Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is » Jazz með útsýni er yfirskrift sumardagskrár Múlans í Hörpu þetta árið. Ívikunni var komið að hljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans að gleðja djassunnendur. Sveitina skipa Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slagverk. Sveitin kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun, sunnu- dag, kl. 16 og leikur þjóðlög frá m.a. Grikklandi, Búlgaríu og Makedóníu. Skuggamyndir frá Býsans hita upp í Hörpu og Saurbæ fyrir tónleikaferð til Makedóníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Markmaðurinn og hafið erþriðja bók norskabarnabókarithöfund-arins Mariu Parr. Bók- in heitir á frummálinu Keeperen og havet og er í ágætri þýðingu Sig- urðar Helgasonar. Norræna ráðherranefndin veitti styrk til þýðingar bókarinnar, sem gefin var út af Bókaorminum. Parr, sem fædd er 1981, hefur þegar hlot- ið verðlaun fyrir bækur sínar og hefur verið sögð blanda af Anne- Cath. Vestly og Astrid Lindgren. Það er kraftur í Markmanninum og hafinu en bókin fjallar um vinina Trilla og Lenu sem eru 12 ára og búa á Skelli-Matthildi. Bókin gerist á einu ári og segir frá uppátækjum Trilla og Lenu, lífinu sjálfu, sorgum og sigrum. Lena berst fyrir því að hæfileikar hennar sem markmanns í strákaliði séu metnir burtséð frá kynferði. Trilli upplifir sína fyrstu hvolpaást og lendir í togstreitu þeg- ar kemur að því hversu langt vinir ganga í stuðningi hver við annan. Afi sækir sjóinn eins og áður án þess að taka með í reikninginn að hann sé að eldast og baráttan um athygli nýju stelpunnar í bekknum tekur sitt pláss í bókinni. Markaðurinn og hafið er ævintýri út í eitt og þar berjast aðalsögu- persónurnar við óblíð náttúru- öflin, gera það sem þau eiga ekki að gera, sýna manndóm í erfiðum að- stæðum og kunna að njóta þess að vera til, vaxa og þroskast. Það er með ólíkindum hvað tekið er á mörgum málum í kilju sem tel- ur rúmar 200 blaðsíður. Tekið er á kynjamisrétti, klíku- skap, einelti, þröngsýni og víðsýni sem fæst með því að ferðast og kynnast nýju fólki. Sorgin fær sitt pláss, gleðin, söknuðurinn, vanda- mál tengd ellinni og æskunni, vin- átta, keppni, feimni, fyrsta ástin, af- brýðisemi, fordómar og fordóma- leysi og hvernig kvíðinn getur haldið aftur af hæfileikaríkum ein- staklingum. Markmaðurinn og hafið er góð bók fyrir börn. Hún gefur börnum og fullorðnum tækifæri til þess að opna á og ræða ýmis mál. Bókin er líka hressandi og skemmtileg lesn- ing um kraftmikla krakka í litlu samfélagi og baráttu þeirra við dag- lega lífið og náttúruna. Ljósmynd/Andrew Amorim Tækifæri Bókin „gefur börnum og fullorðnum tækifæri til þess að opna á og ræða ýmis mál,“ segir í rýni um nýja bók eftir Mariu Parr. Barnabók Markmaðurinn og hafið bbbmn Eftir Mariu Parr Íslensk þýðing: Sigurður Helgason. Bókaormurinn, bókaútgáfa, 2018. Kilja, 229 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Ævintýri kröftugra krakka „Langt fyrir utan ystu skóga“ er yfirskrift tónleika á tónlistarhátíð- inni Englar og menn í Strandar- kirkju sem haldnir verða á morgun, sunnudag, kl. 14. Fram koma Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðs- son tenór og Matthildur Anna Gísladóttir, sem leikur á harm- óníum og píanó. Á efnisskránni eru ítalskar antík-aríur og íslenskar alþýðuperlur eftir meðal annars Caccini, Caldara, Giordani, Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Böðvar Guðmunds- son og Ingibjörgu Þorbergs. Hrafnhildur lauk meistaranámi í óperusöng frá Hollensku óperu- akademíunni í Amsterdam 2015. Hún hefur komið fram á fjölda tón- leika og óperusýninga erlendis og hérlendis og söng hlutverk Anninu í La Traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni. Matthildur lauk bachelor-námi í einleik frá Lista- háskóla Íslands 2007. Einnig lauk hún meistaranámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gib- son Opera School í Royal Conserva- toire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur- verðlaunin. Þorsteinn lauk meist- aragráðu í óperusöng 2013 við Hanns Eisler í Berlín og hóf ári síð- ar störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017 þar sem hann söng fjölmörg aðalhlutverk í óperum. Langt fyrir utan ystu skóga í Strandarkirkju á morgun Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.