Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þjótandi ehf. kærði í vor til kæru- nefndar útboðsmála útboð Vega- gerðarinnar „Reykjavíkurvegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur“. Kærandi gerði aðallega þá kröfu að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila Vega- gerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í hinu kærða útboði. Kærunefnd úrskurðaði hinn 20. júní sl.: „Ákvörðun varnaraðila, Vegagerðarinnar, um að semja við GT verktaka ehf. og Borgarvirki ehf. í kjölfar útboðsins „Reykjavíkur- vegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur“, er felld úr gildi. Varnaraðili greiði kæranda 600.000 krónur í málskostnað.“ Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í kjölfar úrskurðar kærunefndar hefði Vegagerðin tekið nýja ákvörðun og gengið til samn- inga við Þjótanda ehf. kærandans, sem átti næstlægsta tilboðið. Fylgjum úrskurði kærunefndar „Viðbrögð okkar við þessum úr- skurði eru þau að við einfaldlega fylgjum honum og tókum nýja ákvörðun og höfum þegar tilkynnt næstlægsta bjóðanda í útboðinu, Þjótanda, og öðrum bjóðendum, að samið verði við Þjótanda. Við gerum ráð fyrir því að ganga frá samningi við Þjótanda í næstu viku,“ sagði Stefán. Fram kom í útboðsgögnum Vega- gerðarinnar í desember í fyrra að bjóðendur skyldu uppfylla ýmsar kröfur til þess að koma til greina sem samningsaðilar. „Meðal lág- markskrafna var að bjóðendur sýndu fram á reynslu af sambæri- legum verkum, tilvist gæðakerfis, ársreikninga sem sýndu tiltekna veltu undanfarin þrjú ár og að eigið fé væri jákvætt. Þá var gerð krafa um viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda og tekið fram í grein 1.8 í útboðsgögnum að ef „fyrirtæki þeirra [hefðu] orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðast- liðin fimm ár, [yrði] bjóðanda vísað frá.“ Aðspurður hvort ekki hafi verið um klúður að ræða af hálfu Vega- gerðarinnar að ganga til samninga við lægstbjóðendur, þrátt fyrir gjaldþrotasögu þeirra, segist Stefán ekki vilja taka svo djúpt í árinni. Í út- boðsskilmálum hafi verið tilgreint að skoða mætti fimm ára viðskiptasögu bjóðenda aftur í tímann, en lögum um opinber innkaup hafi verið breytt árið 2016, þannig að einungis væri heimilt að skoða sögu fyrirtækja þrjú ár aftur í tímann. Á þetta misræmi hafi Vegagerð- inni verið bent, og í kjölfarið hafi fyrstu ákvörðun verið breytt og ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðendur, sem Þjótandi hafi kært til kærunefndar. „Vandamálið var sem sé að skil- málar okkar voru ekki í samræmi við lögin að þessu leyti sem vissulega er óheppilegt. Kærunefnd úrskurðar að fyrst skilmálar okkar hafi verið þess- ir um fimm árin, megi ekki breyta þeim eftir á og viö höfum alltaf átt að standa við fyrstu ákvörðun um að semja við Þjótanda. Við deilum ekk- ert við dómarann. Þetta er niður- staða kærunefndarinnar og við för- um í einu og öllu eftir því sem nefndin úrskurðar,“ sagði Stefán enn fremur. Val á útboði var fellt úr gildi  Vegagerðin gengur til samninga við Þjótanda ehf. í kjölfar úrskurðar kærunefndar útboðsmála Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegagerð Vegagerðin semur nú við Þjótanda ehf. um umdeilt verk. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég veit ekki hvaða rök eru þarna að baki en þau eiga í það minnsta ekki lengur við,“ segir Sigurður Pétur Snorrason, stofnandi RVK Brewing Company og formaður Samtaka íslenskra handverksbrugg- húsa. Það eru ekki ný tíðindi að afar há gjöld eru lögð áfengi hér á landi – þau hæstu í Evrópu reyndar – en ekki er á allra vitorði að þau eru mishá eftir tegundum áfengis. Þannig eru hæstu áfengisgjöldin lögð á sterkt vín. Næsthæstu gjöld- in eru lögð á bjór en þau lægstu eru lögð á léttvín. Þetta hefur ekki farið framhjá Sigurði og öðrum framleið- endum bjórs, en bylting hefur orðið í þróun og framleiðslu handverks- bjórs hér á landi síðasta áratuginn. Telja margir bjórframleiðendur að ótækt sé að lægri gjöld séu lögð á léttvín og vilja að lagaumhverfið verði endurskoðað. „Breytinga er þörf. Fyrsta skref- ið ætti auðvitað að vera að lækka áfengisgjöld á bjór niður á sama stig og er hjá léttvínum. Ekki síst til að styðja við bakið á innlendri fram- leiðslu. Það myndi muna gríðarlega miklu fyrir okkur,“ segir Sigurður. Á myndinni hér til hliðar er rakið hvernig mismunandi skattlagning á bjór og víni getur birst. Næstum 20 krónum meira er greitt í gjöld af stórum bjór en af sambærilegri ein- ingu af víni. Þessi munur skilar sér vitaskuld í hærra verði til neytenda. Mjög íþyngjandi umhverfi „Ég og fleiri framleiðendur erum að skapa störf og nýsköpun um allt land, ráða fólk í vinnu og fá til okkar gesti og túrista. Á sama tíma búum við við mjög óþjált umhverfi áfeng- isgjalda sem er mjög íþyngjandi. Hér er mun erfiðara að framleiða metnaðarfulla handverksbjóra enda eru þeir gjarnan með hærri áfengis- prósentu. Fyrir vikið verður öll framleiðsla einsleitari en ella. Það er mjög erfitt að standa undir þeirri grósku sem er að verða alls staðar í kringum okkur í þessu umhverfi,“ segir Sigurður og ítrekar að rétt væri að lækka áfengisgjöld á bjór til jafns við léttvín. „Við hjá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa höfum reynd- ar talað fyrir því að minni framleið- endur fái 50% afslátt af áfengis- gjöldum eins og tíðkast sums staðar erlendis. Það myndi renna stoðum reglulega vel undir þennan blóm- lega iðnað sem er að verða til um allt land.“ Löggjöfin leifar frá fortíð Agnes Anna Sigurðardóttir, stofnandi og einn eigenda Kalda á Árskógssandi, tekur undir gagnrýni Sigurðar. „Að kampavín og fleiri vinsælir drykkir beri lægri gjöld en bjór er ótrúlega galið. Sérstaklega þar sem við erum ekki að framleiða neitt léttvín á Íslandi en erum mjög sterk í bjórframleiðslu,“ segir hún. Agnes telur að ekki sé nægilega hlúð að íslenskri bjórframleiðslu. „Við erum með svo gott vatn á Ís- landi. Íslendingar og erlendir gestir velja íslenskt út af gæðunum, þeir finna muninn. Það situr enn þá í sumum Íslendingum að það sé fínna að fá sér hvítvín eða rauðvín en bjór. En þeir sem eru í bruggheim- inum vita að það er mun flóknara að brugga góðan bjór en að búa til vín. Síðustu ár hefur bjórinn fengið meiri viðurkenningu og er nú höndl- aður sem gæðavara. Þessi löggjöf um áfengisgjöld er leifar frá fortíð og ætti auðvitað að breytast í takt við þessa þróun.“ Greiða 20 krónum meira í skatt af bjór  Hærri gjöld á bjór en vín  Framleiðendur vilja lækkun Erfi tt er að bera saman bjór og léttvín sökum þess að það er yfi rleitt mjög misjafnt að styrkleika og selt í misstórum umbúðum. Nærtækast er að bera saman bjór og síder sem framleiddur er úr ávöxtum og fl okkast því með léttvínum. *Áfengisgjald er reiknað á hvert prósentustig vínanda umfram 2,25%, 122,60 kr. á hvern lítra af bjór en 111,65 kr. á hvern lítra léttvíns. **Án tillits til innkaupsverðs. Álagning ÁTVR er 18% og VSK er 11%. Hlutur ríkisins af stórum bjór í Vínbúðunum hlutur ríkisins af stórum síder í Vínbúðunum 169 kr. Áfengisgjald* 154 kr. 30 kr. Álagning ÁTVR** 27 kr. 22 kr. VSK** 20 kr. 221 kr. Samtals hlutur ríkisins 201 kr. 20 krónum meira er greitt í áfeng- isgjöld af einum bjór en einum síder eða alls um 120 krónum meira af kippu af stórum bjór en sama magni af víni. Í báðum dæmunum er miðað við 5% áfengis prósentu og 0,5 lítra einingu. Bjór meira skattlagður en vín ÖL 0,5 líter 0,5 líter 5% 5% sÍder Sigurður Pétur Snorrason Agnes Anna Sigurðardóttir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kynning á uppbyggingu á Völuteig 8 í Mosfellsbæ hugnaðist bæjarstjóra og einum bæjarfulltrúa ágætlega, en þar vilja Zeppelin arkitektar reisa eins konar „kastala“, safn mishárra turnbygginga, sem munu liggja um- hverfis stórt torg. Tillagan ber vinnuheitið Varmártorg. Fulltrúar verkefnis kynntu hugmyndina á fundi skipulagsnefndar nú í byrjun júlí. Enn á upphafsstigi „Þeir viðruðu þessa hugmynd og hún er til meðferðar í skipulagsráði og bæjarráði. Þetta er dálítið bylt- ingarkennd hugmynd sem þarf að skoðast mjög vandlega. Þetta er við- kvæmur staður og það þarf að vanda sig við að ákveða hvað þarna skal byggjast. Við munum skoða þetta í rólegheitunum bara,“ segir Har- aldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, en bæði þyrfti aðal- og deili- skipulagsbreytingu til að hug- myndin yrði að veruleika. Byggingarnar eru nokkru hærri en þær sem fyrir eru í Mosfellsbæ. „Það er eitt af því sem við þurfum að skoða. Hvernig þetta fer á þessum stað,“ segir Haraldur, en málið er á byrjunarstigi að hans sögn. Stefán Ómar Jónsson, nefndar- maður í skipulagsnefnd Mosfells- bæjar, segir að vel sé tekið við öllum tillögum. „Það sló mann ekkert illa að sjá þetta, þetta er vel gert hjá þeim. Síðan þarf að hugsa hvernig þetta fer þarna og til dæmis hvernig þetta horfir við Helgafellshverfinu,“ segir hann. „Kynningin var vel fram sett og hvernig þeir sjá þetta fyrir sér. Hvort þetta verður yfir höfuð eða ekki, það er nokkur vegur þang- að til,“ segir hann. Hugnaðist fyrsta kynningin vel  Vilja reisa turnþyrpingu í Mosfellsbæ Skjáskot/Zeppelin arkitektar Varmártorg Úr myndbandi Zeppel- in arkitekta um Völuteig 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.