Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Deildar meiningar eru meðal borgar-
fulltrúa um ágæti breytinga á um-
ferðalögum sem taka gildi í upphafi
næsta árs og kveða á um heimild
handhafa stæðiskorta (P-korta) til
þess að fara um göngugötur á vél-
knúnum ökutækjum. Heimildin felur
í sér að hreyfihamlaðir geti farið um
göngugötur og lagt þar í sérstök
stæði. Pawel Bartoszek, borgar-
fulltrúi Viðreisnar, segir löggjafann
hafa verið á villigötum og að álitlegri
lausnir séu tækar til að sinna þörfum
hreyfihamlaðra. Kolbrún Baldurs-
dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólks-
ins, andmælir þessu og segir að
borgin þurfi að virða lagabreyt-
inguna.
Lausn ekki fólgin í umferð bíla
Pawel segir að Reykjavíkurborg
hafi ekki gefist kostur á að tjá sig
nægilega vel um málið enda hafi um-
rædd heimild fyrst verið rædd í þing-
nefnd. Hann hefur óskað upplýsinga
frá sýslumanni um fjölda handhafa
stæðiskorta.
„Einhvers staðar sá ég að það
væru gefin út 1.400 ný á ári, en ég
átta mig ekki alveg á því hver fjöldi
korts er sem er endurnýjaður og
hver er fjöldinn sem er í umferð
hverju sinni. Eitthvað af þessu er
auðvitað tímabundið,“ segir hann, en
Pawel telur fjöldann þó hlaupa á þús-
undum. „Ef talan 1.400 ný endur-
nýjuð er rétt er það allavega sá fjöldi
og líklegast einhverjir fleiri enda
gilda einhver þessara korta væntan-
lega í einhvern tíma.“
Pawel segir það ekki besta kostinn
við að leysa úr þörfum hreyfihaml-
aðra að heimila þeim að aka ökutækj-
um sínum á göngugötum. „Ég úti-
loka ekki að það geti einhvers staðar
átt við að ákveðin svæði séu lokuð
fyrir alla nema þá sem annaðhvort
ættu erfitt með gang eða þyrftu að
komast ferða sinna á hjólastól. En ef
maður skoðar almennt hvernig þess-
um málum er háttað víða í Evrópu,
t.d. í Vín, þá er þar stórt og fallegt
borgarsvæði í miðbænum og þar
keyra bílar ekki um,“ segir hann og
nefnir að mikil þróun sé í minni raf-
skutlum og öðrum tækjum sem geti
hjálpað fólki að komast milli staða.
„Ég ber þetta saman við Kringluna.
Þar er mikið stórt göngusvæði inn-
anhúss. Þar felst lausnin ekki í því að
hleypa bílum inn í Kringluna sjálfa,
heldur í því að hafa gott aðgengi og
útleigu á tækjum sem geta hjálpað
fólki að fara um,“ segir Pawel.
Að sögn Pawels felst það í áætl-
unum Reykjavíkurborgar að auka
aðgengi fyrir hreyfihamlaða eftir að
Laugavegur allur verði orðinn að
göngugötu. „Það stendur t.d. til að
hækka hann upp og minnka þrep fyr-
ir þá sem þurfa að fara leið sinnar
þannig. Það skapast líka meira rými
fyrir verslanirnar til að koma með
einhverjar lausnir á borð við rampa
eða lyftur,“ segir hann. „Ef það eru
nokkur þúsund bílar sem mega
keyra þarna, þá eru dálítið miklir
möguleikar á umferð,“ segir Pawel,
en hann nefnir einnig að það sé óljóst
hvað löggjafinn hafi nákvæmlega
meint með heimildinni. Í þessu sam-
hengi nefnir hann Vallarstræti, sem
liggur norðan við Austurvöll og var
eitt sinn umferðargata. „Er það sýn
löggjafans að þar eigi bílar að fá að
keyra ef þeir kjósa svo?“ spyr Pawel.
Öfgar og þráhyggja meirihluta
Í borgarstjórn síðasta haust lagði
Kolbrún Baldursdóttir fram tillögu
um heimild fyrir handhafa stæðis-
korta til þess að keyra á göngugötum
í borgarstjórn sem vísað var til sam-
göngu- og skipulagsráðs. Hún kveðst
ekkert hafa á móti göngugötum en
vill að hreyfihamlaðir hafi þar að-
gengi. „Ég fagna því að þetta hafi
farið í gegn hjá löggjafanum af því að
ég fékk ekki áheyrn hjá borginni,“
segir hún. „Mér fannst mjög skrýtið
hve rosalega neikvæð þau voru þeg-
ar ég lagði þetta fram.“
Spurð hvort ekki megi búast við
talsverðri umferð innan um gang-
andi vegfarendur segir Kolbrún að
slíkt sé ekki inni í myndinni. „Stór
hluti af þessu fólki er hættur að
koma á þetta svæði. Tugir rekstrar-
aðila hafa flúið og það er mjög erfitt
fyrir þetta fólk að koma þarna að.
Þarna eru mjög langar einstefnugöt-
ur og Laugavegur og Hverfisgata
gjörbreytt. Þessi hópur leitast ekki
við að fara niður í bæ eins og var, í
það minnsta heyri ég það í kringum
mig,“ segir Kolbrún. „Þetta verður
kannski einn og einn, ef svo mikið.
Aðgengi á Laugaveginum er bara
erfitt fyrir fólk sem er ekki vant að
keyra miðbæinn. Ég deili ekki þess-
um áhyggjum,“ segir hún og sakar
meirihlutann um öfgar og þráhyggju
með því að „banna öll farartæki
nema hjól“.
Spurð hvort gangandi vegfarend-
um stafi hætta af bílaumferðinni seg-
ist hún ekki deila slíkum áhyggjum.
„Það verður ekið undir tíu kílómetr-
um á klukkustund. Þetta er allt í
lagi,“ segir hún.
Takast á um akstur á göngugötum
Hreyfihamlaðir fá heimild til að keyra á göngugötum Borgarfulltrúi Viðreisnar vill fara aðrar leiðir
Óvissa um fjölda handhafa P-korta Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir borgina þurfa að virða lög
Morgunblaðið/Eggert
Laugavegur Í umferðarlögum sem gildi taka á næsta ári er eigendum stæðiskorta heimilað að aka á göngugötum.
Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í umferðardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, kveðst ekki hafa upplýsingar
um handhafa stæðiskorta og
væntanlega bílaumferð um göngu-
göturnar. „Það á eftir að koma í
ljós. Þetta eru kannski tugir eða
hundruð. Ég hef ekki hugmynd um
það. Dags daglega sé ég samt ekki
að þessi fjöldi valdi sérstökum
vandkvæðum,“ segir hann.
Spurður hvort lögreglan taki
undir áhyggjur af gangandi vegfar-
endum á göngugötunum kveður
hann já við. „Ég get alveg deilt
þeim áhyggjum. Ef það eiga að
vera göngugötur, þá eiga þær að
vera göngugötur nema í algjörum
undantekningartilfellum, til dæm-
is þegar verið er að flytja vöru. Þá
þarf að gera það á ákveðnum tím-
um þegar lítil gangandi umferð er
um svæðið,“ segir hann. „Ég ætla
ekki að ákveða fyrir fram að þetta
verði vandamál, en fjöldinn er tals-
verður af undanþágum. Ef margir
með P-kort fara um á svipuðum
tíma getur þetta auðvitað orðið
umferð,“ segir hann.
Fjöldinn valdi ekki vanda
FRÁ SJÓNARHÓLI UMFERÐARDEILDAR LÖGREGLU
„Gleðin, hamingjan og ástin í loft-
inu voru hápunktar Eistnaflugs.
Það voru allir svo glaðir að vera
komnir aftur á gamla staðinn þar
sem hátíðin var fyrst haldin 2004.
Hátíðin einkenndist af knúsi, faðm-
lögum og hlátri,“ segir Magný Rós
Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
Eistnaflugs. Hún áætlar að 800 til
900 gestir hafi verið á hátíðinni og
eftir því sem best sé vitað hafi eng-
inn hagað sér eins og fáviti. Magný
Rós segir að stefnt sé að Eistnaflugi
að ári í ljósi þess hve góðar við-
tökur hátíðin fékk í ár.
Tónlistar- og bæjarhátíðinni
Hjarta Hafnarfjarðar lauk í gær-
kvöldi, en hún hafði staðið frá því á
mánudag. Páll Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir
Hjarta Hafnarfjarðar lengstu ís-
lensku tónlistarhátíðina og hún hafi
gengið áfallalaust fyrir sig. Gestir
hafi verið um 10.000 og veðrið leik-
ið við þá. Páll er nágrönnum
hátíðarinnar í miðbæ Hafnar-
fjarðar ótrúlega þakklátur og segir
að án velvilja þeirra og stuðnings
Hafnarfjarðarbæjar væri ekki hægt
að halda hátíðina. Páll segir að há-
tíðin sé haldin í þriðja sinn. Fyrsta
hátíðin hafi staðið í þrjá daga og
næsta í fimm. Páll segir að hátíðin
verði haldin að ári og hún verði
viku löng. Byggt verði ofan á hana
það sem gott þyki og lagfært verði
það sem betur megi fara.
Um helgina fóru einnig fram
bæjarhátíðirnar Heim í Búðardal,
Hríseyjahátíð, Reykhóladagar og
Sumarhátíð UÍA á Egilstöðum.
Auk þess hófst á laugardaginn
nútímamyndlistarhátíðin Rúllandi
snjóbolti/12, í Bræðslunni á Djúpa-
vogi. Hátíðin stendur til 18 ágúst og
er samstarfsverkefni Djúpavogs og
kínversk-evrópsku menningar-
miðstöðvarinnar í Xiamen í Kína.
Gleði á bæjarhátíð-
um um helgina
Gleði, hamingja og ást á bæjarhátíðum
Bæjarhátíðir Rífandi stemning úti
og inni í Hjarta Hafnarfjarðar.