Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 ✝ Guðbjörg Soff-ía Petersen fæddist í Reykjavík 20. júlí 1933 og bjó nær allt sitt líf í sama húsinu við Skeggjagötu. Hún lést á Droplaug- arstöðum í Reykja- vík 2. júlí 2019. Guðbjörg var dóttir hjónanna Ágústs Ferdinands Petersen, f. 20. nóvember 1908, d. 7. nóvember 1990, og Guð- nýjar Eiríku Petersen, f. 24. apr- íl 1910, d. 2. júní 1992. Guðbjörg giftist Steini Guðmundssyni, f. 15. maí 1933 á Minna-Hofi í Rangárþingi ytra, 8. maí 1954. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ingvarsson, f. 25. ágúst 1904, d. 10. mars 1986, og Clara Lambertsen, f. 15. desember 1909, d. 6. júní 1993. Guðbjörg og Steinn eignuðust þrjár dætur, þær Guðnýju Ágústu, f. 18. ágúst 1954, Sig- ríði, f. 1. ágúst 1959, og Klöru, f. 23. júní 1970. Guðný Ágústa var gift Friðriki Helga Jónssyni, f. 13.11. 1951, d. 12.12. 2010. Börn þeirra eru Hildur, f. 11.7. 1985, og Steinn, f. 23.3. 1988. Steinn er giftur Mörtu Guð- rúnu Blöndal, f. 9.2. 1988, og þau eiga dótturina Soffíu Steinsdóttur Blön- dal, f. 25.1. 2017. Sigríður á soninn Stein Rud, f. 12.8. 1988, með fyrrver- andi sambýlismanni sínum John Rud. Klara er gift Áka Guðna Karlssyni, f. 1.2. 1971, og þau eiga synina Atla Gauta, f. 5.12. 2001, og Orra Stein, f. 15.12. 2010. Guðbjörg ólst upp hjá for- eldrum sínum í Norðurmýrinni í Reykjavík. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Austurbæjar- skóla og síðar verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands. Eftir að námi lauk starfaði hún á fast- eignasölu Magnúsar Þórarins- sonar. Síðan hóf hún störf hjá Kvenfélagasambandi Íslands sem gjaldkeri og auglýsinga- stjóri tímaritsins Húsfreyjunn- ar, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 12. júlí 2019, og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við elsku ömmu Gógó með miklum söknuði. Allir sem þekktu ömmu bera henni eins söguna, hún var með eindæmum góð kona, lífsglöð og jákvæð. Þó að sjúkdómurinn hafi rænt hana mörgu á síðustu æviárunum hélt hún alltaf í sitt góða hugarfar og léttu lund. Hún hafði umfram allt gaman af lífinu og það smitaði sannarlega út frá sér. Það var líka alltaf stutt í grínið hjá ömmu og lét hún ekki amstur dagsins vefj- ast fyrir góðum brandara eða þá skemmtilegri sögu af ævintýrum þeirra afa, sem voru ófá. Amma var einstaklega um- hyggjusöm og það var alltaf svo notalegt og gott að koma í heim- sókn til ömmu og afa á Skeggjó. Þaðan skyldi enginn fara með tóman maga, sama hversu stutt var stoppað. Amma hélt vel utan um fólkið sitt og lagði rækt við bæði vini og fjölskyldu. Hún var líka vinamörg og átti sérlega auð- velt með að tengjast fólki. Það var þó einn sem fékk alltaf sérstaka athygli ömmu, það fór ekki á milli mála að afi var ljósið í lífi hennar. Samrýndari hjón eru vandfundin. Amma vildi helst hafa afa við hlið sér öllum stundum og í það allra mesta í kallfæri. Ást þeirra og vin- skapur var til fyrirmyndar. Góðu minningarnar af ömmu eru ótalmargar en sennilega er sú mest ljóslifandi af ömmu sitjandi við hlið afa í garðinum, með kaffi- bolla í hönd, hallandi aftur aug- unum til að grípa sólargeislana sem náðu á milli gömlu trjánna í Norðurmýrinni. Þar var amma á sínum stað og þurfti ekkert meira. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allar góðu stundirnar með ömmu Gógó. Hún var yndisleg mann- eskja og skilur eftir mikla hlýju í hjörtum okkar. Hildur og Steinn. Guðbjörg Soffía Petersen og maður hennar, Steinn Guðmunds- son, hittust fyrst á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir 67 árum. Frá þeim tíma lágu leiðir þeirra saman í líf- inu. Þau giftust árið 1954 og eign- uðust dæturnar, Guðnýju Ágústu, Sigríði og Klöru. Samfylgd Guðbjargar og Steins hefur að mestu verið farsæl og hamingjurík. Þó bar þann skugga á að tengdasonur þeirra og maki elstu systurinnar, Guð- nýjar Ágústu, lést árið 2010, að- eins 59 ára að aldri. Friðrik var öllum sem hann þekktu harm- dauði. Ég hitti Guðbjörgu frænku mína og Stein, mann hennar, fyrst í jólaboði hjá Ágústu, ömmu minni, á Nesveginum. Ágústa, amma mín, og Ágúst Ferdinand, faðir Guðbjargar, voru systkini. Ég kynntist þeim hjónum enn bet- ur eftir að ég varð heimilislæknir fjölskyldu þeirra árið 1986. Við urðum miklir vinir og samherjar og þau studdu mig dyggilega í stjórnmálavafstri mínu, frá árinu 1990. Við vorum öll stuðnings- menn gamalla og góðra gilda sjálf- stæðisstefnunnar, eins og áar okk- ar í Eyjum. Guðbjörg og Steinn voru glæsi- leg hjón, fríð sýnum og dökk yf- irlitum. Kærleikur og vinátta geislaði af þeim. Þau voru létt og skemmtileg en samt hógvær og blíð, eins og þau áttu kyn til. Guð- björg, frænka mín, minnti mig ávallt á nöfnu hennar og ömmu, Guðbjörgu Jónínu Gísladóttur, frá Hlíðarhúsi, Hóli og Gimli í Eyjum. Guðbjörg, langamma mín og amma Guðbjargar Soffíu, var svipsterk og fríð kona, dökk yfir- litum og eðlisblíð. Þessir eiginleik- ar hafa varðveist hjá afkomendum Guðbjargar á Gimli í fjóra ættliði, þeim Ágústu ömmu minni, Guð- björgu Soffíu, dóttur hennar Guð- nýju Ágústu og í fjórða ættlið hjá Hildi Friðriksdóttur. Systir Guðbjargar, langömmu minnar, Anna Ásdís, síðar kona og barnsmóðir Gísla J. Johnsens, stórathafnamanns í Eyjum, var glæsileg kona eins og systir henn- ar. Enn í dag er fjallkonubúningur sá er hún bar á 17. júní, snemma á liðinni öld, notaður á þjóðhátíðar- daginn af ungum Eyjakonum. Guðbjörg frænka mín lést á Droplaugarstöðum 2. júlí sl. Ég sá hana síðast við sæmilega heilsu þegar ég hitti hana og Stein í Fossvogskirkjugarði sumarið 2016, þegar þau voru að huga að leiði foreldra Guðbjargar. Við settumst saman á svalirnar hér á Naustabryggjunni og áttum góða stund saman. Það var létt yfir Guðbjörgu, þó að minnisglapa- sjúkdómurinn sem hrjáði hana væri kominn í ljós. Síðustu æviár hennar minna mig á þau hin sömu hjá Guðbjörgu langömmu minni, sem eins og Guðbjörg nafna henn- ar var alltaf glaðvær, líka eftir að hún var komin á hjúkrunarheimili við ævilok. Ég mun ávallt minnast Guð- bjargar Soffíu, eða Gógó eins og hún var kölluð, sem yndislegrar og góðrar konu. Ég bið Steini, dætrunum og afkomendum öllum blessunar. Ólafur F. Magnússon. Guðbjörg Soffía Petersen ✝ Þorgeir Þor-geirsson fædd- ist á Laugum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold 20. júní 2019. Foreldrar hans voru Þorgeir Sveinbjarnarson, kennari, skáld og forstjóri Sundhallar Reykjavík- ur, f. 14. ágúst 1905, d. 19. febr- úar 1971, og Bergþóra Davíðs- dóttir, kennari og húsmóðir, f. 22. desember 1909, d. 4. júlí 1952. Systkini Þorgeirs: Davíð Björn, f. 1938, d. 1940, og María Halldóra, f. 1940, d. 2006. Hinn 7. september 1957 kvæntist Þorgeir Kristjönu F. Arndal listmálara, f. 7. júní 1939, d. 3. mars 2015. Foreldrar hennar voru Jósefína Lilja Vig- fúsdóttir Hjaltalín, húsmóðir og matselja, og Finnbogi Jóhanns- son Arndal, forstjóri Sjúkra- samlags Hafnarfjarðar. Börn Kristjönu og Þorgeirs eru 1) Bergur, bókmenntafræð- ingur, f. 1958, maki er Sigríður Kristinsdóttir. Þau eiga tvær búskap sinn árið 1957 og bjuggu þau að mestu í Reykja- vík og Kópavogi, en einnig í Garðahreppi. Vegna náms og starfa þeirra beggja var fjöl- skyldan langdvölum erlendis, þ.e. í Ísrael 1963-1966, í Eng- landi 1968-1970 og Svíþjóð 1975 til 1986. Eftir heimkom- una frá Svíþjóð bjuggu þau fyrst á Akureyri, en síðan í Hafnarfirði frá 2001. Þorgeir vann í kjölfar sérfræðinámsins á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, á Huddinge- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og eftir að hafa komið alfarið heim sem yfirlæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem hann vann að upp- byggingu meinafræðideildar sjúkrahússins. Hann var um árabil dósent við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við hjúkr- unarfræðideild Háskólans á Akureyri. Samhliða störfum sem læknir vann Þorgeir við ritstörf. Komu út eftir hann fjórar bækur, þar af þrjár ljóðabækur, og birti hann greinar í tímaritum, aðallega vísindagreinar. Þá lék hann handknattleik með ÍR og var hann samtals 12 ár í meist- araflokki. Hann lék einnig á pí- anó og var öflugur skákmaður á sínum yngri árum. Þorgeir verður jarðsettur frá Kópavogskirkju í dag, 12. júlí 2019, klukkan 13. dætur, Bergþóru, f. 1991, og Vigdísi, f. 1994. 2) Lilja, félagsfræðingur, f. 1959, maki er Björn Erlingsson. Þau eiga tvo syni, Þorgeir, f. 1996, og Markús, f. 1998. 3) Finnur, kerfisfræð- ingur, f. 1967, maki er Chin Ming Teoh. Þau eiga eina dótt- ur, Ástu Dóru, f. 2007. 4) Fjóla, myndmenntakennari, f. 1972, maki er Baldur Bragi Sigurðs- son. Þau eiga þrjú börn, Emil Draupni, f. 1998, Maríu Glóð, f. 2000, og Katrínu Emblu, f. 2007. Þorgeir ólst upp á Laugum til 11 ára aldurs og síðan við Flókagötuna og Drápuhlíðina í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og prófi í lækn- isfræði frá Háskóla Íslands 1961. Sérfræðinám í meina- fræði stundaði hann við Hadas- sah-sjúkrahúsið í Jerúsalem 1964 til 1966 og Hammersmith- sjúkrahúsið í Lundúnum 1968 til 1970. Þorgeir og Kristjana hófu Í dag vil ég þakka tengdaföður mínum Þorgeiri Þorgeirssyni lækni og ljóðskáldi góðar stundir og samfylgd til margra ára. Þor- geir var hæglátur maður, orðvar og skynsamur og oft með bók við hendina, þar sem hann sat í stól, klæddur skyrtu, vesti og flauels- buxum í jarðarlitunum, vildi síst af öllu berast á. Var ekki mikið fyrir hin veraldlegu gæði en unni sér vel í náttúrunni við hraun eða læk. Fór oft í gönguferðir einn, eða með Kristjönu konu sinni. Einkenni Þorgeirs var yfirvegun og ró, og ekki spillti fyrir góður djass á fóninum, en stundum spil- aði hann sjálfur á píanóið þegar fáir heyrðu. Þorgeir var víðlesinn og kom fyrir að hann rétti manni bók yfir eldhúsborðið, þar sem kleinur, kaffi og jólakaka áttu sinn stað í tilverunni. Hann var fagur- keri þegar góðar bækur og mynd- list áttu í hlut. Alltaf fann ég frá honum góðvild og stutt var í glettni, þótt ekki væri margorður. Þorgeir og Kristjana lifðu í far- sælu hjónabandi og eignuðust fjögur börn: Berg, Lilju, Finn og Fjólu. Þau hjónin voru ólíkar manngerðir en eitt af því sem sameinaði þau var áhugi fyrir list- um. Minnisstæðar eru heimsóknir okkar Lilju konu minnar til Ak- ureyrar um jól þar sem dvalið var í húsi Þorgeirs og Kristjönu að Brekkugötu 27a, þar sem við átt- um ógleymanlegar stundir með þeim og börnum þeirra í svartasta skammdeginu. Kristjana eldaði góðan mat og bakaði ljúffeng brauð og hafði oft áhyggjur af því að eiginmaðurinn borðaði ekki nóg og gætti þess að ekki væri of mikið salt í matnum til að halda blóðþrýstingnum í lágmarki. Samhliða vinnu við læknisfræð- ina orti Þorgeir og komu út eftir hann fjórar bækur, þar af þrjár ljóðabækur: Endurfundir (1992) með myndverkum eftir eiginkon- una Kristjönu, Dagsformið (2005), Eitthvað að huxum (2008) og Heimsókn (2011). Þá tók Þorgeir þátt í yfirlestri og þýðingum á tveimur ljósmyndabókum undir- ritaðs og er ég honum þakklátur fyrir ánægjulega samvinnu. Minn- isstæðar eru smekklega valdar gjafir sem Þorgeir gaf, svo sem um jól eða afmæli, en hann vildi helst gefa góða bók. Á yngri árum æfði Þorgeir handbolta með ÍR, en faðir hans Þorgeir Sveinbjarnarson var íþróttakennari og þekkt ljóðskáld úr Borgarfirðinum, sem orti með- al annars Vísur Bergþóru, falleg- an ljóðaflokk frá árinu 1955. En víst er að móðurmissirinn hefur haft áhrif á líf hins unga drengs sem hér um ræðir. Þorgeir spáði í drauma, og eitt sinn var það að litfagur kópur synti á land og fór þaðan inn í lít- inn kofa í fjörunni. Þetta var degi áður en drengur okkar Lilju kom í heiminn fyrr en áætlað var og fannst okkur við hæfi að hann fengi nafnið Þorgeir í höfuðið á afa sínum. Þetta gerðist þegar við voru með þeim hjónum í bústað á Egilsstöðum. En í byrjun með- göngunnar þegar Lilja tjáði föður sínum að hún væri ófrísk voru við- brögð hans þessi: „Þetta er athyglisvert“, enda er lífið athygl- isvert ferðalag. Eftir stendur þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við Þorgeir tengda- faðir minn áttum, og vil ég senda fjölskyldum, ættingjum og vinum Þorgeirs innilegar samúðar- kveðjur. Björn Erlingsson. Afi var ólíkur öllum öðrum. Í fyrstu kann hann hafa virst stífur og alvarlegur fyrir fólki, en þegar maður kynntist honum betur komst maður að því hversu ljúfa og tilfinningaríka sál hann hafði að geyma. Hann var ekki maður margra orða en samt fannst mér alltaf eins og við skildum hvor annan. Það var mikil upplifun að lesa ljóðabókina Dagsformið þeg- ar afi var nýfarinn. Í þessari bók er týndur en sáttur maður að leggja tilfinningar sínar á borðið. Á þessum tímapunkti höfðu þessi ljóð fengið öðruvísi merkingu en þau höfðu haft áður. Afi sýndi okkur barnabörnun- um alltaf mikinn stuðning. Hvort sem það var tónlist, íþróttir eða aðrar tómstundir sýndi hann því alltaf áhuga og mætti á þá við- burði sem við stóðum fyrir. Enginn var eins snjall og afi Þorgeir þegar kom að því að velja jólagjafir. Hann og amma tóku sér langan tíma í hverja einustu gjöf og pössuðu upp á það að hún pass- aði fullkomlega við þann persónu- leika sem valið var fyrir. Don Kí- kóti, Síðustu dagar Sókratesar og Lifandi Vísindi blöð hljóma ekki eins og hefðbundnar gjafir sem þú myndir gefa dreng sem ekki er orðinn unglingur. En með hverj- um deginum sem líður kemst ég að því hversu fullkomlega þau hittu naglann á höfuðið þegar kom að þessum málum. Í fjölskylduboðum sagði afi lítið en þegar hann talaði voru það yfirleitt stuttar og hnitmiðaðar setningar. Þegar við ættingjarnir vorum að grínast eða segja skemmtilegar sögur lét afi sér það nægja að sitja, hlusta vel og hlæja með. Hann þurfti ekki að gera meira, við skildum hann öll. Ég kveð afa minn og nafna Þor- geir Þorgeirsson með hlýju og söknuði. Þorgeir Björnsson. Það er stundum líkt og maður sjái á bak nánum ættingja þegar einhver fellur frá sem var samtíða í menntaskóla frá 15 ára aldri samfleytt í sex ár, jafnvel þótt samskipti hafi síðan verið lítil sem engin áratugum saman. Við vor- um semsé í þeim 30 unglinga hópi sem var seinasti bekkurinn þegar gagnfræðadeild starfaði enn í MR. Síðan bættust hundrað við í 3. bekk. Þorgeir var hæglætismaður og nánast jafnvígur á hverja náms- grein, ekki síst sögu og stærð- fræði. Hann var líka ágætur á íþróttasviðinu. Hann virtist frekar dulur en samt félagslyndur og tók þátt í ýmsu gamni. Svo langt gekk þessi galskapur eitt sinn, að þegar til stóð að kjósa bekkjarbróður okkar Jón Samsonarson sem for- mann Félags ungra þjóðvarnar- manna, vildi Jökull Jakobsson endilega stríða Jóni og fékk Þor- geir til að bjóða sig fram gegn honum. Við fjölmenntum á fund- inn og aðeins munaði tveim at- kvæðum að Þorgeir hefði betur. Þorgeir gat líka átt það til að lauma út úr sér tvíræðum athuga- semdum sem hittu í mark, ekki síst hjá kennurum. Eitt sinn var hann rekinn úr tíma fyrir hógvært en eilítið ögrandi tilsvar. Við vissum að Þorgeir var smekkmaður á ýmsar listir, en ekki að hann fengist við að yrkja líkt og faðir hans. Hann birti held- ur ekkert af þeim toga fyrr en hann var orðinn harðfullorðinn. Það athæfi dró þann dilk á eftir sér að bekkjarbróðir okkar og al- nafni Þorgeirs tók að skrifa föð- urnafn sitt með einu s-i, til að þeim jafnöldrum og skáldbræðrum yrði ekki ruglað saman. Hjá okkur í bekknum voru þeir blátt áfram aðgreindir á þann hátt, að sá sem hér er til umræðu var kallaður Þorgeir betri en hinn sá verri. Og undu báðir því sæmilega. Mannþekking Þorgeirs gat birst með óvæntum hætti. Sem áður sagði var hann nokkuð góður í stærðfræði, en tveir voru þó okk- ar fremstir í busabekknum, Björn Höskuldsson og Örn Svavar Garð- arsson. Þorgeir sagði mér þann mun á þeim að Birni væri stærð- fræðin meðfædd en Örn hefði þurft að tileinka sér hana. Og munu hafa verið orð að sönnu. Þótt áratugir liðu milli þess að við sæjumst, var í hvert sinn eins og við hefðum hist daginn áður og gátum skipst á athugasemdum í okkar gamla hulduhrútslega stíl. Árni Björnsson. Þorgeir Þorgeirsson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Aðalgötu 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. júlí klukkan 13. Jóhannes M. Ingiþórsson Guðbjörg Magnea Jónsdóttir Margrét Ingiþórsdóttir Jóhann Ingi Grétarsson Ragnheiður Ása Ingiþórsd. Gunnar Einarsson Heiðar Ingiþórsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.