Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019 rmúla 24 • S. 585 2800Á Picasso FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands 2019 fer fram á Laug- ardalsvellinum í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 12 í dag og lýkur kl. 15 en á morg- un er keppt frá kl. 11 til 15. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – FH ..................... L16 Kórinn: HK – KA .................................... S17 2. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – Vestri........ L14 Vogar: Þróttur V. – Völsungur.............. L14 Boginn: Dalvík/Reynir – Víðir............... L15 3. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – KH............... S14 Bessastaðav.: Álftanes – Skallagrímur. S14 Europcar-völlur: Reynir S. – KV........... S14 Fjölnisv.: Vængir J. – Höttur/Huginn .. S14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Augnablik...... S16 Vopnafjörður: Einherji – Sindri ............ S16 2. deild kvenna: Norðfjarðarv.: FHL – Hamrarnir ........ L14 Bessastaðavöllur: Álftanes – Sindri...... L14 UM HELGINA! isrétt á bæði Nordic-mótaröðinni sem og Áskorendamótaröðinni en hann segir að markmiðið sé að koma sér inn á Evrópumótaröðina. „Það besta við þetta er auðvitað bara allt frelsið sem fylgir því þeg- ar manni gengur vel. Ef ég vil spila á Áskorendamótaröðinni spila ég þar og ef ég vil spila á Nordic- mótinu þá spila ég þar en það sem ég er fyrst og fremst að leggja áherslu á þessa dagana er undir- búningur fyrir úrtökumótið á Evr- ópumótaröðina í haust. Það er ennþá sæti á Evrópumótaröðinni í boði og ég get ennþá bætt þennan árangur sem ég hef nú þegar náð á þessu tímabili og markmiðið er að sjálfsögðu að koma sér inn á Evr- ópumótaröðina og fókusinn fer all- ur á það.“ Vinnan frá 2017 að skila sér Guðmundur hefur spilað frábær- lega á Nordic-mótaröðinni í ár og hann ítrekar að hann sé með frá- bært fólk í kringum sig sem hefur hjálpað honum mikið í vetur. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér og ég er búinn að vera að spila þétt núna. Það er áskorenda- mót hjá mér aftur á miðvikudaginn í næstu viku þannig að maður þarf að treysta mikið á sjálfan sig en að sama skapi er frábært að hafa Birgi Leif sér innan handar ef eitt- hvað kemur upp á og geta hringt í hann. Ég hef verið mjög heppinn í vetur með fólkið sem ég er búinn að vera að vinna með. Þetta er allt mjög hæfileikaríkt fólk og sam- starfið hefur gengið mjög vel. Þjálfarinn minn Arnar Már Ólafs- son er sá besti í sínu fagi að mínu mati og við erum búnir að vera í mikilli tæknivinnu frá árinu 2017 og það er að skila sér. Tilfinningin sem ég hef þegar ég fer út á völl er sú að ég geti átt algjöran með- almennskudag, en samt unnið mót,“ sagði Guðmundur Ágúst í samtali við Morgunblaðið. Sigurtilfinningin fylgir með  Guðmundur Ágúst Kristjánsson setur stefnuna á Evrópumótaröðina í golfi Ljósmynd/GSÍ Vann Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn á Áskorendamótaröðina. GOLF Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fagnaði sigri á Svea Leasing Open-mótinu í Svíþjóð í gær en mótið er hluti af Nordic- mótaröðinni í golfi. Þetta var þriðji sigur Guðmundar á mótaröðunni og tryggði hann sér þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu út þetta tímabil og á næsta tímabili en mótaröðin er sú næst- sterkasta í Evrópu á eftir Evr- ópumótaröðinni. „Ég get alveg viðurkennt það að ég átti ekki beint von á því að vera búinn að vinna þrjú mót á þessum tíma en ég hafði mjög góða tilfinn- ingu fyrir þessu í byrjun tímabils- ins,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrsta mótið gaf tóninn „Gengið hingað til hefur þess vegna ekki komið mér neitt sér- staklega á óvart þar sem ég mætti mjög tilbúinn til leiks í fyrsta mót- ið þar sem tónninn var í raun gef- inn og það var lítið sem kom manni á óvart eftir það.“ Guðmundur er nú með keppn- Svisslendingurinn Roger Federer mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer vann 3:1-sigur gegn Spánverjanum Rafael Nadal í und- anúrslitum á meðan Djokovic lagði Spánverjann Roberto Bautista Agut í hinu undanúrslitaeinvíginu. Federer hefur unnið mótið átta sinnum og er sigursælasti karlmað- urinn í sögu mótsins, en Djokovic hefur fjórum sinnum fagnað sigri á mótinu, síðast árið 2018. bjarnih@mbl.is Sá sigursælasti mætir meistaranum AFP Sigursæll Roger Federer hefur átta sinnum orðið Wimbledon-meistari. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum hring á Marathon Classic- mótinu í golfi sem er hluti af LPGA- mótaröðinni í gær. Ólafía lék á sam- tals 75 höggum, fékk fimm skolla og einn fugl og var á fjórum högg- um yfir pari. Það kom ekki að sök því hún lék fyrsta hringinn á fimmtudaginn á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún lék því samtals á einu höggi yfir pari og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn í 69.-77. sæti. Ólafía Þórunn rétt slapp í gegn AFP Tæp Ólafía Þórunn lék á 75 höggum í gær en það kom ekki að sök.  Haukur Helgi Pálsson heimsækir sína gömlu félaga í Nanterre í Frakk- landi strax í október en hið nýja lið hans, Unics Kazan frá Rússlandi, lenti í riðli með Nanterre þegar dregið var í riðla fyrir Evrópubikarinn í körfubolta í gær. Fyrsti leikur Unics Kazan verður á gegn Germani Brescia 2. október.  Enski knattspyrnumaðurinn Peter Crouch tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna, 38 ára gamall. Crouch lék með Burnley seinni hluta síðasta tímabils en hann spilaði alls 735 mótsleiki með félagsliðum á ferl- inum, lengst með Stoke og Liverpool, og skoraði 205 mörk. Þá gerði Crouch 22 mörk í 42 landsleikjum fyrir Eng- lands hönd. Eitt ogannað Þróttur úr Reykjavík nálgaðist FH á toppi 1. deildar kvenna í knatt- spyrnu, Inkasso-deildarinnar, þeg- ar liðið vann 5:1-sigur gegn Fjölni í áttundu umferð deildarinnar á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í gærkvöld. Sigur Þróttara var aldrei í hættu en liðið komst í 4:0 í leiknum. Þær Linda Líf Boama og Lauren Wade skoruðu báðar fyrir Þróttara í gær en þær eru markahæstar í deildinni með níu mörk hvor. Þróttur er nú í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi minna en topplið FH. Þá er Afturelding komin í fjórða sæti deildarinnar eftir mikilvægan 1:0-sigur gegn ÍA á Varmárvelli í Mosfellsbæ þar sem Samira Sulem- an skoraði sigurmark leiksins á 39. mínútu. Tindastóll vann stórsigur gegn botnliði ÍR á Sauðárkróki, 6:1, og styrkti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og þá eru Haukar komnir úr fallsæti eftir 4:0- stórsigur gegn Grindavík á Ásvöll- um. Morgunblaðið/Eggert Markaskorari Samira Suleman tryggði Aftureldingu sigur gegn ÍA. Þróttur minnkaði forskot FH í eitt stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.