Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 15.07.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2019 Reykjavík – Tókýó […] Miss Young International- keppnin var haldin í Harumilla- íþróttahöllinni og samhliða henni var stór og viðamikil unglingahátíð. Þar komu fram hljómsveitir og skemmtikraftar og þar voru stór- fyrirtæki á borð við Sony og Seiko að kynna nýjasta nýtt, allt það heitasta í græjum og alls kyns dóti fyrir unglinga. Og sumt þótti mjög fram- úrstefnulegt. Þarna voru kúluútvörp og ferða- sjónvörp og ég veit ekki hvað og hvað. Það var fullt af básum með alls konar vörum, tískufötum auðvitað og plötum, þetta var eins og ævintýra- veröld. Henny og hinar stúlkurnar komu fram tvisvar til þrisvar á dag á há- tíðinni. Þær sýndu föt, dönsuðu, sungu og sumar léku á hljóðfæri. Það var í nógu að snúast og smátt og smátt áttaði Henny sig á því að hún var ekki ein um að finnast allt framandi. Flestar stúlkurnar voru að fara einar að heiman í fyrsta sinn og allar að uppgötva heiminn upp á nýtt. Þetta varð til þess að samkenndin jókst og hjálpsemin sömuleiðis. Henny var í tvær vikur í Tókýó áður en kom að sjálfri keppninni. Hún sendi bréf heim á hverjum degi; hún varð að deila þessu með fjölskyldunni sinni, annars hefði hún líklega sprungið. Hún skrifaði og skrifaði á handgert bréfsefni hótelsins og á sumum þeirra má enn greina tár sem hafa fallið. Hún reyndi að gera sitt besta í framandi veröld en var það nóg? Já bréfin eru öll til, öll geymd í kassa. Ég er svo hissa á því hvað ég hef ver- ið opinská. Ég sagði þeim allt. Tókýó, 23. mars 1970 Viljið þið senda mér myndir af Ævintýri og Trúbrot. Ég á kortin af Ævintýri niðri í herbergi eða takið úr blöðunum. Það trúir því engin hvað það eru lekkerir strákar á Íslandi. Þær heimta myndir. Ykk- ar Henny Og auðvitað sendi Unnur mynd af sætu íslensku strákunum, alla leið til Japans. Daginn fyrir lokakvöldið lá Henny heima. Hún var því vön að glíma við slæma túrverki en að þessu sinni helltust þeir yfir af margföldum krafti. Hún missti því af æfingunni sem haldin var fyrir lokakvöldið. Hún hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Vissi að hún átti að standa á milli Hong Kong og Indlands. Meira þurfti hún ekki að vita. Þessi lokaæfing var mest fyrir þær 15 sem kæmust áfram og svo þær sem yrðu í fimm efstu sæt- unum. Sem sagt ekkert sem hún þurfti að velta fyrir sér. En hún hafði aðrar áhyggjur. Ég hringdi heim og pabbi svaraði. Ég sagði honum að ég væri lasin og ítrekaði það sem ég var búin að segja í bréfunum, að ég væri alveg glötuð í samanburði við allar þessar fegurð- ardrottningar. Pabbi var rólegur og jarðbundinn eins og alltaf. Hann sagðist vera viss um að ég myndi standa mig vel og bara það að fá að fara til Japans væri nægur sigur. Nú skyldi ég vera glöð og þakklát fyrir að vera í landi sem fæstir Íslendingar hefðu tök á að heimsækja. „Vertu bara þú sjálf og þá verður allt í lagi.“ Auðvitað átti hún bara að njóta þess að vera á framandi slóðum og upplifa framandi menningu. Hún hafði engu að tapa og þegar allt kom til alls gat hún ekki verið neitt annað en hún sjálf. Með þetta í huga fór Henny í úrslitakeppnina. Föstudagurinn langi 27. mars 1970 Lokakvöldið rann upp. Fyrst komu allir keppendurnir fram í þjóðbúningum, því næst á baðfötum og loks í síðkjólum. Þetta var ekki mikið mál. Henny var vön að koma fram og eftir að hún hætti að bera sig sífellt saman við hinar stúlk- urnar, hurfu áhyggjurnar eins og hendi væri veifað. Nú var um að gera að brosa og hafa gaman af. Eftir að allar stúlkurnar 42 höfðu komið fram upphófst biðin bak- sviðs. Hverjar kæmust áfram? Hvaða fimmtán nöfn yrðu nefnd? Henny hafði aldrei leitt hugann að því að hún yrði í þeim hópi, en þar sem hún sat og beið fann hún allt í einu að það skipti hana máli að komast áfram. Ég var með stokkabelti sem Rann- veig amma mín hafði átt við þjóðbún- inginn. Nú hélt ég fast um það og óskaði mér. Ég óskaði þess að ég yrði ein af þessum 15. Ég fann að þá myndi ég vita að ég hefði staðið mig vel. Loksins var biðin á enda og þul- urinn fór að lesa upp nöfn þeirra landa sem áttu fulltrúa í undan- úrslitum. Löndin voru lesin upp í stafrófsröð og allt í einu hljómaði Iceland! Iceland, hjartað hoppaði. Gat þetta verið? Ó, hvað hún var glöð! Þetta gat hún upp á eigin spýtur. Hér þekkti enginn Her- mann Ragnar og Unni Arngríms- dóttur og hér gat sannarlega eng- inn haldið því fram að þau væru að troða henni að. Troða henni í sviðs- ljósið eins og hún hafði oft heyrt sagt út undan sér. Þetta var bara hún, ein af 42 stelpum frá jafn- mörgum löndum, komin í hóp þeirra 15 sem stóðu sig best. Henni leið eins og sigurvegara en vissi hins vegar ekkert hvað hún átti að gera. Hópnum var skipt í tvær raðir og ég var fremst í minni. Ég vissi ekkert hvert ég átti að ganga eða hvert ég átti að snúa. Indland kom mér til bjargar. Það var kært á milli okkar. Ég var í skóm sem hún átti, þeir pössuðu svo vel við kjólinn minn – og nú hvíslaði hún að mér því sem þeim hafði verið sagt daginn áður og þetta gekk stórslysalaust. Í lokin áttu þær að ganga fram og kynna sig og segja eitthvað við dómnefndina og gesti í sal. Ég man alveg hvernig ég byrjaði: Konnichiwa. Watashi no namae wa … Ég held að það þýði örugglega: Komið þið sæl. Ég heiti … og svo endaði ég á að segja: Domo arigato eða Arigatou gozaimashita sem þýð- ir: Takk kærlega fyrir mig. Ég hafði verið að læra eina og eina setningu mér til gamans … til dæmis þegar verið var að greiða okkur. Fyrst lang- aði mig bara til vita hvað hæ þýddi. Mér fannst ég heyra hæ, hæ, hæ alls staðar og fékk þá að vita að það þýð- ir já. Aftur var gert hlé og skemmti- kraftar stigu á svið. Stúlkurnar 15 skiptu um föt og dómnefndin kom sér fyrir. Og þá kom nokkuð merki- legt í ljós. Dómnefndin hafði verið með okkur alla dagana án þess að við vissum. Hún hafði verið í dulargervi. Einn dómarinn hafði verið lyftuvörður, annar hárgreiðslumeistari og svo mætti lengi telja. Stúlkurnar höfðu verið undir eft- irliti allan tímann. Ekki að það breytti neinu. Henny hafði fengið ósk sína uppfyllta og sveif um svið- ið skælbrosandi. Hún hefði reyndar alveg viljað sleppa við að standa á baðfötunum fyrir framan dóm- nefndina og skilur vel af hverju slíkt var harðlega gagnrýnt á sínum tíma. En hún gat ekkert verið að velta því fyrir sér. Það þurfti bara að hespa það af og drífa sig svo í síðkjólinn. Harumillahöllin var troðfull af fólki. Þetta var hápunkturinn á unglingahátíðinni sem hafði staðið í 10 daga. Allir keppendurnir 42 gengu inn og stilltu sér upp. Fremstar voru þær 15 sem höfðu komist í undanúrslitin. Og svo rann stundin upp. Í fimmta sæti: Denmark, fjórða sæti: Costa Rica, þriðja sæti: Philippines, annað sæti: Japan og svo kom það! Fyrsta sæti: Iceland. Henny heyrði ekki hvað var sagt, nema hvað einhver sagði: Miss Ice- land. Hún heyrði fagnaðarhróp og kíkti til að sjá hver stigi fram. Miss Iceland, MISS ICELAND! Hljóm- aði hátt og skýrt. Loksins áttaði hún sig og lyfti höndum til að fagna. En setti þær svo strax niður aftur. „Vertu stillt, vertu stillt,“ var eina hugsunin sem komst að. „Vertu stillt.“ Henny horfði á brosandi andlitið á Charlie See sem myndaði og myndaði og því næst kom forseti keppninnar og krýndi hana. Það voru tvær japanskar konur klæddar í kímonó, japanska þjóðbún- inga, sem voru honum til aðstoðar. Þetta var mjög hátíðlegt allt saman en gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig. Aðstoðarkonurnar höfðu gleymt spennunum og kórónan var svo þung að hún seig alltaf til hliðar. En á endanum gekk þetta og sig- urvegari kvöldsins var Henny Her- mannsdóttir frá Íslandi, þá rétt orðin 18 ára. Þessi síðasti hluti keppninnar er frek- ar óljós. Ég gladdist einlæglega þeg- ar ég varð ein af 15 en þetta var svo óraunverulegt. Ég gat ekki deilt þessu með neinum, það var enginn sem mér þótti vænt um á staðnum, enginn sem gat einlæglega glaðst með mér. „Vertu stillt, vertu stillt“ Árið 1970 var Henny Hermanns valin Miss Young International, alheimstáningurinn, í al- heimsfegurðarsamkeppni í Japan. Í kjölfarið lifði hún sannkölluðu glæsilífi í heimi dans- og dægur- menningar en tilveran á bak við glansmynd feg- urðar og frægðar var oft sár og nöpur. Í bókinni Henny Hermanns – Vertu stillt! sem Bjartur gaf út rekur Margrét Blöndal sögu Hennyar og er eftirfarandi kafli úr bókinni. Ljósmynd/Úr einkasafni Miss Iceland! Þegar úrslitin í Miss Young International lágu fyrir lyfti Henny Hermanns höndum til að fagna. En setti þær svo strax niður aftur og hugsaði „vertu stillt, vertu stillt“, eins og kemur fram í frásögninni. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited 3,6 L Hybrid. Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi ofl. ofl. VERÐ 7.990.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal). Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitan- leg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top- pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.490.000 m.vsk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.