Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 13

Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Níu látnir eftir flugslys  Þjóðarsorg ríkir í Svíþjóð eftir að lítil flugvél hrapaði skammt sunnan Umeå Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Níu manns létust þegar lítil flugvél hrapaði laust eftir kl. 14 að staðartíma í Svíþjóð í gær. Flugvélin, sem var af GippsAero GA8 Airvan-gerð, hafði einkum verið notuð til fallhlífarstökks og sýniflugs fyrir ferðamenn. Voru farþegar vélarinnar allir meðlimir í samtökum sænskra fallhlífarstökkv- ara. Brak vélarinnar fannst á eyjunni Storsandskör, sem er rétt sunnan Umeå, en vélin tók á loft af flugvell- inum þar um hálftvöleytið að sænsk- um tíma. Ekki var vitað um orsakir slyssins, en flugstjóri vélarinnar sendi frá sér neyðarkall kl. 14.12. Flugvélar af þessari gerð eru ekki með flugrita, og gæti því reynst erfitt að greina nákvæmlega hvað olli slys- inu. Sænska dagblaðið Aftonbladet birti í gær á vefsíðu sinni myndband, sem tekið var af sjónarvotti, þar sem vélin sést hrapa lóðbeint til jarðar. Þá sagði Jan Ohlsson, sérfræðingur í flugslysum, við blaðið að snöggar breytingar á þyngdarpunkti vélarinn- ar kynnu að hafa valdið slysinu. Sagði hann ólíklegt að um vélarbilun hefði verið að ræða í ljósi þess hvernig vélin féll til jarðar. Vottaði samúð sína Karl Gústaf Svíakonungur sendi frá sér tilkynningu í kjölfar slyssins, þar sem hann sagði að hugur sinn og fjölskyldu sinnar væri hjá þeim sem létust, fjölskyldum og aðstandendum. Stefan Löfven forsætisráðherra sendi einnig samúðarkveðjur, en sænsk stjórnvöld hafa þegar boðið fjölskyld- um hinna látnu aðstoð. Þetta er sjöunda mannskæðasta flugslys í sögu Svíþjóðar, en 31 lést þegar flugvél hrapaði við Ängelholm í nóvember 1964. AFP Flugslys Björgunarfólk fór þegar á slysstað og leitaði að braki úr vélinni. Starfsmenn inn- flytjenda- og toll- stofnunar Banda- ríkjanna (ICE) hófu í gær að- gerðir sem ætlað var að skera upp herör gegn fjölda ólöglegra inn- flytjenda í Bandaríkjunum. Fólu aðgerðirnar meðal annars í sér rassíur á híbýli um 2.000 ólöglegra innflytjenda í tíu af stærstu borgum Bandaríkjanna. Matthew Albence, forstjóri stofn- unarinnar, vildi ekki staðfesta nein- ar upplýsingar um umfang aðgerð- anna í gær, en sagði þær nauðsyn- legar til þess að framfylgja fyrir- skipunum dómara sem hefðu þegar ákveðið að viðkomandi innflytj- endur væru ólöglega í Bandaríkj- unum. Þá var Donald Trump Banda- ríkjaforseti gagnrýndur fyrir um- mæli sín í tengslum við aðgerðirnar á samskiptasíðunni Twitter, þar sem hann sagði að ákveðnar þing- konur demókrata ættu að snúa aft- ur til þeirra staða sem þær kæmu upphaflega frá. Nefndi Trump ekki hvaða þingkonur hann hafði í huga. Sagði Ben Ray Lujan, varaforseti fulltrúadeildarinnar, að tíst forset- ans væri rasískt og beindist gegn bandarískum ríkisborgurum. Sótt að ólög- legum inn- flytjendum Donald Trump  Trump gagn- rýndur fyrir tíst sitt Filippseyski öldungadeildar- þingmaðurinn Imee Marcos krafð- ist þess um helgina að ríkið sliti þegar í stað öllu stjórnmála- sambandi við Ísland vegna um- deildrar ályktunar mannréttinda- ráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á „fíkniefnastríði“ stjórn- valda þar. Þannig yrðu send skila- boð um að pólitískri stefnu þróaðra ríkja yrði ekki troðið á Filipps- eyjar. Marcos er dóttir einræðisherra- hjónanna Ferdinands og Imeldu Marcos, sem ríktu á Filippseyjum í rúmlega 20 ár. Beindi hún í yfir- lýsingu sinni sjónum að stefnu Ís- lands og annarra ríkja sem sam- þykktu ályktunina í fóstur- eyðingum og sagði þau ríki vilja beina fingri að Filippseyjum fyrir meint mannréttindabrot á sama tíma og varnarlaus og ófædd börn væru deydd. Vill slíta stjórnmála- sambandi við Ísland FILIPPSEYJAR Emmanuel Macron Frakklandsforseti talaði fyr- ir nánara samstarfi Evrópusambandsríkjanna í varnarmálum í ræðu sinni á Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakklands. Voru nokkrir af helstu leiðtogum sambandsríkjanna saman- komnir í Parísarborg og horfðu þeir á hersýn- ingu þar sem 4.300 hermenn úr herjum tíu mis- munandi Evrópuríkja gengu fylktu liði framhjá Sigurboganum. Í kjölfar hersýningarinnar dró til tíðinda þegar lögreglu og mótmælendum úr hópi hinna svonefndu „gulu vesta“ lenti saman. Rifu mótmælendurnir niður girðingar og kveiktu elda. Þurfti lögreglan að beita táragasi til þess að dreifa mótmælunum og voru 180 manns handteknir fyrir ofbeldisverk. Óeirðir skyggðu á hátíðahöldin AFP Róstur í Parísarborg á þjóðhátíðardegi Frakklands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.