Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 27
Fyrir vikið er staðan lítið breytt, Fjölnir, Grótta og Þór eru sem fyrr í þremur efstu sætunum, Fjölnir áfram með tveggja stiga forskot sem var svo nálægt því að vera fjögur stig, en Fram komst að hlið Þórsara í fjórða sætinu. Ólafsvíkingar drógust aðeins aftur úr með tapinu í Njarðvík. Þegar deildin er hálfnuð eru Þróttarar, sem eru í áttunda sæti, aðeins sjö stigum á eftir nýliðum Gróttu, sem hafa komið gríðarlega á óvart og eru í öðru sæti. Það má því segja að meirihluti liðanna í deildinni sé enn með í slagnum um að fara upp í úrvalsdeildina í haust. örk skoruð í lokin Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarvogur Þorri Mar Þórisson, sókn- armaður Keflvík- inga, skallar boltann í leiknum við Fjölni. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2019 Evrópudeild karla 1. umferð, fyrri leikir: Bröndby – Inter Turku ........................... 4:1  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. Ruzomberok – Levski Sofia ................... 0:2  Hólmar Örn Eyjólfsson hjá Levski er frá keppni vegna meiðsla. Malmö – Ballymena United.................... 7:0  Arnór Ingvi Traustason sat á vara- mannabekk Malmö allan tímann. St. Patrick’s – Norrköping..................... 0:2  Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 75 mínúturnar með Norrköping en Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópnum. Molde – KR ............................................... 7:1 Breiðablik – Vaduz ................................... 0:0 Stjarnan – Levadia Tallinn...................... 2:1 Pyunik Jerevan – Shkupi......................... 3:3 Ordabasy – Torpedo Kutaisi ................... 1:0 Ventspils – Teuta Durres ........................ 3:0 Alashkert – Makedonija .......................... 3:1 AEK Larnaca – Petrocub........................ 1:0 Trans Narva – Buducnost Podgorica ..... 0:2 Lac – Hapoel Beer-Sheva........................ 1:1 Sabail – Universitatea Craiova ............... 2:3 Flora Tallinn – Radnicki Nis................... 2:0 KuPS Kuopio – Vitebsk ........................... 2:0 Balzan – Domzale ..................................... 3:4 Riteriai –KÍ Klaksvík............................... 1:1 Liepaja – Dinamo Minsk ......................... 1:1 Kauno Zalgiris – Apollon Limassol ........ 0:2 Dinamo Tbilisi – Engordany ................... 6:0 Radnik Bijeljina – Spartak Trnava ........ 2:0 Shakhtyor Soligorsk – Hibernians ......... 1:0 Speranta Nisporeni – Neftchi Bakú....... 0:3 Akademija Pandev – Zrinjski Mostar .... 0:3 Crusaders – B36 Þórshöfn ...................... 2:0 Debrecen – Kukës .................................... 3:0 Maccabi Haifa – Mura.............................. 2:0 Brann – Shamrock Rovers ...................... 2:2 Fola Esch – Chikhura .............................. 1:2 Olimpija Ljubljana – RFS Riga.............. 2:3 Connah’s Quay – Kilmarnock.................. 1:2 Dunajská Streda – Cracovia ................... 1:1 Zeta Golubovci – Fehérvár...................... 1:5 FCSB Búkarest – Milsami Orhei ........... 2:0 Cukaricki Belgrad – Banants Jerevan... 3:0 Europa Gibraltar – Legia Varsjá ........... 0:0 Aberdeen – RoPs Rovaniemi .................. 2:1 Cliftonville – Haugesund ......................... 0:1 Cork City – Progrés Niedercorn ............ 0:2 Siroki Brijeg – Kairat Almaty................. 1:2 Honvéd Búdapest – Zalgiris Vilnius....... 3:1  Seinni leikirnir fara fram dagana 16. til 18. júlí.  KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Fjölnir . 19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.15 Varmárvöllur: Afturelding – ÍA.......... 19.15 2. deild karla: Samsung-völlur: KFG – ÍR ................. 19.15 Í KVÖLD! Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín sendingum fram völlinn því Vaduz neyddi þá til þess. Helsta hættan hjá Blikum kom eftir aukaspyrnur Guð- jóns Péturs Lýðssonar, þar sem bolt- inn var eins og segull að Höskuldi Gunnlaugssyni sem náði hins vegar ekki að koma honum í netið. Það bendir því allt til þess að föstu leik- atriðin verði helsta von Blika að ná inn marki í síðari leiknum í næstu viku þar sem liðin munu eflaust aftur leggja mesta áherslu á að gefa ekki færi á sér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Blikarnir munu takast á við seinni leikinn á útivelli. Í það minnsta þarf að mæta krafti Vaduz-liðsins með svipuðum krafti því það verður erfitt að liggja til baka og ætla sér að verja sér leið í næstu umferð. Erfitt fyrir Blika að verja sig áfram í næstu umferð  Vaduz frá Liechtenstein sýndi styrk sinn sem skipulagt atvinnumannalið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogur Andri Rafn Yeoman með boltann en hann setti leikjamet og lék sinn 322. leik fyrir Breiðablik. Í KÓPAVOGI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Leiðin áfram í næstu umferð und- ankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu er síður en svo greið fyrir Breiðablik eftir markalaust jafntefli við Vaduz frá Liechtenstein í fyrri leik liðanna í 1. umferðinni á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Það gæti blekkt hinn almenna áhugamann að sjá að lið Vaduz spilar í B-deildinni í Sviss og kemst í Evr- ópukeppni með því að einoka bikar- keppnina í Liechtenstein, sem er eina keppnin á milli liða í þessu smá- ríki sem hefur rétt fleiri íbúa en allur Kópavogur. Það sást hins vegar í gær að þetta er fyrst og fremst at- vinnumannalið og afar vel skipulagt sem slíkt. Munurinn sást einna best á líkamlega forminu. Blikarnir byrjuðu leikinn vel, en það var eins og það væri með ráðum gert hjá Vaduz til þess að koma svo aftan að andstæð- ingnum. Því taflið var fljótt að snúast við. Leikmenn Vaduz eru öskufljótir en einnig mjög líkamlega sterkir, sýndu það allan leikinn með því að gefa Blikum engan tíma á boltann og þó að sóknarþunginn hafi ekki verið mikill var hann hættulegur. Jafntefli var eflaust sanngjörn niðurstaða, en það voru Blikar sem gengu sáttari af velli. Gestirnir í Vaduz voru heilt á litið sterkari að- ilinn. Þeir fengu besta færi leiksins í fyrri hálfleik eftir stungusendingu og skölluðu svo í þverslá í þeim síðari. Það verður síður en svo auðvelt fyrir Blika að koma inn marki á útivelli gegn þessu liði og komast áfram. Föst leikatriði verða mikilvæg Þó að leikurinn hafi verið fremur tíðindalítill á löngum köflum var til- finningin sú að Vaduz stjórnaði því hvernig Blikarnir spiluðu. Þeir voru óspart farnir að leita að löngum I Gul spjöldAndri Rafn, Viktor Örn (Breiðabliki), Simani, Antoniazzi (Va- duz). I Rauð spjöldEngin. Breiðablik: (4-5-1) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Viktor Örn Mar- geirsson, Elfar Freyr Helgason, Dam- ir Muminovic, Arnar Sveinn Geirs- BREIÐABLIK – VADUZ 0:0 son. Miðja: Kolbeinn Þórðarson (Viktor Karl Einarsson 73), Andri Rafn Yeoman, Gísli Eyjólfsson (Aron Bjarnason 63), Guðjón Pétur Lýðs- son, Höskuldur Gunnlaugsson (Brynjólfur D. Willumsson 83). Sókn: Thomas Mikkelsen. Vaduz: (3-4-3) Mark: Büchel. Vörn: Sülüngöz, Simani, Schmid. Miðja: Gasser (Lüchinger 76), Wieser, Ga- jic, Antoniazzi. Sókn: Prokopic, Ci- cek (Coulibaly 61), Schwizer. Dómari: Nikola Popov, Búlgaríu. Áhorfendur: 1.153.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.