Morgunblaðið - 15.07.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.07.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnuĺíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrir skemmstu lögðu smiðir og hönnuðir lokahönd á nýja gestastofu í gróðurhúsi ORF líftækni. Þar mun fyrirtækið bjóða áhugasömum að kynnast starfseminni og fræðast um sérstöðu BIO- EFFECT var- anna. Verkefnið hefur fengið nafn- ið BIOEFFECT Tour og er hægt að bóka heimsókn á www.bioeffect- .com. Björn Örvar, framkvæmda- stjóri rannsókna og nýsköpunar hjá ORF, segir að þörf hafi verið á betri aðstöðu í hús- inu enda reglulega verið tekið á móti smærri hópum, allt frá því ræktun hófst í hátæknigróðurhúsinu árið 2008. Markaðsstarf BIOEFFECT hefur ekki síst byggt á því að ná til blaðamanna og bloggara og hafa þeir heimsótt fyrirtækið í hundraðavís. Í gróðurhúsinu ræktar ORF erfðabreytt bygg og vinnur úr því vaxtarþætti sem notaðir eru í snyrti- vörur fyrirtækisins sem farið hafa sigurför um heiminn. Ekki þurfti að byggja við gróður- húsið, heldur rúmast gestastofan inni í þeim byggingum sem fyrir eru. „Gróðurhúsið er mjög stórt, eða um 2.000 fermetrar að flatarmáli, en með bættri erfðatækni náum við í dag meira magni vaxtarþátta úr hverri plöntu svo við höfum getað það minnkað það flatarmál sem við nýtum í gróðurhúsinu á sama tíma og við höfum náð að tífalda fram- leiðsluna,“ útskýrir Björn. Gróðurhúsið er steinsnar frá Grindavík og er því upplagt fyrir ferðamenn sem heimsækja Bláa lón- ið að renna líka við hjá BIO- EFFECT. Kynningarfulltrúi leiðir gesti í allan sannleika um fram- leiðsluferlið og eiginleika vaxtarþátt- anna. Fá gestir að skoða hluta af sjálfu ræktunarsvæðinu og komast í návígi við plönturnar. Gestir borga aðgangseyri en með miðanum fylgir flaska af húðdropum og túpa af húð- hreinsi. Hrífast af gróðurhúsinu Þó að Íslendingum kunni að þykja gróðurhús ósköp hversdagsleg segir Björn að margir erlendir gestir hafi aldrei komið inn í slíka byggingu og þyki mikil upplifun, rétt eins og Ís- lendingum þykir spennandi að heim- sækja vínekrur í Kaliforníu eða Frakklandi. Þá er ræktunaraðferð ORF forvitnileg, en byggið er rækt- að í vikri úr Heklu við fullkomin skil- yrði. „Ferðaskrifstofur hafa haft samband og lýst miklum áhuga á að skipuleggja heimsóknir til okkar, og staðsetningin eins og best verður á kosið.“ ORF er ekki fyrsta íslenska fyrir- tækið til að opna starfsemi sína með þessum hætti og segir Björn að m.a. hafi verið horft til velgengni Frið- heima í Reykholti, sem opnuðu tómatræktunargróðurhús sín og eru núna vinsæll áfangastaður ferða- manna með veitingastað, verslun og sína eigin hestasýningu. Þá er tæpur áratugur síðan settir voru upp út- sýnispallar í fiskvinnslu Stakkavíkur í Grindavík svo að gestir gætu fengið að upplifa hvernig starfsemin í hús- inu fer fram. Í Stakkavík þurfti að setja upp út- sýnispall því að ekki gengur að hleypa almenningi inn á vinnslugólf- ið. Hjá ORF þarf líka að gera vissar ráðstafanir enda er framleiðslan í húsinu verðmæt og viðkvæm. Gestir verða þó ekki að setja á sig hárnet og grímu, en þurfa að stíga ofan í sótt- hreinsandi mottu áður en stigið er inn í gróðurhúsið. En er ekki hætta á að einhver stel- ist til að taka með sér græðling og komi upp sínu eigin BIOEFFECT gróðurhúsi í bakgarðinum heima? „Við skoðuðum vandlega alla áhættuþætti, og þennan þar á meðal,“ segir Björn. „Jafnvel þó að einhver tæki byggplöntu ófrjálsri hendi er útilokað að viðkomandi geti meðhöndlað plöntuna rétt til að ná úr henni virku efnunum, og þarf til þess aðferðir sem aðeins við búum yfir.“ Komast í návígi við byggið Öryggi Til að varna smiti stíga gestir á sótthreinsunarmottu við komuna.  Gestastofa hefur verið tekin í gagnið í gróðurhúsi ORF líftækni nálægt Grinda- vík  Erlendir ferðamenn hafa margir aldrei áður stigið fæti inn í gróðurhús Björn Örvar skiptin ganga í gegn í lok þessa árs að fullnægðum skilyrðum beggja aðila. Boltalið og Ferrarí-búð Berjaya er með höfuðstöðvar sín- ar í Kuala Lumpur og var stofnað árið 1984 af auðkýfingnum Vin- cent Tan. Félagið er umsvifamikið á ýmsum sviðum, og rekur t.d. þrjár verslunarmiðstöðvar í Kula Lumpur, er með happdrættis- rekstur í Bandaríkjunum, Malasíu og á Filippseyjum og á breska lúxusbílaumboðið H.R. Owen auk þess að eiga að hluta eða í heild knattspyrnuliðin Cardiff City, FK Sarajevo, Los Angeles FC og K.V. Kortrijk. Undir Berjaya Land heyra hótel af ýmsum og stærðum og gerðum, einkum í Malasíu en einnig á Filippseyjum, Srí Lanka, Seychelles-eyjum og í London. Tvö hótel standa upp úr í eigna- safninu, en það eru Sheraton- hótelið í Hanoi og Four Seasons í Kyoto. Með samningnum við Icelandair Group bætast við safnið Hilton Canopy Reykjavík, Icelandair Hótel Akureyri, Icelandair Hótel Mývatn og Icelandair Hótel Hér- aði, auk 145 herbergja Hilton- hótels sem til stendur að opna á Landssímareitnum árið 2020. Árið 2018 störfuðu 699 manns hjá Icelandair Hotels og voru tekjur félagsins um 97 milljónir dala. ai@mbl.is Samningar hafa náðst um sölu Icelandair Hotels og þeirra fast- eigna sem tilheyra hótelrekstr- inum. Kaupandinn er malasíska samsteypan Berjaya, sem gerir kaupin í gegnum Berjaya Pro- perty Ireland og Berjaya Land. Í tilkynningu sem Icelandair Group sendi frá sér á laugardag segir að Berjaya eignist 75% hlut í félaginu með því skilyrði að Ice- landair Group haldi sínum 25% hlut í þrjú ár hið minnsta. Hefur þegar verið gerður kaup- og sölu- réttarsamningur vegna þessa eftirstandandi hlutar. Jafnframt segir í tilkynningu að heildarvirði Icelandair Hotels og fasteigna félagsins sé 136 millj- ónir bandaríkjadala. Munu við- Malasar eignast Icelandair Hotels  Eiga fyrir fjölda hótela, knattspyrnulið, verslunarmiðstöðvar og bílaumboð Áhugi Vincent Tan, stofnandi Berjaya, hefur komið víða við. AFP 15. júlí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.78 126.38 126.08 Sterlingspund 157.58 158.34 157.96 Kanadadalur 96.43 96.99 96.71 Dönsk króna 18.948 19.058 19.003 Norsk króna 14.723 14.809 14.766 Sænsk króna 13.413 13.491 13.452 Svissn. franki 127.38 128.1 127.74 Japanskt jen 1.1595 1.1663 1.1629 SDR 173.85 174.89 174.37 Evra 141.5 142.3 141.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.0271 Hrávöruverð Gull 1405.6 ($/únsa) Ál 1806.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.83 ($/fatið) Brent ● Carsten Spohr, forstjóri þýska flugfélagsins Luft- hansa, segir ekki að sjá að umræða um sótspor flug- ferða sé að hafa áhrif á farmiða- sölu. Reuters greinir frá þessu og segir markaðs- greinendur hafa óttast að mikill sýni- leiki umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg gæti haft neikvæð áhrif á rekstur flugfélaga. Eins og frægt orð- ið er sneiðir ungi Svíinn alfarið hjá því að nota flugvélar og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Endurspeglaðist áhrifamáttur Thunberg í sænsku nýyrðunum „flygskam“ (flugviskubit) og „tågs- kryt“ (lestargrobb), og mátti greina fækkun farþega á sænskum flug- völlum í vor. Í viðtali við NZZ am Sonntag sagði Spohr að hjá Lufthansa væru far- þegatölur þvert á móti á uppleið. Síð- asta ár var metár hjá félaginu og von á 4% vexti á þessu ári. „Umræðan um loftslagsbreytingar er ekki að draga úr bókunum. Fólk vill fljúga,“ sagði hann og vísaði í tölur Alþjóða- orkumálastofnunarinnar um að far- þegaflug myndaði um 2,8% af koltví- sýringslosun mannkyns. Viðraði hann jafnframt gremju sína yfir því að flugfélög skyldu þurfa að heyja varnarbaráttu vegna umræð- unnar um loftslagsmál. „Okkur hefur ekki tekist að útskýra að flug hefur jákvæð áhrif á heiminn: Við tengjum saman lönd, hagkerfi og samfélög.“ ai@mbl.is Greina ekki samdrátt vegna „flugviskubits“ Carsten Spohr STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.