Morgunblaðið - 15.07.2019, Qupperneq 32
Bjarni Ara syngur
gospel í Guðríðarkirkju
Bjarni Ara heldur tónleika í Guð-
ríðarkirkju á fimmtudag kl. 20.30.
Á efnisskránni eru gospellögin sem
Elvis Presley flutti á 30 ára ferli
sínum, en Bjarni Ara gaf fyrir
nokkrum árum út plötu með þess-
um lögum. Meðal laganna eru In
the Ghetto, Swing Down Sweet
Chariot og Amazing Grace. Hljóm-
sveitarstjóri er Þórir Úlfarssonar.
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Nýliðar HK unnu annan leik sinn í
röð í Pepsi Max-deild karla í knatt-
spyrnu í gær þegar þeir báru sigur-
orð af KA í Kórnum þar sem hinn 16
ára Valgeir Valgeirsson skoraði
sigurmark HK-inga sex mínútum
fyrir leikslok. Þetta var fjórði tap-
leikur KA-manna í röð og eru þeir
í 10. sætinu með 12 stig en HK er
í 8. sætinu með 14 stig. »25
16 ára guttinn tryggði
HK sigurinn
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Serbinn Novak Djokovic vann Wimble-
don-mótið í tennis annað árið í röð og
í fimmta skipti frá upphafi þegar hann
lagði Svisslendinginn Roger Federer í
mögnuðum úrslitaleik í
gær þar sem úrslitin réð-
ust í oddasetti. Þessir
frábæru tenni-
skappar sýndu
glæsileg tilþrif í
lengsta úrslitaleik
sögunnar á
Wimbledon-
mótinu, en
viðureign
þeirra stóð yf-
ir í fjórar
klukku-
stundir og
57 mínútur.
»24
Djokovic fagnaði sigri
í frábærum leik
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Nafnið á bókinni Fjörmeti vísar í
fjöruna, grænmeti, fjörefni og fjörið
sem fæst af því að fara niður í fjöru
og njóta útivistar og náttúru,“ segir
Silja Dögg Gunnarsdóttir, rithöf-
undur, sagnfræðingur og alþingis-
maður, sem skrifar bókina Fjörmeti
í samvinnu við mágkonu sína Eydísi
Mary Jónsdóttur, land- og um-
hverfisfræðing, Hinrik Carl Ellerts-
son matreiðslumeistara og Karl
Petersson ljósmyndara.
Að sögn Silju er allt efni og mynd-
ir tilbúið og bókin komin í hönnun til
Sölku bókaútgáfu, sem áætlar að
gefa hana út í október.
,,Hugmyndin kviknaði þegar ég
horfði á þátt í febrúar í fyrra um þör-
ungaræktun í Maine í Bandaríkj-
unum og útgáfu á matreiðslubók úr
fjöruþörungum. Ég pantaði bókina á
Amazon og ætlaði að þýða hana fyrir
íslenskan markað. Ég nefndi hug-
myndina við Eydísi Mary mágkonu
mína, sem sérhæft hefur sig í ís-
lenskum þörungum. Hún sagði ekki
koma til greina að þýða bókina, held-
ur skyldum við skrifa okkar eigin
bók. Þar legði hún í púkkið sérþekk-
ingu sína, en hún hefur m.a. rann-
sakað fjöruþörunga og kortlagt þá
ásamt því að halda námskeið um
nýtingu þeirra. Hún er einnig langt
komin með þróun á húðvörum undir
merkjum Zeti sem unnar eru úr
þaraþykkni. Þörungar eru frábærir
fyrir húðina og gera mann fallegri,“
segir Silja, sem veit ekki til þess að
bók sem fjallar um nýtingu, verkun
og matreiðslu á fjöruþörungum hafi
áður komið út á Íslandi
Sjávartrufflur frábært hráefni
„Það kom mér á óvart hversu mik-
ið hægt er að nota fjöruþörunga í
mat og hvað þeir eru fjölbreyttir á
bragðið. Svo er hægt að leika sér
með verkun þeirra og ná fram nýjum
brögðum, t.d. með pikklun og gerj-
un. Sjávartrufflur eru m.a. frábærar
á smjör, sjávarkapers er bragðmikið
og skemmtilegt á brauð svo er hægt
að tína marinkjarna, betur þekkta
sem wakame, og nota þá í sushi.
Uppskriftir bókinni falla undir ný
norræna matargerð og þar verður
að finna kjöt- og fiskrétti, brauð, og
alls konar meðlæti með fjöruþör-
ungum í,“ segir Silja, sem telur
markað fyrir bók með áherslu á að
borða mat sem vaxi í nærumhverfinu
og spara með því kolefnissporin í
innflutningi á matvælum.
Að sögn Silju er farið yfir sögu
fjöruþörunga og hvernig þeir voru
nýttir sem fæða fyrr á öldum. Á kort-
um verður hægt að sjá hvaða fjöru-
þörungar eru í nærumhverfinu,
hvaða þörungar eru bragðbestir og
hvernig á að tína þá á sjálfbæran
hátt. Einnig er fróðleikur um hvern-
ig finna eigi út besta tímann til að
tína fjöruþörunga með tilliti til flóðs
og fjöru.
„Fjöruþörungar er stútfullir af
steinefnum, vítamínum og snef-
ilefnum eins og joði. En joðskort er
því miður að finna hér á landi vegna
minni fisk- og mjólkurneyslu,“ segir
Silja, sem bendir á að þörungar
framleiði meira en helming af öllu
súrefni í heiminum og að sumir vís-
indamenn haldi því fram að hlutfallið
sé allt að 90%. Silja segir Íslendinga
geta lagt sitt af mörkum til loftslags-
mála með því að nýta fjöruþörunga
meira en gert er í dag. Þeir séu ekki
bara næringarrík fæða heldur einnig
áburður í landbúnaði og hægt sé að
vinna úr þeim lífdísilolíu.
Ljósmynd/Karl Petersson
Fjörmeti Bókarteymið, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Eydís Mary Jónsdóttir, Karl Petersson og Hinrik Carl Ellertsson.
Góðgæti úr fjörunni
Uppskriftir, kort og leiðbeiningar í bók um fjöruþara