Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Jakki Verð nú 3.950 af öllum vörum nema skarti 50-80% AFSLÁTTUR Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Samtals 16 börn hafa nú greinst með E. coli-sýkingu en fjögur börn voru greind með sýkinguna í gær, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorgrímur E. Guðbjartsson, bóndi og eigandi ferðaþjónustubýlisins á Erpsstöðum, segist ekki búast við að smitið, sem rakið var til ferðaþjón- ustubýlis í Efstadal II, hafi neikvæð áhrif á starfsemi heimavinnsluaðila. Hann segir þó sjálfsagt að býli sem séu með matvælaframleiðslu og dýr endurskoði verkferla sína. „Það er náttúrlega ekki spurning að þetta gerir það að verkum að maður fer að skoða alla ferla hjá sjálfum sér og hvort það sé eitthvað hér sem við sjáum að sé ábótavant og þurfi að bæta úr,“ segir Þorgrímur sem hafði sam- band við fulltrúa Matvælastofnunar í kjölfar frétta um smitið til að fá álit á því hverju ætti sérstaklega að líta eftir. Meiri áhersla á að fræða fólk „Í kjölfarið á því fór maður yfir þetta með starfsfólki. Við höfum, sem betur fer, ekki fundið neina ann- marka á þeim verkferlum sem við höfum haft. En þetta er náttúrlega gífurlegt „sjokk“ fyrir okkur öll sem erum í matvælaframleiðslu og erum með dýr og gesti, að svona komi upp. Það er bara sjálfsagt mál að allir legg- ist á eitt um að bregðast við þannig að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Þorgrímur segist ekki hafa í huga að breyta starfseminni á Erpsstöðum vegna atviksins í Efstadal II, að svo stöddu, en segir að þó verði lögð rík- ari áhersla á að fræða fólk um um- gengni við dýr og um matvæli. „Það er leiðinlegt ef þetta fer að verða til þess að maður þurfi að fara að skerma af enn frekar það sem er í rauninni bara eðlilegt samneyti manna og dýra frá fornu fari,“ segir Þorgrímur. Hann bætir við að mikil- vægt sé að fólk geri sér grein fyrir því að það þarf að gæta hreinlætis í kringum dýr. „Við getum ekki gert betur en að skapa aðstæður fyrir fólk til að það geti þvegið sér og verið með leiðbein- ingar um það. Við getum ekki þvegið fólki,“ segir Þorgrímur. Hann segist ekki telja þörf á því að breyta neinu í sambandi við dýrin en býst við að verða strangari á að þeir sem ætli að umgangast þau greiði fyrir það. „Um leið og maður lætur fólk greiða fyrir þjónustu er maður orðinn ábyrgðaraðili. Það hefur ekki verið þannig hjá okkur í öllum tilfellum. Við höfum óskað eftir því að fólk gefi sig fram og borgi fyrir þetta en það eru ekki allir sem gera það,“ segir Þor- grímur. Munu funda um atvikið Hann segist annars ekki eiga von á því að smitið hafi alvarlegar afleiðing- ar fyrir starfsemi af þessu tagi. „Þetta gerir fólk bara enn meðvit- aðra um hvað hreinlæti er mikil- vægt,“ segir Þorgrímur. Lovísa Rósa Bjarnadóttir, formað- ur Beint frá býli, félagi heimavinnslu- aðila, segist búast við að stjórn félags- ins muni funda um atvikið í Efstadal. „Við munum auðvitað ræða þetta. Sjá hvort það sé eitthvað sem við getum gert til að hjálpa til svo þetta gerist ekki. Við munum nýta þessa reynslu í kringum þetta til að fara yfir það sem snýr að félaginu.“ Smitið „gífur- legt sjokk“  Sjálfsagt að býli endurskoði verkferla Morgunblaðið/Árni Sæberg Kálfar Uppruna E. coli-sýkinga má oft rekja til jórturdýra en mörg barnanna sem smituðust höfðu haft samneyti við kálfa í Efstadal II. Undirbúningur framkvæmda við Hús íslenskunnar er nú hafinn. Ístak er aðalverktakinn en húsið er byggt samkvæmt endurskoðaðri teikningu arkitektastof- unnar Hornsteina. Starfsmenn Ístaks voru í gær að lag- færa girðingu kringum grunninn og koma tækjum fyr- ir. Formlega hefst verkið svo um miðjan ágúst nk. Morgunblaðið/Hari Undirbúa byggingu Húss íslenskunnar Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sá galli er á fyrirkomulagi eftirlits með ólöglegum lyfjum að Lyfjaeft- irlit Íslands, sem annast eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna, fær ekki í öllum tilvikum upplýsingar um íþróttamenn sem brjóta gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum frá árinu 2018, þ.e.a.s. þeg- ar viðurlögin eru sekt og þegar nöfn eru dulin í dómum. Þetta seg- ir Birgir Sverrisson, framkvæmda- stjóri Lyfjaeftirlits Íslands, en ým- is brot samkvæmt lögunum eru einnig brot samkvæmt alþjóða- lyfjareglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA), þar sem kveðið er á um það hvenær banna skuli íþrótta- menn frá íþróttum vegna misnotk- unar. Birgir segir að þetta geti leitt til þess að íþróttamaður hér á landi sem t.d. flytji inn eða framleiði stera eða ólögleg efni, fái ekki bann í sinni íþrótt þó hann fái við- urlög samkvæmt hinum nýsam- þykktu lögum. „Það er grundvall- aratriði að einstaklingar sem taka þátt í svona starfsemi séu útilok- aðir frá íþróttum,“ segir hann. „Það er ákveðið gat í starfsem- inni þegar einhver sem t.d. kaupir stera á netinu, flytur þá inn, selur þá eða notar sjálfur getur sloppið við bann, eða óhlutgengi eins og það heitir, meðan sá sem fellur á lyfjaprófi vegna neysluskammts fer í fjögurra ára bann. Það er ekki jafnræði þarna,“ segir Birgir. Þörf á upplýsingasamningi Í samhæfðum aðgerðum EURO- POL, Alþjóðalyfjaeftirlitsins og fleiri aðila í Evrópu nýverið voru tveir einstaklingar handteknir hér á landi og ólögleg efni gerð upp- tæk. „Ef íþróttamaður var hand- tekinn þarna, þá vitum við mögu- lega ekki hver hann er og getum ekkert aðhafst,“ segir hann. Birgir bendir á, í samhengi við fyrrnefnda lögregluaðgerð, að hún hafi verið hvort tveggja lögreglu- og íþróttalegs eðlis. „Við ættum erfitt með að fara í svona samhæfðar aðgerðir hér af því við erum ekki með upplýsinga- samning við tollinn og lögreglu,“ segir Birgir og nefnir að aðgerðin hafi verið í samræmi við UNESCO-sáttmálann gegn mis- notkun lyfja í íþróttum frá 2005 þar sem kveðið er á um samhæf- ingu í málaflokknum. „Undirritunarríki sáttmálans eru hvött til að styðja við lyfjaeft- irlit í löndum sínum og búa til grundvöll fyrir yfirvöld til að stoppa þetta og uppræta,“ segir Birgir og bendir á að þótt ekki sé kveðið orðrétt á um upplýsinga- samninga í sáttmálanum séu þeir þó besta leiðin til að samræma baráttuna og slíkt samstarf við- gangist í mörgum löndum, til dæmis í Danmörku. Hann telur að slíkur samningur geti orðið til þess að Lyfjaeftirlitið fái nauðsynlegar upplýsingar til að geta aðhafst vegna íþróttamanna sem misnoti lyf. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á upplýsingasamningi. Það eru engin rök fyrir því að gera það ekki,“ segir Birgir. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn við miðlæga rann- sóknardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, segir að lögreglunni sé óheimilt samkvæmt lögum að gefa út upplýsingar um þá sem hafi hlotið sekt samkvæmt fyrrnefndum lögum um frammistöðubætandi efni. „Það má alltaf bæta upplýsinga- flæðið almennt, en að veita þriðja aðila upplýsingar um einstaklinga er okkur ekki heimilt samkvæmt lögum,“ segir Margeir. „Við erum bundin þagnarskyldu um þetta,“ segir hann. Sektaðir geta sloppið við íþróttabann  Í erfiðleikum með að banna íþróttamenn sem sýsla með stera  Fá ekki upplýsingar um sektaða  Telur þörf á upplýsingasamningi við lögreglu og tollyfirvöld  Lögreglan er bundin þagnarskyldu Morgunblaðið/Árni Torfason Sterar Eftirlit hefur reynst erfitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.