Morgunblaðið - 12.07.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019
Mist Edvardsdóttir, knattspyrnu-
kona úr Val, sleit krossband í hné í
þriðja skipti á jafnmörgum árum á
mánudaginn, í leik Vals og Keflavíkur í
úrvalsdeild kvenna. Fotbolti.net
greindi frá þessu í gær. Þar með er
ljóst að hún spilar ekki meira á þessu
tímabili en Mist hóf að leika með Val á
ný í vor eftir að hafa misst alveg af
tímabilunum 2017 og 2018.
Simona Halep varð í gær fyrsta
rúmenska konan til að komast í úrslit
á Wimbledon-mótinu í tennis þegar
hún vann Elinu Svitolinu frá Úkraínu í
tveimur settum. Hún mætir annað-
hvort Serenu Williams frá Bandaríkj-
unum eða Barboru Stryvovu frá Tékk-
landi í úrslitaleiknum á morgun.
Hlynur Örn Hlöðversson sem hefur
verið varamarkvörður knattspyrnuliðs
Breiðabliks er genginn til liðs við 1.
deildarlið Fram. Þar leysir hann af
hólmi Ólaf Íshólm, sem Framarar voru
með í láni frá Breiðabliki en Kópavogs-
félagið kallaði hann aftur til sín um
síðustu helgi. Hlynur kom inn á fyrir
Gunnleif Gunnleifsson í toppslag
Breiðabliks og KR á dögunum.
Bjarni Páll Linnet Runólfsson,
miðjumaður knattspyrnuliðs Víkings í
Reykjavík, hefur verið lánaður til 1.
deildarl iðs Þróttar í Reykjavík. Bjarni
fékk aðeins tækifæri í tveimur leikjum
með Víkingi í fyrri umferð úrvalsdeild-
arinnar.
Hornamaðurinn Orri Freyr Þorkels-
son hefur skrifað undir nýjan þriggja
ára samning við handknattleiksdeild
Hauka. Hann skoraði samtals 117 mörk
í 34 leikjum Hauka á Íslandsmótinu
síðasta vetur.
Eitt
ogannað
9. UMFERÐ
Andri Yrkill Valsson
Víðir Sigurðsson
Þegar keppni er svo til hálfnuð í
efstu deild kvenna í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, þar sem aðeins
tveir frestaðir leikir eru eftir af fyrri
helmingi mótsins, er óhætt að segja
að baráttan um alla deild sé töluvert
meira spennandi en búist var við.
Fyrir fram var búist við toppslag
Breiðabliks og Vals og enn eru þau
hnífjöfn eftir helming leikja sinna.
Eftir níu umferðir í fyrra munaði
einu stigi á toppliðunum Breiðabliki
og Þór/KA og það var ekki fyrr en
langt var liðið á ágústmánuð að bilið
tók að breikka. Nú, eins og þá, er
ekkert sem bendir til þess að línur
fari að skýrast strax á toppnum.
Það er svo enn erfiðara að ráða í
botnbaráttuna, þar sem eitt stig skil-
ur að neðstu fjögur liðin. Það sann-
aðist í umferðinni þar sem sigur-
mark KR gegn Keflavík kom liðinu
upp um þrjú sæti, en Keflavík er í
fallsæti á ný eftir gott gengi í júní.
KR var á sama tíma í fyrra fimm
stigum frá öruggu sæti.
Þessi fallbaráttupakki gæti enn
stækkað því ÍBV er hvergi sloppið og
Stjarnan, sem er án sigurs í fimm
leikjum í röð og hefur ekki skorað
mark síðan í maí, er aðeins fjórum
stigum frá falli þrátt fyrir að vera í
fimmta sætinu. Það má því segja sem
svo að helmingur liða í deildinni sé í
fallhættu.
Skoraði tvö og lagði upp tvö
Mexíkóska landsliðskonan Steph-
any Mayor er besti leikmaður 9. um-
ferðar að mati Morgunblaðsins. Hún
skoraði tvö mörk og lagði upp önnur
tvö í 6:0-sigri Þórs/KA á HK/Víkingi
og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína
í leiknum. Hún er nú orðin marka-
hæsti leikmaður deildarinnar með 10
mörk.
Stephany Mayor er 27 ára gömul
og er að leika fjórða tímabil sitt hér á
landi. Hún hefur hér alla tíð leikið
með Þór/KA og á að baki 62 leiki með
liðinu í efstu deild þar sem hún hefur
skorað 56 mörk. Hún er fjórði
markahæsti leikmaður liðsins í efstu
deild frá upphafi og aðeins fimm
mörkum frá því að taka þriðja sætið
af Mateju Zver. Mayor var leik-
maður ársins í deildinni sumarið
2017 þegar Þór/KA varð Íslands-
meistari og varð þá markahæst með
19 mörk.
Spilaði fyrsta A-landsleikinn
Besti ungi leikmaður 9. umferðar
að mati Morgunblaðsins er Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Ís-
lands- og bikarmeistara Breiðabliks.
Karólína fékk tvö M fyrir frammi-
stöðu sína í 5:0-sigri Blika á Fylki, en
hún stóð upp úr hjá liðinu þrátt fyrir
að skora ekki en mataði liðsfélaga
sína á færum þess í stað.
Karólína verður 18 ára í næsta
mánuði, er á öðru tímabili sínu í
Kópavoginum en á fjórða tímabili
sínu í efstu deild. Hún er uppalin hjá
FH þar sem hún lék 29 leiki í deild-
inni og skoraði þrjú mörk, en hjá
Blikum hefur hún nú leikið 25 leiki í
efstu deild og skorað eitt mark. Hún
hefur lengi verið í lykilhlutverki með
yngri landsliðum Íslands, spilaði 23
leiki og skoraði átta mörk með U17
ára landsliðinu og hefur spilað 14
leiki með U19 ára landsliðinu þar
sem hún hefur skorað sex mörk.
Karólína var svo valin í A-landsliðið í
síðasta mánuði og spilaði fyrsta
landsleik sinn í 2:0-sigri gegn Finn-
um í vináttuleik.
Karólína á ekki langt að sækja
knattspyrnugenin. Faðir hennar,
Vilhjálmur Kári Halldórsson, lék á
árum áður með Breiðabliki og móðir
hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er
hálfsystir landsliðsmannsins Gylfa
Þórs Sigurðssonar.
Fyrst í hundrað leikina
Anna María Friðgeirsdóttir,
fyrirliði Selfyssinga, varð í fyrra-
kvöld fyrsti leikmaður félagsins til að
spila 100 leiki í efstu deild, og hélt
upp á það með 1:0 sigri í Eyjum. Hún
hefur leikið með meistaraflokki Sel-
foss frá 2009, en félagið lék fyrst í úr-
valsdeildinni 2012. Anna María hefur
frá þeim tíma spilað 100 af 117 leikj-
um Selfyssinga í deildinni. Næstar á
eftir henni eru Eva Lind Elíasdóttir
með 86 leiki og Guðmunda Brynja
Óladóttir, sem nú leikur með KR,
með 78 leiki.
Katrín Ómarsdóttir lék 100. leik
sinn í deildinni með KR þegar liðið
vann Stjörnuna 1:0 í fyrrakvöld. Hún
lék með KR 2001 til 2009 og aftur frá
2017 en spilaði í millitíðinni 91 deild-
arleik í Bandaríkjunum, Svíþjóð og
Englandi.
Valur varð annað félagið til að
vinna 400 leiki samtals í efstu deild
kvenna þegar liðið lagði Keflavík 5:1.
Aðeins Breiðablik er með fleiri sigra,
417 talsins.
Grace Maher frá Ástralíu skor-
aði fyrsta mark sitt í deildinni þegar
hún tryggði KR sigurinn á Stjörn-
unni.
Heiða Ragney Viðarsdóttir
skoraði fyrsta mark sitt í 55 leikjum í
deildinni þegar Þór/KA vann HK/
Víking 6:0 í fyrrakvöld.
Brigita Morkute, 17 ára mark-
vörður úr Fylki, lék fyrsta leik sinn í
efstu deild þegar lið hennar mætti
Breiðabliki. Ástrós Silja Luckas úr
HK/Víkingi lék fyrsta leik sinn í
deildinni gegn Þór/KA og í sama leik
léku Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (15
ára) og Anna Brynja Agnarsdóttir
(14 ára) fyrsta leik sinn með Þór/KA.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 11
Elín Metta Jensen, Val 11
Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 10
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 9
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 9
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 8
Stephany Mayor, Þór/KA 7
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 6
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 6
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 6
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 6
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 6
Dóra María Lárusdóttir, Val 6
Emma Kelly, ÍBV 6
Fanndís Friðriksdóttir, Val 6
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 6
Hlín Eiríksdóttir, Val 6
Stephany Mayor, Þór/KA 10
Elín Metta Jensen, Val 9
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 8
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 7
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 7
Cloé Lacasse, ÍBV 7
Hlín Eiríksdóttir, Val 7
Markahæstar
Valur 52
Breiðablik 50
Kefl avík 39
ÍBV 37
Þór/KA 37
Selfoss 33
Stjarnan 32
KR 31
HK/Víkingur 28
Fylkir 25
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-5-2
Kelsey Wys
Selfossi
Elín Metta Jensen
Val
Ásta Eir Árnadóttir
Breiðabliki
Anna María Baldursdóttir
Stjörnunni Lára Kristín Pedersen
Þór/KA
9. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Stephany Mayor
Þór/KA
Lið:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki 6
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 6
Grace Rapp
SelfossiKarólína Lea
Vilhjálmsdóttir
Breiðabliki
Ásdís Karen
Halldórsdóttir
KR
Fanndís
Friðriksdóttir
Val
3
Alexandra
Jóhannsdóttir
Breiðabliki
2
25
2
Helmingur er í fallhættu
Fjögur stig eru milli fimmta sætis og þess neðsta Titilkapphlaupið mun
halda áfram Stephany Mayor best og Karólína Lea besti ungi leikmaðurinn
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Best Stephany Mayor hefur verið
liði Þórs/KA gríðarlega mikilvæg.
Morgunblaðið/Hari
Efnileg Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir lék fyrsta landsleikinn í júní.