Morgunblaðið - 12.07.2019, Síða 32
www.velasalan.is
Frá 1940
Sími 520 0000, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Verslunin er opin 8-17 virka daga
- Bátur
- Kerra
- F30Hp Mercury utanborðsmótor.
- Stjórntæki
- Rafstart
- Bensíntankur fullur af bensíni
Frí heimsending hvert á land sem er
Bátur með hnakk & beisli
Leggðu árar í bát og
fáðu þér einn með öllu
450cc
Utanborðsmótorar 30Hpf
TILBOÐ*
2.399.000 kr. með vsk.
fullt verð 2.692.579 kr með vsk.
Allt að 90% fjármögnun í boði
*Tilboðið gildir út júlí eða á meðan birgðir endast.
Þú sparar 293.579 kr.
Pólski sönghópurinn Simultaneo
flytur pólska barokktónlist, nýjar
tónsmíðar, bæði pólskar sem og frá
Eistlandi og Íslandi, á Sumartón-
leikum í Skálholti um helgina.
Hópurinn heldur tónleika á morgun
kl. 14 og 16 og á sunnudag kl. 14.
Stjórnandinn Karol Kisiel held-
ur fyrirlestur um pólska tón-
list í Skálholtsskóla á morg-
un kl. 13.
Ný og gömul tónlist
frá Póllandi í Skálholti
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Stjarnan var eina íslenska liðið sem
vann sigur í fyrri leik fyrstu umferð-
ar í Evrópumótum karla í knatt-
spyrnu. Stjörnumenn unnu Levadia
frá Eistlandi 2:1 í gær en Breiðablik
gerði jafntefli við Vaduz frá Liecht-
enstein, 0:0, og bæði lið eiga erfiða
útileiki fyrir höndum. KR steinlá
fyrir Molde í Noregi, 7:1, og á enga
möguleika á að fara áfram. »25-27
Stjarnan eina íslenska
liðið sem vann
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Óþreyju barn, kom innst í lundinn
nefnist sýning sem opnuð er í
Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16.
Að sýningunni standa listakon-
urnar Harpa Dís Hákonardóttir og
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir,
sem báðar útskrifuðust í vor frá
myndlistardeild LHÍ. Sýningin er
hluti af rannsóknarverkefni þeirra
sem ber heitir Farsæl, fróð og frjáls
þar sem skyggnst er
inn í líf og list Huldu
skáldkonu (Unnar
Benediktsdóttur
Bjarklind) og áhrif
hennar á íslenska
menningar-
arfleifð
skoðuð.
Ný sýning um líf,
list og áhrif Huldu
um afla, farið út klukkan þrjú til
fjögur á nóttunni og oft verið að
fram að kvöldmat.“
Landhelgisgæslan var meðal ann-
ars á vita- og baujuvakt, þegar Sig-
rún vann þar, og segir hún það hafa
verið skemmtilega vinnu. „Ég náði í
gamla tímann hjá Gæslunni.“
Eigendur Nesskips unnu með
norskum útgerðarmönnum og sigl-
ingarnar gátu oft verið langar, til
dæmis frá Norður-Noregi til Flór-
ída í Bandaríkjunum. „Ég var
lengst að heiman í einu úthaldi í átta
mánuði,“ rifjar Sigrún upp. Hún
segir að langar siglingar hafi gjarn-
an verið tilbreytingarlausar en al-
mennt hafi þetta bara verið ánægju-
legt. „Þegar ég var í saltfisks-
flutningunum var farið á ströndina
og lestað og síðan siglt til Spánar,
Portúgals, Ítalíu og Grikklands. Það
var frábær tími.“
Þegar Sigrún lítur yfir farinn veg
segir hún að sjómennskan hafi verið
skemmtilegasti tími ævinnar.
„Þetta var ótrúlega fjölbreytt
vinna, yfirleitt alltaf eitthvað að ger-
ast, og mér finnst ég nánast ekkert
hafa gert síðan ég kom í land.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigrún Elín Svavarsdóttir var fyrst
íslenskra kvenna til þess að ljúka
námi á þriðja stigi farmannadeildar
Stýrimannaskólans, en hún útskrif-
aðist vorið 1979, fyrir um 40 árum.
„Ég fór svo í „lordinn“ eða varð-
skipadeildina og lauk námi þaðan
vorið 1982, held að ég sé eina konan
sem hafi gert það,“ segir hún, en
Sigrún varð að hætta til sjós eftir að
hafa slasast í bílslysi vorið 1993.
„Ég þrjóskaðist við að vera á sjó
til 1999, en þá gat ég það ekki leng-
ur vegna afleiðinga slyssins,“ heldur
Sigrún áfram. Engu að síður var
hún í afleysingum á Særúnu hjá Sæ-
ferðum í Stykkishólmi sumrin 2003
og 2004 en hefur ekki farið á sjó síð-
an. „Heilsan leyfir það ekki,“ segir
hún með eftirsjá.
Lífið var fiskur og veiðar
Sjómennskan kom af sjálfu sér.
Sigrún ólst upp á Djúpavogi og seg-
ir að lífið og tilveran hafi að mestu
snúist um fisk og veiðar. Systurnar
hafi byrjað að hjálpa til við að salta
síld, þegar þær voru sjö og átta ára,
og ári síðar farið að salta sjálfar.
Þaðan lá leiðin í frystihúsið og Sig-
rún segir að þar hafi henni leiðst,
sérstaklega á sumrin.
„Árið sem ég fermdist marði ég
það út að fá að fara á sjó, vera á
handfærum með pabba í fríinu hans,
og síðan þróaðist þetta. Ég fór sem
háseti á stærri fiskibáta, en þá
þurfti að hafa verið háseti í tvö ár til
að komast í Stýrimannaskólann.
Eftir að hafa lokið öðru stigi eða
fiskimannaprófi fór ég til Gæsl-
unnar, fyrst sem háseti og svo stýri-
maður, og síðan í siglingar á skipum
Nesskipa, þar sem ég hætti sem
yfirstýrimaður. Einnig var ég stýri-
maður hjá Ríkisskipum um tíma.“
Sigrún á góðar minningar frá
sjónum. „Sjómennskan var mikil
lífsreynsla,“ segir hún og leggur
áherslu á að tímarnir hafi verið allt
öðruvísi en nú. „Þegar ég var á
skakinu með pabba var enginn kvóti
og allt miðaðist við að ná sem mest-
Eintóm sæla hjá
Sigrúnu á sjónum
Braut blað í sögu íslenskra kvenna fyrir 40 árum
Ljósmynd/Aðsend
Á Djúpavogi Sigrún Elín Svavarsdóttir þar sem ballið hófst.