Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is 3. deild karla Kórdrengir – KH...................................... 3:1 Reynir S. – KV.......................................... 2:2 Vængir J. – Höttur/Huginn..................... 1:1 Álftanes – Skallagrímur .......................... 4:0 KF – Augnablik ........................................ 2:0 Einherji – Sindri....................................... 2:2 Staðan: Kórdrengir 12 9 2 1 33:14 29 KF 12 8 2 2 28:12 26 KV 12 8 2 2 26:14 26 Vængir Júpiters 12 8 1 3 23:16 25 Reynir S. 12 5 4 3 21:20 19 Einherji 12 4 4 4 17:15 16 Álftanes 12 4 3 5 20:19 15 Sindri 12 4 2 6 26:29 14 Höttur/Huginn 12 2 5 5 16:20 11 Augnablik 12 1 4 7 14:25 7 KH 12 2 1 9 16:35 7 Skallagrímur 12 2 0 10 14:35 6 2. deild kvenna Álftanes – Sindri....................................... 3:4 FHL – Hamrarnir.................................... 2:1 Staðan: Völsungur 6 5 1 0 12:6 16 Fjarð/Hött/Leikn. 8 5 0 3 26:8 15 Grótta 6 4 1 1 13:4 13 Álftanes 7 3 0 4 18:14 9 Sindri 7 3 0 4 11:18 9 Hamrarnir 7 2 1 4 7:10 7 Leiknir R. 7 0 1 6 2:29 1 Bandaríkin Sky Blue – Utah Royals .......................... 1:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór af velli í liði Utah Royals á 82. mínútu. Portland Thorns – Orlando Pride......... 4:3  Dagný Brynjarsdóttir lék allan tímann með Portland Thorns.  Efstu lið: North Carolina 22, Portland Thorns 22, Reign 20, Washington Spirit 18. Svíþjóð Djurgården – Malmö............................... 1:1  Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli á 43. mínútu í liði Malmö. AIK – Elfsborg......................................... 3:0  Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 75 mín- úturnar fyrir AIK, skoraði tvö fyrstu mörk- in og lagði það þriðja upp. Östersund – Norrköping ........................ 2:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan tím- ann með Norrköping og lagði upp mark liðsins en Alfons Sampsted var ekki í leik- mannahópnum. Staða efstu liða: Malmö 16 10 5 1 28:11 35 AIK 16 9 4 3 20:11 31 Djurgården 15 8 5 2 25:12 29 Häcken 15 8 3 4 23:12 27 Gautaborg 15 7 5 3 23:14 26 B-deild: Brage – Brommapojkarna ..................... 3:1  Bjarni Mark Antonsson lék allan tímann með Brage og skoraði annað markið. Frej Täby – Mjällby ................................. 1:2  Óttar Magnús Karlsson lék fyrri hálf- leikinn með Mjällby. Trelleborg – Syrianska........................... 1:2  Nói Snæhólm Ólafsson lék ekki með Syrianska. KNATTSPYRNA KÓRINN/EYJAR Víðir Sigurðsson Arnar Gauti Grettisson Staða HK og KA í úrvalsdeild karla í fótbolta hefur heldur betur breyst síðustu daga og vikur. Nýliðarnir úr Kópavogi virtust framan af sumri ekki eiga mikla möguleika á að halda sér í deildinni en KA þótti lík- legt til að komast í baráttu um Evrópusæti. En eftir sigur HK, 2:1, í drama- tískum leik í Kórnum í gær er Kópa- vogsliðið komið upp í áttunda sæti í fyrsta sinn á tímabilinu, eftir þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum. Á meðan hefur KA sigið stöðugt neð- ar, tapaði fjórða leik sínum í röð og gæti ef allt fer á versta veg setið í fallsæti þegar umferðinni lýkur í kvöld. Akureyrarliðið er í það minnsta komið í fallbaráttu upp fyr- ir haus eftir þennan ósigur. Leikurinn var jafn og skemmti- legur enda mættust þarna tvö lið sem geta spilað virkilega góðan fót- bolta þegar sá gállinn er á þeim. Staðan var 1:1 lengi eftir mörk í fyrri hálfleik. Björn Berg Bryde kom HK yfir eftir hornspyrnu en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafn- aði úr vítaspyrnu. KA tók nánast völdin þegar um fimmtán mínútur voru eftir og gerði harða hríð að marki HK. Nýliðarnir stóðu óveðrið naumlega af sér, sluppu fyrir horn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skaut yfir mark þeirra úr dauðafæri, og á 84. mínútu skoraði hinn 16 ára gamli Valgeir Valgeirsson sigur- markið með stórglæsilegu skoti frá vítateig í kjölfarið á hornspyrnu. Í uppbótartímanum urðu mikil læti þegar brotið var á Bjarna Gunnarssyni, sóknarmanni HK, upp við hornfána KA-megin. Hann sló frá sér og uppskar rauða spjaldið, og rétt á eftir fór Steinþór Freyr Þor- steinsson sömu leið. Þessir tveir munu eiga frí í næstu umferð. Lennon með tvö í sigri FH FH-ingar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og sóttu öll þrjú stigin sem í boði voru þegar þeir mættu ÍBV á Hásteinsvelli og sigr- uðu 2:1. Þeir eru þar með komnir upp í fimmta sætið. Steven Lennon kom gestunum yf- ir með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu þegar Diogo braut á Jákup. Steven Lennon skoraði svo annað mark sitt á 71. mínútu þegar hann tvöfaldaði forskot gestanna. Gary Martin klóraði svo í bakkann fyrir heimamenn á 90. mínútu þegar hann skoraði einnig úr vítaspyrnu, jafn- framt fyrsta mark sitt fyrir félagið. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað fótboltalega séð en það var ljóst að bæði lið ætluðu sér að notast við langa bolta upp völlinn og vonast til að framherjar liðanna myndu gera sér mat úr því. Það upplegg gekk betur hjá gestunum úr Hafnarfirði en manni fannst að allt- af þegar þeir komust í sókn væru þeir hættulegir, annað en Eyja- menn, sem náðu ekki að skapa sér nein færi af viti og átti Gary Martin erfitt uppdráttar gegn Guðmanni og Pétri sem voru í hjarta varnarinnar. Með sigrinum unnu FH-ingar annan leik sinn í röð í Pepsi Max deildinni og mætti segja að þeir séu komnir í gang eftir ansi erfiðar um- ferðir fram að því. Staða Eyjamanna verður hins vegar verri með hverj- um deginum, en þeir sitja á botni deildarinnar með 5 stig og færast nær 1. deildinni með hverri umferð- inni. Þeir hafa ekki náð að halda hreinu í deildinni það sem af er og þegar þú nærð ekki að stoppa í götin í varnarleik þínum áttu ekki von á því að vinna marga fótboltaleiki, það eitt er víst, því ekki eru þeir heldur að skora mörg mörk. Martin skoraði fyrir fimmta lið Þegar Gary Martin skoraði úr vítaspyrnunni fyrir ÍBV undir lokin gegn FH gerði hann mark fyrir fimmta lið sitt í deildinni. Hann hef- ur áður skorað fyrir ÍA, KR, Víking R. og Val. Andri Marteinsson og Arnar Gunnlaugsson hafa áður leik- ið þennan leik í deildinni. Breytt staða hjá HK og KA  HK upp í áttunda sæti eftir annan sigurinn í röð en KA gæti lent niður í fall- sæti í kvöld  Tvö rauð spjöld í lokin í Kórnum  FH komið í fimmta sætið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kórinn Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, og Hallgrímur Mar Steingrímsson, vinstri kantmaður KA, í einu af mörgum návígjum sínum í leiknum. Hallgrímur jafnaði fyrir KA úr vítaspyrnu en Birkir og félagar fögnuðu sigri. 1:0 Björn Berg Bryde 33. 1:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 43.(víti) 2:1 Valgeir Valgeirsson 84. I Gul spjöldÁsgeir Marteinsson og Atli Arnarson (HK), Ýmir Már Geirsson og Hrannar Björn Steingrímsson (KA). I Rauð spjöldBjarni Gunnarsson (HK), Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA). HK – KA 2:1 Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 6. Áhorfendur: 790. M Arnar Freyr Ólafsson (HK) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Hallgrímur Jónasson (KA) Daníel Hafsteinsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímss. (KA) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) 0:1 Steven Lennon 35. 0:2 Steven Lennon 71. 1:2 Gary Martin 90. I Gul spjöldSindri Snær Magnússon, Diogo Coelho, Gary Martin og Sig- urður A. Magnússon (ÍBV), Jónatan Ingi Jónsson, Cédric D’Ulivo og Daði Freyr Arnarsson (FH). I Rauð spjöldVíðir Þorvarðarson (ÍBV). ÍBV – FH 1:2 Dómari: Erlendur Eiríksson, 6. Áhorfendur: 432. M Matt Garner (ÍBV) Telmo Castanheira (ÍBV) Sigurður A. Magnússon (ÍBV) Pétur Viðarsson (FH) Cédric D’Ulivo (FH) Guðmann Þórisson (FH) Davíð Þór Viðarsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Steven Lennon (FH)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.