Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
Um nokkurt skeið hefur staðið tilað breikka Vesturlandsveg á
Kjalarnesi. Þetta er hættulegur veg-
arkafli og framkvæmdin tímabær.
Sú framkvæmd gæti þó tafist vegna
ákvörðunar Skipulagsstofnunar,
sem segir að breikk-
unin sé háð mati á
umhverfisáhrifum.
Þessu hafnar Sæv-ar Freyr Þrá-
insson, bæjarstjóri
Akraness. Bæjarráð
Akraness hefur falið
honum að kæra ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar og síðdegis í gær
barst yfirlýsing frá byggðaráði
Borgarbyggðar þar sem lýst er yfir
stuðningi við kæruna.
Sævar Freyr segir í viðtali viðmbl.is að ákvörðunin um um-
hverfismatið sé „byggð á mjög lang-
sóttri lögskýringu og ekki sé laga-
heimild fyrir ákvörðuninni“.
Bæjarstjórinn bendir á að þetta séeldri vegur, en ekki nýr og
mjög litlu landi sé raskað. Fram-
kvæmdin verði ekki á umhverfis-
verndarsvæði, svæðið njóti ekki sér-
stakrar verndar, ekki sé brotið nýtt
land vegna hennar og hún hafi ekki
áhrif á opin víðerni. Skipulags-
stofnun horfi til lagatæknilegs atrið-
is í Evróputilskipun um fjölda hlið-
arvega til að rökstyðja umhverfis-
matið. „Það er atriði sem er mjög
langsótt að mati okkar lögmanna og
okkar. Þar af leiðandi er það mat
okkar að ekki sé lagaheimild fyrir
ákvörðuninni og þess vegna viljum
við fá hana ógilda,“ segir hann.
Umhverfið á vissulega að njótavafans en það verður að vera
heil brú í þeim kröfum sem gerðar
eru. Hættan á umhverfisspjöllum
virðist engin vera, en hins vegar er
vegurinn hættulegur lífi og limum í
núverandi mynd.
Sævar Freyr
Þráinsson
Ástæðulausar tafir
á Kjalarnesi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR PLÚS+
Öflugri undirstöður
DVERGARNIR R
Dvergarnir plús+ henta vel undir merkingar
og skilti. Ofan á þá er hægt að festa úrval
af tengistykkjum, t.d. fyrir skiltarör eða
kaðalgrip til afmörkunar.
NAGGUR PLÚS+ PURKUR PLÚS+ TEITUR PLÚS+
ÁLFUR
PLÚS+
Indverskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að ferðamaður
með íslenskt ríkisfang hefði fundist látinn á herbergi
sínu á gistiheimili í gær í bænum Manali í norðurhluta
Indlands.
Haft var eftir þarlendum lögregluyfirvöldum að eig-
andi gistiheimilisins hefði tilkynnt lögreglu dauðsfallið
og að dánarorsök væri óþekkt.
Jafnframt sögðu indverskir fjölmiðlar að lögreglan
hefði tilkynnt íslenska sendiráðinu um málið.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins kvað sér síðdegis í gær, í samtali við
mbl.is, vera kunnugt um málið og væru hafin samskipti milli íslenskra og
indverskra stjórnvalda vegna þess, eins og það var orðað.
Íslendingur sagður hafa látist á Indlandi
Miðbakki Reykjavíkurhafnar verður
opnaður sem almannarými í dag en
svæðið hefur á undanförnum árum
verið bílastæði.
Segir á vef Faxaflóahafna að á Mið-
bakkanum verði nú lögð áhersla á
samspil milli hafnar, borgar og borg-
arbúa. Ungir listamenn hafi málað
svæðið með hafsæknum myndum og
ýmis tímabundin verkefni hafi verið
sett upp á svæðinu fyrir alla fjöl-
skylduna. Á svæðinu sé til að mynda
hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur,
körfuboltavöllur og matartorg með
matarvögnum.
Opnunarhátíðin hefst klukkan 16 í
dag og stendur til klukkan 18. Verður
leikin tónlist og sýndur dans og hjóla-
fimi. Þá eru allir reiðhjólaeigendur
hvattir til að koma með hjólin sín í
fría ástandsskoðun.
Í sumar verður boðið upp á ýmsa
viðburði á svæðinu, þar á meðal
fyrstu götubitahátíðina á Íslandi hinn
19.-21. júlí nk. Verður götubiti seldur
í gámum, matvögnum og tjöldum.
Einnig verða básar fyrir pop up-
verslanir, bar, kaffisölu og mat-
armarkað. Boðið verður upp á lifandi
tónlist og önnur skemmtiatriði.
Einnig opnar Reykjavíkurborg á
Miðbakkanum fyrsta umferðargarð-
inn á höfuðborgarsvæðinu sem er
ætlaður ungum vegfarendum og
þeirra uppalendum til að þjálfa hjóla-
færni.
Samkomusvæði opnað á Miðbakka
Sérstök opnunarhátíð síðdegis í dag Götubitahátíð haldin í næstu viku
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Málað Samkomusvæði á Miðbakka.
mbl.is að mennirnir teldu sig vera í
lögmætum erindagjörðum og að þeir
hefðu heimildir til þess að stunda sín
viðskipti á Íslandi, í skjóli EES-
samningsins.
Maður sem kynnti sig sem for-
svarsmann malbikunarhópsins var
yfirheyrður en mennirnir sögðust
vera frá breska fyrirtækinu Tar-
macadams, sem er skráð í borginni
Darlington í Englandi.
Útlit er fyrir að vinnuflokkur er-
lendra malbikunarmanna, sem reynt
hafa að svíkja fé út úr fólki á lands-
byggðinni, sé á leið úr landi. Ökutæki
mannanna stóðu á athafnasvæði
skipafélagsins Smyril Line í Þorláks-
höfn um hádegisbil í gær en þaðan
heldur flutningaskipið Mykines af
stað í dag til meginlands Evrópu.
Mennirnir hafa stundað það að
rukka fólk fyrir malbikun, á inn-
keyrslum og bílaplönum, sem það
óskaði ekki eftir, fyrst á Suðurlandi
og síðar á Vesturlandi. Hjónin
Trausti Eiríksson og Ása Ólafsdóttir
sögðu frá samskiptum við mennina á
vef Skessuhorns í gær. Þá komu þeir
að bæ þeirra norðan Borgarness og
malbikuðu heimreið bæjarins að
þeim óspurðum og kröfðust þriggja
milljóna greiðslu fyrir sem hjónin
greiddu ekki.
Jón Haukur Hauksson, staðgengill
lögreglustjóra, sagði í samtali við
Malbiksvinna Meðal vinnutækjanna sem
mennirnir komu með til landsins.
Rukkuðu fyrir verk sem ekki var beðið um