Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.07.2019, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is » Jazz með útsýni er yfirskrift sumardagskrár Múlans í Hörpu þetta árið. Ívikunni var komið að hljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans að gleðja djassunnendur. Sveitina skipa Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slagverk. Sveitin kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun, sunnu- dag, kl. 16 og leikur þjóðlög frá m.a. Grikklandi, Búlgaríu og Makedóníu. Skuggamyndir frá Býsans hita upp í Hörpu og Saurbæ fyrir tónleikaferð til Makedóníu Morgunblaðið/Árni Sæberg Markmaðurinn og hafið erþriðja bók norskabarnabókarithöfund-arins Mariu Parr. Bók- in heitir á frummálinu Keeperen og havet og er í ágætri þýðingu Sig- urðar Helgasonar. Norræna ráðherranefndin veitti styrk til þýðingar bókarinnar, sem gefin var út af Bókaorminum. Parr, sem fædd er 1981, hefur þegar hlot- ið verðlaun fyrir bækur sínar og hefur verið sögð blanda af Anne- Cath. Vestly og Astrid Lindgren. Það er kraftur í Markmanninum og hafinu en bókin fjallar um vinina Trilla og Lenu sem eru 12 ára og búa á Skelli-Matthildi. Bókin gerist á einu ári og segir frá uppátækjum Trilla og Lenu, lífinu sjálfu, sorgum og sigrum. Lena berst fyrir því að hæfileikar hennar sem markmanns í strákaliði séu metnir burtséð frá kynferði. Trilli upplifir sína fyrstu hvolpaást og lendir í togstreitu þeg- ar kemur að því hversu langt vinir ganga í stuðningi hver við annan. Afi sækir sjóinn eins og áður án þess að taka með í reikninginn að hann sé að eldast og baráttan um athygli nýju stelpunnar í bekknum tekur sitt pláss í bókinni. Markaðurinn og hafið er ævintýri út í eitt og þar berjast aðalsögu- persónurnar við óblíð náttúru- öflin, gera það sem þau eiga ekki að gera, sýna manndóm í erfiðum að- stæðum og kunna að njóta þess að vera til, vaxa og þroskast. Það er með ólíkindum hvað tekið er á mörgum málum í kilju sem tel- ur rúmar 200 blaðsíður. Tekið er á kynjamisrétti, klíku- skap, einelti, þröngsýni og víðsýni sem fæst með því að ferðast og kynnast nýju fólki. Sorgin fær sitt pláss, gleðin, söknuðurinn, vanda- mál tengd ellinni og æskunni, vin- átta, keppni, feimni, fyrsta ástin, af- brýðisemi, fordómar og fordóma- leysi og hvernig kvíðinn getur haldið aftur af hæfileikaríkum ein- staklingum. Markmaðurinn og hafið er góð bók fyrir börn. Hún gefur börnum og fullorðnum tækifæri til þess að opna á og ræða ýmis mál. Bókin er líka hressandi og skemmtileg lesn- ing um kraftmikla krakka í litlu samfélagi og baráttu þeirra við dag- lega lífið og náttúruna. Ljósmynd/Andrew Amorim Tækifæri Bókin „gefur börnum og fullorðnum tækifæri til þess að opna á og ræða ýmis mál,“ segir í rýni um nýja bók eftir Mariu Parr. Barnabók Markmaðurinn og hafið bbbmn Eftir Mariu Parr Íslensk þýðing: Sigurður Helgason. Bókaormurinn, bókaútgáfa, 2018. Kilja, 229 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Ævintýri kröftugra krakka „Langt fyrir utan ystu skóga“ er yfirskrift tónleika á tónlistarhátíð- inni Englar og menn í Strandar- kirkju sem haldnir verða á morgun, sunnudag, kl. 14. Fram koma Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðs- son tenór og Matthildur Anna Gísladóttir, sem leikur á harm- óníum og píanó. Á efnisskránni eru ítalskar antík-aríur og íslenskar alþýðuperlur eftir meðal annars Caccini, Caldara, Giordani, Sigfús Halldórsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Böðvar Guðmunds- son og Ingibjörgu Þorbergs. Hrafnhildur lauk meistaranámi í óperusöng frá Hollensku óperu- akademíunni í Amsterdam 2015. Hún hefur komið fram á fjölda tón- leika og óperusýninga erlendis og hérlendis og söng hlutverk Anninu í La Traviata eftir Verdi hjá Íslensku óperunni. Matthildur lauk bachelor-námi í einleik frá Lista- háskóla Íslands 2007. Einnig lauk hún meistaranámi í meðleik við Royal Academy of Music í London með Andrew West og mastersnámi í óperuþjálfun frá Alexander Gib- son Opera School í Royal Conserva- toire of Scotland og hlaut þar James H. Geddes Repetiteur- verðlaunin. Þorsteinn lauk meist- aragráðu í óperusöng 2013 við Hanns Eisler í Berlín og hóf ári síð- ar störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017 þar sem hann söng fjölmörg aðalhlutverk í óperum. Langt fyrir utan ystu skóga í Strandarkirkju á morgun Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.