Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 „ÆTLAR ÞÚ Í JÓLABOÐIÐ?” „MÉR ER SLÉTT SAMA HVERN HÚN KAUS. ÞAÐ ER EKKI SÉNS AÐ ÉG KYSSI BARN MEÐ MISLINGA!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... innilegur koss þegar hann kemur aftur heim. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÉR ERUM VIÐ GRASKERINGRETT- IR!! HRÓLFUR TÓK HVERJA EINUSTU MERKJAVÖRU SEM ÞÚ HEFUR GEFIÐ MÉR! HAH! HANN ER NÚ MEIRI ASNINN! ÞÆR ERU ALLAR FALSAÐAR! JÁ ER ÞAÐ? ÞÆR SLÁ ALDEILIS Í GEGN HJÁ ÞÉR! HEI, FLOTTUR BÚNINGUR, GULLI! m.a. hæfnisnefndum. Hann hefur verið félagi í Lionsklúbbnum Nirði frá 1977, Melvin Jones-félagi frá 2005, og hann var formaður MedicAlert á Íslandi 1985-1999. Fjölskylda Eiginkona Jóhannesar er Jó- hanna Árnadóttir, f. 11. apríl 1945, sem er fyrrverandi forstöðumaður umsjónarnefndar eftirlauna og hefur síðan fengist við ýmis störf. Foreldrar Jóhönnu eru Árni Ing- ólfsson skipstjóri, f. 3. ágúst 1902, d. 22. mars 1992, og kona hans Magný Kristjánsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júní 1910, d. 17. maí 1968. Foreldrar Jóhannesar eru Pálmi Friðriksson, f. 19. október 1900, d. 16. febrúar 1970, sjómaður á Akureyri, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir, f. 21. september 1904, d. 23. mars 1993, húsfreyja á Akureyri. Dætur Jóhannesar þrjár eru all- ar búsettar í Reykjavík. Þær eru a): Magný, f. 6. september 1965, sérfræðingur hjá KPMG. Maki hennar er Haukur Hilmarsson verkfræðingur. Börn þeirra eru fimm. Guðrún, f. 3. júní 1967, kaupmaður. Maki hennar er Þor- steinn Torfason bókagerðarmaður. Börn þeirra eru þrjú. c) Auður, f. 28. maí 1975, kaupmaður. Maki hennar er Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri rafrænna heilbrigð- islausna hjá Embætti landlæknis. Börn þeirra eru fjögur. Úr frændgarði Jóhannesar Pálmasonar Jóhannes Pálmason Þorbjörg Kristjánsdóttir vinnukona á Lokinhömrum Vagn Jónsson vinnumaður á Lokinhömrum Guðbjörg Vagnsdóttir húsfreyja á Patreksfi rði Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja á Akureyri Jóhannes Bjarni Friðriksson smiður á Patreksfi rði Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Litla-Laugardal Friðrik Friðriksson bóndi í Litla-Laugardal Tálknafi rði Friðrika Guðjónsdóttir húsfreyja í ReykjavíkFriðrik Kristján Guðbrandsson læknir Þorkell Guðbrandsson læknir Guðjón Jóhannesson smiður á Patreksfi rði Friðrik Vagn Guðjónsson læknir á Akureyri Hermann Guðjónsson fv. siglingamálastjóri Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja á Akureyri Friðrik Daníel Stefánsson viðskiptafræðingur Anna Gabríella Stefánsdóttir húsfreyja Anna Soffía Stefánsdóttir húsfreyja í Hraukbæjarkoti Guðmundur Árnason bóndi í Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Syðra-Kambhóli og á Akureyri Friðrik Daníel Guðmundsson bóndi á Syðra-Kambhóli Sigríður Sæunn Sigurðardóttir húsfreyja í Teigi Guðmundur Guðmundsson bóndi í Teigi í Hrafnagilshreppi Pálmi Friðriksson sjómaður á Akureyri Ámiðvikudaginn skrifaði DavíðHjálmar í Davíðshaga í Leir- inn: „Héðan er stutt í grænmet- isgarðana þar sem ég er með mikla ræktun. Upp úr miðjum júní er hér etið grænmeti og varla annað. Það að rækta garðinn sinn og grænmet- isát bætir hvern mann og breytir honum“: Af gleði og natni ég garðyrkju stunda og grænmetið brúka í rétti og te. Oft ligg ég og jórtra og hugsa um hunda og helvíska tófuna. Meme-me-me. Á mánudag skrifaði Guðmundur Arnfinnsson limru á Boðnarmjöð: Hann Eyjólfur uppgjafaprestur er endemis hrossabrestur sem orgar og snýst, og auli sá víst mun endurfæðast sem hestur. Helgi Ingólfsson þekkir vel til prestsins: Þótt klerkurinn þessi sé klossi og kannski þá líkastur hrossi, þá met ég það nú, að með sína trú hann muni víst enda á krossi. Guðmundur Halldórsson kann líka frá honum að segja: Er þrýstir klerkurinn kossi, kviknar í meyjum blossi. En áður en seggur sig oná þær leggur, þær segja að karl sig krossi. En þannig fór það eins og Jón Atli Játvarðsson segir: Eyjólfur aldrei var betri þá axlaði skinnin að vetri, auðnir hann gekk við galdranna hrekk, því sátt fékk hann ekki á setri. Ragna Guðvarðardóttir orti „eftir óþægilega byltu“ og fékk hlýjar kveðjur með óskum um skjótan bata sem tekið er undir: Löskuðust mín liðabönd á ljósu sumardægri. Vanmáttug er vinstri hönd en verri þó sú hægri. Pétur Stefánsson yrkir: Við orðadútl ég oftast finn innri ró og kæti. Það má segja að þanki minn sé þjáður af vísnablæti. Kristján frá Gilhaga rifjaði upp og sagði Eystein í Skáleyjum hafa ort: Hleypir skeiði götu úr götu, götufáka ólmur her, einn á minni lötu Lödu.. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af grænmetisáti og Galdra-Lofti TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.