Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Fagmennska og þjónusta ASSA ABLOY á heima hjá okkur - Lyklasmíði og vörur SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld sökuðu Írani í gær um að hafa reynt að „tálma“ för bresks risaolíuflutningaskips um Hormuz-sundið við Persaflóa í gær- morgun, en breskt herskip kom í veg fyrir aðgerðir Írana. Talsmaður byltingarvarðarins, sérsveita Írans, hafnaði því að hann hefði átt átt hlut að máli, en varaði Breta og Bandaríkjamenn við alvar- legum afleiðingum þess að íranskt olíuflutningaskip var stöðvað við Gí- braltar í síðustu viku, en það var sagt á leiðinni með hráolíu til Sýrlands. Samkvæmt lýsingu breska varnarmálaráðuneytisins reyndu þrír íranskir hraðbátar að koma í veg fyrir að breska skipið kæmist í gegnum Hormuz-sund, og hefðu þeir fyrst reynt að stöðva skipið og síðan neyða það að ströndum Írans. Frei- gátan HMS Montrose staðsetti sig þá á milli olíuflutningaskipsins og hraðbátanna og varaði Íranina við frekari aðgerðum af þeirra hálfu. Aðgerðin veldur áhyggjum Talsmaður Theresu May, for- sætisráðherra Breta, sagði að að- gerðir Írana í gærmorgun yllu áhyggjum og hvatti hann Írana til að draga úr spennu við Persaflóa. Breska dagblaðið Times greindi frá því í gær að til umræðu væri í bresku ríkisstjórninni að senda frekari her- skip til flóans í kjölfar atviksins. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kjölfar atviksins við Hor- muz-sund að refsiaðgerðir Banda- ríkjanna gegn Írönum yrðu brátt hertar. Þá ræddi Trump í síma við Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, um aðgerðir Írana. Mark Milley, hershöfðingi og for- maður herráðs Bandaríkjanna, sagði í gær að til umræðu væri að veita ol- íuskipum sem sigla um Persaflóa vopnaða fylgd í ljósi atburða gær- dagsins. Myndu Bandaríkjamenn standa að fylgdinni ásamt banda- mönnum sínum. Tálmuðu för bresks skips  Bandaríkjamenn íhuga að veita olíuskipum vopnaða fylgd um Persaflóa AFP Deila Íranska olíuflutningaskipið sem stöðvað var við Gíbraltar. Þessi krúttlegi krókódíll var til sýnis í gær ásamt bræðrum sínum og systrum í Biotropica-dýragarðinum í Val-de-Reuil. Hann tilheyrir tegund vesturafrískra mjótrýnunga, en tegundin er sögð í alvarlegri útrým- ingarhættu. Mjótrýningurinn verður fullþroska á um það bil 10-15 árum og verður allt að 4 metra langur. AFP Teygist úr unglingunum með aldrinum Bandaríski þing- maðurinn Alex- andria Ocasio- Cortez var kærð í gær fyrir að hafa „blokkað“ aðgang manna að Twitter- reikningi sínum, en fyrr í vikunni féll dómur gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta, þar sem sagði að honum væri meinað að loka á aðgang fólks, þar sem hann hefði í raun búið til opinberan um- ræðuvettvang um embættis- færslur sínar á Twitter-síðu sinni. Trump gæti því ekki úti- lokað suma notendur frá þeim vettvangi á grundvelli gagn- stæðra skoðana. Kærendur segja að í ljósi þess dóms sé komið fordæmi sem eigi við um alla stjórnmálamenn. Ocasio-Cortez hefur ekki tjáð sig um kæruna, en hún er með 4,7 milljón fylgjendur á Twitter. Ocasio-Cortez kærð fyrir að „blokka“ Alexandria Ocasio-Cortez BANDARÍKIN Helle Petersen, móðir Louisu Vesterager Jespersen, danska ferðalangsins sem var myrt og af- höfðuð ásamt hinni norsku Maren Ueland í fyrra, krafðist þess fyrir rétti að morðingjar dóttur sinnar yrðu dæmdir til dauða. Sagði meðal annars í bréfi sem lögfræð- ingur hennar las upp fyrir dóm- stólinn í málinu að líf Petersen hefði verið eyðilagt frá þeirri stundu sem hún frétti af örlögum dóttur sinnar. Saksóknarar hafa þegar krafist dauðarefsingar á þeim þremur sem myrtu konurnar, en þær voru á bakpokaferðalagi um Atlasfjöll í desember síðastliðnum. Þá hafa saksóknarar krafist allt að lífs- tíðarfangelsis fyrir vitorðsmenn morðingjanna þriggja, en þeir eru 21 talsins. Þó að dauðarefsing sé enn heimil í Marokkó hefur enginn verið tekinn af lífi í land- inu frá árinu 1993. Krefst dauðadóms yfir morðingjunum MAROKKÓ Bandaríkjastjórn kynnti í gær nýjar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Venesúela, og beinast hinar nýju að- gerðir að gagnnjósnastofnun ven- esúelska hersins. Saka Bandaríkja- menn stofnunina um að hafa staðið að morðum og pyntingum á föngum sínum. Steven Mnuchin, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar væru settar á í kjölfar þess að sjóliðsforinginn Rafael Acosta lést í haldi stjórnvalda í síð- asta mánuði, átta dögum eftir að hann var handtekinn. Sagði í til- kynningu fjármálaráðuneytisins að þegar Acosta hefði birst fyrir rétti hefði hann verið blóðugur, í hjólastól og ófær um að tjá sig. Ríkissaksókn- ari Venesúela hefur þegar ákært tvo embættismenn gagnnjósnastofnun- arinnar fyrir morð vegna málsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum segja það einungis eitt af mörgum dæmum um þá grimmd sem útsendarar hennar sýni pólitískum andstæðing- um stjórnvalda í Venesúela. Michelle Bachelet, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, kynnti skýrslu um pyntingar stjórnvalda í Venesúela í síðustu viku og sagði þá meðal annars að sér hefði brugðið við ásakanirnar um að andlát Acosta hefði orsakast af illri meðferð hans í haldi. Í skýrslunni voru tíundaðar ýmsar ásakanir á hendur stjórnvöldum í Venesúela og áætlar mannréttinda- ráð Sameinuðu þjóðanna að um 7.000 manns hafi látið lífið á síðustu 18 mánuðum í Venesúela. Refsa fyrir pynt- ingar stjórnvalda  Tveir ákærðir fyrir að myrða Rafael Acosta AFP Mótmæli Ástandið þykir ótryggt í Venesúela og eru mótmæli algeng. Sjö létust og að minnsta kosti 23 urðu fyrir áverkum þegar ofsaveður gekk yfir Halkidiki-skaga Grikk- lands, en hann hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Tvö börn voru á meðal ferðamannanna sem létust, en þeir voru frá Tékklandi, Rússlandi og Rúmeníu. Þá fannst lík sjómanns í hafinu, en ekkert hafði spurst til hans síðan í fyrradag. Óveðrinu fylgdu þrumur og eld- ingar og olli stormurinn ofsahræðslu meðal fjölda fólks, en vindhraðinn náði tæplega 28 metrum á sekúndu. Stormurinn varði einungis í um tutt- ugu mínútur samkvæmt frásögnum sjónarvotta en náði á þeim tíma að rífa upp tré með rótum, velta bifreið- um og valda aurskriðum. Rafmagns- laust er nú á skaganum og mun taka að minnsta kosti tvo daga að koma því aftur á samkvæmt grískum stjórnvöldum. Hafa þau lýst yfir neyðarástandi á skaganum, en helsti þjóðvegurinn þangað skemmdist í storminum. Sex ferða- menn látnir eftir óveður  Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.