Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 56
Margrét Eir flytur djasssöng- leikjalög á Jómfrúnni í dag kl. 15. Með henni leika Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Jón Rafns- son á kontrabassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Á efnis- skránni eru lög á borð við Summertime eft- ir Gerswhin, Cheek to Cheek eftir Irv- ing Berlin og þekktir slagarar eftir Cole Porter. Aðgangur er ókeypis. Margrét Eir djassar á Jómfrúnni í dag LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Knattspyrnumaðurinn ungi Arnór Sigurðsson leikur fyrsta leik sinn á nýju tímabili með CSKA í Rússlandi í dag, en Skagamaðurinn sló í gegn með liðinu síðasta vetur. „Stærra hlutverk kemur með góðri frammi- stöðu og það er bara spennandi tímabil fram undan hérna í Moskvu,“ segir Arnór í viðtali við Morgunblaðið. »46 Stærra hlutverk með góðri frammistöðu Guðný Guðmundsdóttir og Cary Lewis flytja tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir J.S. Bach og Cesar Franck á stofutónleikum á Gljúfra- steini á morgun, sunnudag, kl. 16. Guðný og Lewis fagna því að um þessar mundir eru 50 ár frá því að þau fluttu sónötu Franck saman á tónleikum í Eastman School of Music. Guðný þá fyrsta árs nem- andi og Cary á síð- asta ári í dokt- orsnámi. Miðar eru seldir í safn- búð Gljúfra- steins sam- dægurs. Flytja sónötur eftir Bach og Franck ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Mamma segir að ég hafi alltaf sungið og þegar ég vaknaði úti í kerru söng ég í stað þess að gráta eins og mörg börn gera. Ég hélt líka fyrsta „giggið“ mitt sjö ára gömul á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum og tók 1.000 kr. fyrir,“ segir Silja Elsabet Brynjarsdóttir óperusöngkona, sem fékk inngöngu í starfsnám við Royal Academy of Music í London án þess að vera með masters- gráðu. Silja útskrifaðist frá sama skóla með BM í söng og tónlist á miðvikudag og hlaut Charles Norman-verðlaunin, fyrir frábær- an árangur í námi. „Ég var eini Íslendingurinn sem útskrifaðist í ár frá skólanum en það eru fleiri í námi við skólann. Ég veit ekki til þess að Íslend- ingur hafi komist í starfsnám án mastersgráðu en aðsóknin að starfsnáminu í Royal Academy of Music í London er mikil. Ég held að tvennt valdi því að ég fékk undanþágu, annars vegar er ég meðal eldri nemenda og hins vegar hlýt ég að hafa eitthvað til brunns að bera,“ segir Silja, sem bætir við að í starfsnáminu öðlist nemendur reynslu í því að syngja í óperum og á tónleikum. Sam- hliða náminu hefur Silja sungið á tónleikum í Bournemouth og London. Geggjað að syngja í Hörpu Silja var í vetur valin til þess að syngja með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í keppninni Ungir einleik- arar, á vegum Listaháskólans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var geggjað að fá að syngja í Hörpunni með fullt af áhorfendum og heila sinfóníu- hljómsveit á bak við sig. Það small allt saman á þessum tónleikum, öll vinnan og námið,“ segir Silja, sem segir tónlistarkennara sína vera fyrirmyndir sínar ásamt fjölskyldu sinni sem kenndi henni að takast á við lífið og hvernig eigi að koma fram við aðra. Silja og Helga Bryndís Magnús- dóttir héldu tónleika á gosloka- hátíð í Eyjum þar sem þær fluttu m.a. lög Oddgeirs Kristjánssonar í útsetningum hans. ,,Flestir þekkja betur útsetn- ingar Ólafs Gauks á lögum Odd- geirs. Við Helga Bryndís stefnum á að gefa út lögin í hans útsetn- ingum sem eru í mörgum tilfellum mun styttri en Óla Gauks, einnig erum við með lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið spiluð opinber- lega,“ segir Silja, sem hóf ung tónlistarnám á píanó, sem henni fannst lítið spennandi. Hún samdi við kennarann um að hún myndi spila eitt lag í hverjum tíma og kennarinn spila eitt sem hún gæti sungið með. Útskrifuð Silja Elsabet Brynjarsdóttir óperusöngkona tekur stolt á móti BM-útskriftarskírteininu og viðurkenningu fyrir frábæran árangur í námi. Hélt fyrsta „giggið“ sjö ára og tók 1.000 kr. fyrir  Silja Elsabet hlaut Charles Norman-verðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.