Morgunblaðið - 12.07.2019, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
✝ Margrét Guð-rún Sigríður
Hannesdóttir fædd-
ist í Keflavík 27.
desember 1921.
Hún lést á Hrafn-
istu, Nesvöllum, 6.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Arnbjörg
Sigurðardóttir, f. á
Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi 29. september 1887, d.
21. maí 1981, og Hannes Ein-
arsson, f. á Úlfsstöðum í Blöndu-
hlíð í Skagafirði 7. febrúar 1878,
d. 3. júlí 1947.
Systkini Margrétar voru; Eyj-
ólfur Jón, f. 1904, Guðmundur
Sigurvin, f. 1906, Guðrún Fanney,
f. 1907, Kristvin, f. 1909, Sigrún, f.
1911, Ingvi, f. 1911, Svava Sig-
urrós, f. 1914, Ellert Þórarinn, f.
1917, Einar, f. 1920, Einar, f.
1923, Lára Kristjana, f. 1926,
Bjarnheiður, f. 1930, og Unnur
Lilja, f. 1933. Þau eru
öll látin.
Margrét giftist
Baldri Þóri Júlíussyni
18. desember 1943.
Foreldrar hans voru
hjónin Jónína Jóns-
dóttir og Júlíus Jó-
hann Björnsson út-
gerðarmaður. Baldur
lést 2. nóvember 1996.
Börn Baldurs og
Margrétar eru: 1) Þórir Valgeir,
f. 29.3. 1944, maki Guðrún Páls-
dóttir. 2) María, f. 28.2. 1947,
maki G. Rúnar Júlíusson, látinn.
3) Júlíus, f. 1.7. 1952, maki Hólm-
fríður Amalía Gísladóttir. 4) Bald-
ur, f. 1.2. 1956. 5) Ómar, f. 28.1.
1958. Barnabörn þeirra eru 13,
barnabarnabörn eru 22 og barna-
barnabarnabörn 6.
Útför Margrétar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12. júlí
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Hún hét fullu nafni Margrét
Guðrún Sigríður Hannesdóttir
skýrð í höfuðið á móðursystrum
sínum. Allflestir Keflvíkingar af
eldri kantinum þekktu hana sem
Möggu Hannesar.
Foreldrahús hennar var alltaf
kallað Hannesarbær og stóð við
enda stuttrar vegslóðar sem var
kölluð Melgata, en síðan breyttist
gatnaskipulagið og þá taldist húsið
standa við Kirkjuveg.
Ég fæddist í þessu húsi. Það
hefur því miður verið rifið. Afi
minn, Hannes Einarsson, og
amma, Arnbjörg Sigurðardóttir,
bjuggu þarna við þröngan kost
með stóran barnahóp. Systkin og
hálfsystkin urðu alls 14 og var
mamma sú tíunda í röðinni.
Sum þessara barna létust ung
að aldri og enn önnur ólust ekki
upp í föðurhúsum.
Mamma náði hæstum aldri
þeirra allra eða 97 ára og hálfu ári
betur.
Mér er efst í huga það innræti
sem brýnt var fyrir öllum í þessu
húsi, en það var að vera alltaf góð-
ur við þá sem minna máttu sín. Ég
sjálfur varð oft vitni að þessu í fari
móður minnar. Hún mátti ekkert
aumt sjá.
Annað sem einkenndi móður
mína var hvað hún var natin við
umhirðu fatnaðar og allra muna í
hennar eigu. Lúnustu skyrtur og
buxur okkar urðu eins og nýjar eft-
ir að hún hafði farið um þær hönd-
um. Föt sem hún hafði átt svo ár-
um skipti eru enn sem nýkomin úr
versluninni. Hún geymdi muni og
gamlar myndir í ótrúlegu magni og
vissi alltaf hvar allir hlutir voru, al-
veg undir það síðasta.
Teppin sem hún heklaði og
myndir sem hún saumaði út voru
ótrúlega vandlega gerð og vöktu
einatt hrifningu og aðdáun allra.
Listakokkur var hún líka. Fiski-
bollur hennar og steikt ýsa í raspi
eru ógleymanlegar kræsingar.
Æskuheimili okkar syskinanna,
Sunnubraut 17 í Keflavík, var oft
vettvangur gleði og söngs. Mamma
hafði mikið yndi af að fá vini og
ættmenni í heimsókn. Tilefnin voru
fjölmörg og þurftu ekki að vera
stór. Það var oft gestkvæmt á
Sunnubrautinni.
Það ríkir ást og birta yfir minn-
ingunni um mömmu.
Megi hún hvíla í friði.
Þórir Valgeir Baldursson.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Elsku amma Magga, nú kveðj-
umst við í hinsta sinn.
Minningarnar um þig og afa eru
svo ótalmargar og þær eru fullar af
birtu og hlýju. Sunnubrautin og
bústaðurinn voru sannkallaðir
sælureitir fjölskyldunnar þar sem
ávallt var nóg til, hvort sem það
voru þínar einstöku kræsingar eða
faðmur umhyggjunnar. Heita
kókóið, fiskibollurnar, murtan og
hveitibrauðið verður ekki leikið
eftir, amma Magga kunni að gera
það rétt. Þú kenndir okkur líka
alltaf að gera rétt og vera þakklát
fyrir það sem við höfðum.
Það er samt ómögulegt að koma
í orð þakklætinu fyrir það sem við
höfðum í þér og það leiðarljós sem
þú skilur eftir þig. Það er sárt að
kveðja, en á sama hátt og blómin
sem þú gróðursettir á Þingvöllum
eru orðin að trjám munt þú halda
áfram að lifa og dafna í hjörtum
okkar með djúpar og sterkar ræt-
ur.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þórir, Gunnar Skjöldur og
Einar Aron Baldurssynir.
Ætli þetta sé ekki fyrsta minn-
ingin sem ég á um hana Möggu
ömmu þegar ég var í pössun hjá
henni yfir nótt. Þá strauk hún yfir
handarbakið á mér og fór með
þessa bæn áður en ég sofnaði. Það
er skemmst frá því að segja að ég
átti frekar erfitt með svefn þessa
nótt, því ég var logandi hræddur
við alla þessa engla sem sátu yfir
sænginni minni. Í næstu minningu
kemur fyrir rassmælir, nokkrar
kommur af hita, risastór sæng og
glas af flóaðri mjólk sem má rekja
til óhóflegrar latté-drykkju hjá
mér í dag. Þær eru ófáar minning-
arnar hjá ömmu á Sunnubrautinni
sem ylja um hjartarætur. Jólin
koma þar sterk inn og þá sérstak-
lega þegar manni var treyst fyrir
jólablandinu. Að fara inn í skúr og
blanda appelsín, kók og malt og
passa að maltið væri síðast svo það
kæmi ekki froða. Þetta voru mikil
vísindi og ekki á færi allra. Maður
fylltist stolti að vera treyst fyrir
þessu verkefni ekki orðinn 10 ára.
Í raun sá ég um jólablandið næstu
30 árin eða þangað til Ölgerðin fór
að selja tilbúið jólabland. Stund-
irnar við eldhúsborðið eiga líka
sinn sess hjá manni. Þar fór ég í
hádegismat á nánast hverjum degi
á unglingsárunum og fékk norm-
albrauð og skyr með rjóma. Eitt-
hvað fannst ömmu ég rýr þannig
að hún sendi mig líka með kókó-
mjólk og epli í eftirrétt því henni
fannst ég ekki alveg nógu „efnileg-
ur“ eins og hún komst sjálf að orði.
Afi var líka farinn að biðja mig um
að koma í kvöldmat af því þá eldaði
amma eitthvað gott eins og siginn
fisk. Hún var ekkert að elda svo-
leiðis lostæti bara fyrir hann. Það
er samt fátt sem toppar minningar
úr bústaðaferðunum á Þingvöll-
um. Þar fór ég nánast hverja helgi
í nokkur sumur og kom það fyrir
að ég tók vini mína með. Það kom
samt í raun bara einu sinni fyrir.
Amma var nefnilega sífellt að
kenna manni eitthvað í lífinu og
eitt af því var dugnaður. Við 12 ára
gamlir drengirnir höfðum plön um
að leika okkur í fótbolta, veiða og
svoleiðis yfir helgina en ekkert
varð úr þeim plönum. Við vorum
strax settir í vinnu og alla helgina
vorum við að moka mold í hjólbör-
ur og tyrfa lóðina í kringum bú-
staðinn. Amma kenndi manni líka
nýtni og að vera ekki að bruðla
með hlutina. Aromat-kryddið í bú-
staðnum var t.d. nýtt mjög vel og í
raun alveg til hins ýtrasta. Jafnvel
þó nokkuð yfir gildistíma sem skil-
aði sér í lofttæmingu sem á sér
enga hliðstæðu þegar kemur að
hlustun og þefskyni. Eitt var það
líka sem amma kenndi mér sem
hefur nýst mér í atvinnuskyni sem
er að það er í lagi að kunna ekki
textann þegar maður er að syngja.
Það er alveg nóg að syngja bara
„ræ ræ ræ“. En fyrst og fremst
kenndi amma mér ákveðin gildi
sem ég hef reynt að fylgja í gegn-
um lífið. Það eru heiðarleiki, kær-
leikur og umhyggjusemi. Við
amma spjölluðum oft saman á síð-
ari árum og þá iðulega um hvað
hún væri þakklát fyrir þær mörgu
stundir sem við áttum saman í
gegnum tíðina. Síðasta spjallið
okkar var stutt en sennilega það
minnisstæðasta: „Amma elskar
þig, Júlli minn.“
Júlíus Freyr Guðmundsson.
Elsku amma Magga.
Því miður kynntist ég ömmu
seint á lífsleiðinni og náði ég ekki
að læra íslensku nógu vel til að
eiga við hana samskipti eins og ég
gjarnan hefði viljað, en þess þurfti
hreinlega ekki. Þegar við hittumst
streymdi frá henni hlýja og kær-
leikur, og þegar hún hélt blíðlega
utan um mig og augun geisluðu af
gæsku og gleði fann ég að það
skipti engu – við skildum hvort
annað. Ég mun ávallt geyma
minningu um ömmu mína í hjarta
mínu. Hvíldu í friði.
Þinn
Christian (Chrissi)
og fjölskylda.
Hún var einstök kona hún
Magga frænka.
Hún var systir mömmu, Svövu
Hannesardóttur og systkinin voru
samtals 14.
Systkinin ólust upp á Hannes-
arbæ í Keflavík í húsi sem hefur
ekki verið meira en 50 fermetrar.
Systkinahópurinn allur var
mjög kærleiksríkur og samheld-
inn og systkinin ræktuðu það
sama í öllum sínum börnum.
Við bjuggum í Reykjavík og þá
var ekki sjálfsagt að fara á milli
staða því fólk hafði hreinlega ekki
efni á að eiga bíl og það var ekki
bruðlað með peninga.
Það var sterkt samband milli
Möggu frænku og Svövu móður
minnar – við öll börn þeirra
beggja vorum eiginlega alin upp
eins og ein fjölskylda. Við börnin
erum öll vinir og mikill kærleikur
á milli allra.
Ég elskaði það að fara til
Möggu og Balla á Sunnubrautina
og dvelja þar löngum stundum.
Fara upp í rúm til ömmu Arn-
bjargar sem hafði herbergi á efri
hæðinni og hlusta á hana fara með
Passíusálmana utanbókar. Amma
kenndi mér bænirnar og sagði
mér frá Guði og ég er þakklátur
fyrir það. Ég er þakklátur fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig,
Magga, gafst mér þinn kærleika
og umhyggju, varst mér góð fyr-
irmynd og sýndir mér að elska og
umhyggja, faðmlag og koss á kinn
er kærleikur sem við öll eigum
skilið. Ég veit að Balli er með allt
klárt og hlakkar til í að taka á móti
þér og þú varst tilbúin.
Takk fyrir allt, Magga mín, bið
að heilsa Balla og mömmu og
pabba, ég veit að það verður glatt
á hjalla og hlakka til að hitta ykk-
ur síðar.
Gestur.
Margrét
Hannesdóttir
Fleiri minningargreinar
um Margréti Hannes-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ IngibjörgBjörnsdóttir
fæddist 27. júlí
1961 á Sauð-
árkróki. Hún lést 2.
júlí 2019 á Sct.
Maria Hospice-
sjúkrahúsinu í
Vejle í Danmörku
eftir stutta en
snarpa baráttu við
krabbamein.
Móðir Ingibjarg-
ar er Guðrún Magnúsdóttir, f.
1942. Frá árinu 1978 var Ingi-
björg skrifuð Björnsdóttir. Ingi-
björg á fimm hálfsystkini, öll
sammæðra. Þau eru: Björn,
Snorri, Svanhvít, María og Anna
Lára, öll búsett í Svíþjóð ásamt
móður sinni, nema Snorri.
Sumarið 1979, fyrir réttum
fjórum áratugum, kynntist Ingi-
björg mannsefni sínu, Sigurgeiri
Skírnissyni frá Borgum í Horna-
firði, f. 1957. Vorið eftir fluttu
þau til Gautaborgar í Svíþjóð og
eyju Klöru, viðskiptafræðing (f.
1986), sambýlismaður hennar er
Mike Agerup og Guðrúnu Hel-
enu, hjúkrunarfræðinema (f.
1992). Sambýlismaður hennar er
Andreas Simonsen. Einnig eign-
uðust þau Ingibjörg og Sigur-
geir tvo drengi sem báðir létust
skömmu eftir fæðingu, Hannes
Braga (f. 1993) og Róbert Anton
(f. 1997).
Í Reykjavík vann Ingibjörg í
fjögur ár á Skálatúnsheimilinu.
Árið 1990 lauk hún matreiðsl-
unámi frá Hótel- og veitinga-
skóla Íslands en áður en fjöl-
skyldan flutti til Danmerkur
starfaði hún svo um hríð við
blómaskreytingar samhliða
barnauppeldi og heimilishaldi.
Ytra starfaði Ingibjörg í hálf-
an annan áratug við umönnun
geðsjúkra á Marielunds-heimil-
inu í Kolding. Ingibjörg var um
langt árabil virk í sjálfboðaliða-
starfi Rauða krossins sem vöku-
kona á Kolding Sygehus. Ingi-
björg var trúuð kona og tók hún
virkan þátt í starfi kirkjunnar í
Bramdrupdam og var þar um
árabil í sóknarnefnd. Þaðan
verður útförin gerð í dag, 12.
júlí 2019, og jarðsett verður í
garði kirkjunnar.
þar giftu þau sig þá
um sumarið. Í
Gautaborg dvöldu
þau við störf og
nám fram til ársins
1989, en þá flutti
fjölskyldan heim til
Íslands til nokkurra
ára. Fljótlega var
heimdraganum þó
hleypt að nýju því
1994 lá leiðin til
Kolding í Dan-
mörku þar sem hjónin hafa ver-
ið búsett allar götur síðan. Þar
beið eiginmannsins það verkefni
að setja á stofn og reka alþjóð-
lega þjónustumiðstöð og vara-
hlutasölufyrirtæki fyrir fram-
leiðanda bandarískra dísilvéla.
Studdi Ingibjörg það verkefni
með ráðum og dáð.
Ingibjörg og Sigurgeir eign-
uðust fimm börn: Skírni, sem er
vélfræðingur (f. 1981), hann á
soninn Asbjørn Sigurgeir (f.
2007) með Tinu Bartelsen; Fann-
Ástkæra móðir, leiðarljós okk-
ar í myrkri sem í björtu – eilífðar
engillinn okkar.
Fyrir okkur hefur þú gefið lífið.
Fyrir okkur hefur þú barist.
Fyrir okkur, hefur þú andað og lifað.
Þínu hlutverki í þessu lífi er nú lokið.
Þitt leiðarljós er nú að eilífu slokknað.
Við höfum misst þinn trygga faðm og
öryggi.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið
okkur.
Takk fyrir styrk þinn og vilja.
Takk fyrir þekkingu þína og kænsku.
Takk fyrir þína smitandi lífsgleði.
Takk fyrir þitt jákvæða viðhorf.
Takk fyrir endalausa ást þína á okkur.
Þín verður saknað hverja sek-
úndu sem eftir er í okkar lífi.
Sá sári söknuður er sú ást til
þín sem við getum ekki lengur
gefið þér.
Við söknum þín og elskum þig
að eilífu.
Þínar dætur
Guðrún Helena
og Fanney Klara.
Mágkona mín er látin langt um
aldur fram. Þau Geiri bróðir og
Ingibjörg, Inga eins og við köll-
uðum hana oftast, kynntust ung
að árum og héldu æ síðan þétt
saman, jafnt í blíðu sem stríðu.
Ellefu vikna stríði við krabbamein
er lokið, mein sem ekki auðnaðist
að greina það tímanlega að lækn-
ing yrði möguleg. Skelfileg stað-
reynd. Eftir stendur fjölskyldan
vængbrotin og sorgmædd. Anker-
ið er ekki lengur til staðar. Ingi-
björg var svo sannanlega horn-
steinn fjölskyldunnar, ávallt vakin
og sofin yfir velferð sinna nánustu.
Og ekki bara sinna nánustu því
hún valdi sér það hlutskipti að
vinna í sjálfboðastarfi með þeim
sem minna máttu sín í samfélaginu
eða áttu á einhvern hátt um sárt að
binda. Þar í hópi voru meðal ann-
ars sjúklingar sem höfðu þörf fyrir
að ræða sín mál við vökukonur
Rauða krossins á sjúkrahúsinu í
Kolding. Það er jú ákveðin kúnst
að geta hlustað og huggað og það
kunni Ingibjörg öðrum betur.
Við Ástrós heimsóttum Ingu og
Geira í Gautaborg þegar frum-
burður þeirra var nýlega fæddur.
Árið eftir komu þau til Kielar í
Þýskalandi þar sem við vorum við
nám, þá var gaman. Saman tókum
við hús á ömmu okkar Önnu Gamm
í Hamborg. Þar urðu miklir fagn-
aðarfundir þegar fyrsta lang-
ömmubarnið, Skírnir litli, skreið
upp í fang ættmóðurinnar. Óma
eins og við kölluðum ömmu okkar á
milli tók auðvitað á móti okkur
með kostum og kynjum. Við skoð-
uðum okkur aðeins um í Hamborg
og Slésvík-Holtsetalandi, lékum
sannkallaða túrhesta í móðurland-
inu. Segja má að þar hafi grunn-
urinn verið lagður að vinskap og
farsælum samskiptum Geira og
Ingu við frændgarð okkar í Þýska-
landi. Óskar móðurbróðir, Ilse
kona hans, dætur og barnabörn
voru boðin velkomin til Kolding
og svo endurguldu Inga og Geiri
heimsóknirnar, oft mörgum sinn-
um á ári, með því að fara annað-
hvort til Fehmarn eða Hamborg-
ar. Leiðin var jú stutt þegar
ákveðið hafði verið á annað borð
að hittast og bíllinn var kominn í
gír. Þá var gjarnan komið við í
fjölskyldugrafreitnum í Blanke-
nese og blómsveigur, vitaskuld
haganlega gerður af Ingibjörgu,
lagður þar á leiði ömmu Ómu og
hinna þýsku ættingjanna sem þar
hvíla. Það var frábært að sjá hvað
þær Birte og Inga urðu nánar og
góðar vinkonur og hvað öllum
kom vel saman.
Ingibjörg var höfðingi heim að
sækja og nutum við Ástrós þess
undantekningarlaust þegar við
gerðum okkur ferð um Jótlands-
skagann. Þá eldaði Inga fyrir okk-
ur „kínverskt“ eða eitthvað
„danskt“ sem kitlaði bragðlauk-
ana svo lengi verður í minnum
haft.
Útför Ingibjargar verður gerð
12. júlí 2019 frá Bramdrupdam-
kirkjunni í Kolding. Við Ástrós,
sem og fjölskylda Sigurgeirs á Ís-
landi, kveðjum Ingibjörgu með
kærri þökk fyrir fjögurra áratuga
samferð, vegferð sem endaði allt
of fljótt. Við sendum fjölskyldunni
og vinum hennar öllum samúðar-
kveðjur. Hvíl í friði, kæra Ingi-
björg.
Karl Skírnisson.
Ingibjörg
Björnsdóttir
✝ Árni Sigurðssonfæddist í
Skammadal í Mýr-
dal 9. febrúar 1938.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Bæj-
arási í Hveragerði 5.
júlí 2019.
Foreldrar hans
voru Vilborg Árna-
dóttir frá Efri-Ey í
Meðallandi, f. 28.
júní 1913, d. 9. apríl
2001, og Sigurður Sigurðsson
frá Lágu-Kotey í Meðallandi, f. 9.
nóvember 1903, d. 24. maí 1988,
sem bjuggu í Skammadal.
Systkini hans eru: Guðgeir, f.
21. október 1940, búsettur í Vík í
Mýrdal, og Kristín Sunneva, f.
14. júní 1944, búsett í Hvera-
gerði.
Árni ólst upp í Skammadal.
Uppkominn stundaði hann ýmsa
vinnu sem til féll, m.a. á vertíð-
um í Vestmannaeyjum. Í október
1964 hóf hann störf
á bílaverkstæði
Kaupfélags Skaft-
fellinga í Vík, þar
sem hann vann
fram á mitt ár
1985. Eftir það
fluttist hann aftur
að Skammadal og
starfaði við búið.
Síðar gekk hann í
félagsbú með Guð-
geiri bróður sínum
og starfaði við það til ársins
2013.
Þá flutti hann til Hveragerðis
og keypti sér íbúð í Arnarheiði 8.
Af heilsufarsástæðum flutti
hann á hjúkrunarheimilið Bæj-
arás í Hveragerði í desember
2014 og dvaldi þar til dánardæg-
urs.
Útför Árna verður gerð frá
Víkurkirkju í Mýrdal í dag, 12.
júlí 2019, og hefst hún klukkan
14.
Í örfáum orðum langar mig
að minnast öðlingsins Árna frá
Skammadal.
Hann var úr sömu sveit, ég
vissi hver hann var. Kominn af
góðu fólki. Við Kristín systir
hans urðum mjög góðar vinkon-
ur og erum það enn. Það var
ekki fyrr en löngu seinna sem
ég kynntist honum Árna hér í
Hveragerði, og það sannarlega
af góðu einu. Það var alltaf
gaman að ræða við hann og
segja sögur af fólki úr sveitinni
okkar.
Hann var einstaklega minn-
ugur og svo skemmtilega stutt í
húmorinn, enda dálítið stríðinn.
Mér er minnisstætt þegar ég
var að lesa fyrir hann ævisögu
jafnaldra hans, Sigurgeirs
Kjartanssonar, hvað hann
fylgdist vel með og hvað hann
mundi margt frá þessum tíma.
Við áttum svo góðar stundir
saman við að rifja upp ýmsa
viðburði úr Mýrdalnum og
hann gat frætt mig um ým-
islegt.
Ég fann að hann hafði gam-
an af að minnast þessara tíma
og að hann hafði átt góða æsku.
Það segir einhvers staðar að
raunveruleg auðæfi hvers mann
séu það góða sem hann lætur af
sér leiða um sína daga. Árni
reyndist mér vandalausri vel og
á ég honum mikið að þakka.
Elsku Kristín, Guðgeir og
fjölskylda, mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin lif-
ir um góðan bróður.
Oddný Runólfsdóttir.
Árni Sigurðsson