Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 4

Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 g y StrandbærinnAlbiráCostaBlanca Albir Playa Hotel & Spa aaaa Frá kr. 74.99527. ágúst í 7 nætur Frá kr. 97.445 Á sérstöku tilboðsverði á öllum brottförum í ágúst Bifhjólamenn á 175 hjólum fylgdu í gær Guðmundi Hreiðari Guðjónssyni, eða Mumma, sem lést í bif- hjólaslysi skammt frá Hólmavík í lok júní, til hinstu hvílu. Eftir athöfn í Víðistaðakirkju var kistu Mumma komið fyrir á hliðarvagni rússnesks Ural-bifhjóls, en vagninn hafði verið sérstaklega útbúinn fyrir ferðina. Á meðfylgjandi mynd má sjá er hópurinn ók með kistuna frá kirkjunni. Ofan á kistunni liggur bif- hjólavesti Mumma, en hann var félagsmaður í Sturl- ungum. Aftan á hjólinu situr unnustan Sara Dögg Al- freðsdóttir og hvílir hönd á kistunni. Að útför lokinni var erfidrykkja haldin í félagsheimili Sturlunga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylgt til hinstu hvílu af 175 hjólum Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fjöldi fólks safnaðist saman í Laugardal tvær síðustu helgar og gæddi sér á gómsætum götubita þegar matarmarkaður var haldinn þar. Eins og við var búist lögðu öllu færri leið sína í Laugardalinn í gær og fyrradag en helgina áður til að smakka á kræsingunum, en nokkuð þungbúið var yfir borginni bæði á laugardag og sunnudag. „Þetta er auðvitað minna fjöl- skylduvænt þegar veðrið er svona,“ sagði Sveinn Sævarsson, sem stóð vaktina í Tasty-vagninum þegar blaðamaður leit þar við síðdegis í gær. „Fólk var samt skrambi seigt. Í gær stóð hér fjöldi fólks úti í rign- ingunni og pantaði sér mat,“ skaut Bjarni Þór Sivertsen, samstarfs- maður Sveins í vagninum, inn í. Sagðist Sveinn hafa verið ánægð- ur með hátíðina og sagði að „ótrú- lega skemmtilegt“ hefði verið að taka þátt í henni. „Humarsamlokan er vinsælust og á eftir kemur humarsúpan. Þetta er ekkert salatveður,“ sagði Siguringi Sigurjónsson, vertinn í Lobster Hut- humarvagninum, og leit upp í grá skýin sem sveimuðu yfir Laugar- dalnum. Sagði hann að viðbúið hefði verið að færri myndu sækja hátíðina þessa helgi en helgina áður, en vitanlega verið „meira spennandi“ fyrri helgina en þá seinni. Færri fyrir bjórinn í rigningu Ína Karítas Grétarsdóttir, sem einnig sá um að reiða fram veitingar úr humarvagninum, tók í svipaðan streng og sagðist sammála því að veðrið hefði haft mikil áhrif. „Við vorum með tuttugu manna röð hér um síðustu helgi frá því að við opnuðum og þangað til við þurft- um að segja fólki sem var í röðinni að við værum einfaldlega að loka,“ sagði Siguringi enn fremur. Nokkuð lítið var að gera í vagn- inum hjá Svanhildi Sól Hjálmars- dóttur, sem skenkti bjór og aðra áfenga drykki úr Víking-vagninum sem þá var á staðnum. Hafði hún sömu sögu að segja og flestir; nokkr- ar tegundir hefðu „klárast strax“ fyrri helgina þegar sólin skein, en rólegra hefði verið í gær og á laugar- dag. Ekki voru þó allir ósáttir við veðr- ið, en einn gesta sem blaðamaður ræddi við kom báðar helgar sér- staklega til að fá sér borgarann hjá Gastrotruck. „Hann er betri hérna,“ sagði hann og benti á vagninn með glampa í augum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljúffengt Gestir gæða sér á veitingum í súldinni í Laugardal í gær. Gómsæts götu- bita neytt þrátt fyrir rigningu  „Ekkert salatveður,“ sagði mat- reiðslumaður  Fólk „seigt“ í súldinni Örnefnanefnd hefur sent frá sér til- mæli til sveitarfélaga um að þau hafi frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þar sem þörf á slíku kemur upp og sporni við því að óviðunandi nöfn festist í sessi. Þá mælir Örnefna- nefnd með því reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til þess að festast í sessi. Vísað er í bréfi nefndarinnar til umfjöllunar í Speglinum á Rás 1 síð- asta haust, þar sem fjallað var um ensk nöfn yfir staði á Íslandi. Var þar meðal annars bent á að í stað Breiðamerkursands megi bara finna enska örnefnið „Diamond Beach“ í hinu vinsæla leiðsöguforriti Google Maps. Nokkur fleiri dæmi eru tínd til og bent á að þótt þýðing örnefna geti talist í vissum skilningi eðlileg miðlun íslensks menningararfs til út- lendinga verði að gæta þess að hin ensku nöfn verði ekki fyrirferðar- meiri en þau íslensku, svo sem á skiltum og vegvísum. Höfðu samband við Google Þórunn Sigurðardóttir, fráfarandi formaður nefndarinnar, segir að málið hafi verið rætt í vetur á fund- um hennar. „Það sem vakir fyrir okkur er einkum örnefnavernd, að íslensk örnefni glatist ekki,“ segir Þórunn. Hún varar við því að verði ensku örnefnin ofan á verði það skaði fyrir íslenska tungu. „Við hvöttum því menntamálaráðuneytið til þess að hafa samband við Google og hvetja fyrirtækið til að nota örnefna- grunn Landmælinga Íslands, þannig að rétt örnefni séu í Google Maps.“ Hún bætir við að það gæti teflt ör- yggi fólks í hættu ef fleiri en eitt ör- nefni er notað um stað þar sem fólk gæti þurft á aðstoð að halda. Að lok- um segir Þórunn að hún voni að með tilmælunum muni sveitarstjórnir og ferðaþjónustuaðilar huga betur að því þegar gefa þarf nýjum áfanga- stöðum nöfn. sgs@mbl.is Sporni við enskum örnefnum  Örnefnanefnd sendir tilmæli til sveitarfélaga um viðbrögð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.