Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lélegur árgangur er grunnskýring lítillar laxveiði á landinu, ekki síst á Vestur- og Suðvesturlandi. Ofan á það bætast óhagstæðar aðstæður í umhverfinu. Kalt var á síðasta sumri þegar seiðin gengu til sjávar og þurrkarnir í sumar valda því að árn- ar eru vatnslitlar og laxagöngur því hægar. Við allt þetta bætist að sífellt lægra hlutfall þeirra seiða sem ganga til sjávar skila sér til baka. Veiðitölur sem Landssamband veiðifélaga birti í gær á vef sínum angling.is sýna að veiðin er lítið farin að taka við sér þótt undantekningar séu á því. Í þeim 75 ám sem upplýs- ingar eru um höfðu veiðst um 3.200 laxar 10. júlí. Eru það innan við 10% af veiðinni í þessum ám allt árið í fyrra og enn lægra hlutfall þegar lit- ið er til þess að 45 þúsund laxar veiddust á stöng á síðasta sumri. Ekki er þó öll nótt úti enn enda lax- veiðitímabilinu ekki nærri lokið. Vonast er eftir smálaxagöngum á næstu dögum. Áberandi er hvað borgfirsku stór- árnar eru lélegar, það sem af er. Til dæmis höfðu aðeins veiðst 83 laxar í Norðurá um miðja vikuna, 140 í Þverá/Kjarará. Veitt er á 14-15 stangir í þessum ám og veiðin í fyrra var um 1.700 laxar í Norðurá og 2.500 í Þverá/Kjarará. Aðeins lifnaði yfir veiðinni í Rangánum. „Það eru komnar ákveðnar vís- bendingar um að ekki séu líkur á stórveislu framundan. Það verða engin veiðimet slegin í sumar. Menn verða alltaf að gera sér grein fyrir því að óvissa er í veiði. Þetta er bjartsýnissport. Yfirleitt kaupa menn og selja meðalveiðina, stund- um gengur vel og stundum ekki eins vel,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Haf- rannsóknastofnun. Hann segir að málið skýrist mikið fram til 20. júlí, smálaxagöngur gætu komið næstu daga. Seiðaárgangurinn lítill Guðni bendir á að hrygningar- árgangur 2014 sem gaf klakið 2015 hafi verið mjög lítill og seiðaárgang- urinn alltaf mælst lítill. Þessi lax á að ganga sem smálax í sumar. Meg- inhluti þess lax sem veiðist á Vest- urlandi er smálax þótt stórlaxi hafi verið að fjölga. Fiskifræðingar eru með þá tilgátu að stórlaxi fjölgi vegna þess lax sem veiðimenn sleppa. Vatnið í ánum var kalt í fyrra þeg- ar seiðin gengu til sjávar. Við þetta bætist, að sögn Guðna, að lítið vatn er í ánum. Laxinn gangi því hægt í árnar og bíði við ósana. Hann segir að mælingar á stofn- inum sem nú á að bera uppi veiðina á Vesturlandi hafi aldrei gefið tilefni til bjartsýni með veiðina í ár. Veiðin á Vestur- og Suðurlandi sé svo stór hluti laxveiðinnar að það bitni á út- komu landsins í heild. Lélegur árgang- ur skilar sér illa  Veiðimet verða ekki slegin í sumar Morgunblaðið/Einar Falur Stangveiði Lítið hefur veiðst í Norðurá, eins og mörgum helstu veiðiám. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvissa er um áhrif nýs lagaákvæðis á samkeppni í póstþjónustu. Túlkun þess gæti haft mikil áhrif á sam- keppnisumhverfi póstþjónustu til framtíðar. Ísland verð- ur um næstu ára- mót meðal síð- ustu Evrópuríkja til að afnema einkarétt á bréfa- pósti undir 50 grömmum. Ís- landspóstur fer nú með einkarétt- inn. Málið varðar aðra málsgrein 17. greinar nýrra póstlaga. Segir þar að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um allt land. Í nýju lögunum er al- þjónusta skilgreind sem sú lág- marksþjónusta sem notendum póst- þjónustu skal standa til boða á jafnræðisgrundvelli. Stjórnvöld feli alþjónustuveitanda að sinna henni. Samkvæmt 9. grein nýju lag- anna skal alþjónusta meðal annars ná „til bæði póstsendinga innan lands og milli landa, þar á meðal ábyrgðarsendinga og tryggðra sendinga. Í henni felst póstþjónusta vegna bréfa allt að 2 kg, pakka allt að 10 kg innan lands en 20 kg milli landa og sendinga fyrir blinda og sjónskerta allt að 2 kg“. Ákvæðið um sama verð mun því ná til stórs hluta póstsendinga. Krafan gæti því haft áhrif á svigrúm póst- og vöru- flutningafyrirtækja til að eiga í sam- keppni við Íslandspóst. Óljós áhrif á samkeppnina Spurningin sem viðmælendur blaðsins spyrja sig er hvað það þýði að eitt verð skuli vera fyrir alþjónustu. „Hvað þýðir sama verð um allt land? Það er ekki einu sinni ljóst. Þýðir það að reiknað verði út vegið meðaltal miðað við póstmagn og þannig fengið út meðalverð fyrir allt landið? Þetta er hrein pólitísk ákvörðun. Þarna hefur gríðarleg breyting farið í gegnum þingið án samtals við markaðsaðila,“ sagði einn viðmælandinn. Birgir Jónsson, forstjóri Ís- landspósts, segir þessa breytingu á lögunum hafa verið gerða á síðustu metrunum í þinginu. „Hana var ekki að finna í drög- unum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Þetta er ákvörðun lög- gjafans. Þetta kom öllum sem hafa komið að þessum lögum á óvart. Það er óljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Birgir. Íslandspóstur (ÍSP) er í eigu ríkisins. Hann dreifir pósti innan einkaréttar og í alþjónustu, innan og utan samkeppni. Einkaréttur Ís- landspósts á dreifingu bréfa undir 50 grömmum verður sem áður segir afnuminn um næstu áramót. Við það öðlast nýr þjónustusamningur rík- isins við fyrirtækið gildi. Starfs- hópur á vegum ÍSP, Póst- og fjar- skiptastofnunar og ráðuneyta hóf í síðustu viku vinnu við gerð hans. Á hann að skýra útfærslu lögbund- innar póstþjónustu um land allt. Tap getur myndast Birgir segir aðspurður að með því að hafa eitt verð fyrir alþjón- ustuna geti myndast tap á vissum svæðum sem þurfi að bæta Íslands- pósti upp. Kostnaður við póstdreif- ingu sé meiri í dreifbýli og óvíst hvernig og hvort einkaaðilar munu sinna þeim markaði. „Ef Íslandspóstur á að vera á samkeppnismarkaði í þéttbýli og gera þjónustusamning vegna ann- arra svæða sem bera sig ekki sam- keppnislega eru tveir möguleikar í stöðunni. Annaðhvort að hækka verðið á samkeppnismarkaðnum, og verðleggja félagið þar með af mark- aðnum, eða lækka verðið á mark- aðnum sem ber sig ekki, svo hægt sé að vera með eitt verð. Með því verður til tap. Annaðhvort verð- leggjum við okkur út af samkeppn- ismarkaði eða það myndast tap. Þetta þarf að skýra betur en von- andi mun þetta skýrast í meðförum starfshópsins.“ Spurður hvort krafan um sama verð muni leiða til þess að enginn breytileiki verði í verðskrá sam- keppnisaðila vegna alþjónustu, hvar á landi sem er, segir Birgir menn einmitt brjóta heilann um þetta at- riði. „Sú hugmyndafræði er góð að allir eigi að borga sama verð fyrir grunnþjónustu en útfærslan á eftir að koma í ljós. Það er ekki vitað hvernig þjónustusamningurinn kemur til með að líta út.“ Óvissa uppi um áhrif nýrra póstlaga  Nýtt ákvæði um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um land allt  Bætt við í lokin  Einkaréttur ÍSP afnuminn um áramótin  Forstjóri Íslandspósts segir margt í lögunum óskýrt Morgunblaðið/Rósa Braga Breytingar Einkaréttur ÍSP verður afnuminn um áramótin. Birgir Jónsson Jóreykur stóð til himins þegar Jóhannes Ólafsson, bóndi í Álftagerði í Skagafirði, og hans menn ráku hrossin fram Tungusveitina á dögunum. Í stóðinu voru um fjörutíu hross sem sprettu vel úr spori, þar sem á eftir þeim fóru hóandi knapar á gæðingum góðum. „Hrossunum þarf að halda í góðri þjálfun. Við fórum því góðan sprett hér um sveitina og liðkuðum klárana svolítið til,“ segir Jóhannes sem á allmörg hross – en hestamenningin á þessu svæði er afar sterk. Í Skagafirði búnast fólki vel um þessar mundir. Hey- skapur er kominn nokkuð á veg. Því er þó ekki að leyna að þurrkar og kuldi setja strik í reikninginn hjá sumum bændum á svæðinu sem kalla eftir rigningu, hlýindum og sólskini svo heyja megi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í jóreyknum norður í Skagafirði Hrossastóðið tók á rás undan hóandi knöpum í Tungusveitinni Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, ítrekar í samtali við Morgunblaðið vilja bæjaryfir- valda til að fjarlægja sumarhús í niðurníðslu í námunda við Elliða- vatn, steinsnar frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Um er að ræða sum- arhús í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested landeiganda en í Morgunblaðinu í gær var fjallað um húsin í máli og myndum. Spurður um sína skoðun segir Ármann: „Mín skoðun er sú að þetta sé algjörlega óviðunandi. Ég hef sagt það að Kópavogsbær sé tilbú- inn að fjarlægja þessi hús eigendum að kostnaðar- lausu. Við erum tilbúin til að fara í það á morgun ef því er að skipta.“ Þá bætir hann við að það sem flókið sé í málinu sé að hér sé einfaldlega um að ræða hús inni á jörð í landi Kópavogs. „Bara rétt eins og aðrar jarðir í landi annarra sveitarfélaga. Og það eru svona deildar mein- ingar um hversu langt sveitarfélög geta gengið. Við höfum lýst þessu yfir og við höfum verið í miklum samskiptum við Heilbrigðiseftirlit [Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis]. Ég myndi vilja sjá þessi hús hverfa, bara sem allra fyrst.“ Gætu fjarlægt húsin strax á morgun Ármann Kr. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.