Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Elsku amma Magga, nú hefur þú kvatt þessa jarðvist – sátt við Guð og menn. Ég á margar minningar sem hafa með tímanum orðið óskaplega dýr- mætar og mig langar að draga fram í þakklætisskyni fyrir allt og allt. Þegar ég var krakki fékk ég oft tækifæri til að dvelja hjá ömmu og afa á Sunnubraut og þar kenndi ýmissa grasa. Amma var svona „ekta amma“, með stóran mjúkan faðm og kærleik- urinn og hlýjan hreinlega geisl- aði af henni. Amma var algjör listakona í höndunum, ef hún hefði fæðst á öðrum tíma er ég viss um að hún hefði verið fremst meðal jafningja. Það hreinlega lék allt í höndunum á henni, prjón, hekl, saumur og hvers konar handavinna. Við í fjölskyldunni eigum flest öll ein- hver listaverk eftir hana sem nú verða okkur mikil verðmæti. En hjartað á Sunnubrautinni sló í eldhúsinu hjá ömmu og í bíl- skúrnum hjá afa, þar sem harm- onikkutónar suðuðu í gömlu út- varpi, og ilmur af bakkelsi blandaðist lakklykt af dútlinu hans afa. Þarna var sko gaman að vera og í skúrnum kenndi afi okkur krökkunum að búa til eitt- hvað úr alls konar og það hefur verið mér svo sannarlega dýr- mætt. Þegar maður fékk nóg af brasi og veseni með afa tók faðmurinn hennar ömmu við og hún dekraði við mann með dýr- indis mat, heitu súkkulaði, ógrynni af pönnukökum og flat- brauði með hangikjöti svo eitt- hvað sé nefnt. Það var mikið hlegið og kjaftað í eldhúsinu á Sunnubrautinni, þó að ég hafi ekki verið há í loftinu fór það ekki framhjá mér að þar fannst fólki gott að vera enda var þar oft og iðulega stríður straumur af fólki, ættingjum og vinum. En það eru minningar úr sumarbústaðnum á Þingvöllum sem eru mér sérlega kærar. Þar lögðu þau afi sig fram við að dekra okkur barnabörnin í bak og fyrir með alls konar dunderíi, spilum, veiði- og bátsferðum út á Þingvallavatn og auðvitað mat- arkræsingum sem amma töfraði fram. Elskulega amma Magga mín leggst nú til hinnar hinstu hvílu. Nú er hún loksins hjá afa og þau Margrét Hannesdóttir ✝ Margrét Guð-rún Sigríður Hannesdóttir fædd- ist 27. desember 1921. Hún lést 6. júlí 2019. Útför Margrétar fór fram 12. júlí 2019. eru eflaust að tralla sér undir harmon- ikkuleik, einhvers staðar í eilífðinni. Góða ferð, takk fyr- ir allt. Þín elskandi, Sóley. Nú hefur stofn- unin Magga amma verið lögð niður eft- ir 97 ára starfsemi. Starfsemin hófst í Hannesarbæ 1921 og fór fram í Keflavík, með mikilli við- veru við Þingvallavatn og endaði á Nesvöllum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta fyrir- taks þjónustu hennar frá fyrstu mínútu. Fyrstu árin mín bjuggum við mamma á Sunnubraut hjá ömmu og afa á meðan verið var að byggja Skólaveginn. Þar var ég nánast eins og einn af bræðrun- um og naut góðs af því að eiga þessi tvö heimili sem mínar æsku- og uppeldisstöðvar. Þegar ég var í gaggó var mun styttra í skólann frá Sunnubraut og því hreiðraði ég um mig þar og gat skotist í fríum yfir til ömmu og fengið veitingar. Og hjá ömmu kom maður aldrei að tómum kof- unum og byrjuðu flest hennar ávörp á orðunum: „Elskurnar mínar, fáið ykkur, það er nóg til.“ Enda leit hún með velþókn- un á vel búttuð börn og taldi þau sérdeilis efnileg. Ef maður gáði ekki að sér hjá henni var maður kominn með hálfa pönnuköku upp í sig og fullt mjólkurglas í hönd. Sem krakki fór ég margar ferðir með ömmu og afa norður á Dalvík og einnig hringveginn. Amma sá til þess að afabrjóst- sykur fór reglulega upp í okkur og þurfti maður ekki að lyfta hendi til að vera kominn með fullan munn af góðgæti. Þegar sumarbústaðurinn reis við Þing- vallavatn fækkaði norðurferðum og bústaðurinn varð að föstum punkti í tilverunni. Bústaðurinn varð helgistaður og þær stundir sem við áttum þar og minning- arnar þaðan eru hluti af DNA fjölskyldunnar. Þar eins og ann- ars staðar sá afi til þess að nóg væri að gera og amma sá til þess að enginn yrði hungurmorða. Hún var afar stolt af sínu fólki og þegar afkomanda vegnaði vel ljómaði hún. Umfjöllun um hennar fólk gladdi hana mikið og sérstaklega ef viðkomandi myndaðist vel. Útlitið skipti máli hjá Möggu ömmu og var hún góð fyrirmynd í þeim efnum, ávallt vel tilhöfð og glæsileg. Hún vildi samt sem áður minnst gera úr sínum hæfileikum eða myndar- skap, það virtist nægja henni að aðrir í fjölskyldunni væru að gera góða hluti. Þegar Balli afi féll frá má segja að ég hafi farið að geta endurgoldið henni þjónustu hennar við mig öll þessi ár. Það var í mörg horn að líta og breyt- ingar á búsetu og allri tilverunni voru stundum snúið verkefni og reyndi ég að brúa bilið yfir í nýja tíma. Amma hafði lifað ótrúlegar breytingar á samfélaginu á síð- ustu öld og sýndi oft mikla aðlög- unarhæfni þó stundum væri þetta henni ofviða. Þegar hún fékk ný tæki eins og Senseo- kaffivélina sagði hún okkur allt- af roggin að hún væri að æfa sig og setti í einn bolla. Magga amma var fyrir þó nokkru tilbúin að fara. Hún hafði lifað öll sín systkini og jafnaldra og þótti það ekki eftirsóknarvert hlutskipti. Sjón og heyrn hafði hrakað mikið hin síðustu ár þó hún heyrði oft og sæi ýmislegt sem skipti einhverju máli eins og hvernig klæðnaður okkar var. Hún var södd lífdaga og ítrekaði það hin síðari ár. Hún væri ham- ingjusöm og sátt við sitt lífs- hlaup og afar stolt af sínu fólki. Ég er einnig afar stoltur af að geta sagt að Margrét Hannes- dóttir var amma mín. Baldur Þ. Guðmundsson. Amma mín Margrét Ennþá heyri ég röddina þína, segjandi sögur af fólki með fyndin gælunöfn Hinn og þessi -Skó‘ sem voru börn skógerðarmanns til dæmis En þú varst með fullkomið minni og held ég stundum að þú hafir geymt allar þessar sögur í þínu fullkomna, gríðarmikla hári Pönnukökulyktin kemur aðvífandi og ég finn bragðið af heitu súkkulaði Á Sunnubrautinni labba ég úr eldhús- inu með fimmtu sykurpönnukökuna í hendinni sem hverfur fljótlega ofan í maga Ég held að metið mitt hafi verið þrettán stykki Fyrir þremur árum gat ég auðveldlega heimsótt þessa minningu og labbað úr eldhúsinu yfir í bílskúrinn þar sem Baldur afi geymdi alls konar spenn- andi sem hann var að smíða Þið voruð bæði svo handlagin Svo allt í einu fjöruðu alls konar smáatriði út En tilfinningin situr ennþá hjá mér, alltaf Hún er falleg og mér þykir afar vænt um hana Mér þykir líka afar vænt um nöfnin mín bæði, en í mínum huga tengja þau mig við Keflavík og mína fjölskyldu þaðan Og þá ekki síst þig Þú ert hjá mér og ég er hjá þér amma mín Þín Sunna Margrét. Þegar ég kveð hana elsku Möggu nöfnu mína í hinsta sinn leitar hugurinn í fjársjóð þeirra minninga sem ég á allt frá barn- æsku um mína kæru ömmusyst- ur. Þrátt fyrir mikið annríki í stórri fjölskyldu átti Magga frænka alltaf lausa stund og lét sig aldrei vanta þegar mikið stóð til í mínu lífi. Það leyndi sér ekki að henni þótti mjög vænt um að ég bæri nafnið hennar. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja löngum stundum sem barn á heimili þeirra Balla í Keflavík og í sumarhúsinu þeirra við Þingvallavatn. Þaðan á ég einstaklega ljúfar æsku- minningar þar sem alltaf var mikið um að vera hvort sem var við veiðar, berjatínslu, bátsferð- ir eða ímynduð kaffiboð í litla húsinu á lóðinni við sumarhúsið. Magga hafði alveg einstakt lag á því að gleðja fólkið sitt. Sérstaklega er mér minnisstætt atvik sumarið eftir að Balli lést þegar Magga kom í heimsókn til okkar í Hafnarfjörðinn á alveg nýjum bíl. Í tilefni af því að ég hafði nokkrum dögum áður átt sautján ára afmæli bauð hún mér í bíltúr og átti ég að setjast í bílstjórasætið. Eitthvað var ég treg til að keyra nýja bílinn með mína takmörkuðu aksturs- reynslu en Magga frænka tók ekki annað í mál enda umferð- arreglurnar í fersku minni hjá mér og svo var nýi bíllinn svo fullkominn að hann keyrði sig nánast sjálfur. Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Með miklu þakklæti í hjarta fyrir alla góðu stundirnar bið ég Guð að blessa minningu nöfnu minnar. Ástvinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Margrét Guðrún Valdimarsdóttir. Þegar ég heimsótti Möggu frænku skömmu fyrir andlátið leyndi sér ekki að mjög var af henni dregið. Lífsþrótturinn var að slokkna og var okkur báðum ljóst að þetta væri okkar síðasti fundur. Hún hélt þétt í hönd mína eins og gjarnan þegar við hittumst í seinni tíð og fannst það minna sig á Einsa bróður. Svona sátum við góða stund uns hún kvaddi mig svo fallega, þessi frænka sem alla tíð hafði verið mér svo góð. Margrét Hannesdóttir var sérlega glæsileg og tignarleg kona alla tíð og sú síðasta sem kveður þessa jarðvist af öflugum systkinahópi kenndum við Hannesarbæ,einn af svonefnd- um Melbæjum í Keflavík. Alls voru þau 13 fædd í þennan heim en af þeim komust 9 til fullorð- insára og hafa þau eignast fjöl- marga afkomendur. Einar faðir minn var næstur henni í systk- inaröðinni, tæplega tveimur ár- um yngri og ég skynjaði alltaf betur með aldrinum hversu sterk taug var á milli þeirra, virðing og væntumþykja. Hún sagði mér líka oft frá því hvað þau hefðu, öll systkinin, staðið vel saman og hjálpast að þegar þau voru að alast upp á barn- mörgu heimili þar sem lífsbar- áttan var erfið. Faðir minn var duglegur að heimsækja systkini sín þegar hann var í landi og oft var ég, ör- verpið, með í för. Sterkustu minningar mínar tengjast þó heimsóknum á Sunnubrautina þar sem Magga og hennar ein- staki eiginmaður Balli Júll bjuggu. Í eldhúsinu dró frænka alltaf fram einhverjar dásemdir og hlóð í okkur feðga, pabbi og Balli talandi af innlifun um báta, aflabrögð eða jafnvel pólitík. Stundum átti húsbóndinn það til að taka í nikkuna svo að ekki sé minnst á tveggja hæða „skemmt- arann“ en ég man greinilega þeg- ar það hljóðfæri birtist á Sunnu- brautinni, annan eins grip hafði ég ekki áður augum litið. Á þeim bæ festist við mig gælunafnið Ob-la-dí, líklega sprottið af því að Balli var lunkinn við að fá mig til að taka lagið þegar ég var pjakk- ur. Ekki er hægt að skilja við Sunnubrautina án þess að minn- ast á skúrinn þar sem í fjölmörg skipti áttu töfrar sér stað við end- ursmíði bíla, skiltagerð o.fl. Ég tel mig enn muna lyktina þar, svo dásamleg fannst mér hún alla tíð. Síðar á lífsleiðinni, sem ungur smiður, varð ég þess heiðurs að- njótandi að fá að vinna talsvert fyrir þau hjónin við ýmsar end- urbætur á Sunnubrautinni ásamt sumarbústaðnum á Þingvöllum og var það afar skemmtilegur tími. Þegar faðir minn lá á sjúkra- húsinu í Keflavík að heyja sína lokabaráttu fyrir lífinu þá heim- sótti hans góða systir hann dag- lega. Ég minnist þess þegar einn hjúkrunarfræðingurinn var í vitj- un og spurði pabba út í fótaóeirð sem hafði verið að angra hann. Þá brosti hann sínu blíðasta og sagði hana horfna því hann ætti svo góða systur sem kæmi reglu- lega og nuddaði á honum fæt- urna. Svona var nú væntumþykjan og umhyggjusemin einstök á milli þeirra. Við börnin hans Einsa bróður sem öll eigum góðar og skemmti- legar minningar um Möggu frænku, viljum að lokum þakka fyrir þá einstöku vináttu og um- hyggju sem hún sýndi foreldrum okkar alla tíð. Guð geymi Möggu frænku. Jón Ben. Einarsson. Magga amma hefur kvatt þetta líf, södd lífdaga og sátt við sitt æviskeið. Hún var reyndar ekki amma mín en reyndist mér sem slík og ég kallaði hana aldrei annað. Ég kynntist þessari mögnuðu konu fyrir 30 árum er ég kom inn í fjölskylduna sem kærasta Júlla. Það tók okkur nokkurn tíma að kynnast hvor annarri, vorum ólíkar á margan hátt en líkar á annan. En eftir að við vorum búnar að kynnast vel urðum við góðar vinkonur og núna, þegar ég sest niður og rita þessi fátæklegu orð, rifjast upp margar ljúfar minningar, minn- ingar sem eiga eftir að ylja um ókomin ár. Magga amma var fal- leg og góðhjörtuð kona, tignarleg og smart, ákveðin og stóð fast á sínum skoðunum. Hún unni fjöl- skyldunni og gladdist með henni á tímamótum, var þakklát fyrir fólkið sitt, fylgdist með, gladdist yfir sigrum og huggaði í sorg. Við áttum saman góðar stundir og margar þeirra úr bústaðnum á Þingvöllum en þar áttu Magga amma og Balli afi sinn sælureit og þangað kom fjölskyldan oft saman. Það var mikið áfall fyrir Möggu ömmu þegar Balli afi féll frá en hún var raunsæ kona og trúði því að þau ættu eftir að hitt- ast aftur og að svona væri bara lífið. Við héldum áfram að eyða sumardögum saman í bústaðn- um, klipptum tré og runna og spjölluðum saman um daginn og veginn. Þessar stundir eru ómet- anlegar í minningunni. Þær eru líka ófáar heimsóknirnar til okk- ar fjölskyldunnar frá Möggu ömmu en hún kom oft keyrandi til okkar í kaffispjall, til að láta langa daga líða. Flest okkar eiga fallega muni sem Magga amma gerði eins og hekluð barnateppi, jólakúlur og silkimyndir. Ég minnist búðarferða, ísrúnta, mat- arboða og heimsókna með bros á vör og er svo þakklát fyrir kynni mín af þessari konu. Konu sem hafði áhrif á mig og mitt fólk og við samgleðjumst henni þegar hún gengur inn í Sumarlandið þar sem hún hefur fengið hlýjar móttökur frá sínu samferðafólki sem á undan er gengið. Elsku Magga amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég læt hér fylgja versið sem þú fórst með fyrir okkur og var svolítið uppáhalds. Augunum mæni ég upp til þín, ég andvarpa í friði. Ég bið þig fyrir börnin mín, blessaður Jesú kæri. Guðný Kristjánsdóttir. Í dag kveð ég elsku Möggu ömmu. Kveðjustundirnar hafa reyndar verið nokkrar undan- farið því mikið var af henni dreg- ið og beið hún sátt eftir að henn- ar tími kæmi. Ég tengdist Möggu fjöl- skylduböndum þegar ég og Baldur dóttursonur hennar fór- um að stinga saman nefjum fyrir löngu síðan. Hún og Balli afi tóku mér bæði opnum örmum og með árunum styrktust böndin og urðum við Magga góðar vinkon- ur. Hjálpsemi og greiðvikni voru eitt af aðalsmerkjum hennar og Balla afa. Þegar við Baldur átt- um von á okkar fyrsta barni kom ekki annað til greina af þeirra hálfu en að kaupa vagn fyrir frumburðinn okkar og var fal- legum Silver Cross reddað með skipi frá Englandi. Þegar fjöl- skyldumeðlimir stóðu í flutning- um mættu þau hjón á staðinn. Hann að dytta að og setja upp innréttingar og Magga með ryk- suguna og tuskuna, hellti upp á kaffið og sá til þess að enginn svangur væri nærri. Sumarbústaður þeirra hjóna á Þingvöllum var griðastaður þeirra og afkomenda. Þangað voru allir velkomnir og alltaf nóg pláss eins og hún sagði sjálf þótt einungis væru tvö lítil svefnher- bergi. Þangað flykktist stórfjöl- skyldan og svaf þar sem pláss var að finna. Þegar allt var orðið fullt inni var tjaldað á túninu og allir voru glaðir og sáttir. Magga var einstaklega vönd- uð kona í orðum og gjörðum. Handavinnan sem eftir hana liggur er einstök. Bakstur, elda- mennska, þvottur og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún með slíkum sóma að eftir var tekið. Magga amma gerði heimsins bestu pönnukökur, besta steikta fiskinn og bestu kleinurnar. Ekki má gleyma heita súkkulaðinu. Jólin hefðu líklega ekki komið ef það hefði gleymst. Magga var besta barnapían. Hún lét sér ekki nægja að sinna börnunum af alúð heldur líka húsverkunum. Allt var hreint, þvotturinn fallega samanbrotinn og straujaður og allir ánægðir, sérstaklega ég. Magga var glæsileg kona, allt- af smart og vel tilhöfð. „Það var að byrja útsala í Hrafnhildi og Verðlistanum. Þarftu eitthvað að fara í Reykjavík?“ Þetta þýddi að við vorum á leiðinni í inn- kaupaferð sem urðu margar yfir árin og elskaði hún að kaupa fal- legar og vandaðar flíkur. Möggu langaði að heimsækja Kaupmannahöfn og varð það úr þegar hún var 82 ára að hún fór með okkur fjölskyldunni. Hún var vanaföst og fékk sér alltaf hafragraut á morgnana og vildi því taka haframjölið með, Sol- gryn. Við sögðum að það væri óþarfi, þetta væri dönsk fram- leiðsla. Hún svona pottþétt manneskja taldi betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og flutti mjölið aftur til heimalandsins. Safnaheimsóknir urðu nokkr- ar í ferðinni en hún hafði ekkert sérstakt yndi af þeim og vildi heldur setjast niður og skoða mannlífið. En þegar við heim- sóttum verslanir þá lifnaði yfir henni og naut hún þess að skoða vandlega allt það fallega sem var á boðstólum. Magga þakkaði oft og vel fyrir ferðina og ég vona að hún hafi vitað hve verðmæt nær- vera hennar var okkur. Elsku Magga amma, kærar þakkir fyrir samveruna. Þorbjörg. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.