftir þriðju syrpunni því sú síðasta var frumsýnd í október árið 2017. Þætt- irnir eru með þeim vinsælustu í sögu Netflix en í þeim segir af ung- lingum á níunda áratugnum sem komast í kast við ill öfl úr handan- heimi. Stúlka að nafni Elven virðist þeirra eina von í þeirri baráttu. Þriðja þáttaröðin sögð 90% „fersk“ Eleven í Stranger Things.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.