Morgunblaðið - 15.07.2019, Page 17

Morgunblaðið - 15.07.2019, Page 17
dæmis eftir að sakna þess að heyra ekki „heyrðu góða mín“ með svona glotti … sakna þess að heyra ekki kallað „Silla“ frá skrif- stofunni þinni. Svo margt sem maður á eftir að sakna. Verð að halda í þá trú að þér hafi verið ætlað stærra og viða- meira hlutverk á öðru tilveru- stigi, mér finnst þetta bara svo hrikalega óréttlátt og ósann- gjarnt að þú hafir verið tekin frá okkur svona skyndilega, í blóma lífsins, frá Bjarka og fallegu stelpunum ykkar, fjölskyldu og vinum. Elsku Bjarki, Ronja Ruth, Birgitta Sigríður, Birta Dís og fjölskyldan öll, sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og megi allir góðir englar vaka yf- ir ykkur og hjálpa ykkur í sorg- inni. Guð blessi minningu elsku Birnu Sifjar. Sigurlaug Einarsdóttir (Silla). Söknuður og sorg hvílir yfir árgangnum okkar. Við syrgjum lífsglaða konu í blóma lífsins sem fór allt of fljótt. Hún skilur eftir sig tómarúm en það getum við fyllt upp með minningum af góð- um stundum. Flestir hugsa ekki um gleði og gaman þegar kemur að dönsku- tímum grunnskólans en það átti svo sannarlega ekki við tímana hjá Birnu Sif. Hvernig hún fór að því að gera dönsku meira en bara bærilega er okkur dulin ráðgáta. Birna er manneskja sem gat ekki bara dregið fram það besta úr dönskutímum, heldur líka nem- endum sínum. Hún var jákvæð og hvetjandi og fékk mann til að langa að standa sig vel, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir hana. Störfin sem hún vann fyrir nemendafélag skólans eru ómet- anleg. Hvort sem það var að plana stelpukvöld, jólaböll eða góðgerðarsöfnun þá hafði hún alltaf röð, reglu og svör við öllu. Það er ekki oft á líflsleiðinni sem tækifæri gefast að fá að kynnast manneskju eins og Birnu en við hlutum heiðurinn af því. Birna Sif var allur pakkinn. Hún var fyndin, hress og skemmtileg en jafnframt dugleg, ákveðin og algjört hörkutól. Það er því ekki furða að hún skyldi vera fyrir- mynd nemanda sinna. Hún snerti við öllum sem komust í kynni við hana með jákvæðni og hlýrri orku, svo einstök var hún. Elsku Birna, við erum þér ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Við vit- um að skólinn verður aldrei eins án þín en þau verk sem þú hefur unnið fyrir skólann og minning þín mun lifa meðal okkar allra. Takk fyrir allt. Fyrir hönd ’98 árgangsins úr Ölduselsskóla, Helena Ósk og Judith Ingibjörg. Elsku Birna okkar. Að þurfa að reyna að venjast þeirri til- hugsun að þú sért ekki með okk- ur lengur er óbærilegt. Við gerð- um ráð fyrir að þú yrðir hluti af lífi okkar um ókomin ár. Við höf- um haldið hópinn sex stelpur, þú og þrjár okkar frá því í grunn- skóla og tvær bættust í hópinn í menntaskóla. Órjúfanleg bönd okkar á milli, jafnvel þó að sumar okkar flyttust til útlanda í lengri eða skemmri tíma, þá var samt alltaf eins og við hefðum hist í gær. Við ræddum oft hversu dýr- mætt þetta væri. Við höfum fylgst að í gegnum barneignir, íbúðarkaup, útskriftir, giftingar, atvinnubreytingar, sambandsslit og svo bara allt annað sem lífið hefur boðið upp á. Birna var kannski svolítið ólík okkur hin- um, sem allar teljumst sennilega frekar jarðbundnar. Það gustaði hreinlega af henni, hún var alltaf til í ný krefjandi verkefni, vildi hafa mörg járn í eldinum og var einstaklega hugmyndarík. Í raun lifði hún nokkuð hratt, næstum eins og hún gerði sér grein fyrir því að hún þyrfti að koma öllum mikilvægustu verkefnunum fyrir innan ákveðins tímaramma í þessu lífi. Hún tók sjálfa sig ekki of hátíðlega og sagði oft sögur af sjálfri sér sem fengu okkur vin- konur hennar til þess að veltast um af hlátri en ekkert var svo við- kvæmt eða vandræðalegt að ekki væri hægt að ræða það. Birna var vel liðin í starfi enda afskaplega dugleg og fylgin sér. Hún var passlega kærulaus en um leið svo ótrúlega ábyrg. Hún elskaði lúx- us en leið þó hvergi betur en í lopapeysunni í útilegu með vinum og fjölskyldu. Hún var fagurkeri, söngfugl, ljóðskáld og Júró- visjónaðdáandi en umfram allt þetta var hún mjög traustur vin- ur sem okkur vinkonunum fannst gott að leita til. Birna elskaði Bjarka sinn og stelpurnar sínar óendanlega mik- ið, það var henni mikið kappsmál að gera húsið þeirra fallegt og fóru ófáar stundir okkar vin- kvennanna í vangaveltur um lit á málningu og val á gólfefnum. Þegar ákvörðun hafði verið tekin var Bjarka úthlutað verkefni og sáum við vinkonurnar fljótt að það er ekkert sem Bjarki getur ekki gert. Sameiginlegur eigin- leiki þeirra beggja var gríðarleg hjálpsemi í garð annarra og það að mikla hlutina ekki fyrir sér. Alltaf boðin og búin að aðstoða á þann hátt sem þau mögulega gátu þrátt fyrir að hafa nóg á sinni könnu og nutum við vinkon- urnar oft góðs af því. Elsku Bjarki, Ronja Ruth, Birgitta Sigríður og Birta Dís, Bjarni, Sigga, systkini og tengda- foreldrar, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar. Missir ykkar er mikill en minn- ingarnar um dásamlega mann- eskju, Birnu okkar, lifa. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Þínar vinkonur Þórdís (Dísa), Erna, Kristín Birna, Marín og Sunna. Það var í ágúst 2016 sem við í Flataskóla urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá hana Birnu Sif í liðið okkar. Hún var öflugur deildarstjóri, bæði einstaklega jákvæð, kraftmikil og yfirveguð. Hún öðlaðist fljótt virðingu sam- starfsmanna enda veigraði hún sér ekki við að takast á við ný verkefni og leysti þau af stakri prýði. Hún var hrein og bein og sagði meiningu sína umbúðalaust og af innri sannfæringu. Birna var dugmikill kennari og í því starfi nutu eiginleikar henn- ar sín vel. Börnunum þótti vænt um hana enda bar hún mikla virð- ingu fyrir þeim og sá það besta í hverju barni. Nærvera hennar var góð og dillandi hláturinn og bjartsýnin í fyrrirúmi. Við þökkum Birnu Sif af alhug fyrir samfylgdina. Við vorum heppin að fá að kynnast henni. Minning um góða konu mun lifa. Við vottum fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Megi góðar vættir veita henni styrk og vernda. Fyrir hönd starfsfólks Flata- skóla, Ólöf S. Sigurðardóttir, skólastjóri.  Fleiri minningargreinar um Birnu Sif Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 ✝ Kristín Haga-línsdóttir fæddist í Bræðra- tungu, Hvammi, Dýrafirði, 28. des- ember 1933. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 1. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Hans Haga- lín Ásbjörnsson, f. 1.5. 1896, d. 14.5. 1964, og Guð- munda Lárusdóttir, f. 20.5. 1895, d. 27.3. 1985. Þau voru bændur í Bræðratungu, Hvammi, Dýrafirði. Kristín var 11. í röð 13 systk- ina. Þau voru í aldursröð: Bjarney, f. 23.3. 1919, d. 19.2. 2014, Ása, f. 21.4. 1920, d. 21.1. 1931, Ólöf, f. 27.11. 1921, d. 10.3. 2011, Kristján, f. 24.5. 1924, d. 24.8. 2005, Einar, f. 6.7. 1925, d. 2.9. 1977, Steinar, f. Elíasdóttir, f. 19.12. 1958, dætur þeirra eru Guðrún Kristín, f. 17.12. 1989, sambýlismaður Guðrúnar Kristínar er Vil- hjálmur Vilhjálmsson, f. 18.12. 1989, Eydís Björk, f. 28.5. 1993, og Karen María, f. 18.10. 1994, og Guðrún Haraldsdóttir, f. 19.6. 1956, sonur hennar er Óm- ar Ingi Magnússon, f. 19.4. 1981. Kristín ólst upp í Bræðra- tungu, fyrir tvítugt fór hún að heiman til Reykjavíkur til að vinna. Kristín og Haraldur Gott- freð gengu í hjónaband 1954. Hann lést 1968 og var þá Kristín ein með tvö börn. Kristín var í rúman áratug í sambúð með Sverri Aðalbjörns- syni, þau slitu samvistum. Kristín vann ýmis störf þegar hún kom ung til Reykjavíkur, var í vist, vann við saumaskap o.fl. Meðfram húsmóðurstörfum tók hún að sér saumaskap heima. Frá 1967 starfaði hún á Landspítalanum við Hringbraut á taugalækningadeild og vann þar þangað til hún hætti störf- um vegna aldurs. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 15. júlí 2019, klukkan 13. 10.9. 1926, d. 25.7. 2014, Marta, f. 24.8. 1928, Guðrún Helga, f. 3.9. 1929, d. 29.10. 2013, Magnús, f. 14.2. 1931, stúlka, f. and- vana 19.10. 1932, Lárus, f. 13.12. 1936, Björgvin, f. 11.1. 1938. Eiginmaður Kristínar var Har- aldur Gottfreð Kristjónsson, stýrimaður, f. 28.1. 1924, d. 13.8. 1968. Þau gengu í hjóna- band 5.11. 1955. Foreldrar hans voru Guðrún Einarsdóttir hús- móðir, f. 21.6. 1891, d. 26.4. 1983, og Kristjón Jónsson, tré- smiður, f. 25.6. 1876, d. 24.7. 1962. Börn Kristínar og Haraldar Gottfreðs eru Einar Ólafur Har- aldsson, f. 19.11. 1954, eigin- kona hans er Helga Hrönn Elsku góða, duglega og um- hyggjusama mamma mín hefur kvatt þessa jarðvist. Mamma vann öll sín verk af alúð og umhyggju fyrir öðrum og var alltaf til staðar fyrir fólkið sitt, bæði í gleði og sorg. Veikindi mömmu voru okkur reiðarslag og síðustu mánuðir voru henni erfiðir, en hún tók örlögum sín- um, eins og öðru í lífinu, með æðruleysi. Í 65 ár var Skólavörðustígur 26 heimili hennar, þar leið henni vel. Nú er allt „fullorðna“ fólkið í fjölskylduhúsinu horfið á braut eilífðarinnar. Afi Kristjón og amma Guðrún, Gunni frændi, Mári frændi og Gunna frænka, Nonni frændi og Halldóra, pabbi Gotti og núna mamma Stína. Blessuð sé minning þeirra. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson) Þakka þér fyrir allt, elsku mamma. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þín Guðrún. Elsku amma Stína er búin að fá hvíldina eftir stutt en erfið veikindi. Margar góðar minning- arnar á ég um ömmu sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Það er sárt að kveðja, en það er huggun að vita að það verður vel tekið á móti ömmu af fólkinu hennar, afa Gotta, pabba og öll- um hinum. Elsku ömmu óska ég góðrar ferðar til sumarlandsins, með þakklæti frá ömmustráknum hennar. Ómar Ingi. Elsku amma Stína, þú varst kletturinn í fjölskyldunni og gerðir allt til að okkur hinum liði sem best. Þú settir okkur alltaf í fyrsta sæti. Þegar við vorum litl- ar komstu oft til okkar eftir vinnu þegar mamma var á kvöld- vakt og hugsaðir um okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þú varst hjálpsöm, góð og hjartahlý og alveg einstaklega dugleg og ósérhlífin. Þú varst mjög sparsöm og bruðlaðir ekki með það sem þú hafðir aflað í óþarfa. Ýmislegt kenndir þú okkur, eins og t.d. ljóð og margföldunar- töfluna þegar við vorum litlar í skóla. Og þú kenndir okkur að syngja fullt af lögum. Einnig að hugsa um umhverfið og náttúr- una. Mörg sumur fórum við í sum- arhúsið þitt, að Bræðratungu í Dýrafirði, sem þú áttir með systkinum þínum. Það var alltaf gott að vera í húsinu sem þú ólst upp í með foreldrum og syst- kinum. Við verðum að segja frá skemmtilegu tilviki í einni ferð- inni. Amma var mjög gjörn á að skila hlutum sem hún hafði keypt þegar hún var búin að vega þá og meta heima hjá sér í góða stund. Sem var bara hið besta mál. Hins vegar gerðist það einu sinni sem var dálítið spaugilegt. Við vorum á leiðinni vestur í Dýrafjörð í frí og stoppuðum í Búðardal til að fá okkur eitthvað í svanginn. Amma keypti sér samloku, sem hún byrjaði að borða inni í sjoppunni, síðan fer hún út í bíl og á þá bara nokkra bita eftir af henni og tek- ur þá eftir því að samlokan er út- runnin. Það var nánast ekkert eftir af henni, en samt fer hún inn í sjoppuna aftur og skilar litla endanum sem var eftir og fær endurgreitt. Það var mikið hlegið að þessu og lengi á eftir. Og það má mikið vera ef Nadía tíkin hennar Gunnu frænku hefur ekki hlegið líka. Pabbi og mamma og Guðrún Kristín systir okkar fóru til Ítal- íu með henni árið 1991, pabbi sagði okkur frá því að maður hefði boðið henni upp í dans í ein- hverju danstjaldi og ávarpað hana á ítölsku. Við erum ekkert hissa á því að hann hafi reynt að tala við hana á ítölsku því amma var með mjög suðrænt útlit, svarthærð með dökkbrún augu. Við fórum svo öll saman með ömmu og Guðrúnu frænku til Portúgals árið 2005. Amma naut beggja ferðanna vel. Síðustu árin naut hún þess að hitta vinkonur sínar í Bústaða- kirkju þar sem eldri borgarar komu saman og spiluðu. Einnig fór hún á ýmis mannamót sem Efling bauð til. Ömmu þótti afskaplega vænt um fugla og var með nokkrar fuglastyttur úti á svölum hjá sér. Matarsóun var henni ekki að skapi, en það kom fyrir að matur varð gamall hjá okkur og þá var pakkað ofan í dollur sem pabbi fór með út á Bakkatjörn þar sem fuglarnir sáu um hreinsunar- starfið. Síðasta bílferð ömmu var í byrjun maí, með pabba og mömmu, út að Bakkatjörn á Sel- tjarnarnesi. Þó að amma hafi verið orðin veik þá naut hún þess að horfa á fuglana. Við og foreldrar okkar vorum með sameiginlegt heimilishald með ömmu frá árinu 2002. Við nutum þess að vera í samvistum við hana allan þennan tíma. Amma, þín verður sárt saknað. Eydís Björk og Karen María. Ég hef þrisvar sinnum fengið eitthvað sem líkist mígreni. Í fyrsta skiptið var ég 13 ára með fjölskyldunni á æskuheimili ömmu Stínu í Dýrafirði sem hún og systkini hennar hafa lengi notað sem sumarhús. Á milli uppkasta lá ég í rúmlega eins metra breiðu rúmi foreldra ömmu. Þrátt fyrir að lúxusnum hafi ekki verið fyrir að fara var eitthvað notalegt við það að vera í gamla húsinu hennar ömmu á þeim tímapunkt sem ég var svona varnarlaus. Í annað skiptið var ég 16 ára og flutt á Skólavörðustíginn þar sem við fjölskyldan bjuggum með ömmu Stínu. Þar bjó tengdafjölskylda ömmu frá því snemma á 20. öld og hún flutti þangað sjálf um tvítugt þegar hún fór að búa með afa. Þar var hún svo næstu 65 árin eða allt þar til yfir lauk. Á meðan ég lá í sófanum sem amma og afi höfðu keypt með eina láninu sem amma tók um ævina, barðist amma í gegnum snjóinn til að kaupa eitt- hvað gott í magann fyrir mig, þannig var hún. Börnin hennar og barnabörnin höfðu forgang fram yfir allt, sérstaklega hana sjálfa. Þegar hún kom inn úr kuldanum hafði ég enga lyst á drykknum sem hún kom með en ég lét mig hafa það. Í þriðja skiptið sem ég fékk mígreni var ég 29 ára og bjó erlendis, langt frá ömmu og fjölskyldunni. Ég ætlaði að nýta tímann í lestarferð til að skrifa þessa minningar- grein um ömmu. Uppköstin byrj- uðu þegar á aðalbrautarstöðina var komið og þá varð ég að snúa aftur heim og leggja mig við hlið- ina á englastyttunni frá ömmu. Amma var alla tíð sparsöm og allt bruðl var henni þyrnir í aug- um. Sem unglingi fannst mér þetta oft pirrandi. Með aldrinum og aukinni meðvitund um um- hverfismál áttaði ég mig þó á því að við værum eflaust miklu betur sett ef allir hefðu hagað neyslu sinni eins og amma Stína. Hún flokkaði allt rusl, keypti aldrei neinn óþarfa og hikaði ekki við að skila gjöfum ef hún sá ekki fram á að nota þær. Þetta var lengi að skila sér í kollinn á barnabarninu en það er allt að koma. Ég gisti oft hjá ömmu þegar ég var barn. Í eitt skiptið hafði amma verið nýbúin að kaupa eitthvað sem kom í stórum pappakassa. Þá nýtti hún kass- ann í að búa til dúkkuhús handa mér. Ég man ennþá hversu spennandi mér fannst að fylgjast með henni skera út glugga og dyr í kassann sem smám saman breyttist í hús. Amma var svo verklagin. Ég hef ekki tölu á buxunum sem hún hefur bætt fyrir mig í gegnum tíðina. Einnig var hún nokkuð liðtæk í að dytta að því sem bilaði á heimilinu. Á einhvern undraverðan hátt gat hún líka náð hvaða bletti sem var úr fötum. Hún bakaði ekki oft en ég hef aldrei smakkað jafn góðar pönnukökur og hjá ömmu Stínu. Eins og yfirleitt er með ömmu- uppskriftir þá var hún eitthvað á þessa leið: „Ég sulla bara ein- hverju saman og ef það er of þunnt þá bæti ég við hveiti en ef það er of þykkt þá bæti ég við mjólk.“ Mér hefur ekki tekist að leika þetta eftir en vonandi hefst það á endanum. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að hafa búið með ömmu í 12 ár. Það er svo verðmætt að eyða tíma með þar- næstu kynslóð á undan sem hef- ur alltaf tíma fyrir mann og þekkir ekki stress. Guðrún Kristín. Nú húmar að og hljóðnar vorsins ómur, horfið sumar finnst oss alltof fljótt, það er lífsins dapri skapadómur, dagur styttist, óðum lengist nótt. En haustið það á margan dýrðardag, dásamlega liti og fagurt sólarlag. (Valbjörg Kristmundsdóttir) Elsku hjartans Stína frænka mín og móðursystir, það er ótrú- legt að þú sért farin frá okkur þó ég hafi vitað það á síðustu vikum hvert stefndi. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þú varst mér svo góð og traust frænka. Við töluðum oft og mikið saman og alltaf barst talið heim í Dýrafjörð, þar sló hjarta þitt. Ég sé þig fyrir mér breiða út faðm þinn af einskærum fögnuði á móti æskuheimili þínu Bræðra- tungu. Þú fórst flest sumur vest- ur með börnum þínum og vildir alltaf fylgjast vel með öllu þínu frændfólki sem sótti á þær slóðir. Ung fórst þú suður til Reykja- víkur í vist eins og það var kallað en komst heim yfir sumarið til að hjálpa foreldrum þínum við bú- skapinn. Á hugann leita margar minningar um okkar samveru. Alltaf vildi ég fara inn í Bræðra- tungu til að fá að vera með þér og fékk að sofa fyrir ofan þig á dívaninum Þú varst sannkölluð dugnað- arkona. Þú misstir mann þinn ung frá tveimur börnum og þurftir að sjá ein fyrir heimilinu. Þú leystir öll verkefni vel og af útsjónarsemi en fyrst og fremst af kærleika og yfirvegun. Alltaf kom ég við á Skóla- vörðustíg 26 hjá þér þegar farið var með Akraborginni til Reykjavíkur og þú tókst alltaf vel á móti mér eins og öðrum sem þar áttu leið hjá. Þú umvafðir allt þitt fólk með þinni elsku og góðvild. Viljum við fjölskyldan votta börnum þínum tengdadóttur og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Megir þú njóta allrar blessunar á nýju og fögru eilífð- arlandi þar sem ég veit að vel verður tekið á móti þér. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði, elsku Stína. Þín Ása frænka. Kristín Hagalínsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristínu Hagalínsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.