Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 10
Hafist verður handa nú í sumar við að leggja ljósleiðara í Bolungarvík og á haustdögum verða fyrstu íbúðarhúsin í bænum tengd honum. Snerpa ehf. á Ísafirði hóf lagningu stofnleiðar ljósleiðara inn í bæinn fyrir þremur árum og verður í boði 100 MB flutningsgeta til beggja átta, en nú er komið að því að full- nýta möguleikana sem strengurinn skapar. Þar kemur að þætti bæjar- yfirvalda, sem leggja talsverða fjár- muni til svo tengja megi húsin í bænum. Mun bærinn kosta grunn- netið en íbúar og fyrirtækin borga fyrir tengingar. „Ljósleiðaravæðing er nauðsyn, skiptir í raun ekki minna máli en gatnakerfi, rafveita, holræsi vatns- veita og fleira slíkt. Í aðstæðum nú- tímans eru þetta mikilvægir inn- viðir hvers samfélags,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, og enn fremur: „Netsamband í Bolungarvík hef- ur verið mjög slappt og hægvirkt, sem er hamlandi til dæmis fyrir vefinn. Einnig geta móttökuskilyrði fyrir sjónvarp og í daglegri tölvu- notkun fólks raskast þegar minnst varir. Að koma að úrbótum með ljósleiðavæðingu er í mínum huga mikilvægt samfélaglegt verkefni sem fleiri sveitarfélög þurfa að huga að.“ Fyrst verða tengd ljósleiðaranum hús við Traðarland, Ljósaland og Brúnaland. Þær götur eru efst í bænum og þar hefur netsambandið í Bolungarvík einmitt verið lakast. Aðrir bæjarhlutar verða teknir á næstu fjórum árum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víkin Mikilvægt framfaramál fyrir samfélagið þar er í undirbúningi. Ljósleiðarinn í öll íbúðarhús  Sveitarfélagið styrkir verkefnið 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stefnan sem meirihluti borgar- stjórnar í Reykjavík fylgir um þéttingu byggðar og minni bíla- umferð hefur snúist upp í and- hverfu sína. Þar má nefna að mestur þunginn í byggingu íbúð- arhúsnæðis í borginni á síðustu árum hefur verið á miðbæjar- svæðinu, þar sem reist hafa ver- ið hús með lúxusíbúðum. Þær standa nú auðar í stórum stíl og bílaumferð eykst stöðugt,“ segir Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þorp úti á landi Flestir af átta borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins voru nýliðar í stjórnmálum þegar þeir tóku sæti í borgarstjórn á síð- asta ári. Þar á meðal er Egill Þór, sem á allar sínar rætur í Breiðholtinu. „Vissulega starfa ég fyrir borgarbúa alla en þekkjandi aðstæður og fólk hér í hverfinu hefur slíkt áhrif. Þetta hverfi gæti minnt á þorp úti á landi; oft eru sterk tengsl milli íbúa hér. Breiðholtið blómstrar enda eru allar forsendur fyrir því. Þetta er fjölskylduhverfi með allri þeirri þjónustu sem kallað er eftir í samfélagi nú- tímans; hér eru góð íþróttafélög, frábær sundlaug, verslanir og þjónusta eru skammt undan og Elliðaárdalurinn er útivistarp- aradís. Því miður hefur þessi byggð á margan hátt orðið þol- andi í umræðunni, því fréttnæm- ara þykir ef framin eru innbrot hér en í öðrum hverfum borgar- innar,“ segir Egill. Mikilvægt er að tekið verði á ýmsum þeim málum er snúa að almennri velferð barna og ungmenna í Breiðholti, segir Eg- ill. Stór hluti íbúa í Bakka-, Fella- og Hólahverfum er af er- lendum uppruna og hvað sem veldur er hlutfall barna þar sem tekur þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi aðeins um 60%. Í öðrum hverfum er þetta hlutfall oft um 90%. Þá er náms- árangur Breiðholtsbarna sem koma frá útlöndum gjarnan lak- ari en í skólum annars staðar í Reykjavík. Í samanburði á milli OECD-landanna hvað varðar ár- angur barna innflytjenda í les- skilningi kom í ljós að staðan á Ísland var slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fór hrakandi. Því vill Egill að brugðist verði við með mark- vissum stuðningi. Loforð um auknar fjárveitingar til skól- anna vegna fjölbreytilegri bak- grunns nemenda hafi ekki verið efnd. Erfitt að stýra vilja og lífsmynstri En aftur að húsnæðis- og skipulagsmálum. Talið er að um 60% þeirra háklassaíbúða sem byggðar hafa verið í Reykjavík síðustu ár séu óseld. Eðlilega, segir Egill og bendir á að í mestri þörf fyrir húsnæði sé ungt fólk sem hafi ekki svigrúm til að kaupa fyrstu eign fyrir 60- 70 milljónir króna. Afleiðing þess sé að margir flytji nú úr Reykjavík í nágrannabyggð- irnar; á Suðurnesin, upp á Akra- nes eða austur fyrir fjall. „Bróðir minn býr í Þorláks- höfn og er 35 mínútur að keyra að austan til vinnu í Grafarvogi, en ég gjarnan um þrjú korter að komast niður í Ráðhús héðan úr Breiðholti. Því valda teppur í umferðinni, sem mætti bæta með því að umbuna fólki fyrir að sameinast í bíla, gera stýringu með götuljósum skilvirkari og fækka hindrunum á gatnamót- um. Það er annars erfitt að stýra vilja og lífsmynstri fólks,“ segir Egill Þór og að lokum: Ekki öll í sama mótinu „Ég hef stundum sagt að Breiðholt sé hverfi fjölbreyti- leikans og það vil ég að nái til borgarinnar allrar. Við getum ekki verið öll steypt í sama mótið. Í samgöngum þurfa ganga, hjólreiðar, almennings- samgöngur og einkabíll að vera jafngildir kostir. Í skólamálum þurfum við líka að vera opin fyrir ólíku rekstrarformi leik- og grunnskóla. Ég vil fleiri einkarekna skóla, svo framar- lega sem þeir innheimta ekki skólagjöld. Slíkir skólar og starfshættir þar geta hentað vissum hópi nemenda. Fjölbreytt mannlíf kallar á fjölbreyttar lausnir. “ Breiðholtið blómstrar segir borgarfulltrúinn í hverfinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lausnir séu fjölbreyttar  Egill Þór Jónsson er fæddur árið 1990. Er stúdent frá Fjöl- braut í Breiðholti og með BA- gráðu í félagsfræði frá HÍ, með fjölmiðlafræði sem aukagrein.  Eftir útskrift úr HÍ vann Egill með fötluðum á búsetukjarna í Breiðholtinu, en á náms- árunum var hann m.a. bréfberi. Hver er hann? Borgarfulltrúinn Breiðholt er hverfi fjölbreytileikans og það vil ég að nái til borgarinnar allrar, segir Egill Þór Jónsson - hér á heimaslóðum. Nokkuð er um framleiðslu á sterum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. „Það er alltaf eitthvað um að verið sé að blanda í ampúl- ur. Þetta kemur í skorpum en hefur ekki verið mikið upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í miðlægri rann- sóknardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið, en lögregla hefur af og til lagt hald á tæki til sterafram- leiðslu. Margeir kveðst muna eftir tveimur slíkum tilvikum á síðustu þremur árum. Megnið af sterum sem haldlagðir eru hér á landi finna tollyfirvöld, en Margeir segir lögreglu þó stundum verða vara við stera í störfum sín- um. „Það er alltaf eitthvað, en ekki í því magni að hægt sé að segja að það sé gríðarlegt,“ segir hann og heldur áfram: „Eftir því sem við leggjum meiri áherslu á að finna þessi efni finnum við meira. Þetta fer dálítið eftir þeirri áherslu sem lögreglan er með hverju sinni,“ segir hann og nefnir að helst finni lögreglan stera þegar gerðar séu sérstakar „rassíur“. jbe@mbl.is Steraframleiðsla kemur í skorpum Miðbærinn Lög- reglan í eftirliti. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, hefur verið kjör- inn varafor- maður banka- ráðs Asíska innviðafjárfest- ingarbankans á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg um helgina. Bankinn, sem þekktur er undir skammstöf- uninni AIIB, er „ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun,“ að því er segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. „Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans og er þetta í raun fyrsta alþjóðastofnunin sem þeir leiða. Bankinn hóf starfsemi í jan- úar 2016, eftir um 15 mánaða undirbúningstíma. Við skipulag bankans er byggt á reynslu alþjóða- þróunarbanka,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Bjarni varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.