Morgunblaðið - 12.07.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.07.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Brosa Harpa tónlistarhús er vinsæll áningarstaður ferðamanna og þá er tækifærið gripið og tekin mynd. Hér er sett upp skínandi bros og myndin kannski þegar komin á samfélagsmiðla. Árni Sæberg Þegar Ursula von der Leyen, varnar- málaráðherra Þýska- lands, var tilnefnd næsti forseti fram- kvæmdastjórnar ESB braust út reiðialda meðal þýskra stjórn- málamanna. Angelu Merkel Þýskalands- kanslara var bannað að greiða atkvæði í leiðtogaráði ESB með flokkssystur sinni og nánum samstarfsmanni í ríkisstjórn síðan 2005. Jafnaðar- menn í stjórn Merkel veittu kansl- aranum ekki umboð til að taka af- stöðu. Meginástæðan fyrir þessari reiði er ágreiningur innan ESB um hvernig standa skuli að vali forseta framkvæmdastjórnarinnar. Ágrein- ingurinn snýst um hve mikil völd eigi að veita ESB-þinginu. Hefur leiðtogaráð ESB frjálsar hendur við tilnefningar eða ber því að taka tillit til vilja ESB-þingsins og kjós- enda? ESB-þingmenn vilja að fylgt sé reglu sem lýst er með þýska orðinu spitzenkandidat, oddvitareglunni á íslensku. Fyrir kosningar til ESB- þingsins, þær fóru síðast fram nú í maí, koma þingflokkar sér saman um oddvita á listum sínum. Oddvita þess lista sem fær flest atkvæði ber samkvæmt reglunni að líta á sem frambjóðanda til forsetaembættis í framkvæmdastjórn ESB. Leiðtoga- ráðið eigi að taka tillit til þessa. Nú hefði Bæjarinn Manfred We- ber, oddviti mið-hægriflokksins EPP, átt að verða forseti fram- kvæmdastjórnarinnar samkvæmt reglunni. Næstur í röðinni var Frans Timmermans, jafn- aðarmaður frá Hol- landi. Hvorugur hlaut náð fyrir augum leið- togaráðsins sem til- nefndi að lokum Ursulu von der Leyen (EPP) eftir langa og stranga fundi. ESB-þingið ákveður í næstu viku hvort Ur- sula von der Leyen tekur við af Jean- Claude Juncker 1. nóv- ember. Fræðilega er staða hennar sterk. EPP-flokkurinn, S&D-flokkurinn (sósíalistar og lýðræðissinnar) og frjálslyndir eiga samtals 444 þing- menn en 376 þarf til að njóta stuðn- ings hreins meirihluta. Þessir flokkar standa að baki til- nefningu leiðtogaráðsins en meðal sósíalista kraumar mikil reiði og þess vegna hefur von der Leyen þótt miklu skipta að eiga innhlaup hjá Græningjum sem voru sig- urvegarar ESB-þingkosninganna. Hvort viðræður hennar og forystu- manna græningja skila árangri kemur í ljós. Hún vill frekar geta reitt sig á stuðning þeirra en þing- manna sem hafa horn í síðu Bruss- elvaldsins. Emmanuel Macron Frakklands- forseti barðist hart gegn hollustu við oddvitaregluna í leiðtogaráðinu. Gamalgrónir ESB-þingmenn bundu ekki hendur hans og í ESB- þingflokki hans, frjálslyndum, vilja menn ganga lengst við að styrkja yfirþjóðlegt vald í Bandaríkjum Evrópu. Frakklandsforseti stóð að baki tillögu um Ursulu von der Leyen – meðal annars vegna þess að hún talar frönsku. Þá fékk Frakkinn Christine Lagarde stól seðla- bankastjóra Evrópu og Belginn Charles Michel verður forseti leið- togaráðs ESB, hann er handgeng- inn Macron. Christine Lagarde Þegar hrunið varð haustið 2008 fóru Frakkar með pólitíska forystu innan Evrópusambandsins, þess vegna sat fjármálaráðherra þeirra, Christine Lagarde, í forsæti fjár- málaráðherrafundar ESB og EES/ EFTA-ríkjanna sem Árni M. Mat- hiesen fjármálaráðherra sótti í Brussel í nóvember 2008 fyrir Ís- lands hönd. Í bókinni Árni Matt – frá bankahruni til byltingar (útg. 2010) segir Árni að Christine Lag- arde hafi í raun verið eini fulltrúi ESB á fundinum sem reyndi að finna hóflega lausn fyrir íslensku sendinefndina. Kynni þeirra Árna og Lagarde á þessum fundi og öðr- um eru á þann veg að hann segir hana jafnan hafa sýnt Íslendingum skilning og verið „elskuleg“ eins og hann orðar það. Christine Lagarde varð fyrst kvenna forstjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) árið 2011. Í emb- ættinu kom hún að málum Íslands. Íhlutun hennar og sjóðsins í mál hér voru barnaleikur miðað við átökin við Grikki og aðrar þjóðir til bjargar evru-samstarfinu. AGS var hluti þríeykisins sem sett var á laggirnar til höfuðs Grikkjum. Hin- ir tveir fulltrúarnir komu frá fram- kvæmdastjórn ESB og seðlabanka evrunnar. Í Grikklandi beittu stjórnmálaöfl sér harkalega gegn Christine La- garde og AGS en ekki síður gegn Þjóðverjum. Angelu Merkel og Wolfgang Schäuble, fjármálaráð- herra Þýskalands, var lýst sem höf- uðfjendum Grikkja. Nú er það áfram hlutverk Lagarde að verja evruna, sjálft djásnið í augum þeirra sem vilja meiri samruna í Evrópu. Angela Merkel Herfried Münkler, stjórnmála- fræðingur og fyrrv. kennari við Humboldt-háskólann í Berlín, birti í vikunni grein í Die Welt þar sem hann færir fyrir því rök að oddvita- reglan sé hættuleg fyrir Evrópu- sambandið. Í henni felist of mikil áhersla á vald meirihlutans. Frá öndverðu hafi sambandið mótast af ríku tilliti til réttar minnihlutans. Aðilar sambandsins séu fullvalda og sjálfstæð ríki, telji þau á sér troðið kunni þau að hugsa sér til hreyfings og sundrung myndist í hópnum. Þetta sé ekki söguleg staðreynd heldur lifandi eins og komið hafi í ljós árið 2005 þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu frumvarpi að stjórnarskrá Evrópu í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í stað hennar kom Lissabonsáttmálinn árið 2009. Innan ESB togast með öðrum orðum á krafan um að rétta lýð- ræðishallann með auknu valdi ESB-þingsins og tillitið til þjóðrík- isins og fullveldis þess. Münkler segir að með vísan til virðingar fyrir þjóðríkinu sé höfuð- áhersla lögð á einróma ákvarðanir á vettvangi ESB, örsjaldan sé gengið til atkvæða. Oddvitareglan sé andstæð þessu meginsjónarmiði og í raun gengin sér til húðar. Að leggja nafn Manfreds Webers fyrir ESB-þingið rauf samstarf Þjóðverja og Frakka, pólitíska þungamiðju ESB. Að gera tillögu um Frans Timmermans gekk gegn vilja ríkisstjórna í austurhluta Evr- ópu og á Ítalíu. Herfried Münkler segir að við þessar aðstæður hafi Angela Mer- kel enn einu sinni látið samstöðu innan ESB vega þyngra en flokks- pólitísk sjónarmið. Þar með hafi hún opnað leiðina að sameiginlegri niðurstöðu í leiðtogaráði ESB. Stjórnmálafræðingurinn segir að í átökunum um forystumenn ESB hafi á ný sannast að þar nái menn ekki fram vilja sínum með stóryrt- um yfirlýsingum og úrslitakostum um menn og málefni heldur með sveigjanleika og því að halda mörg- um leiðum opnum. Sá sem hafi þessa aðferð best á valdi sínu nái einnig mestum árangri. Münkler segir að um þessar mundir ríki jafnmikil óvissa um hvort Ursula von der Leyen verði kjöin næsti forseti framkvæmda- stjórnar ESB og hvort stóra sam- steypustjórnin undir forystu Mer- kel lifi áfram í Berlín. Eitt sé þó víst að Angela Merkel ætli að kveðja stjórnmálin. Afleiðingar þess verði meiri í Brussel en í Berl- ín því að framtíð ESB ráðist af því hvort takist að finna einhvern í Merkel stað sem gegni saman hlut- verki við að setja niður ágreining og hafi það á valdi sínu. Emmanuel Macron hafi í síðasta „valdatafli“ sýnt að honum sé hlutverkið um megn, sjónarhornið sé of þröngt. Greininni lýkur á þessum orðum: „Þess vegna kann málum að vera þannig háttað að brotthvarf Merkel af evrópska sviðinu sé upphaf enda- lokanna í Brussel.“ Eftir Björn Bjarnason »Ursula von der Leyen verður lík- lega forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, Christine Legarde er seðlabankastjóri Evr- ópu, Angela Merkel hef- ur undirtökin. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Þrjár valdakonur í ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.