Morgunblaðið - 13.07.2019, Side 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2019
rmúla 24 • S. 585 2800Á
Picasso
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands 2019 fer fram á Laug-
ardalsvellinum í dag og á morgun. Keppni
hefst kl. 12 í dag og lýkur kl. 15 en á morg-
un er keppt frá kl. 11 til 15.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – FH ..................... L16
Kórinn: HK – KA .................................... S17
2. deild karla:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Vestri........ L14
Vogar: Þróttur V. – Völsungur.............. L14
Boginn: Dalvík/Reynir – Víðir............... L15
3. deild karla:
Framvöllur: Kórdrengir – KH............... S14
Bessastaðav.: Álftanes – Skallagrímur. S14
Europcar-völlur: Reynir S. – KV........... S14
Fjölnisv.: Vængir J. – Höttur/Huginn .. S14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Augnablik...... S16
Vopnafjörður: Einherji – Sindri ............ S16
2. deild kvenna:
Norðfjarðarv.: FHL – Hamrarnir ........ L14
Bessastaðavöllur: Álftanes – Sindri...... L14
UM HELGINA!
isrétt á bæði Nordic-mótaröðinni
sem og Áskorendamótaröðinni en
hann segir að markmiðið sé að
koma sér inn á Evrópumótaröðina.
„Það besta við þetta er auðvitað
bara allt frelsið sem fylgir því þeg-
ar manni gengur vel. Ef ég vil
spila á Áskorendamótaröðinni spila
ég þar og ef ég vil spila á Nordic-
mótinu þá spila ég þar en það sem
ég er fyrst og fremst að leggja
áherslu á þessa dagana er undir-
búningur fyrir úrtökumótið á Evr-
ópumótaröðina í haust. Það er
ennþá sæti á Evrópumótaröðinni í
boði og ég get ennþá bætt þennan
árangur sem ég hef nú þegar náð á
þessu tímabili og markmiðið er að
sjálfsögðu að koma sér inn á Evr-
ópumótaröðina og fókusinn fer all-
ur á það.“
Vinnan frá 2017 að skila sér
Guðmundur hefur spilað frábær-
lega á Nordic-mótaröðinni í ár og
hann ítrekar að hann sé með frá-
bært fólk í kringum sig sem hefur
hjálpað honum mikið í vetur.
„Það er búið að vera nóg að gera
hjá mér og ég er búinn að vera að
spila þétt núna. Það er áskorenda-
mót hjá mér aftur á miðvikudaginn
í næstu viku þannig að maður þarf
að treysta mikið á sjálfan sig en að
sama skapi er frábært að hafa
Birgi Leif sér innan handar ef eitt-
hvað kemur upp á og geta hringt í
hann. Ég hef verið mjög heppinn í
vetur með fólkið sem ég er búinn
að vera að vinna með. Þetta er allt
mjög hæfileikaríkt fólk og sam-
starfið hefur gengið mjög vel.
Þjálfarinn minn Arnar Már Ólafs-
son er sá besti í sínu fagi að mínu
mati og við erum búnir að vera í
mikilli tæknivinnu frá árinu 2017
og það er að skila sér. Tilfinningin
sem ég hef þegar ég fer út á völl
er sú að ég geti átt algjöran með-
almennskudag, en samt unnið
mót,“ sagði Guðmundur Ágúst í
samtali við Morgunblaðið.
Sigurtilfinningin fylgir með
Guðmundur Ágúst Kristjánsson setur stefnuna á Evrópumótaröðina í golfi
Ljósmynd/GSÍ
Vann Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn á Áskorendamótaröðina.
GOLF
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst
Kristjánsson fagnaði sigri á Svea
Leasing Open-mótinu í Svíþjóð í
gær en mótið er hluti af Nordic-
mótaröðinni í golfi. Þetta var þriðji
sigur Guðmundar á mótaröðunni
og tryggði hann sér þar með
keppnisrétt á Áskorendamótaröð
Evrópu út þetta tímabil og á næsta
tímabili en mótaröðin er sú næst-
sterkasta í Evrópu á eftir Evr-
ópumótaröðinni.
„Ég get alveg viðurkennt það að
ég átti ekki beint von á því að vera
búinn að vinna þrjú mót á þessum
tíma en ég hafði mjög góða tilfinn-
ingu fyrir þessu í byrjun tímabils-
ins,“ sagði Guðmundur í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Fyrsta mótið gaf tóninn
„Gengið hingað til hefur þess
vegna ekki komið mér neitt sér-
staklega á óvart þar sem ég mætti
mjög tilbúinn til leiks í fyrsta mót-
ið þar sem tónninn var í raun gef-
inn og það var lítið sem kom manni
á óvart eftir það.“
Guðmundur er nú með keppn-
Svisslendingurinn Roger Federer
mætir Serbanum Novak Djokovic í
úrslitum í einliðaleik karla á
Wimbledon-mótinu í tennis.
Federer vann 3:1-sigur gegn
Spánverjanum Rafael Nadal í und-
anúrslitum á meðan Djokovic lagði
Spánverjann Roberto Bautista
Agut í hinu undanúrslitaeinvíginu.
Federer hefur unnið mótið átta
sinnum og er sigursælasti karlmað-
urinn í sögu mótsins, en Djokovic
hefur fjórum sinnum fagnað sigri á
mótinu, síðast árið 2018.
bjarnih@mbl.is
Sá sigursælasti
mætir meistaranum
AFP
Sigursæll Roger Federer hefur átta
sinnum orðið Wimbledon-meistari.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á
öðrum hring á Marathon Classic-
mótinu í golfi sem er hluti af LPGA-
mótaröðinni í gær. Ólafía lék á sam-
tals 75 höggum, fékk fimm skolla
og einn fugl og var á fjórum högg-
um yfir pari.
Það kom ekki að sök því hún lék
fyrsta hringinn á fimmtudaginn á
68 höggum eða þremur höggum
undir pari.
Hún lék því samtals á einu höggi
yfir pari og rétt slapp í gegnum
niðurskurðinn í 69.-77. sæti.
Ólafía Þórunn
rétt slapp í gegn
AFP
Tæp Ólafía Þórunn lék á 75 höggum
í gær en það kom ekki að sök.
Haukur Helgi Pálsson heimsækir
sína gömlu félaga í Nanterre í Frakk-
landi strax í október en hið nýja lið
hans, Unics Kazan frá Rússlandi, lenti
í riðli með Nanterre þegar dregið var í
riðla fyrir Evrópubikarinn í körfubolta í
gær. Fyrsti leikur Unics Kazan verður á
gegn Germani Brescia 2. október.
Enski knattspyrnumaðurinn Peter
Crouch tilkynnti í gær að hann hefði
lagt skóna á hilluna, 38 ára gamall.
Crouch lék með Burnley seinni hluta
síðasta tímabils en hann spilaði alls
735 mótsleiki með félagsliðum á ferl-
inum, lengst með Stoke og Liverpool,
og skoraði 205 mörk. Þá gerði Crouch
22 mörk í 42 landsleikjum fyrir Eng-
lands hönd.
Eitt
ogannað
Þróttur úr Reykjavík nálgaðist FH
á toppi 1. deildar kvenna í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildarinnar, þeg-
ar liðið vann 5:1-sigur gegn Fjölni í
áttundu umferð deildarinnar á
Eimskipsvellinum í Laugardalnum í
gærkvöld.
Sigur Þróttara var aldrei í hættu
en liðið komst í 4:0 í leiknum. Þær
Linda Líf Boama og Lauren Wade
skoruðu báðar fyrir Þróttara í gær
en þær eru markahæstar í deildinni
með níu mörk hvor. Þróttur er nú í
öðru sæti deildarinnar með 18 stig,
einu stigi minna en topplið FH.
Þá er Afturelding komin í fjórða
sæti deildarinnar eftir mikilvægan
1:0-sigur gegn ÍA á Varmárvelli í
Mosfellsbæ þar sem Samira Sulem-
an skoraði sigurmark leiksins á 39.
mínútu.
Tindastóll vann stórsigur gegn
botnliði ÍR á Sauðárkróki, 6:1, og
styrkti þar með stöðu sína í þriðja
sæti deildarinnar og þá eru Haukar
komnir úr fallsæti eftir 4:0-
stórsigur gegn Grindavík á Ásvöll-
um.
Morgunblaðið/Eggert
Markaskorari Samira Suleman tryggði Aftureldingu sigur gegn ÍA.
Þróttur minnkaði
forskot FH í eitt stig