Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 14
FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Drög að umferðaröryggis-áætlun Reykjavíkur-borgar fyrir árin 2019 til2023 hefur verið send til umsagnar hjá Vegagerðinni, Sam- göngustofu og Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu en öðrum er heimilt að koma með ábendingar og athuga- semdir. Áætlunin hefur verið í vinnslu frá haustinu 2017 en um- ferðaröryggisáætlun hefur verið unnin hjá borginni frá árinu 1996. Í framlögðum drögum eru línur lagðar fyrir áframhaldandi vinnu um- ferðaröryggismála í borginni. með sérstakri áherslu á að draga úr slys- um á börnum og fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Börn 37% þeirra sem slasast 138 urðu fyrir litlum meiðslum 2012-2016 í árekstri milli ökutækja og gangandi vegfarenda en 48 urðu fyrir alvarlegum meiðslum og einn lét lífið. Flest slysin urðu yfir vetrar- tímann, sérstaklega á haustin. Börn yngri en 16 ára voru 37% þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust. Lagt er til í skýrslunni að sérstök áhersla verið lögð á öryggi gangandi vegfar- enda og þá sérstaklega barna. Um- talsverður hluti slysanna átti sér stað á bílastæðum og töluverður fjöldi slysa þar sem ekið var á gangandi vegfarendur átti sér stað í mið- bænum. Lagt er til að leggja meiri áherslu á að aðlaga umhverfið í mið- bænum til að tryggja öryggi gang- andi vegfarenda og lagt er til í skýrsl- unni að skoða hvort bílaumferð megi víkja meira. Akstur undir áhrifum lyfja og áfengis hefur aukist og slys af völd- um þess eru algengust um helgar. Akstur undir áhrifum var skráður or- sakaþáttur í u.þ.b. 5% alvarlegra slysa eða banaslysa. Akstur gegn rauðu ljósi hefur aukist á árunum 2012 til 2016 og er skráð orsök 15% alvarlegra slysa eða banaslysa. Banaslysum verði útrýmt Markmið Reykjavíkurborgar er að verða fyrirmynd annarra sveitar- félaga á Íslandi í umferðaröryggis- málum og að hafa núllsýn sem grund- völl vinnu sinnar við umferðar- öryggismál 2019 til 2023. Núllsýn gengur út á það að enginn ein- staklingur tapi heilsu sinni eða látist af völdum umferðarslyss. Til þess að hægt sé að uppfylla markmiðin og skapa sem bestar forsendur fyrir öruggum samgöngum þarf m.a. að huga að ölvunarakstri, akstri á móti rauðu ljósi og þverunum gangandi og hjólandi vegfarenda, viðhaldi og rekstri samgöngumannvirkja sér- staklega fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, umferðarhraða þar sem hætta er á hliðarárekstrum ökutækja við hraða yfir 50 km/klst. og umferð- arhraða við þveranir gangandi og/eða hjólandi vegfarenda þar sem öku- hraði er hærri en 30 km/klst. Í drög- um að umferðaröryggisáætlun kemur einnig fram að bæta þurfi snjómokst- ur og hálkuvarnir í því skyni að fækka slysum, þar sem ökutæki, gangandi eða hjólandi vegfarendur eiga einir hlut að máli. Í slysagrein- ingarskýrslu kemur fram að Ísland sé í meðallagi af 28 Evrópuríkjum þegar kemur að dauðsföllum í umferðinni. Áhersla á öryggi barna Umferðarslys í Reykjavík á tímabilinu 2012 til 2016 Fjöldi gangandi vegfarenda í árekstri við ökutæki eftir aldri 2012-2016 Gangandi og hjólandi vegfarendur 50 40 30 20 10 0 Slys með meiðslum Alvarleg slys og banaslys 0-6 7-12 13-16 17-20 21-30 31-40 41-50 51-64 65-74 75+ Heimild: Drög að Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023 14.000 slys í Reykjavík voru skráð í gagna- grunn Samgöngustofu 2012-2016 Hlutfall af heildarfjölda í alvarlegum slysum og banaslysum Hlutfall af heildarfjölda í slysum með meiðslum 2012-2016 37% 57% 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þróunin íTyrklandi ásíðustu ár- um hefur vakið ugg á Vesturlöndum. Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, hefur náð fram breyt- ingum sem færa forsetaemb- ættinu meiri völd en áður tíðk- aðist og þó að það hafi gerst eftir lýðræðislegum leiðum hafa tyrknesk stjórnvöld einn- ig sætt gagnrýni fyrir að ganga fram gegn andstæðingum sín- um og fjölmiðlum með þeim hætti sem ekki samræmist vestrænum gildum. Þá hafa Tyrkir verið óhræddir að sýna völd sín, meðal annars með íhlutun sinni í borgarastyrj- öldina í Sýrlandi og stjórn sinni á flóttamannastraumnum þaðan. Samhliða þessari vegferð hafa Tyrkir fjarlægst vestræn ríki nokkuð, en ástæða þess er án efa meðal annars þau við- brögð vestrænna ríkja sem Er- dogan fann fyrir þegar reynt var að bylta stjórn hans fyrir þremur árum. Ákvörðun Tyrkja um að kaupa loftvarnaflaugar af Rússum, þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna og Nató og þá staðreynd að samskipti Rússa við flesta helstu bandamenn Tyrkja eru nú frekar bágborin, hafa skaðað samskipti Tyrkja og vesturveldanna enn frekar. Kaupin hafa eðlilega vakið athygli og áhyggjur meðal vesturveldanna. Óttast er að þetta samstarf Tyrkja og Rússa geti orðið til þess að mikilvægum hernaðarleyndar- málum verði lekið yfir til Kremlar, og er þar einkum horft til nýju F-35 orrustu- þotunnar, en framleiðsluferli hennar hefur verið sagt hið dýrasta í sögu hernaðar. Erdogan hefur sagt að hann trúi því ekki fyrr en hann taki á að Bandaríkin muni beita Tyrki refsiaðgerðum vegna kaupanna á loft- varnarkerfinu, en víst er að samskipti ríkjanna hafa með kaupunum beðið enn einn hnekkinn, sem bætist ofan á deilur um framtíð Kúrda í Sýrlandi. En árekstrarnir eru fleiri, því að nú hafa líka borist fregn- ir af því að Tyrkir hafi hafið boranir eftir olíu og jarðgasi innan efnahagslögsögu Kýpur, þrátt fyrir að Evrópusam- bandið hafi varað þá við slíkum aðgerðum. Raunar hafði Er- dogan sjálfur varað olíuleitar- fyrirtæki við því að taka að sér störf fyrir Kýpur, þar sem um- rætt hafsvæði tilheyrði Tyrk- landi, og hafa tyrknesk varð- skip jafnvel tekið að sér að stugga við rannsóknarskipum annarra. Evrópusambandið íhugar nú viðskiptaþvinganir á hendur Tyrkjum vegna olíuleitar þeirra, sem sambandið segir klárt brot á alþjóðalögum. Tyrkir hafna því og segja auð- lindirnar vera á landgrunni sínu. En líkt og með eldflaug- arnar virðast tyrknesk stjórn- völd nokkuð viss um að ekkert verði af neinum refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn sér. Spilar þar meðal annars inn í samkomulagið dýra sem sam- bandið gerði við Tyrki um að hemja flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. Í þeim efnum gegna Tyrkir lykilhlutverki sem erfitt verður að horfa framhjá. Ljóst er að dregið hefur úr vilja Tyrkja til að horfa helst í vestur eftir samstarfi. Þeir vilja halda dyrunum opnum í báðar áttir og hættan er sú að þróunin í þá átt haldi áfram og að gjáin á milli Tyrklands og vesturveldanna breikki enn. Það er verulegt áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að ekkert útlit er fyrir breytingar í þess- um efnum. Erdogan fjarlægist Vesturlönd}Gjáin breikkar enn Sóttvarnalæknirhefur staðfest að E. coli smitin sem upp hafa kom- ið að undanförnu og má að því er virðist rekja til sömu upptakanna, séu fyrir löngu orðið faraldur. Þetta er óhugnanlegt, ekki síst vegna þess að E. coli veldur einkum veikindum hjá börnum, sem hafa allt of mörg þurft að tak- ast á við alvarleg veikindi vegna þessa. Enn er ekki allt vitað um ástæður faraldursins, en þó hlýtur hann að verða til þess að vekja alla til umhugsunar um að gæta í hvívetna að hreinlæti og verður vonandi áminning um nauðsyn þess að vera stöðugt á varðbergi gagn- vart slíkri hættu. Þó er ástæða til að forðast ofsahræðslu, eins og sóttvarnalæknir benti á sam- tali við Morgunblaðið. Bakteríur eru lífsnauðsyn- legar, meðal annars E. coli bakteríur í þörmum. En slíkur faraldur minnir líka á mikilvægi þess að halda landinu í heild eins hreinu og unnt er. Þó að þetta smit hafi nú farið víða hefur tekist að halda Íslandi mun hreinna og heilbrigðara að þessu leyti en flestum öðrum löndum. Því hreinlæti þarf að viðhalda. Við þurfum stöðugt að vera á varðbergi}E. coli faraldur V ið verðum að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur – skatt- greiðendur, ríkissjóður, spari- fjáreigendur – fjármagni áhættusömustu bankaviðskiptin. Það kenndi bankahrunið þjóðinni. Að breyta þyrfti bankakerfinu þannig að það þjóni hag almennings en ekki bara þeim sem vilja fá aðgang að sparifé almennings. Nú eru rúm 10 ár frá bankahruni. Rúm 10 ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fékk það krefjandi verk- efni að reisa við efnahag landsins og sam- félag eftir mesta efnahagsáfall lýðveldissög- unnar. Rúm 10 ár frá því að við í fjárlaga- nefnd Alþingis horfðumst í augu við 216 milljarða króna gat á ríkissjóði sem varð að brúa. Rót efnahagshrunsins var einkavæðing bankanna. Eftir einkavæðinguna leyfðu stjórnvöld bankakerfinu að vaxa langt út fyrir öll skynsemismörk, héldu Fjár- málaeftirlitinu veiku og settu sér „djarfa“ stefnu um land fjármálaviðskipta. Með stuðningi stjórnvalda lögðu nokkrir menn Ísland undir í veðmáli sem tapaðist. Og almenningur bar kostnaðinn. Stærsti hluti bankakerfisins er í eigu ríkisins. Því eru hæg heimatökin að breyta kerfinu. Regluverk er um margt traustara nú en var fyrir hrun og það hjálpar. Stjórnarflokkarnir hafa þó ákveðið að fella Fjármálaeft- irlitið undir Seðlabankann frá næstu áramótum. Sam- fylkingin varaði við þeirri lagasetningu, sem býður upp á þann möguleika að bæði Fjármálaeftirlitið og sjálf- stæður Seðlabanki veikist. Á þau varnaðar- orð var ekki hlustað. Og nú er verið að undirbúa einkavæðingu bankanna að nýju. Bankarnir eru mikilvægir og veita nauð- synlega þjónustu. Þeir stunda greiðslu- miðlun, ávaxta sparifé og veita lán til hús- næðiskaupa eða annarra framkvæmda sem tengjast heimilisrekstri. En um leið er stunduð fjárfestingarstarfsemi sem fjár- mögnuð er með sparifé almennings. Bankarnir hafa tækifæri til að misnota auð- velt aðgengi að peningum viðskiptavina sinna með því að verja því til áhættusamra fjárfestinga. Einungis aðskilnaður viðskiptabankastarf- semi sem er fjármögnuð með innlánum og fjárfestingarbankastarfsemi sem ekki er fjármögnuð með innlánum getur komið í veg fyrir að almenningur taki áhættuna af glæfralegum fjárfestingum fjármálafyrirtækja. Áhætta og kostnaður af fjárfestingum sem fara í súg- inn á að vera óskipt hjá þeim sem taka ákvörðun um áhættusöm viðskipti. Ekki hjá almenningi. Þess vegna þarf að aðskilja starfsemina og gera það núna á meðan ríkið er stærsti eigandi bankakerfisins og fjárfesting- arhlutfallið ekki rokið upp úr öllu valdi. Eftir þá breyt- ingu getum við hugað að sölu fjárfestingarbanka. Því miður virðist ríkisstjórnin frekar vilja búa í hag- inn fyrir einkavæðingu, leyfa veðmál með sparifé, gera bankana söluvænni með því að lækka skatta á fjármála- fyrirtæki og veikja eftirlitið. oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Að leika sér með fé annarra Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Upplýsingar úr gagnagrunni Samgöngustofu sýna að 14.000 slys voru skráð í Reykjavík 2012 til 2016. Af þeim voru rúmlega 200 slys með meiðslum eða dauðsfalli og fleiri en eitt þúsund með litlum meiðslum. Þau slys sem leiddu til flestra alvarlegra slysa eða banaslysa voru árekstrar milli ökutækja og gangandi vegfaranda, gatnamótaslys þar sem um var að ræða tvö eða fleiri ökutæki, einslys hjólandi vegfar- enda, árekstrar milli ökutækja og hjólandi vegfaranda, einslys þar sem ekið var á fastan hlut og aftanákeyrslur. Slys í almenningsvögnum eru frekar sjaldgæf; frá 2012 til 2016 varð eitt slys með alvarlegum meiðslum og 17 með litlum meiðslum. Árekstrar milli ökutækja og mótorhjóla voru 17 en fallslys á mótor- hjólum 62, sem gerðust aðallega á stofnbrautum á vormánuðum. Mótorhjólaslys flest á vorin GAGNAGRUNNUR SAMGÖNGUSTOFU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.