Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 27

Morgunblaðið - 15.07.2019, Side 27
ekki of langt fram í tímann,“ sagði Kolbeinn. Erfitt að endurstilla sig Þá vann Aníta Hinriksdóttir úr ÍR öruggan sigur í 800 metra hlaupi kvenna; hún hljóp á 2:08,17 og var ekki langt frá því að bæta mótsmetið í greininni sem er 2:08,14. Hálfsystir Anítu, Iðunn Björg Arnaldsdóttir, hljóp á tímanum 2:22,10 og hafnaði í þriðja sæti en Aníta viðurkennir að það geti stundum verið erfitt að inn- stilla sig á það að taka þátt í hlaupi og koma langfyrst í mark. „Ég er orðin nokkuð góð í því bara að setja hausinn undir mig og hlaupa. Ég var frekar villt þegar ég var yngri og þá var þetta ekkert vandamál en það getur verið erfitt að endurstilla sig upp á nýtt þegar að maður er bú- inn að vera einhvers staðar erlendis að taka þátt í hlaupi þar sem keppnin er mikil og koma svo heim og hlaupa hér,“ sagði Aníta í samtali við Morgunblaðið. Aníta hefur verið að glíma við meiðsli í læri en hún er öll að koma til og leið vel eftir hlaupið í gær. „Þetta var fyrsta 800 metra hlaup- ið mitt á tímabilinu og maður var að- eins inni í eigin þægindaramma fyrir hlaupið og ég vissi ekki alveg á hverju ég átti von með sjálfa mig. Ég er búin að vera í smá brasi með lærið á mér, sem hefur aðeins haldið mér frá keppni. Ég hef getað æft í gegn- um meiðslin en ég hef átt erfitt með hraðabreytingarnar sem maður þarf á að halda í 800 metra hlaupinu. En það hefur allt verið á réttri leið há mér í þessum mánuði.“ Aníta setur stefnuna á HM í Doha í Katar í lok september og vonast til þess að toppa þar á réttum tíma. „Ég er í raun bara að undirbúa mig fyrir HM sem hefst í september, sem er vissulega í seinni kantinum þetta árið, en það er líka bara fínt fyrir mig persónulega þar sem ég á það til að vera sein í gang en stefnan er sett á HM og öll einbeitingin fer á það næstu vikurnar.“ ÍR-ingar sigursælastir Þá setti kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR mótsmet á laugardaginn þegar hún kastaði kúl- unni 15,65 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR, hafnaði í öðru sæti með kast upp á 12,7 metra og fjölþrautarkonan María Rún Gunn- laugsdóttir úr FH endaði í þriðja sæti, en hún kastaði kúlunni 11,52 metra. María reyndist sigursæl á mótinu en alls fékk hún fimm verð- laun um helgina. Hún fékk gull í spjótkasti og 100 metra grinda- hlaupi, silfur í langstökki og hástökki og loks brons í kúluvarpi. ÍR hrósaði sigri í liðakeppninni þriðja árið í röð, en liðið hlaut 76 stig. FH varð í öðru sæti með 72 stig og Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 27 stig.  Nánar má lesa um úrslit og sigurvegara á mótinu á mbl.is/sport/ adrar Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvíld Guðni Valur Guðnason hvílir lúin bein en hann varð Íslandsmeistari í kringlukasti í gær. Í mark Ingibjörg Sigurðardóttir, til hægri, og Iðunn Björg Arnaldsdóttir koma í mark í 800 metra hlaupinu í Laugardalnum í gær. Meistari Aníta Hinriksdóttir í 800 metra hlaupinu þar sem hún kom fyrst í mark. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona í handknattleik og lykil- maður í liði Selfyssinga, er gengin í raðir franska A-deildarliðsins Bourg- de-Péage Drome Handball. Liðið hafn- aði í neðsta sæti á síðustu leiktíð en hélt sæti sínu eftir umspil. Hrafnhild- ur, sem er 24 ára gömul, hefur leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi frá árinu 2011. Hún var markahæsti leik- maður Olísdeildarinnar 2015-2017 og skoraði 101 mark í 14 leikjum á síðustu leiktíð þar sem Selfoss féll úr deild- inni. Hrafnhildur hefur spilað 22 lands- leiki og hefur í þeim skorað 47 mörk.  Markvörðurinn Frederik Schram er orðinn leikmaður danska úrvals- deildarliðsins SönderjyskE, þar sem hann er liðsfélagi Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Hann var í hópnum í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á nýju tímabili í gær. Frederik, sem var í ís- lenska landsliðshópnum á HM í Rúss- landi í fyrra, yfirgaf danska B- deildarliðið Roskilde í vor, en hann hefur spilað með liðinu undanfarin ár. Frederik á fimm leiki að baki með ís- lenska A-landsliðinu.  Dagbjartur Daði Jónsson hafnaði í sjötta sæti á EM 23 ára og yngri sem lauk í Sví- þjóð í gær. Dag- bjartur kastaði 76,30 metra í úr- slitunum. Cypri- an Mrzyglód frá Póllandi sigraði, en hann kastaði 84,97 metra og setti mótsmet. Eitt ogannað Skagamaðurinn Arnór Smárason reimaði á sig markaskóna með liði Lilleström í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Arnór skoraði bæði mörk sinna manna í 2:1 sigri á heimavelli gegn Ströms- godset. Mörkin tvö skoraði hann á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 2:0. Gestunum tókst að minnka muninn 20 mínútum fyrir leikslok en Lilleström hélt út og fagnaði góðum sigri. Þetta voru fyrstu mörk Arnórs fyrir Lilleström í norsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, en meiðsli hafa verið að hrjá hann á tímabilinu. Með sigrinum komst Lilleström upp í tíunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki en Strömsgodset situr á botni deildarinnar með 10 stig. KR-banarnir í Molde tróna á toppi deildarinnar. Þeir eru stigi á undan Bodö/Glimt sem á leik til góða. Meistararnir í Rosenborg virð- ast vera að vakna til lífsins, en þeir burstuðu Viking 5:1 og eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. gummih@mbl.is Arnór með fyrstu mörk sín Arnór Smárason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.