Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - 12.07.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ásókn í ólög-leg lyf áborð við stera og fæðu- bótarefni virðist vera mikil um þessar mundir og hefur netið opnað greiða leið að þeim. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftir- lits Íslands, að einfalt sé að verða sér úti um stera á netinu og bætir við að aðeins sé lagt hald á brotabrot af þeim ster- um sem fluttir séu til Íslands. Melatónín er einnig flutt til landsins eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær og virð- ist selt í stórum stíl, meðal annars á síðum félagsvefsins Facebook, sem mörgum veitir skálkaskjól. Melatónín er skil- greint sem lyf hér á landi líkt og annars staðar í Evrópu, en er flutt inn frá löndum þar sem það telst fæðubótarefni. Þá var í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum greint frá því að hér á landi væri í umferð ólöglega brúnkulyfið melanotan. Sprautar fólk því í sig til að fá dekkri hörundslit. Viðmælandi blaðsins sagðist taka lyfið þrátt fyrir að það ylli ógleði og farnir væru að koma blettir í húðina. Steralyf eru yfirleitt tengd við afreksíþróttir í hugum fólks, heim þar sem millimetr- ar og sekúndubrot skipta sköpum og erfitt getur verið að standast freistinguna til að fá örlítið forskot, jafnvel þótt það geti kostað heilsuna síðar meir og æruna ef upp kemst. Upp í hugann koma íþróttamenn sem komust upp á hæsta stall og hröpuðu síðan af honum aftur. Steranotendur hér á landi eru hins vegar ekki með heimsmet í sigtinu þegar þeir belgja sig út af þessum efnum. Þeir eru bara í ræktinni og vilja vera með stæltari búk og sverari vöðva en sá sem er að lyfta lóðum við hliðina á þeim. Í umfjölluninni í Morgun- blaðinu í gær kemur fram að talið sé að 6% karlmanna í vestrænum heimi noti stera. Það er eitthvað öfugsnúið við það þegar heilsuræktin er far- in að snúast um aðferðir sem eyðileggja heilsuna. Það getur vissulega tekið skemmri tíma að byggja upp vöðva með steranotkun, en til langs tíma er notkunin hættu- leg og notandinn bara að svindla á sjálfum sér. Halda mætti að það sé auð- velt að stemma stigu við inn- flutningi á ólöglegum lyfjum og fæðubótarefnum til eyjar á borð við Ísland, en það er öðru nær. Vissulega væri hægt að snarauka eftirlit með tilheyr- andi kostnaði, en það er erfitt því að þegar ein leið lokast virðist alltaf finnast ný. Lykillinn hlýtur að vera að reyna að draga úr eftirspurn- inni því að það er með ólík- indum hvað fólk er tilbúið að innbyrða eða jafnvel sprauta í sig án þess að skeyta nokkuð um uppruna og afleiðingar. Með ólíkindum er hvað fólk lætur í sig án þess að skeyta um uppruna eða af- leiðingar} Hæpin heilsurækt Breska heilsu-gæslan hefur gert samning við netrisann Amazon um að veita snjall- þjónustu til að svara fyrir- spurnum um sjúkdóma og heilsu. Munu notendur með hátalara frá Amazon geta spurt um einkenni og fengið greiningu. Í frétt um málið sagði að þessu hefði verið tek- ið fagnandi af störfum hlöðn- um læknum, sem byndu vonir við að þetta kæmi í stað mis- hollra ráða af netinu. Frétt þessi vekur margar spurningar. Amazon er ein stærsta vefverslun heims. Hvað mun það hafa í för með sér að hún taki á móti upplýs- ingum um heilsufar fólks? Það er auðvelt að sjá fyrir sér að þessi staða bjóði upp á margvíslega mis- notkun, til dæmis í markaðs- setningu lyfja og fæðubótarefna, þótt Amazon segi að fyllsta aðgát verði höfð. Þá er þessi frétt til marks um þá þróun sem er að verða í þróun gervigreindar og sjálf- virkni. Í stað þess að tala við lækni af holdi og blóði talar sjúklingurinn við tæki á heimili sínu og fær greiningu. Breska heilbrigðisráðu- neytið gerir ráð fyrir því að þegar á næsta ári muni helm- ingur athugana á sjúkdóms- einkennum fara þannig fram að sjúklingurinn tali við tölvu. Þetta mun án efa draga úr bið fyrir sjúklinga, en hvaða þýðingu hefur þessi tækni fyrir læknastarfið? Breska heilsugæsl- an ætlar að bjóða sjúklingum upp á að fá svör í tölvu } Raflæknirinn svarar Í gær staðfesti ég samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi um framleng- ingu á samningi um kaup og rekst- ur sjúkrabifreiða til ársins 2022. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og inn- kaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu rík- isins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkra- bílaflotans tafist frá þeim tíma. Nú þegar samkomulag er í höfn verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir og vænta má þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Jafnframt er gert ráð fyrir að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. Það er ánægjulegt að löngum viðræðum heilbrigð- isyfirvalda við Rauða krossinn á Íslandi sé lokið á farsælan hátt. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á að tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir al- mennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang. Með samkomulaginu eru sjúkraflutningafólki og skjólstæðingum þess tryggðar eins öruggar og góð- ar aðstæður og hægt er með fyrirhugaðri endurnýj- un bílaflotans. Rauði krossinn hefur sinnt sjúkra- flutningum af fagmennsku og alúð í heila öld og það er mikils virði að samkomulag um áframhaldandi samstarf hafi verið tryggt. Málefni sjúkraflutninga eru eitt af áherslumálum mínum á þessu ári og því næsta. Að sjúkraflutningum og utanspít- alaþjónustu sem þeim tengjast koma fjöl- margir aðilar. Mikilvægt er að samhæfa þá vinnu betur og móta heildarstefnu í málaflokknum þar sem hlutverk og ábyrgð hvers og eins viðbragðsaðila er skýrt, menntunarkröfur eru samhæfðar auk fleiri þátta sem tryggja öryggi og gæði í málaflokknum. Undirbúningur slíkrar stefnumótunar er nú hafinn innan ráðu- neytisins og hefur þegar verið leitað til fjölmargra aðila um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er að vinna drög að stefnu fyrir málaflokkinn. Öruggir sjúkraflutningar eru mikil- vægur liður í að tryggja markmið um jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni. Það er löngu tímabært að hefja heildarstefnumótun í þess- um mikilvæga hluta heilbrigðiskerfisins. Markmiðið er að auka enn frekar öryggi og gæði heilbrigðis- þjónustunnar og ekki síst að bæta aðgengi lands- manna að þjónustunni, óháð búsetu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Samkomulag um sjúkrabíla í höfn Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Frelsi fjölmiðla, ef það hugtakhefur einhverja merkinguá annað borð, felur í sérfrelsið til að mega gagn- rýna og hreyfa andmælum.“ Á þess- um fleygu orðum breska rithöfund- arins George Orwells lauk Herdís Þorgeirsdóttir, lögmaður og formað- ur undirnefndar Feneyjanefndar um mannréttindi, erindi sínu á alþjóðlegri ráðstefnu í London um fjölmiðlafrelsi og öryggi blaðamanna í fyrradag. Ráðstefnan, sem lauk í gær, var hald- in að frumkvæði utanríkisráðherra Kanada, Chrystiu Freeland, og utan- ríkisráðherra Bretlands, Jeremys Hunts. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Herdís að „stóru málin“ á ráðstefnunni hefðu annars vegar ver- ið raunverulegar árásir og ofsóknir gegn blaðamönnum um heim allan og hins vegar sjálfsritskoðun blaða- manna, sem væri ekki síður alvarlegt mál þegar mannréttindi væru til um- fjöllunar. „Stóru málin eru að stjórnvöld sem eru að herja á blaðamenn séu ekki dregin til ábyrgðar og það sé ekkert aðhafst. Við höfum orðið vitni að því að blaðamenn í Evrópu hafi verið myrtir með hrottalegum hætti,“ sagði Herdís og minntist á blaðamenn sem fjölluðu um spillingu og voru í kjölfarið vegnir, þ. á m. maltneska rannsóknarblaðamanninn Daphne Caruana Galizia sem var veginn í október 2017 og rússneska rannsókn- arblaðamanninn Önnu Politkovskaju sem var myrt 2006. Minntist Herdís í ræðu sinni á dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Politkovskaju þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nóg að sakfella hóp leigumorð- ingjanna sem hefðu banað Politkovs- kaju heldur hefði einnig átt að rann- saka með fullnægjandi hætti hvort tengsl væru á milli umfjöllunar Polit- kovskaju um spillingu stjórnvalda og morðsins. Sjálfsritskoðun blaðamanna Eins og áður segir var hitt stóra málið svokölluð sjálfsþöggun og sjálfsritskoðun blaðamanna. „Það er ekki nóg að horfa bara á það þegar búið er að drepa blaðamann, heldur líka þegar hið talaða orð er drepið áð- ur en það er sagt. Og þegar blöð geta ekki lengur stundað þá blaða- mennsku sem þeim ber að stunda, sem er að afhjúpa spillingu og halda stjórnvöldum við efnið,“ sagði Herdís spurð frekar um umfjöllunarefni fundarins. „Það er bæði verið að fjalla um lífshættulegar ofsóknir á hendur blaðamönnum og það er líka verið að fjalla um þessa daglegu þöggun, og þar er ekkert ríki undanskilið,“ sagði Herdís, spurð um umfjöllunarefni ráðstefnunnar. „Annars vegar er ver- ið að fjalla um réttinn til lífs, og rétt- urinn til lífs felur í sér að ef blaða- maður er drepinn þá ber stjórn- völdum skylda til að rannsaka morðið. En við erum líka að tala um tjáningarfrelsið. Stjórnvöldum ber skylda til að vernda það. Það þýðir að stjórnvöldum ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið þó svo að þau verði fyrir harðri gagnrýni af hálfu blaða. Þau verða að þola það því það er það sem tjáningarfrelsið felur í sér,“ bætti hún við og minntist á ofannefnd orð George Orwells. „Við megum ekki gleyma því að frelsi pressunnar er mjög umdeilt fyrirbæri. Við erum að horfa upp á það að blaðamenn sem fjalla um spillingu, og spillingu er að finna víða um heim, eiga erfiða daga. Það er bara ekkert auðvelt að fjalla um slíkt.“ Þegar orðið er drepið áður en það er sagt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráð- stefnunni í gær. Lagði hann áherslu á tjáningarfrelsið og sagði: „Ég viðurkenni að sem stjórnmálamaður get ég af og til orðið þreyttur á blaða- mönnum, en það er lágt gjald til að greiða fyrir frelsi fjöl- miðla. Vandvirkir og hæfir blaðamenn leika lykilhlutverk í samfélaginu okkar. Án frjálsr- ar fjölmiðlunar er samfélagið hvorki frjálst né upplýst. Án frjálsrar fjölmiðlunar munu lýðræði og mann- réttindi bíða hnekki.“ Þá minntist hann á alvarleika þess að aldr- ei hefðu fleiri blaða- menn verið drepnir en í fyrra. 99 hefðu verið drepnir, 348 fang- elsaðir og 60 haldið í gísl- ingu. „Lágt gjald til að greiða“ ERINDI GUÐLAUGS ÞÓRS AFP Frá London Utanríkisráðherrarnir Chrystia Freeland og Jeremy Hunt í gær. Á milli þeirra situr mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney. Herdís Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.